Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
✝
Óskar Karl
Þórhallsson
fæddist 4. ágúst
1940 á Húsavík.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold í Garðabæ 3.
mars sl. áttræður
að aldri.
Óskar var sonur
hjónanna Þórhalls
Karlssonar, skip-
stjóra og útgerð-
armanns, f. 1908, d. 1979, og
Hrefnu Bjarnadóttur, f. 1905, d.
1989. Systkini hans voru Hörð-
ur Þórhallsson, skipstjóri og út-
gerðarmaður, f. 1942, d. 2020,
lengst af búsettur á Húsavík, og
Hjördís Sævar loftskeytamaður,
f. 1932, d. 1985, lengst af búsett
í Noregi.
Óskar gekk í hjónaband 30.
des. 1960 með Elísabetu Maríu
Jóhannsdóttur (Elsa), f. 10. jan.
1941 á Akureyri, d. 29. des.
1996. Þau hófu búskap á Húsa-
vík en fluttu suður og settust að
í Keflavík árið 1964. Þau eign-
uðust fjögur börn:
A. Hrefna Björg Ósk-
arsdóttir, f. 16. júlí 1959. Hún á
tvö börn, Elías Mar og Iðunni
börn og eitt langafabarn.
Árið 2000 tók Óskar saman
við eftirlifandi eiginkonu sína,
Agnesi Árnadóttur, f. 9. des.
1943, og gengu þau í hjónaband
12. janúar 2018. Agnes á tvö
börn, Birki Þór Elmarsson, í
hjónabandi með Rósu Friðriks-
dóttur, alls eiga þau fimm börn,
og Elísu Björk Elmarsdóttur, í
hjónabandi með Fannari Helga
Þorvaldssyni, þau eiga þrjá syni
og fjögur barnabörn.
Óskar starfaði alla sína tíð
við sjómennsku, var lengst af
skipstjóri. Frá 1972 var hann
skipstjóri á sínum eigin bátum,
þar á meðal Arney KE50, sem
hann átti í félagi við Dag Ingi-
mundarson, en þeir ráku útgerð
saman allt til ársins 2000. Óskar
var farsæll og fengsæll skip-
stjóri og var m.a. níu sinnum
aflakóngur á vertíð í Sandgerði.
Hann var náttúruunnandi,
stangveiðimaður og golfari.
Hann hafði unun af ferðalögum
og ferðaðist víða.
Óskar verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju í dag, 12.
mars 2021, klukkan 11, að við-
staddri nánustu fjölskyldu og
vinum. Athöfninni er streymt á
slóðinni:
https://www.facebook.com/
groups/oskarkarl/
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/4ebxtyv6/
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/
Unu. Hrefna á þrjú
barnabörn.
B. Þórhallur
Óskarsson, f. 30.
júlí 1961, kvæntur
Elínu Þórhalls-
dóttur. Þórhallur á
þrjú börn, Óskar
Örn, Júlíönu Krist-
björgu og Rebekku
Lísu. Fyrir átti Elín
Auði. Þórhallur á
tvö barnabörn.
C. Karl Einar Óskarsson, f. 2.
ágúst 1963, giftur Önnu Pálínu
Árnadóttur. Saman eiga þau
Sveinbjörgu Önnu, Þórhall og
Árna Vigfús. Kalli og Anna
Pála eiga þrjú barnabörn.
D. Kristinn Óskarsson, f. 10.
maí 1969, giftur Steinþóru Eir
Hjaltadóttur. Þau eiga Ísak
Erni og Elísabetu Maríu. Krist-
inn og Steinþóra eiga eitt
barnabarn.
Fyrir samband þeirra Óskars
og Elsu hafði Óskar eignast
soninn Lárus, f. 17. jan. 1957, í
sambúð með Eddu Þórð-
ardóttur sem á tvö börn. Lárus
á börnin Grétu, Jón Karl, Guð-
mund Kristin, Ólínu Þuríði og
Brynjar Mar. Lárus á 13 barna-
Elsku pabbi minn. Mig langar
að skrifa nokkur kveðjuorð, það
er dálítið skrítið að vera að
kveðja þig eftir okkar stuttu
kynni, mig langar að segja svo
margt, hversu mikið við fórum á
mis, ég hefði viljað kynnast þér
miklu fyrr og systkinum mínum.
Það hefði verið gaman að fara
með þér á sjó og í lax, ásamt
mörgu öðru, en við náðum að fara
nokkrar golfferðir á Nesið og
Sandgerði og þær ferðir mun ég
geyma í hjarta mínu en þú gafst
mér lífið og stóra barnahópinn
minn.
Takk fyrir allt elsku pabbi, við
sjáumst í sumarlandinu þegar
minn tími kemur.
Lárus Óskarsson.
Elsku pabbi minn hefur nú
leyst landfestar í hinsta sinn og
lagt á hafið eilífa. Hann var sjó-
maður frá barnsaldri og öll mín
uppvaxtarár var hann alltaf á sjó.
Hann var farsæll og fengsæll
skipstjóri og aflakóngur í Sand-
gerði margoft. Hann var veður-
glöggur, áræðinn, heiðarlegur og
duglegur. Hann var mikill fjöl-
skyldumaður og barnagæla, hafði
gaman af að ferðast, bæði innan-
lands og utan og var einstaklega
fróður um land og sögu. Hann
hafði gaman af söng og dansi og
að vera í góðra vina hópi. Hann
var örlátur og greiðvikinn þegar
til hans var leitað. Eftir að
mamma dó var hann mér mikil
styrkur og við reyndum að styðja
hvort annað í sorginni, þá náðum
við að kynnast sem fullorðið fólk
og samband okkar varð mun nán-
ara. Hann hjálpaði mér með
börnin, bauð okkur með í ferða-
lög eða bara á rúntinn. Hann var
börnunum mínum einstaklega
góður afi og var ævinlega til stað-
ar fyrir þau. Hann var líka ákaf-
lega hrifinn og stoltur af litlu
barnabörnunum mínum. Pabbi
gaf mér góð ráð, hvatti mig og
studdi þegar ég þurfti þess með.
Pabbi var gæfusamur þegar
hann valdi sér konur. Mamma og
hann voru samhent og dugleg,
byggðu upp sitt fyrirtæki ásamt
Degi og komu okkur börnunum
til manns. Heimili þeirra stóð
ávallt opið og margir eiga þaðan
ljúfar minningar. Sívaxandi fjöl-
skyldan veitti þeim mikla gleði og
hjörtun stækkuðu í takt. Það var
honum mikið áfall er mamma lést
aðeins 55 ára gömul og var hann
lengi að jafna sig á því. Blessun-
arlega lágu leiðir hans og
Agnesar saman, hann lifnaði við
og naut lífsins með henni hvort
sem var heima, í bústaðnum, á
Húsavík eða erlendis. Agnes
reyndist honum afskaplega vel í
veikindum hans og lagði sig alla
fram um að gera líf hans bærilegt
og innihaldsríkt, einnig hefur hún
verið okkur fjölskyldunni elsku-
legur vinur og börnunum yndis-
leg amma. Blessuð sé minning
elsku pabba míns, ég veit að það
hafa orðið fagnaðarfundir í sum-
arlandinu góða.
Hrefna Björg.
Ég vakna, lyktin er ekki góð
og ég er sjóveikur. Báturinn velt-
ur í hægum takti og ég skríð fram
úr kojunni hans pabba og fer
fram í stýrishúsið til hans. „Ertu
vaknaður? Komdu og sjáðu
drottningu Atlantshafsins.“ Það
er súluger við bátinn og þær
stinga sér í sífellu. Sjórinn morar
af vaðandi fiski og höfrungar
skoppa á öldutoppum. Svona er
fyrsta minning mín af sjónum
þegar ég fékk að fara í róður með
pabba sem ungur drengur. Það
er ekki skrítið að svona sjónarspil
dragi menn á sjóinn og sjó-
mennskan átti eftir að verða ævi-
starfið hans pabba. Hann valdi
sjómennskuna ungur og fékk
sjálfur að fara í róðra með öldn-
um afa sínum. Lífríkið í hafinu,
veður, vindar og straumar urðu
einhvern veginn eins og partur af
honum og hann hafði eitthvert
sérstakt innsæi sem leiddi hann
um ólgandi hafið og gaf oftar en
ekki góðan afla. Pabbi var líka
lánsamur að fara í gegnum allan
sinn feril án mannskaða og var
jafnan með góða menn í sinni
áhöfn og var eftirsótt að komast í
pláss hjá honum. Veiðimennskan
átti ekki bara við á sjónum heldur
einnig í landi þar sem hann hafði
unun af stangveiði. Sérstaklega
var það Laxá í Aðaldal sem hann
hafði dálæti á. Hann var félagi í
Veiðifélaginu Flúðum og eignað-
ist þar marga og góða félaga. Oft
fékk ég að fylgja með og naut
þess að vera með og kenndi pabbi
mér margt um veiði og náttúruna
yfirleitt.
Það eru margar minningar
sem spretta fram þegar maður
kveður þann sem hefur verið í lífi
manns alla tíð. Það var gæfa
pabba að leiðir hans og mömmu
lágu saman, þau stofnuðu fjöl-
skyldu og fluttu til Keflavíkur
þar sem þau bjuggu sér gott
heimili. Mamma var akkerið og
festan og það var því stórt skarð
höggvið í tilveru pabba þegar hún
féll frá allt of snemma. Það var
eftir að mamma dó sem mér
fannst samband okkar pabba
breytast og við eignuðumst nán-
ara vinasamband sem byggðist á
gagnkvæmri virðingu og vænt-
umþykju. Okkur tókst að láta
okkur líða vel í návist hvor ann-
ars og eyddum meiri tíma saman
í leik og starfi.
Elsku pabbi, þegar þú nú legg-
ur úr höfn í hinsta sinn finn ég
fyrir þakklæti að hafa átt ykkur
mömmu að foreldrum. Það er
mín gæfa. Systkinum mínum
þakka ég og fjölskyldum þeirra
fyrir tryggð og stuðning. Og
elsku Agnes, takk fyrir alla þá ást
og umhyggju sem þú hefur gefið
pabba. Hún er ómetanleg og fal-
leg.
Ég horfi útá hafið þegar húmar að
kveldi,
ég horfi á fjöllin baða í haustroðans
eldi.
Skip eru að veiðum úti við eyjar,
æskumenn lokkar hinn óræði mar.
Einhver sárljúfur strengur innst í sál
minni hljómar,
um söknuð og trega gömul minning
þar ómar.
Er lít ég til baka yfir leiðina fornu,
yfir lyngbrekku heima er gengum við
þar.
Sátt leikur aldan við sæbarða steina,
syngjandi þrestir í leik milli greina.
Haustkyrrur, vetur og helskuggar flýja,
hækka fer sólin og þá kemur vor.
Gaman nú væri að vera á ný ungur,
ösla yfir læki, mýrar og klungur.
Hugur minn reikar um æviskeið liðið,
meðan úthafsins bárur hylja í sand-
inum spor.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Þórhallur.
Nú er komið að leiðarlokum á
ferðalagi okkar feðga. Við höfum
ferðast mikið saman í leik og
starfi. Það er margs að minnast á
þessu ferðalagi okkar. Margar
ferðir norður í land til að heim-
sækja afa og ömmu sem og aðra
ættingja. Á þessum ferðalögum
var endalaust verið að telja upp
nöfn á fjöllum og firnindum sem
ég kunni sko alls ekki að meta á
þeim tíma, en í dag er ég þakk-
látur því þetta festist einhvern
veginn í huga manns og nú miðla
ég þessu til minna afkomenda.
Takk kærlega fyrir þennan fróð-
leik, pabbi.
Margar voru veiðiferðirnar
sem við fórum í Laxá í Aðaldal og
margs að minnast sem of langt
væri að telja upp. Síðasta veiði-
ferðin okkar var í Rangá og er
hún mér og Önnu minni minnis-
stæð og erum við endalaust að
minnast þess hversu glaður
Óskar Karl
Þórhallsson
HINSTA KVEÐJA
Afi.
Ég ætla að passa sjó-
manninn.
Við ætlum að borða kex.
Þegar fuglarnir syngja
líður afa Óskari vel.
Krummi Snær.
✝
Erla Wigelund
fæddist í
Grindavík 31. des-
ember 1928. Hún
lést á Hrafnistu í
Laugarási 22. febr-
úar 2021. For-
eldrar Erlu voru
hjónin Vilborg
Dagbjartsdóttir, f.
26.12. 1911, d. 20.1.
1988, húsfreyja, og
Peter Wigelund, f. í
Þórshöfn í Færeyjum, 25.6.
1899, d. 22.12. 1974, skipa-
smiður í Keflavík og Reykjavík.
Systir Erlu er Svala Wigelund, f.
2.3. 1930, kaupkona í Reykjavík,
gift Steinþóri Steingrímssyni,
píanóleikara og málara.
Fljótlega eftir fæðingu Erlu
flutti fjölskyldan til Keflavíkur
og síðar til Reykjavíkur. Erla
gekk í Barnaskóla Keflavíkur, í
barnaskóla í Reykjavík og lauk
gagnfræðaprófi frá Ingimars-
skóla. Erla starfaði um skeið á
lögfræðistofu í Reykjavík og
sinnti verslunarstörfum í snyrti-
vöruverslun í Austurstræti. Um
þær mundir sótti hún nám við
Leiklistarskóla Ævars R. Kvar-
an en þar kynntist hún lífs-
förunaut sínum, Kristjáni Krist-
jánssyni tónlistarmanni.
Kristján var hljómsveitarstjóri
frægustu dans- og dægurlaga-
Pétur, f. 1994. Langömmubörn
Erlu eru nú tíu talsins.
Þau Erla og Kristján stofnuðu
og starfræktu verðlista sem í
upphafi var pöntunarlisti sem
fólki gafst kostur á að panta upp
úr og fá sent í pósti. Þau hjónin
tóku síðan upp á því að ferðast
um landið og selja fatnað til
fólks á landsbyggðinni.
Bernskudraumur Erlu rættist
svo þegar þau hjónin opnuðu
verslunina Verðlistann við
Laugalæk í Reykjavík árið 1965.
Erla stóð vaktina í Verðlistanum
í 52 ár eða allt til ársins 2014.
Erla tók virkan þátt í ýmsu fé-
lagsstarfi. Hún var fyrsti for-
maður Lionsklúbbsins Eng-
eyjar. Hún sinnti ýmsum
trúnaðarstörfum í þágu félags-
ins og var gerð að heiðursfélaga
í klúbbnum árið 1990. Erla var
einnig ötull talsmaður Kaup-
mannasamtaka Íslands og var
sæmd viðurkenningu samtak-
anna. Árið 2012 hlaut Erla svo
þakkarviðurkenningu Félags
kvenna í atvinnurekstri (FKA)
fyrir ævistarf sitt og fyrir að
vera konum í atvinnulífinu
hvatning og fyrirmynd.
Útför Erlu fer fram frá Laug-
arneskirkju í dag, 12. mars
2021, klukkan 15.
Streymt verður frá athöfn-
inni. Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/79bwtex4/.
Einnig má nálgast virkan
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/.
hljómsveitar lands-
ins á þeim árum,
KK-sextettsins.
Erla giftist 31.7.
1949 Kristjáni
Kristjánssyni (KK),
f. 5.9. 1925, d. 2.6.
2008, tónlistar-
manni og hljóm-
sveitarstjóra. Hann
var sonur Sigrúnar
Elínborgar Guð-
jónsdóttur, f. 7.10.
1904, d. 10.2. 1971, saumakonu,
og Kristjáns Karls Kristjáns-
sonar, f. 14.11. 1902, d. 26.5.
1977, prentara.
Börn Kristjáns og Erlu eru: 1)
Þorbjörg Kristjánsdóttir, f. 7.12.
1949, d. 10.10 2019 versl-
unarmaður en dætur hennar eru
Erla Sigurðardóttir, f. 1967 og
Elínborg Sigurðardóttir, f. 1971.
2) Pétur Wigelund Kristjánsson,
f. 7.1. 1952, d. 3.9. 2004, tónlist-
armaður og verslunarmaður, en
eiginkona hans er Anna Linda
Skúladóttir og eru börn þeirra
Íris Wigelund, f. 1980, Kristján
Karl, f. 1984 og Gunnar Wigel-
und, f. 1989. 3) Sigrún Júlía
Kristjánsdóttir, snyrtifræðingur
og framkvæmdastjóri, f. 4 11.
1959, gift Jóhanni Ásmundssyni
tónlistarmanni og eru börn
þeirra Auður Elísabet, f. 1982,
Ásmundur, f. 1986, og Ragnar
Elsku besta Erla amma er dá-
in. Mér verður hugsað til þess er
ég var lítil og sá ekki sólina fyrir
henni. Ég vaknaði og vildi bara
fara beint til ömmu. Hún átti ekki
heima langt frá en kannski langt
fyrir þriggja eða fjögurra ára
barn, en ég lét mig hafa það enda
mamma upptekin af litlu systur
minni. Hjá ömmu fékk ég athygli,
ást og umhyggju, það sem allir
þrá. Amma sýndi mörgum þenn-
an kærleika og hlýju. Mér fannst
hún amma alveg frábær í alla
staði, fyndin, góð, fjölhæf, ræðin,
elskaði athygli og að láta fólk
hlæja. Það sem hún var sérstak-
lega góð í var að láta laga það sem
þurfti að laga og halda öllu við.
Annars elskaði amma fréttir,
fréttir af kóngafólki og dönsku-
blöðin, það mátti ekki gleyma að
ná í þau á föstudögum.
Ég var svo heppin að eiga hana
Erlu ömmu að. Hún hringdi alltaf
að athuga hvort við borðuðum
nógu hollt, hvernig peningamálin
gengju og hvernig öllum liði. Hún
var alveg einstök og við áttum
einstakt samband, henni fannst
alltaf að hún ætti mig, enda átti
hún í mér hvert bein og hringdi
ég oft í hana til að fá hjálp með hin
ýmsu mál enda fannst henni allt
koma sér við.
Hún amma var mikil drottning
og ég vil minnast hennar þannig,
að halda ræðu og segja brandara,
þannig fannst henni lífið
skemmtilegt. En ég mun sakna
hennar þangað til við hittumst á
ný.
Erla „litla“.
Enn fjölgar í partíinu þarna
uppi og nú er búðarkonan sjálf
mætt til að halda uppi fjörinu og
tryggja það að fólk sé sómasam-
lega til fara.
Amma var dugleg, sjálfstæð,
úrræðagóð og umhyggjusöm
kona. Það átti því ekki vel við
hana að vera upp á aðra komin
líkt og var hennar veruleiki síð-
ustu mánuði. Þrátt fyrir þá stað-
reynd að enginn er ódauðlegur þá
er maður aldrei alveg tilbúinn að
kveðja ástvin sem skipar svo stór-
an sess í lífi manns.
Ég var alla tíð mjög hænd að
ömmu og á margar góðar minn-
ingar af því þegar ég gisti hjá
þeim afa og hjálpaði ömmu með
dagsuppgjörið í Verðlistanum.
Ég minnist ömmu þar sem hún lá
í gólfinu með myndavélina á lofti
á danskeppnum, þegar Egill
frændi og ég vorum að keppa, og
lét svo framkalla filmuna í þrí-
eða fjórriti þrátt fyrir að hausana
vantaði á sumar myndirnar.
Amma sótti mig oft upp í útvarps-
hús þegar ég var búin að lesa inn
barna- og unglingaþætti en hún
missti aldrei af þætti.
Heimili ömmu og afa iðaði af
lífi og amma var alltaf boðin og
búin að halda veislur. Þá var eng-
in veisla nema amma tæki til
máls. Yfirleitt enduðu ræðurnar á
klúrum brandara en þar til amma
steig úr pontu héldu afi og aðrir
fjölskyldumeðlimir niðri í sér
andanum og misstu stundum út
hjartslátt ef brandarinn var mjög
grófur eða óviðeigandi.
Amma var mannvinur og var
alltaf til staðar fyrir fólkið sitt en
einnig ýmsa aðra sem stóðu henni
ekki eins nærri. „Vantar þig ekki
aur?“ heyrðist gjarnan og barna-
börnin voru leyst út með pening-
um fyrir ís. Amma var allt fram á
síðasta dag áhugasöm um menn
og málefni og spurði gjarnan
spurninga eins og um væri að
ræða hraðaspurningar í Gettu
betur nema það sem er frábrugð-
ið þeim er að amma beið ekki
endilega alltaf eftir svari áður en
hún varpaði næstu spurningu
fram. Engar spurningar voru
þess eðlis í huga ömmu að ekki
væri viðeigandi að spyrja þeirra.
Amma kom stundum í mat á
heimili okkar Ástmars. Amma og
Ástmar áttu fallegt vináttusam-
band og ræddu á jafnréttisgrund-
velli um allt á milli himins og jarð-
ar, iðulega viðskipti og pólitík.
Amma var í verslunarrekstri
til 86 ára aldurs og kraftur henn-
ar og elja var einstök. Áföllin þeg-
ar hún missti Pétur, föður minn,
og síðar afa reyndust henni afar
þungbær. Einnig þjáðist hún af
svima sem orsakaðist af kristöll-
um í eyra og síðar vírus á heyrn-
artaug sem hömluðu henni í leik
og starfi. Eftir að hún hætti af-
skiptum af verslunarrekstri
fannst mér eins og lífskraftur
hennar færi þverrandi og heils-
unni hrakaði. Eftir að Þorbjörg
dóttir hennar lést var eins og
slokknaði smám saman á lífs-
neistanum. Hún var orðin sátt og
södd lífdaga.
Ég á ömmu svo margt að
þakka og hún hefur verið ein af
mikilvægustu manneskjunum í
mínu lífi. Hjarta mitt er uppfullt
af ást og þakklæti til ömmu og ég
hugga mig við óteljandi dýrmæt-
ar minningar um dásamlega
ömmu sem mér þótti svo undur-
vænt um. Takk fyrir umhyggj-
una, elskuna, áhugann, stuðning-
inn, húmorinn og samfylgdina
elsku amma.
Íris Wigelund Pétursdóttir.
Í dag er kvödd Erla Wigelund
móðursystir mín. Heimili Erlu og
Kristjáns var mitt annað heimili
frá því ég fyrst man. Erla leit á
mig sem sína yngri systur og var
minn bandamaður alla tíð. Hún
var kvenskörungur og sterkur
stólpi margra í lífsins ólgusjó.
Þegar hún var nýlega minnt á það
hafði hún sjálf varla tekið eftir
því, sem lýsti henni vel. Það sóp-
aði að henni frænku minni hvar
sem hún kom, kraftur og hug-
rekki voru henni í blóð borin. Um-
hyggja, glaðværð og skemmtileg-
heit standa upp úr minningum
um Erlu, sem ég kveð með þakk-
læti og kærleika.
Hrefna Wigelund
Steinþórsdóttir.
Erla Wigelund hefur kvatt
þessa jarðvist. Hún fæddist í Ás-
garði í Grindavík rétt fyrir árslok
1928. Móðir hennar, Vilborg Júlía
Kristín Dagbjartsdóttir, Villa,
var nýorðin sautján ára þegar
Erla kom í heiminn. Hún hafði
kynnst Færeyingnum Peter Wi-
gelund, skipasmíðameistara og
kafara, sem var kostgangari á
matsölustað þar sem Villa vann,
en árið áður hafði hann orðið
Norðurlandameistari í hnefaleik-
um. Þegar Villa hélt aftur heim í
Grindavík var hún ekki kona ein-
sömul. Peter hafði verið ráðinn
austur á land, þar sem hann
teiknaði og byggði nokkra fallega
trébáta, Gylli, Fylki og Stellu.
Villa útvegaði sér fljótlega kon-
Erla Wigelund