Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 2

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Nýjar bækur í hverri viku Einungis 1.490 kr. á Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Starfsmenn Merkingar og Icelandair byrjuðu í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli í gær að merkja Bombardier-vélar félagsins með merkjum Ice- landair. Eins og fram hefur komið í Morgun- blaðinu verður rekstur Icelandair og dótt- urfélagsins Air Iceland Connect samþættur og innanlandsflugið starfrækt og markaðssett und- ir nafni og merki Icelandair. Tekur breytingin formlega gildi næsta mánudag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvélar í innanlandsflugi fá merki Icelandair Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær hafa óskað eftir að yfirfærslu starf- semi hjúkrunarheimila þeirra til heilbrigðisstofnana ríkisins verði frestað til 1. maí og skorað á velferð- arnefnd Alþingis að tryggja réttar- stöðu núverandi starfsfólks við yfir- færsluna. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að fulltrúi stjórnvalda hafi tilkynnt að sveitarfélaginu væri skylt að segja starfsfólkinu upp svo nýr rekstrar- aðili gæti auglýst störfin. Krafan hafi komið allt of seint fram. Fjarðabyggð rekur hjúkrunar- heimilin Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði og Vest- mannaeyjabær rekur Hraunbúðir. 73 starfsmenn eru á hjúkrunarheim- ilum Fjarðabyggðar og um 60 í Eyjum, samtals 133 starfsmenn. Fjarðabyggð og Vestmannaeyjar voru í hópi fjögurra sveitarfélaga sem sögðu upp samningum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila vegna tapreksturs sem ríkið neitaði að greiða. Of skammur fyrirvari Þegar ráðuneytisstjóri heilbrigð- isráðuneytisins greindi forsvars- mönnum Fjarðabyggðar frá því á fundi 3. mars að rekstur heimilanna yrði færður til Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sagði hann jafn- framt, eftir því sem Jón Björn lýsir, að lög um aðilaskipti giltu ekki og Fjarðabyggð væri skylt að segja starfsfólkinu upp þannig að nýr rekstraraðili gæti auglýst störfin. Jón Björn segir að sveitarfélagið geri ekki athugasemdir við að HSA taki reksturinn yfir en hafi mótmælt því að 27 dögum fyrir afhendingu heimilisins væri sveitarfélaginu sagt að segja starfsfólkinu upp. Það sé allt of skammur tími. Getur hann þess að fólkið hafi þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Telur Jón Björn að val sé um að láta lög um að- ilaskipti gilda og bendir á að flutn- ingur á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga hafi verið framkvæmd- ur með þeim hætti. Sama á við um yfirfærsluna í Eyj- um. Í sameiginlegri yfirlýsingu Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja- bæjar er bent á að störf og réttar- staða starfsfólks hjúkrunarheimila sem Akureyrarbær og Sveitarfélag- ið Hornafjörður eru að hætta með hafi verið tryggð. Segja bæjarstjór- arnir, Jón Björn og Íris Róbertsdótt- ir, að verði þetta niðurstaðan varð- andi þeirri heimili kalli það á hópuppsagnir og óvissu í þessum sveitarfélögum þar sem mikill meiri- hluti sé kvennastörf við umönnun viðkvæmustu einstaklinga. Bæjarráð Vestmannaeyja og Fjarðabyggðar hafa samþykkt að óska eftir frestun á uppsögn samn- inga um einn mánuð, til 1. maí. Jafn- framt hafa bæjaryfirvöld óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún skerist í leikinn og leysi úr þess- ari óvissu þegar í stað. Engin viðbrögð borist Ráðuneytið segir yfirlýsingu sveitarfélaganna fela í sér rang- færslur sem ráðuneytið sjái sig knú- ið til þess að leiðrétta, í tilkynningu. Í kjölfar uppsagna sveitarfélaganna hafi verið ákveðið að heilbrigðis- stofnanir í viðkomandi umdæmum tækju að sér reksturinn. Áður hafi SÍ auglýst eftir aðilum til þess að taka við rekstrinum. Engin viðbrögð hefðu borist við þeirri auglýsingu. „Bæjarstjórarnir segjast neyddir til að grípa til hópuppsagna starfs- fólks viðkomandi hjúkrunarheimila, af því að heilbrigðisráðherra sé ekki reiðubúinn að láta lög nr. 72/2002 um réttarstöðu starfsmanna við aðila- skipti að fyrirtækjum gilda. Nú er það svo að umrædd lög gilda, eins og nafn þeirra gefur til kynna, eingöngu um aðilaskipti að fyrirtækjum.“ Gert að segja starfsfólkinu upp - Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær berjast fyrir því að störf og réttarstaða starfsfólks verði tryggð við yfirfærslu á rekstri hjúkrunarheimila til heilbrigðisstofnana - Biðja velferðarnefnd að skerast í leikinn Jón Björn Hákonarson Íris Róbertsdóttir Bóluefni belgíska lyfjafyrirtækis- ins Janssen, sem er í eigu Johnson & Johnson, fékk skilyrt markaðs- leyfi á Íslandi í gær. Um er að ræða það bóluefni sem Íslendingar munu hafa mestan aðgang að af öllum bóluefnum við Covid-19, mið- að við samninga sem liggja fyrir. Hingað eiga að koma 235 þúsund skammtar sem gilda fyrir 235 þús- und einstaklinga, enda þarf aðeins einn skammt á mann með Janssen- bóluefninu ólíkt flestum hinna. Á vef landlæknis segir að áætlað sé að byrja afhendingu á öðrum ársfjórðungi, sem sagt einhvern tímann á næstu þremur mánuðum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, for- stjóri Lyfjastofnunar, sagði í sam- tali við mbl.is í gær að rætt hefði verið um aprílmánuð þegar kemur að fyrstu afhendingu. Janssen-efnið er veiruferjubólu- efni, rétt eins og AstraZeneca. Virkni þess er minni í samræmi við það, en hún hefur verið um 67% að sögn Rúnu. Virknin er þó mjög sterk gagnvart nýjum afbrigðum veirunnar, eins og því breska, sem skotið hefur upp kollinum hér á landi undanfarið. Hlé á notkun AstraZeneca Notkun AstraZeneca-bóluefnis- ins var stöðvuð tímabundið á Ís- landi í gær á meðan tengsl bólu- efnisins við blóðtappa eru rannsökuð til hlítar. Þar með fylgdu Íslendingar fordæmi Dana en Rúna sagði í samtali við mbl.is að þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evr- ópu hefði ekki gefið út að stöðva skyldi bólusetningar með efninu, hefði henni og sóttvarnalækni þótt tilefni til að staldra við og skoða málið. » 14 Rætt um afhendingu í apríl - Bóluefnið samþykkt sem Íslendingar munu hafa mestan aðgang að - AstraZeneca-notkun stöðvuð tímabundið AFP Janssen Ísland fær 235.000 skammta. Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, tilkynnti í gær- kvöldi að ákveð- ið hefði verið að aflýsa fyrirhug- uðum samræmd- um prófum í ensku og stærð- fræði, sem ráðgert var að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku. Ákvörðunin var sögð byggja fyrst og fremst á hags- munum nemenda og sjónarmiðum skólasamfélagsins. Framkvæmd samræmdra prófa í íslensku sem lögð voru fyrir nem- endur í 9. bekk grunnskóla á mánudag fór úrskeiðis. Tæknilegir örðugleikar urðu til þess að hundruð nemenda náðu ekki að ljúka prófinu. „Núverandi fyrirkomulag sam- ræmdra prófa er komið á enda- stöð. Grundvallarbreyting á sam- ræmdu námsmati hefur verið í undirbúningi, þar sem markmiðið er að tryggja betur hagsmuni nemenda og þarfir þeirra fyrir skýrt námsmat,“ sagði ráðherra í tilkynningunni. Forstjóri Mennta- málastofnunar sagði í gær að nið- urskurður til stofnunarinnar hefði numið 200 milljónum á síðustu tveimur árum. Samræmdu prófunum aflýst Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.