Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Evrópska lyfjastofnunin EMA sam-
þykkti í gær bóluefni Johnson &
Johnson gegn kórónuveirunni, en ár
var þá liðið frá því að Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin lýsti faraldrin-
um formlega sem heimsfaraldri.
Bóluefni Johnson & Johnson er hið
fjórða sem stofnunin veitir markaðs-
leyfi innan Evrópusambandsins. Ólíkt
öðrum bóluefnum þarf einungis einn
skammt af efninu áður en það nær
fullri virkni. Þá er hægt að geyma efn-
ið við hærra hitastig en þau bóluefni
sem áður höfðu verið samþykkt.
Tíðindin komu sama dag og Danir
ákváðu að fresta tímabundið öllum
bólusetningum með AstraZeneca-
efninu í varúðarskyni vegna tilkynn-
inga um alvarlegar aukaverkanir,
sem hefðu mögulega valdið að
minnsta kosti einu dauðsfalli. Stjórn-
völd í Noregi og á Íslandi fylgdu í
kjölfar Dana.
Ákvörðun Dana var byggð á til-
kynningu um að blóðtappi hefði dreg-
ið einn mann í Danmörku til dauða
eftir að sá fékk bóluefnið, en Austur-
ríkismenn ákváðu á mánudaginn að
taka tímabundið úr umferð eina send-
ingu frá AstraZeneca, eftir að 49 ára
gamall hjúkrunarfræðingur fékk
blóðtappa og lést.
Bresk stjórnvöld sendu frá sér yfir-
lýsingu um að bóluefni AstraZeneca,
sem þróað var með aðstoð vísinda-
manna við Oxford-háskóla, væri bæði
öruggt og skilvirkt. Forsvarsmenn
AstraZeneca vörðu einnig bóluefni
sitt og sögðu það hafa farið í gegnum
strangt ferli í prófunum.
Evrópska lyfjastofnunin sagði í
fyrradag að hún hefði engin tengsl
fundið milli bóluefnis AstraZeneca og
andláts austurrísku konunnar. Í síð-
ustu viku höfðu verið tilkynnt 22 til-
felli af blóðtöppum innan Evrópska
efnahagssvæðisins, en rúmlega þrjár
milljónir manna hafa þar fengið bólu-
efni AstraZeneca, samkvæmt yfirlýs-
ingu EMA.
Byggt á „ofurvarfærni“
Stephen Evans, prófessor við
London School of Hygiene and Tropi-
cal Medicine, sagði við AFP-frétta-
stofuna að ákvörðun Dana byggðist á
„ofurvarfærni“ vegna örfárra tilkynn-
inga. Sagði Evans að þegar allt væri
skoðað væri áhættumatið enn bólu-
efninu í hag.
Danir munu endurskoða ákvörðun
sína eftir tvær vikur, en hún þýðir að
ekki verður búið að bólusetja alla full-
orðna í Danmörku fyrr en um miðjan
ágúst, en áður hafði verið stefnt á júlí.
AFP
Bóluefni EMA samþykkti bóluefni
Johnson & Johnson í gær.
Samþykktu fjórða bóluefnið
- Evrópska lyfjastofnunin samþykkti í gær bóluefni Johnson & Johnson - Eitt ár
liðið frá heimsfaraldri - Danir fresta tímabundið bólusetningu með AstraZeneca
Að minnsta kosti níu manns voru
skotnir til bana í mótmælum í
Búrma í gær, og hafa nú rúmlega
sextíu mótmælendur látið lífið í
kjölfar valdaránsins í landinu. Sex
hinna látnu voru við friðsamleg
mótmæli í bænum Myaing þegar
lögreglan hóf skothríð án nokkurs
fyrirvara, og sögðu sjónarvottar að
fimm þeirra hefðu verið skotnir í
höfuðið.
Herforingjastjórnin sakaði í gær
Aung San Suu Kyi, leiðtoga rétt-
kjörinna stjórnvalda, um að hafa
stungið undan 600.000 bandaríkja-
dölum, eða sem nemur um 76,75
milljónum króna, og um 11 kíló-
grömmum af gulli. Suu Kyi, sem
setið hefur í stofufangelsi frá upp-
hafi valdaránsins, hefur þegar verið
sökuð um ýmsa glæpi, þar á meðal
að hafa átt ólöglegar labb-rabb-tal-
stöðvar og brot á sóttvarnalögum.
Herforingjarnir færðu ekki fram
neinar sannanir fyrir ásökunum sín-
um, en þær voru taldar svar við
samþykkt öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna í fyrradag, þar sem her-
foringjastjórnin var fordæmd fyrir
að beita friðsama mótmælendur of-
beldi, þar á meðal konur, ungmenni
og börn.
Zhang Jun, sendiherra Kína hjá
Sameinuðu þjóðunum, sagði eftir
samþykkt ráðsins að kominn væri
tími til að draga úr spennu í landinu
og tími til að hefja viðræður til að
leysa ástandið.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International sökuðu herforingjana
í gær um að beita „orrustuvopnum“
á óbreytta borgara, þar á meðal
léttum vélbyssum, hálfsjálfvirkum
rifflum og rifflum sem leyniskyttur
nota. Héldu samtökin því einnig
fram að morð herforingjastjórnar-
innar á mótmælendum væru framin
að yfirlögðu ráði.
Níu mótmælend-
ur skotnir til bana
- SÞ fordæmir herforingjastjórnina
AFP
Mótmæli Búddamunkar mótmæltu
valdaráninu í Jangon í gær.
Kínverska þingið samþykkti í gær
viðamiklar breytingar á kosn-
ingalöggjöf Hong Kong. Yfirvöld í
borginni, sem að nafninu til á að
njóta sjálfstjórnar, fá nú m.a. heim-
ild til þess að stýra því hverjir geta
boðið sig fram til löggjafarsam-
kundu borgarinnar eða nefnd-
arinnar sem velur héraðsstjóra
borgarinnar.
Á löggjöfin að tryggja að ein-
ungis „föðurlandsvinir“ fái að stýra
borginni, en kínverskir embættis-
menn hafa sagt að hollusta við
kommúnistaflokkinn sé þar talin
efst á blaði. Gagnrýnendur óttast
að nýja löggjöfin muni endanlega
koma í veg fyrir lýðræðislega um-
ræðu í Hong Kong.
KÍNA
AFP
Hong Kong Xi Jinping Kínaforseti
greiddi atkvæði með tillögunni.
Fá heimild til að úti-
loka frambjóðendur
Vilhjálmur
Bretaprins varði
í gær bresku
konungsfjöl-
skylduna fyrir
ásökunum um að
hún hefði sýnt af
sér kynþátta-
hyggju í garð
Meghan, her-
togaynju af Suss-
ex og eiginkonu
Harrys, yngri bróður Vilhjálms.
„Við erum mjög svo ekki rasísk fjöl-
skylda,“ sagði Vilhjálmur, sem var
þá í heimsókn í skóla sem börn af
ýmsum kynþáttum stunda nám í, í
fátækrahverfi í Austur-Lundúnum.
Vilhjálmur er fyrstur í fjölskyld-
unni til þess að tjá sig opinberlega
um ásakanir Harrys og Meghan, og
sagðist hann eiga eftir að ræða við
Harry.
BRETLAND
Konungsfjölskyldan
ekki rasísk í háttum
Vilhjálmur
Bretaprins
Japanir minntust þess í gærmorgun
að tíu ár voru þá liðin frá jarð-
skjálftanum og flóðbylgjunni sem
leiddi til Fukushima-slyssins.
Var haldin mínútuþögn um allt
Japan kl. 14:46 að staðartíma, 5:46
að íslenskum tíma, til að marka þá
stund sem jarðskjálftinn, sem
mældist 9 að stærð, skall á hinn 11.
mars 2011. Aðstandendur minntust
ástvina sinna og lögðu blóm á leiði
þeirra.
Um 18.500 manns dóu eða týnd-
ust vegna flóðbylgjunnar sem kom í
kjölfar skjálftans, en hún olli einnig
bilun í kjarnorkuverinu í Fuku-
shima, sem dreifði geislavirkum
efnum um nærliggjandi bæi.
Naruhito keisari sagði í sérstakri
minningarathöfn að minning harm-
leiksins væri enn sterk áratug síð-
ar. Sagði hann að samhjálp þeirra
sem lifðu af hefði hjálpað þeim að
komast í gegnum ólýsanlegar
hörmungar.
AFP
Áratugur
liðinn frá
Fukushima
Fukushima Íbúi í bænum Namie í Fukushima-héraði leggur blóm á leiði dóttur sinnar, sem lést eftir flóðbylgjuna.