Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Spónsuga 2 stærðir Verð frá 89.800 Súluborvél DP18 Verð 95.160 Tifsög Decoflex Verð 44.590 Súluborvél DP16 Verð 64.840 Fræsari HF50 Verð 77.350 Bandsög Basa3 Verð131.830 Slípivél BTS800 Verð 48.920 Borðsög HS80 Verð 30.9 Borðsög TS310 Verð 95.170 Bútsög HM80L Verð 24.230 Slípivél OSM600 Verð 61.910 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Vefverslun brynja.is Slípivél OSM100 Verð 53.180 Þyktarhefill/afréttari HMS10810 Verð 114.100 Búkki fyrir bútsagir Verð 29.800 80 Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju voru formlega stofnuð að lokinni kvöldguðsþjónustu á sunnudaginn var. „Þónokkuð af nýjum hollvinum skráði sig í samtökin á fundinum,“ sagði Helga Kristinsdóttir, formað- ur sóknarnefndar. Hún var áheyrnarfulltrúi á fyrsta stjórnarfundi hollvinasamtakanna. Þar skipti stjórnin með sér verkum. Sólveig Mikaelsdóttir er formaður, Heiðar Hrafn Halldórsson er ritari og Jóna Matthíasdóttir gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Guðmundur Bjarnason og Dóra Ármannsdóttir. Helga sagði að komið hafi fram að fólk sé farið að hafa samband við hollvinasamtökin. „Þörfin á viðgerð Húsavíkur- kirkju hefur fengið mikla umfjöllun og athygli. Fólk deildi þeirri frétt og hún fór víða. Svo á að gera heima- síðu og Facebook-síðu. Það á líka að útbúa dreifibréf því eldri kynslóðin, sem þykir ekki síst vænt um kirkj- una sína, er ekki öll á samfélags- miðlunum. Við stofnuðum strax söfnunarreikning og það er farið að safnast inn á hann,“ sagði Helga. Viðgerð á kirkjuturninum gengur fyrir öllu öðru, að sögn Helgu. Stefnt er að því að hún fari fram í sumar. Von er á fulltrúum fasteignasviðs Þjóðkirkjunnar og frá Minjastofnun Íslands. Þeir munu kortleggja þörf- ina fyrir viðgerðir og eiga fundi með þeim sem koma að verkefninu. Eins og komið hefur fram þarfn- ast Húsavíkurkirkja mikillar við- gerðar. Mikill fúi er í kirkjuturn- inum og víðar. Allir þverbitar utan á turninum eru fúnir og margir skrautlistar illa farnir. Fjórir kross- ar eru á kirkjunni og voru þeir allir ónýtir. Smíði nýrra krossa er hafin. Arkitekt Húsavíkurkirkju var Rögn- valdur Ólafsson og var kirkjan vígð árið 1907. Hún er eitt helsta kenni- leiti Húsavíkur. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavíkurkirkja Kirkjuturninn og fleira er illa farið af fúa. Í forgrunni eru Vaðfuglar Sigurjóns Pálssonar sem standa á þaki verbúðanna. Hollvinasamtök að hefjast handa - Viðgerðir á Húsavíkurkirkju helsta verkefnið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdastjóri Arctic Hydro vonast til að fá framkvæmdaleyfi fyrir virkjun Þverár í Vopnafirði á vormánuðum þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. Breytingar á aðalskipulagi vegna virkjunarinnar hafa verið staðfest- ar og deiliskipulag er til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun. „Við erum búnir að semja við framleiðendur véla og röra, verk- taka og þjónustuaðila,“ segir Skírnir Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Arctic Hydro. Þá hefur verið gerður langtímasamn- ingur við HS orku um kaup á allri framleiðslu virkjunarinnar. Þverárvirkjun verður með allt að 6 MW afl. Þverá á upptök í Smjörfjöllum og sameinast Hofsá. Handhafar vatns- og landsréttinda eru eigendur jarðanna Egilsstaða, Hrappsstaða og Háteigs. Stöðvar- húsið verður um 160 fermetrar að stærð. Frá tveggja hektara lóni sem þjónar aðallega sem miðlun innan sólarhringsins liggur 5,3 kílómetra aðrennslispípa að stöðv- arhúsi. Beðið eftir deiliskipulagi Framkvæmdin hefur farið í gegn um mat á umhverfisáhrifum og breyting á aðalskipulagi hefur ver- ið staðfest. Sveitarstjórn Vopna- fjarðarhrepps hefur einnig sam- þykkt deiliskipulag fyrir virkjana- svæðið og það er nú til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun. Sótt verður um framkvæmdaleyfi þegar þeirri vinnu lýkur. Virkjunin verður tengd við að- veitustöð Rarik á Vopnafirði og fer þannig inn á landskerfið. Skírnir segir að virkjunin verði með eyja- keyrslubúnaði þannig að hún geti starfað þótt samband Vopnafjarð- ar við landskerfið rofni, en það gerist iðulega enda yfir há fjöll að fara. Raunar stendur til að Lands- net leggi línuna á versta kaflanum yfir Hellisheiði í jarðstreng. Það ætti að draga úr hættu á straum- rofi. Tilkoma virkjunarinnar mun því auka afhendingaröryggi og fram- boð raforku í Vopnafirði. Notkunin er raunar afar misjöfn, eftir því hversu mikil starfsemi er í gangi í fiskiðjuveri Brims og öðrum at- vinnufyrirtækjum, eða allt frá 1,5 og upp í 18 megavött. Arctic Hydro byggði og rekur Hólsvirkjun í Fnjóskadal. Skírnir segir að verkefnið sé af svipaðri stærðargráðu, kosti um tvo millj- arða. Framboð raforku eykst verulega í Vopnafirði - Ráðgert að framkvæmdir við Þverárvirkjun hefjist í sumar Þverá Úr Þverárdal, horft í átt að brúnni yfir Þverá. Stöðvarhús virkjunar- innar verður byggt skammt fyrir neðan. Í fjarska sést til Háganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.