Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Smáauglýsingar 569 1100
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
St.10-26 -
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
SÁ ALLRA FLOTTASTI.
AUDI E-Tron 55 Quattro Premium
Plus. Árgerð 2019, ekinn 3 Þ.KM,
Rafmagn, sjálfskiptur. Verð
9.950.000. Rnr.215107. Er á
staðnum. Fylgir hraðhleðslu tengi og
kapall til að hlaða heima.
MJÖG VEL BÚINN OG FALLEGUR
BÍLL. BMW 5 520d X-Drive Sport-
line. Árgerð 2018, ekinn 34 Þ.KM,
dísel, sjálfskiptur 8 gírar. Verð
5.990.000. Rnr.226027. Bíllinn er á
staðnum.
Glæsilegur bílll.
MMC Outlander Intense+ Plug in
Hybrid. Árgerð 2020, Nýr bíll.
Bensín/Rafmagn, sjálfskiptur. Sumar
og Vetrardekk. Verð 5.090.000.
Rnr.226129. Er á staðnum.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
Chrysler Town & Country Limited
1/2016, ekinn aðeins 70 þ.km.
7 manna. Leðursæti. Rafdrifnar
hliðarhurðir og skottlok.
Hlaðin búnaði.
Frábært verð kr. 4.490.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir
Suðurhólar 18, Reykjavík, fnr. 205-0868, þingl. eig. Joseph Oyeniyi
Ajayi, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur-
vatns sf., þriðjudaginn 16. mars nk. kl. 11:00.
Súluhólar 4, Reykjavík, fnr. 205-0043, þingl. eig. Marteinn Unnar
Heiðarsson, gerðarbeiðendur ÍL-sjóður og Súluhólar 4,húsfélag,
þriðjudaginn 16. mars nk. kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
11. mars 2021
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Hlíðasmára 1, 201 Kópavogi, s: 458-2000
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Grímuskylda er á uppboðinu.
Uppboð verður haldið í aðstöðu Vöku hf., Héðinsgötu 1-3, Reykjavík, föstudaginn 19. mars n.k. kl. 11:00.
Allir viðstaddir skulu skrá sig með nafni og símanúmeri við komu á uppboðsstað. Viðstaddir skulu jafnframt sitja,
nota andlitsgrímur og tryggja að fjarlægð milli ótengdra sé a.m.k. 1 metri. Boðnar verða upp eftirfarandi eignir:
Hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, einungis debetkort eða peningar.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, 11. mars 2021
UPPBOÐ
AI540
AP966
AX599
BB770
BF263
BF801
DP367
DS237
EK940
FD885
FF581
FHG88
HBG73
HM728
JGL41
JOV38
KH100
KI425
KS583
KV488
LR896
MD016
MHJ58
MX841
NB334
ND486
NF012
NM969
NO818
NX660
OH699
OO820
PD787
PI398
PP350
PX959
PY995
RG937
RL931
RM610
RM662
SA796
SI908
SO855
SP082
SZ439
TN050
TP246
TX207
TX836
UB825
UO442
UP206
USB58
UU687
UZ052
VA452
VE235
VG966
VH066
VH716
VOY40
VY729
VYT23
YBV98
YF793
YR826
YZ110
ZR090
ZS791
✝
Ólafía Helga-
dóttir fæddist
28. ágúst 1924 í
Hafnarfirði þar
sem hún ólst upp.
Hún lést 5. mars
2021 á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans við Hring-
braut.
Foreldrar henn-
ar voru Helgi
Ólafsson trésmíða-
meistari og Þóra Guðrún Krist-
jánsdóttir húsmóðir.
Systkini Ólafíu (Lóu) voru
þau Þórunn K. Helgadóttir, f. 4.
feb. 1920, d. 29. des. 2010, Krist-
jana Pálína Helgadóttir, f. 5.
ágúst 1921, d. 8. nóv. 1984, Sól-
rún Katrín Helgadóttir, f. 18.
apríl 1928, d. 30. sept. 2012, og
samfeðra bróðir Kristinn Stefán
Helgason, f. 10. nóv. 1914, d. 16.
apríl 1970.
Lóa giftist Ragnari Björns-
syni húsgagna-
bólstrara þann 30.
maí árið 1956.
Fyrsta hjúskap-
arárið bjuggu þau í
Reykjavík en svo
eftir það alla sína
tíð í Hafnarfirði.
Dætur þeirra eru 1)
Helga Þóra, f. 28.
sept. 1957, eig-
inmaður Magnús
Pálsson, börn
þeirra eru Ragnar Páll og Krist-
jana Lóa og barnabarn Lóa Lilý,
2) Birna Katrín, f. 15. ágúst
1961, eiginmaður Björn Ingþór
Hilmarsson, synir þeirra eru
Ragnar og Daði.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 12.
mars 2021, klukkan 13.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/2ffyk7mh
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Með söknuði og miklu þakk-
læti kveð ég mömmu mína og
bestu vinkonu. Það er óraun-
verulegt að hugsa til þess að geta
ekki hringt og spjallað. Margs er
að minnast, mamma var lífsglöð
og skemmtileg kona sem hafði
sterkar skoðanir á hlutunum,
hún var alltaf til staðar fyrir fjöl-
skylduna, var stoð og stytta fyrir
okkur í gegnum hvað sem var,
ávallt tilbúin að rétta fram hjálp-
arhönd, og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklát.
Þegar aldurinn færðist yfir og
pabbi farinn í Draumalandið bar
ég oft upp við hana hvort hún
vildi nú ekki fara í félagsstarf
eldri borgara, var hrædd um að
henni myndi leiðast, en hún var
fljót til svars; hún hafði ekki
tíma, það var svo mikið að gera.
Mamma var mikil hannyrðakona
sem hún lagði stund á allt fram á
síðasta dag og liggur eftir hana
mikið af fallegum útsaumi og
öðru handverki.
Einnig fannst henni gaman að
baka og alltaf var til hjá henni
nýbakað þegar komið var við á
Ölduslóðinni
Hún var ávallt óspör á hrós og
hvatningu, mátti ekkert aumt sjá
og vildi öllum vel, hvort sem það
var mannfólkið, dýrin eða gróð-
urinn.
Hún fylgist vel með barna-
börnum sínum og var mjög stolt
af þeim öllum, hún var spennt yf-
ir að sjá fyrsta barnabarnabarn-
ið sitt koma í heiminn, en nafna
hennar lét sjá sig þremur dögum
eftir að hún skildi við.
Ég kveð mömmu með söknuði
og hlýju og ylja mér við góðar
minningar, takk fyrir allt sem þú
gafst mér, hvíl í friði elsku
mamma.
Þín dóttir,
Birna Katrín.
Mig langar að minnast
tengdamóður minnar sem lést
eftir snögg veikindi. Það er und-
arlegt að sitja hérna og skrifa
um hana Lóu.
Ég kynntist þeim heiðurs-
hjónum Ragnari og Lóu þegar
við Birna Katrín byrjuðum að
rugla saman reytum. Það var
ávallt gott að koma á Ölduslóð-
ina. Þar var ávallt boðið upp á
kaffi og nýbakað bakkelsi því
Lóu fannst gaman að baka og
eiga eitthvað með kaffinu þegar
litið var í heimsókn. Minningar
streyma fram og af mörgu er að
taka, en það kemur efst í huga
þegar farið var í veiðitúra með
þeim hjónum sem ófáir voru. Í
einni slíkri ferð var farið í Víði-
dalinn, þetta var þriggja daga
veiðiferð og Lóa í essinu sínu því
henni fannst mjög gaman að
veiða. Við vorum þrjú með eina
stöng í þetta skiptið, og við
herramennirnir buðum dömunni
að byrja og viti menn; lax mætt-
ur á stöngina strax, við mikla
gleði. Þetta lýsir Lóu vel, hversu
áköf hún var í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur.
Það verða tómlegir sunnu-
dagsmorgnarnir fyrir okkur
Birnu og Skottu án morgunkaffis
á Ölduslóðinni sem var fastur lið-
ur síðustu 17 árin.
Þín verður sárt saknað og er
ég endalaust þakklátur fyrir að
hafa verið svo lánsamur að kynn-
ast heiðurskonu eins og þér Lóa.
Þinn tengdasonur,
Björn Ingþór.
Mig langar til að minnast Lóu
tengdamóður minnar með örfá-
um orðum. Ég kynntist Lóu fyrir
meira en fjörutíu árum þegar ég
og Helga Þóra dóttir hennar fór-
um að vera saman. Lóa og henn-
ar fjölskylda tók mér vel strax í
upphafi. Lóa var hjartahlý og
glaðlynd kona og var henni
margt til lista lagt. Hún var góð-
ur bakari, kokkur og hannyrðir
voru henni mjög kærar sem og
blómarækt.
Á yngri árum fór Lóa oft með
bónda sínum Ragnari Björnssyni
í veiðiferðir og einnig tók hún
þátt í því að rækta upp laxá vest-
ur á Skógarströnd. Lóa aðstoð-
aði Ragnar við uppbyggingu
fyrirtækis fjölskyldunnar með
ýmsum hætti.
Hún hafði alltaf mjög gaman
af góðri músík og þegar við kom-
um við hjá henni var hún allaf
með útvarpið á og hlustaði á alls
konar músík.
Mín fjölskylda hefur búið er-
lendis í langan tíma og á hverju
ári, yfirleitt um jólin, höfum við
komið til landsins til að halda jól
með fjölskyldunni. Og alltaf
komum við að opnum dyrunum
hjá Lóu, sem var mjög gestrisin,
og hin ljúfa og létta lund gerði
dvölina alltaf mjög ánægjulega.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Lóu með miklum söknuði en á
sama tíma gleðjumst við yfir því
að glæný Lóa Lily fæddist þrem-
ur dögum eftir andlát langömmu
sinnar.
Magnús Pálsson.
Elsku amma Lóa. Við bræð-
urnir viljum minnast og þakka
þér fyrir allar góðu stundirnar
og ómetanlegu minningarnar.
Þótt aldurinn hafi verið orðinn
hár þá varstu ung í anda.
Alla okkar ævi höfum við haft
þig nærri okkur og þú varst stór
hluti af okkar lífi. Öllum þeim
kærleik, ást og góðu ráðum sem
þú gafst okkur munum við búa
að alla okkar lífstíð.
Þér var mjög umhugað um að
okkur gengi vel og fylgdist alltaf
vel með okkur, sem við vitum að
þú munt gera áfram þó að það sé
frá öðrum stað núna. Það eru
óteljandi stundir sem við eigum
aldrei eftir að gleyma sem við
áttum með þér sem aldrei verður
hægt að endurgera. Það verða
skrítnir tímar næstu hátíðir þar
sem þú gerðir í gegnum árin allt
sem í þínu valdi stóð til að halda
uppi rétta andanum. Alveg sama
um hvaða tyllidaga var að ræða
þá var alltaf hápunktur hvers og
eins þegar fjölskyldan sameinað-
ist í kaffi- og matarboðum með
þér.
Ósjaldan komum við við hjá
þér á Ölduslóðinni og þú þá að
líta eftir blómunum sem þú hafir
mikið yndi af eða baka allt mögu-
legt. Þú varst besta amma í
heimi og við eigum eftir að sakna
þín svo óskaplega mikið. Við
munum alla tíð geyma minning-
arnar um þig í hjartanu.
Ragnar og Daði.
Ólafía Helgadóttir
✝
Sigurður
Guðni Jónsson
fæddist 28. október
1929 á Hóli í Köldu-
kinn. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Hvammi á Húsavík
24. febrúar 2021.
Foreldrar hans
voru Magnea Krist-
ín Sigurðardóttir,
f. 25. mars 1904, d.
25. febrúar 1998 og
Jón Jakobsson, f. 30. nóvember
1889, d. 20. desember 1944,
bændur á Hóli.
Bræður Sigurðar voru Helgi,
f. 1933, d. 2003, Jakob, f. 1936,
d. 2010 og Marinó, f. 1937. Upp-
eldissystir þeirra var Hólm-
fríður Sigurð-
ardóttir, f. 1920, d.
2014.
Sigurður hlaut
menntun sína í hefð-
bundnum sveita-
skóla, eins og tíðk-
aðist á þeim tíma.
Hann tók við búi á
Hóli eftir foreldra
sína. Síðustu árin
dvaldi hann á
Hvammi á Húsavík.
Útförin fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 12. mars 2021,
klukkan 13.30.
Slóð á streymi:
https://tinyurl.com/29uwa828
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Í dag kveð ég Sigga frænda
minn. Undanfarna daga höfum
við, sem stöndum næst honum,
komið saman til að skipuleggja
útförina hans og minningarnar
hafa hrannast upp. Ég og Dísa
systir áttum athvarf hjá honum
og „frænku“ sumarlangt ár eftir
ár, í heildina líklega ein 15 ár.
Aldrei skammaði hann mig fyrir
leti, þegar ég rétt drattaðist úr
sporunum, átti að hjálpa til við
bústörfin, en vildi frekar liggja í
bókum, þar sem á heimilinu var
dágott bókasafn alls konar spenn-
andi bóka. Hann var alltaf hlýr og
missti sárasjaldan þolinmæðina
við mig, það var þá helst þegar ég
hljóp ekki nógu hratt „fyrir kind-
ur“. Ég minnist hans fyrst og
fremst sem fjárbónda, sem þótti
vænt um kindurnar sínar, hugs-
aði vel um þær og mundi öll nöfn-
in þeirra. Hann passaði líka að
eiga alla „liti“ hvítt, mórautt,
grátt, golsótt, höttótt og alls kon-
ar og fannst nauðsynlegt að eiga
forystufé. Lömbin voru uppá-
halds..! Hann átti hunda og ketti
og ég man eftir honum að leggja
sig eftir hádegismatinn með kött-
inn ofan á bringunni og báðir jafn
værðarlegir. Já það er gott að
eiga minningar um góðan frænda.
Guð blessi minningu hans.
Margrét Einarsdóttir.
Sigurður Guðni
Jónsson