Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
✝
Kristín fæddist
í Hafnarfirði
11. 4. 1945 og lést
að heimili sínu þar
í bæ 1. 3. 2021.
Kristín var dóttir
hjónanna Sólveigar
Eyjólfsdóttur, hús-
freyju og matráðs-
konu, f. 25.2. 1908,
d. 31.1. 2005, og
Haraldar Þórð-
arsonar skipstjóra,
f. 30.9. 1893, d. 2.10. 1951. Al-
bróðir Kristínar er Eyjólfur
Þorbjörn læknir, f. 29.7. 1940,
og hálfsystir samfeðra Þóra, f.
24.4. 1924, d. 11.7. 1982. Eyjólf-
ur er kvæntur Guðbjörgu Eddu
Eggertsdóttur, f. 1951, og
þeirra synir Eggert, f. 1981, og
Haraldur Sveinn, f. 1985, d.
2015.
Kristín gekk í Flensborg-
arskólann í Hafnarfirði og lærði
að því loknu til meinatæknis og
vann við það í nokkur ár, bæði
hér á landi og erlendis. Síðar
lærði hún til geislafræðings og
lauk því námi 1976. Starfaði
hún við það fag til starfsloka,
einkum á Landspítalanum, en
einnig um lengri og skemmri
tíma á hinum Norðurlöndunum.
Árið 1982 sérhæfði hún sig í
CT-myndgreiningartækni og
starfaði lengst af við það. Hún
tók mikinn þátt í félagsstarf-
semi geislafræðinga og var oft
fulltrúi Íslands í norrænu sam-
starfi geislafræðinga.
Kristín hafði ávallt mikinn
áhuga á tónlist, einkum söng,
og starfaði í nokkur ár við
Söngskólann í Reykjavík.
Einnig starfaði hún við smink
í Þjóðleikhúsinu á sínum yngri
árum. Hún hafði
góða söngrödd og
var félagi í nokkr-
um kórum, þ.m.t.
Söngsveitinni
Fílharmóníu, Óp-
erukór Hafn-
arfjarðar, Kvenna-
kór Reykjavíkur,
Senjórítunum o.fl.
Fór hún í margar
söngferðir til út-
landa með þessum
kórum.
Kristín hafði einnig mikinn
áhuga á ballett, gekk í List-
dansskóla Þjóðleikhússins sem
barn og unglingur, og stundaði
einnig ballettæfingar á efri ár-
um, auk þess sem hún sótti all-
ar ballettsýningar sem hún
komst á.
Kristín hafði yndi af ferða-
lögum og ferðaðist mjög víða,
einkum í Evrópu, en einnig til
Bandaríkjanna, Kanada, Kína,
Nýja-Sjálands og Ástralíu, svo
eitthvað sé nefnt.
Kristín fæddi dóttur í Dan-
mörku 31.7. 1967 sem var ætt-
leidd af dönskum hjónum.
Hlaut hún nafnið Rikke May.
Kristín og Rikke hafa haldið
sambandi síðustu 24 árin. Rikke
á þrjá syni, Ask 18 ára, Þór 16
ára og Braga 13 ára. Þau búa í
Danmörku.
Kristín bjó með móður sinni
á fæðingarstað sínum og æsku-
heimili að Brekkugötu 5 í Hafn-
arfirði fram yfir sjötugt, er hún
keypti íbúð á Hjallabraut 33,
þar sem vel fór um hana.
Útför hennar var gerð í
kyrrþey frá Hafnarfjarð-
arkirkju 11. mars 2021 að ósk
hinnar látnu.
Ég kynntist Kristínu
snemma árs 1981, þegar við
Eyjólfur, bróðir hennar, hófum
sambúð.
Þær mæðgur Kristín og Sól-
veig, mamma hennar, tóku mér
afskaplega vel, og við Stína,
eins og hún var yfirleitt kölluð í
fjölskyldunni, urðum fljótt góð-
ar vinkonur.
Við áttum líka mörg sameig-
inleg áhugamál, svo sem að
elda góðan mat, tónlist og
ferðalög. Upp frá þessum tíma
eyddum við nánast öllum
stórhátíðum saman.
Stína tók strax við fæðingu
þeirra ástfóstri við syni okkar
Eggert og Harald Svein. Hún
vildi taka þátt í uppeldi þeirra,
einkum menningarlegu uppeldi.
Hún fór því með þá á unga
aldri í óperu og leikhús og
föndraði með þeim fyrir jólin.
Hún fylgdist alla tíð vel með
því sem þeir tóku sér fyrir
hendur.
Stína var góður kokkur og
auk þess meistari í að útbúa
glæsilegar skreytingar. Hún
hafði mjög ákveðnar skoðanir á
því hvernig skreytingin átti að
vera og lagði óhikað á sig að
heimsækja margar verslanir til
að finna réttu borðana og blóm-
in.
Hún bakaði og skreytti
kransakökur fyrir öll meiri
háttar tilefni í fjölskyldunni.
Stína var vinmörg og rækt-
aði vinskapinn vel gegnum árin.
Þær voru ófáar veislurnar sem
hún sá um fyrir vini sína. Einn-
ig voru þær mæðgur duglegar
að bjóða til sín gestum allan
ársins hring, ekki síst á aðvent-
unni.
Stína hafði gaman af því að
klæða sig upp fyrir hátíðleg til-
efni og átti falleg föt og mikið
af fögrum skartgripum. Hún
var glæsileg kona og fagurkeri
fram í fingurgóma.
Fjölskyldan átti sumarbú-
stað í Sléttuhlíð fyrir ofan
Hafnarfjörð, sem pabbi Stínu
hafði byggt sjálfur og flutt að-
föngin á staðinn á hjóli. Þetta
var og er mikill sælureitur, þar
sem gaman var að dveljast
saman.
Hafði Stína alla tíð miklar
taugar til þessa staðar og færði
bústaðnum t.a.m. jólagjafir á
hverju ári.
Stína hafði yndi af ferðalög-
um og naut þess einnig að
vinna og búa erlendis um lengri
og skemmri tíma.
Þannig tók hún að sér störf í
sínu fagi í Noregi, Danmörku
og Svíþjóð og bjó þá í þessum
löndum um nokkurra mánaða
skeið í senn. Við þrjú ferðuð-
umst einnig svolítið saman, og
oft tengdust þau ferðalög tón-
list.
Þannig fórum við til Moskvu
og sáum Svanavatnið í Bolshoi-
leikhúsinu, við heimsóttum
saman Wagner-hátíðina í Bay-
reuth í Þýskalandi, auk þess
sem hún var við útskrift Egg-
erts í Ungverjalandi og Har-
aldar Sveins í Hollandi. Loks
kom hún með okkur til Nýja-
Sjálands um jól og áramót
2014-2015.
Stína undirbjó sig vel fyrir
allar ferðir, kynnti sér sögu
landanna og helstu áfangastaði.
Við ferðuðumst líka töluvert
saman hér innanlands og ber
þar einna hæst þegar við þrjú
stóðum saman í skálinni á Snæ-
fellsjökli og virtum fyrir okkur
landið og miðin. Stórkostleg
stund.
Stína fæddist á Brekkugötu
5 og bjó þar nánast alla tíð með
mömmu sinni, þar til hún fór á
hjúkrunarheimili árið 2000.
Eftir það bjó Stína ein í húsinu,
þar til hún flutti í hentugri íbúð
á Hjallabraut 33 í árslok 2016.
Fór vel um hana þar og naut
hún samvista við aðra íbúa
hússins.
Síðustu árin var hún líka í
dagvistun á Hrafnistu í Hafn-
arfirði og líkaði það afskaplega
vel.
Guðbjörg Edda
Eggertsdóttir.
Kristín Vilborg
Haraldsdóttir
✝
Kristmann
Kristmannsson
fæddist á Ísafirði
24. desember 1939.
Hann lést á Land-
spítalanum 28. febr-
úar 2021. Foreldrar
hans voru Krist-
mann G. Jónsson, f.
1. janúar 1906, d.
28. apríl 1961 og
Björg Sigríður
Jónsdóttir, f. 13. júlí
1911, d. 26. september 1995.
Bræður Kristmanns eru Jón, f.
12. maí 1933, d. 22. desember
2013, Guðbjörn, f. 19. október
1935, d. 25. júní 2019 og Jens
Sigurður, f. 14. febrúar 1941.
Þann 30. nóvember 1963
3) Linda Kristín, f. 1965, maki
hennar er Geir Þorsteinsson,
börn Hólmfríður Sara og Guð-
rún Silja, barnabarn Ísak Andri.
4) Kristmann, f. 1972, maki
hans er Ásgerður Hildur Ingi-
bergsdóttir, börn Andri Snær og
Karlotta.
Kristmann ólst upp á Ísafirði
og bjó þar til ársins 2020 er hann
flutti í Kópavog. Hann var virk-
ur í íþróttastarfi á Ísafirði og lék
á sínum yngri árum með knatt-
spyrnufélaginu Herði og síðar
ÍBÍ. Kristmann stundaði fim-
leika og var alla tíð mjög áhuga-
samur um flestar íþróttagreinar.
Hann var hestamaður og var
lengi með hesthús ásamt Jóni
bróður sínum.
Kristmann vann ýmis störf á
ævi sinni en starfaði lengst hjá
Pósti og síma sem póstmeistari
og stöðvarstjóri á Ísafirði.
Útför Kristmanns fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 12. mars
2021, klukkan 13.
kvæntist Kristmann
eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Hólm-
fríði Sigurð-
ardóttur, f. 25. mars
1940, frá Rauðu-
skriðu í Aðaldal.
Þau eignuðust fjög-
ur börn:
1) Hulda, f. 1962,
maki hennar er
Stefán Þór Ragn-
arsson, börn Sigrún
Harpa og Stefán Orri.
2) Arna Björg, f. 1963, maki
hennar er Ingvaldur Línberg
Gústafsson, börn Arnaldur Lín-
berg, Júlía Línberg og Lísa Rut
Línberg, barnabarn Sóldís Lín-
berg.
Elskulegi pabbi hefur nú kvatt
lífið og eftir sitja margar minn-
ingar um góðan og skemmtilegan
mann. Pabbi var ötull að stappa í
okkur stálinu þegar við stóðum
frammi fyrir erfiðum verkefnum
og að hvetja okkur áfram. Hann
lagði mikið upp úr því að við
stæðum okkur í vinnu. Hann
hafði mikinn metnað fyrir því að
við menntuðum okkur og studdi
með ráðum og dáð svo það gæti
orðið. Enginn var stoltari en
pabbi þegar við útskrifuðumst úr
menntaskóla eða háskóla. Þegar
okkur börnunum sleppti tók það
sama við gagnvart barnabörnun-
um. Hvatning og áhugi á því sem
þau voru að gera var honum of-
arlega í huga hvort sem um
íþróttastarf eða skólagöngu var
að ræða.
Pabbi og mamma áttu sitt
heimili á Ísafirði í 60 ár og við
systkinin nutum góðs af sam-
starfi, ást og umhyggju þeirra.
Það á einnig við um barnabörnin;
þótt langt væri á milli staða og
barnabörnin öll á höfuðborgar-
svæðinu fylgdist hann vel með
hvað var að gerast og heyrði
reglulega í þeim. Þau mamma
buðu barnabörnunum oft að
koma vestur og vildu fá að hafa
þau, gjarnan án foreldra, sem
lengst. Margar dýrmætar minn-
ingar eiga börnin okkar frá dvöl
sinni á Ísafirði, ein með ömmu og
afa. Ættfræðiáhugi pabba var
mikill og það var aldrei komið að
tómum kofunum hjá honum í
þeim efnum. Hvort sem um fjöl-
skylduna var að ræða eða vini var
hann duglegur að upplýsa okkur
um tengsl við aðra. Það sama átti
við um staðhætti og fróðleik um
sögu Íslands, þar var hann vel
lesinn. Það vildu allir í fjölskyld-
unni hafa pabba í sínu liði ef um
spurningaspil eða -keppni var að
ræða, karlinn vissi allt. Elsku
pabbi hafði líka gaman af að spila
á spil og margra skemmtilegra
kvöldstunda minnumst við þar
sem við spiluðum með honum
langt fram á nótt. Okkur systrum
þótti gaman að dansa við pabba,
hann var mikill dansari og hafði
yndi af góðri tónlist.
Þær eru ófáar ferðirnar sem
við fórum með mömmu og pabba
í sumarbústaðinn í Hestfirði og
norður í land til ömmu og afa.
Pabbi var einnig duglegur að
taka okkur systkinin með á hest-
bak og leyfa okkur að koma með í
hestaferðir. Við feðgar fórum eitt
sinn í ævintýralega hestaferð á
Hornstrandir í góðum hópi þar
sem hestar og menn voru fluttir
sjóleiðis inn í Jökulfirði og riðið
var um Hornstrandir. Öll þessi
minningabrot eru okkur afar kær
en fyrst og fremst þökkum við
pabba fyrir það veganesti sem
hann gaf okkur í út í lífið.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn,
og þú munt sjá, að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum)
Hulda, Arna, Linda
og Kristmann.
Það eru margar minningar,
bæði gamlar og nýrri, sem sækja
á hugann við andlát afa míns. Ég
minnist þess hve ánægður afi var
með fyrsta smíðaverkefnið mitt í
grunnskóla sem var útskorinn
hestur sem ég gaf honum og var
alltaf varðveittur inni á skrifstof-
unni hans.
Ég man svo vel þegar ég og
Andri frændi vorum á Ísafirði,
nýbúnir að fjárfesta í fótbolta og
fórum út á fótboltavöll sem er
staðsettur nálægt sjónum. Eftir
um klukkutíma endaði boltinn úti
í sjó og við fórum, alveg miður
okkar yfir að hafa týnt boltanum,
heim til ömmu og afa. Afi sagði
okkur bara að slaka á í smástund
og fór með okkur á bílnum eftir
veginum við sjóinn. Hann horfði
hvert öldurnar leiddu og keyrði
svo inn í fjörð og stoppaði svo inn
við brú og sagði: „Hlaupið út, hér
er hann“! Þetta fannst okkur al-
gjör snilld.
Og nokkrum árum síðar þegar
ég fór vestur á Mýrarboltann.
Þegar ég kom heim eftir fyrsta
skiptið sem ég keppti í Mýrar-
boltanum mæti ég afa sem var við
dyrnar haldandi á garðslöngunni
og hann sagði: „Stattu á miðjum
grasblettinum“ og gusar svo ís-
köldu vatninu á mig til að losa þá
drullu sem hægt var áður en mér
var hleypt inn í húsið. Ég man vel
„kvikindisbrosið“ á afa þegar ég
var gólandi yfir hversu ískalt
vatnið væri sem hann bunaði á
mig. En mikið skemmtum við
okkur vel.
Ég man líka þegar afi ákvað,
eftir að hafa reddað mér sumar-
vinnu fyrir vestan og allir aðrir í
stórfjölskyldunni höfðu ákveðið
að fara saman til Spánar, sem afi
var ekki spenntur fyrir, og var
fljótur að segja: „Ef Arnaldur
ætlar að koma vestur verð ég hér
með honum.“ Amma fór í þrjár
vikur og við vinirnir vorum einir
eftir. Amma stóð sveitt í eldhús-
inu, sennilega í tvo til þrjá daga,
að undirbúa okkur fyrir að vera
einir og fyllti frystikistuna af
bakkelsi, kleinum, skinkuhornum
og öðru. Ásamt einhverju sem
hægt var að hita upp og hafa í
kvöldmatinn. Þegar amma kom
heim aftur var frystikistan alveg
tóm.
Ég kunni svo vel að meta það
þegar afi hrósaði mér fyrir að æfa
jafnmargar íþróttir og ég gerði
og talaði um hversu góður grunn-
ur það væri fyrir fótboltann.
Hann var svo mikill fótboltamað-
ur sjálfur.
Guð geymi þig elsku afi.
Arnaldur Línberg.
Við systkinin erum algjörlega
sammála um það að margar okk-
ar skemmtilegustu og bestu
minningar tengjast ótal mörgum
ferðum okkar til þín og ömmu á
Ísafirði. Það fyrsta sem við hugs-
uðum alltaf þegar kom að fríi í
skóla eða íþróttum var: „Hvernig
eigum við að komast vestur til
ömmu og afa?“
Sama hve mikil læti okkur
frændsystkinunum tókst að
framkalla eða hversu frumleg
prakkarastrikin okkar voru var
alltaf hægt að treysta á að það
heyrðist í þér „jóla-hvað?“ og lífið
héldi svo áfram eins og ekkert
hefði ískorist.
Þú varst maður sem við litum
upp til allt okkar líf og það var
alltaf gott að vera í kringum þig.
Þú varst alltaf svo áhugasamur
um að vita hvað væri að gerast í
okkar lífi og hvattir okkur áfram í
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur, hvort sem það var skóli,
íþróttir, vinna eða annað. Þú
spurðir alltaf af forvitni og svar-
aðir á hvetjandi hátt, sýndir það
svo vel hversu stoltur þú varst af
okkur. Þú varst allt það sem
hægt er að óska sér í afa og meira
til, þú varst einnig vinur okkar og
stuðningsmaður.
Á síðustu árum þegar heilsan
var farin að trufla þig vildir þú
aldrei að við hefðum áhyggjur af
þér en sagðir samt aldrei ósatt.
Þú svaraðir einfaldlega spurning-
um um hvernig þér liði með fras-
anum „ja svona“.
Brúni leðurstóllinn í horninu í
stofunni, sunnudagsbíltúrar á
hvaða vikudögum sem er, frí-
merki, ostarúllur og mjólkurglas.
Allt eru þetta hlutir sem minna
svo sterkt á þig elsku afi og
myndum við gefa ansi margt fyr-
ir að eiga eina gæðastund með
þér í viðbót.
Það er þó ekki eingöngu kvöl
og pína sem fylgir því að kveðja
þig heldur rifjast upp fyrir manni
fallegar minningar um þig sem
aldrei fyrr og hve gott það var að
eiga þig að.
Kveðja frá barnabörnum,
Sigrún Harpa og Stefán Orri.
Nú kveð ég um sinn
og skil við svo ótalmargt
og mér þykir það leitt
að ég fæ engu breytt
Nú er ég fer
ég bið ei gráttu mig
tak góðu stundirnar
er okkur auðnaðist hér
(Snorri Snorrason)
Afi var mjög góður maður og
er mér mjög kær og hefur alltaf
verið. Mér mun alltaf þykja vænt
um allar þær minningar sem ég á
um hann. Allar ferðirnar til Ísa-
fjarðar, óteljandi fílaspilin og bíl-
ferðirnar um Ísafjörð og ná-
grenni. Afi var viljasterkur
maður og vildi alltaf gera hlutina
á sinn hátt. Hann vildi helst ekki
að við krakkarnir værum að hafa
fyrir því að gera eitthvað fyrir
hann en vildi þó alltaf gera allt
fyrir okkur öll. Elsku afi okkar,
hvíldu í friði, ég elska þig.
Lísa Rut Línberg.
Elsku Diddi afi. Hinn full-
komni afi og langafi, stríðinn,
duglegur og alltaf tilbúinn með
spilastokkinn. Þvílík forréttindi
sem það eru að fá að eiga svona
mann í sínu lífi í gegnum súrt og
sætt. Mann sem alltaf er tilbúinn
að hlusta og hvetja mann áfram.
Sama hvað við barnabörnin og
svo barnabarnabörnin gerðum þá
var hann alltaf til staðar, hrist-
andi hausinn með bros á vör yfir
fíflalátunum í okkur. Afi kenndi
okkur margt, allt frá frímerkjum
yfir í hestana, og það eru dýr-
mætar minningar. Þótt þessi
áhugamál hans afa hafi ekki náð
að smitast til allra þá þykir okkur
voða vænt um allar þær stundir
sem við fengum að njóta saman.
Samvera og ferðirnar okkar til
Ísafjarðar og ferðir afa og ömmu
til okkar urðu fleiri og verðmæt-
ari með árunum.
Elsku afi og langafi takk fyrir
allt, við elskum þig.
Júlía Línberg og
Sóldís Línberg.
Elsku afi minn.
Afi var frábær einstaklingur
sem kenndi mér margt um lífið
sjálft og mikilvægi fjölskyldunn-
ar. Hann var góðhjartaður,
ákveðinn og virkilega góð fyrir-
mynd. Margar stundirnar sátum
við saman yfir frímerkjum en þar
var hann á heimavelli. Einnig var
gaman að hlusta á hann segja
sögur um forfeður okkar en afi
var mjög ættfróður og vel lesinn.
Elsku afi minn, það sem ég er
þakklát fyrir þig og allar þær
ógleymanlegu minningar sem við
höfum skapað saman á Ísafirði.
Þín verður sárt saknað og þú
munt alltaf eiga stað í mínu
hjarta,
þín Guðrún Silja.
Elsku afi og langafi var frábær
maður. Ákveðinn og staðfastur
en einnig gríðarlega elskulegur
og góður, betri afa er ekki hægt
að hugsa sér. Þú kenndir okkur
svo margt, meðal annars að spila.
Við spiluðum Svarta Pétur í ófá
skipti þegar ég var yngri og ég
skildi ekki hvernig þú vannst allt-
af, þangað til ég komst að því að
þú varst að svindla, svo lúmskur
og stríðinn varstu, ekki hægt
annað en brosa yfir því, þetta var
svo snilldarlega gert. Við tók-
umst oft á þegar ég var á mínum
unglingsárum en ég er gríðarlega
þakklát fyrir seinustu ár og
hversu náin við náðum að verða á
ný. Takk fyrir að vera alltaf til
staðar. Við elskum þig, nú færðu
að hvíla þig með englunum,
Þín
Hólmfríður Sara
og Ísak Andri.
Kær vinur er fallinn frá. Vin-
skapur okkar Kristmanns hófst
þegar ég var níu ára og fjölskylda
mín flutti í Tangagötuna á Ísa-
firði. Fljótlega fékk ég að taka
þátt í leikjum púkanna í Tanga-
götunni sem flestir voru í íþrótta-
félaginu Herði og gekk ég því
fljótlega í Hörð og er enn Harð-
arpúki. Gott var að alast upp í
Tangagötunni með þessum frá-
bæru félögum í alls konar leikj-
um.
Vinskapur okkar Kristmanns
var alla tíð mjög góður. Þegar ár-
in liðu breyttust leikirnir og við
fórum að horfa saman á stúlkurn-
ar í Húsmæðraskólanum og náð-
um við okkur í konur úr sama ár-
gangi. Kristmann var góður í
íþróttum, var ætíð í framlínunni í
fótboltanum og var góður marka-
skorari.
Einnig var hann fjölhæfur í
fimleikum. Við spiluðum saman
fótbolta en ég fylgdist með hon-
um í fimleikunum.
Tímabilið sem fór í að stofna
heimili leið hratt og við fórum að
hittast á öðrum vettvangi. Unn-
um saman í pólitík og gengum í
reglu frímúrara. Í þessu öllu var
Kristmann mjög fær, bæði víðles-
inn og minnugur og störfuðum
við saman til fjölda ára. Ef ég
þurfti upplýsingar um menn og
málefni hringdi ég í Kristmann
og kom yfirleitt ekki að tómum
kofunum.
Eiginkonur okkar voru saman
í saumaklúbbi ásamt fleirum og
fengum við karlarnir að teljast
með í félagsskapnum og áttum
við þar margar góðar stundir.
Kristmann
Kristmannsson