Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Það kann að vera
óralangur vegur frá
fjármálum til heil-
brigðismála. Ekki
dettur nokkrum sjúk-
um manni í hug að
leita sér lækninga hjá
manni eða konu
menntuðum í fjár-
málum. Það er frekar
að fólk í vandræðum
með fjármál leiti til
lækna til að fá ráð í
fjármálum. Ekki er víst að það séu
hollráð, læknar og heilbrigð-
isstarfsfólk eru hlutfallslega fær-
ari í að laga mannanna mein en
sálarmein fjármálanna.
Tenging heilbrigði og fjármála
er augljósust í kostnaði og ábata
af aðgerðum eða lyfjagjöf.
Heilbrigðissýn almennings
Það vakti athygli fyrir nokkrum
árum að ríkisstjórnin fékk á sig
áskorun í almennri undir-
skriftasöfnun, að útgjöld til
heilbrigðismála skyldu verða 13%
af landsframleiðslu. Sennilega eru
útgjöld til heilbrigðismála sem
næst 10-11% af landsframleiðslu.
Í þessari undirskriftasöfnun var
það ekki útskýrt á hvern veg
auknum útgjöldum skyldi ráð-
stafað og þaðan af síður vissi
megnið af þeim sem skrifuðu undir
þessa áskorun hvar aukinna fjár-
veitinga væri þörf. Áskorunin var í
raun sjúkdómavæðing heillar þjóð-
ar. Slíkt er alls ekki sjálfbært.
Það má auka útgjöld til heil-
brigðismála á ýmsa vegu. Því má
ætlast til þess, þegar gerð er krafa
um aukin útgjöld, að jafnframt sé
gerð grein fyrir þeim ávinningi
sem skal ná fram.
Það að auka útgjöld til heil-
brigðismála til þess
eins að bæta launa-
kjör heilbrigðis-
starfsfólks eykur
ekki velferð skjól-
stæðinga heilbrigð-
iskerfisins.
Ef það er markmið
í sjálfu sér að auka
útgjöld til
heilbrigðismála, þá
er rétt að gera sér
grein fyrir þeim
markmiðum sem að
er stefnt til að auka
velferð notenda heil-
brigðisþjónustu.
En heilbrigðismál gera huga
minn sem ferð villts manns á
þokuslungnu fjalli.
Hvernig vegnar
með mikil útgjöld
Þau 17% útgjalda af landsfram-
leiðslu sem varið er til heilbrigðis-
mála í Bandaríkjunum skila af sér
í þríþættu heilbrigðiskerfi; einu
versta heilbrigðiskerfi í iðnvæddu
land, einu dýrasta heilbrigðiskerfi
í iðnvæddu landi og ef til vill við-
unandi heilbrigðiskerfi fyrir her-
menn og þá sem látið hafa af her-
þjónustu.
Eftir stendur að vera kann að
þau sjúkrahús, sem þjóna dýrasta
hluta kerfisins, séu meðal bestu
sjúkrahúsa í heimi og jafnframt
með öflugustu rannsóknarsjúkra-
húsum í heimi. Það vill stundum
gleymast í umræðu um heilbrigð-
ismál að tilgangurinn með rekstri
heilbrigðisstofnana er ekki aðeins
að auka velferð í nútíð, heldur
einnig og ekki síður að auka vel-
ferð í framtíð.
Rannsóknir í heilbrigði
Tilgangurinn með rannsóknum á
heilbrigðissviði er að auka velferð
mannkyns en alls ekki að auka álit
og viðurkenningu þeirra sem rann-
sóknirnar stunda.
Ég minnist rannsóknar á legu-
tíma á Kleppsspítala á tveimur
tímabilum. Tilgangur rannsókn-
arinnar var að kanna áhrif nýrra
lyfja, sem komu fram eftir 1960.
Íslenskir læknar veittu sjúklingum
aðgang að þessum lyfjum þegar
þau komu fram. Samkvæmt athug-
un á legutíma voru áhrifin ótvíræð
og læknar töldu að velferð sjúk-
linganna hefði aukist í samræmi
við legutímann.
Á sama veg má huga að stöðu
þeirra sem fengu „blæðandi maga-
sár“. Á uppvaxtarárum mínum var
slíkt meira áfall fyrir þann sem
fyrir varð en tárum tók. Ný lyf
hafa komið til og bætt velferð. Það
er einfalt að leggja mat á kostnað
og ábata af lyfjameðferð. Einföld
tenging fjármála og heilbrigð-
ismála.
Hjá þeirri kynslóð, sem kom á
undan mér, voru kransæða-
sjúkdómar faraldur. Það er mjög
líklegt að beytt mataræði, hreyf-
ing og lífsstíll, og síðast en ekki
síst leit og meðferð við of háum
blóðþrýstingi, hafi valdið straum-
hvörfum, og aukinni velferð.
Sennilega hefur rannsókn-
arstarfsemi Hjartaverndar lagt
eitthvað af mörkum til aukinna
lífsgæða.
Þá hefur Íslensk erfðagreining
aukið velferð þjóðarinnar, fyrir
fleiri en stjórnendur og starfsfólk
fyrirtækisins í efnislegum gæðum.
Klúður
Það er þyngra en tárum taki að
sjá hvernig starfsemi leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins hefur fjar-
að út og ekkert tekið við, að sinni.
Prófessor Níels Dungal er
sennilega meðal fyrstu manna til
að vekja athygli á sambandi reyk-
inga og lungnakrabba. Með stofn-
un Krabbameinsfélagsins var
lagður grunnur að skrásetningu
krabbameina þannig að hægt væri
að leggja mat á árangur með-
ferðar við þeim.
Með krabbameinsskrá er í raun
hægt að leggja mat á kostnað og
ábata af forvirkum rannsóknum í
heilbrigðismálum
Það hefur mikið verið rætt og
ritað um „fullveldi“. Í huga þess,
er þetta ritar, felst fullveldi meðal
annars í því að þjóð geti veitt sér
grunnþjónustu í heilbrigðismálum
og veitt þjónustu á sviði
heilbrigðismála með þeim hætti að
ekki þurfi að sækja einfalda þjón-
ustu yfir landamæri.
Fullveldi og heilbrigði
Leit og skimun að frumubreyt-
ingum í leghálsi kvenna er meðal
fyrstu forvirku rannsókna á heil-
brigðissviði. Skipuleg leit að
brjóstakrabbameini fylgdi í kjölfar
leghálsskimunar. Árangur er vel
mælanlegur með krabbameins-
skránni.
Sambandsleysi og klúður hefur
leitt til þess að úrvinnsla þessarar
leitar og rannsóknir eru færðar til
útlanda þegar háværar raddir
heyrast um „fullveldi“.
Það er óþarfi að hafa minni-
máttarkennd í heilbrigðismálum.
Tilkoma opinna hjartaaðgerða hér
á landi og árangur þeirra er ekki
til að þegja um. Opnar hjartaað-
gerðir á Íslandi voru fullveld-
isþáttur. Það má jafnvel reikna út
ábatann af fullveldinu í hjartaað-
gerðum.
Annað klúður í uppsiglingu
Það er óþarfi að stofnanavæða
alla heilbrigðisþjónustu. Verulegur
hluti heilbrigðisþjónustu getur far-
ið fram utan stofnana. Það eru ein-
ungis alvarleg tilfelli sem þarfnast
aðgerða sem þurfa að fara fram á
sjúkrahúsum.
Svo virðist sem það sé opinber
stefna í framkvæmd að hætta að
kaupa þjónustu af sjálfstætt starf-
andi sérfræðingum.
Í ljósi þess að við búum við
opinbert sjúkratryggingakerfi er
nauðsynlegt að til sé þekking til
kaupa á heilbrigðisþjónustu. Ef
slík þekking er ekki til hjá kaup-
anda þjónustunnar, þá hlýtur að
liggja í augum uppi að kaupand-
inn, ríkið, þarf að afla þekkingar
til kaupa á þessari þjónustu.
Í kommúnistaríkjum þykja bið-
raðir sjálfsagðir hlutir. Á Íslandi
þykja biðraðir í heilbrigðisþjón-
ustu alveg sjálfsagður og nauðsyn-
legur hlutur. Biðraðir eru vond
tæki til að koma í veg fyrir of-
lækningar. Í biðröðum er horft
fram hjá kostnaði af kvölum í bið-
tíma.
Hugsjón
Því ef hugsjónin er ekki líf og
lífið er ekki hugsjón, hvað er þá
hugsjónin? Og hvað er þá lífið?
Heilbrigðismál eru hugsun um líf-
ið.
Það þarf að horfa á heilbrigð-
ismál af djörfum hug en ekki með
því hugarfari að bæla eigi niður
óþarfa vanda. Bælingin er vand-
inn!
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Tilkoma opinna
hjartaaðgerða hér á
landi og árangur þeirra
er ekki til að þegja um.
Opnar hjartaaðgerðir á
Íslandi voru fullveldis-
þáttur.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður og
verður það aftur.
Heilbrigði og fjármál
Stundum færir lífið manni mjög
erfiða andstæðinga. Það er eins
og þeir séu algjörlega óstöðvandi.
Þeir æða áfram á leið sinni að
markmiðinu. Stráfella allt sem á
vegi þeirra verður. Stundum er
andstæðingurinn manneskja.
Stundum sjúkdómur. Andstæð-
ingurinn getur í raun verið hver
sem er – og hvað sem er – jafnvel
komið úr mjög óvæntri átt. Hann
getur meira að segja verið svepp-
ur, myglusveppur.
Í stríði er mikilvægt að þekkja
sjálfan sig. Og ekki síður and-
stæðinginn. Myglusveppur er
mjög erfiður andstæðingur. Hann
er reyndar skaðlaus utandyra en
innandyra getur hann verið afar
hættulegur. Ef leki kemur að hí-
býlum getur hann myndast á að-
eins 24-48 klukkustundum – við
rétt skilyrði. Og hann kann þá list
að dreifa sér.
Myglusveppurinn er vel vopn-
um búinn. Hernaðarlistin felst í
að skjóta gró og sveppahlutum út
í loftið. Þetta eru efnavopn. Geta
innihaldið sveppaeiturefni (e.
mycotoxin) – sannkallaður „kill-
er“, sem þú annaðhvort andar að
þér eða einfaldlega snertir. Þá er
trójuhesturinn kominn inn. Og þú
ert orðinn veikur.
En myglusveppurinn er ekki
bara útbúinn baneitruðum efna-
vopnum. Hann er líka mjög snjall.
Það er nefnilega mjög erfitt að
greina orsök slappleikans. Þannig
nær hann að blekkja hvern lækn-
inn á fætur öðrum. Tala nú ekki
um foreldra sýktra barna. Svo
getur liðið mjög langur tími þang-
að til einkennin koma fram. Jafn-
vel mörg ár. Og eitt er víst. Því
lengri tíma sem þú
eyðir með myglu-
sveppi – því verra.
Og ungum börnum er
mest hætta búin.
Samkvæmt íslensk-
um lögum er skóla-
skylda í grunnskólum
Íslands. Ein-
staklingum frá sex til
16 aldurs er skylt að
sækja þá. Í fljótu
bragði hef ég ekki
fundið neitt um
skólaskyldu myglu-
sveppa í íslenskum
lögum. Það kann þó að vera yf-
irsjón af minni hálfu. Enda ekki
löglærður. Kannski er það bara af
einstökum áhuga sem myglu-
sveppurinn mætir í grunnskóla
landsins. Snilld hans er ekki til-
viljun. Hann er námfús. Skoðum
örfá dæmi um námsferilinn.
Kópavogur – Kársnesskóli
Í febrúar 2017 uppgötvast mikl-
ar rakaskemmdir og mygla í
Kársnesskóla í Kópavogi. Skólinn
er rýmdur. Tvö hundruð nem-
endur eru fluttir á brott. Starfs-
fólk og nemendur hafa fundið fyr-
ir óþægindum. Starfshópur er
stofnaður til að fara yfir málið.
Bæjaryfirvöld kaupa 20 fær-
anlegar kennslustofur. Bæj-
arstjórn Kópavogs fer úr bæj-
arstjórnarsalnum til að hægt sé
að nota hann undir kennslu. Í júní
2017 kemur fram tillaga frá
starfshópnum. Lagt er til að skól-
inn verði rifinn. Tillagan er sam-
þykkt.
Kópavogur – Álfhólsskóli
Mars 2021. Mygla greinist í
þaki byggingar Álfhólsskóla í
Kópavogi. Tekin er
ákvörðun um að loka
alfarið einni álmu.
Ekki hefur komið í
ljós hvort myglan
hafi náð að hafa áhrif
á loftgæði. En þessi
ákvörðun er samt
sem áður tekin með
öryggi nemenda og
starfsfólks að leið-
arljósi. Stjórnendur
vinna nú að endur-
skipulagningu
kennslu, sem augljós-
lega raskast þegar loka þarf heilli
álmu. Niðurstöður mælinga voru
kynntar fyrir starfsfólki, stjórn
foreldrafélagsins og skólaráði um
leið og þær lágu fyrir. Bréf var
sent á foreldra.
Akranes – Grundaskóli
Mars 2021. Rakaskemmdir
koma í ljós. Tveimur þriðju af
húsnæði lokað um leið og fyrstu
niðurstöður liggja fyrir. Starf-
semi dreift á sjö mismunandi
staði í bæjarfélaginu. Að sögn
skólastjóra er um flókið verkefni
að ræða enda 800 manna vinnu-
staður. Þess ber að geta að það er
ekki komin endanleg niðurstaða
um hvort það sé mygla í húsnæð-
inu þegar þetta er skrifað. Í sjón-
varpsfréttatíma RÚV var skóla-
stjórinn spurður hvort ekki væri
um að ræða fullróttækar aðgerð-
ir. Um það segir skólastjórinn:
„Það er betra að ganga lengra og
bakka en að fara of skammt og
sitja uppi með eitthvað verra.“
Sá sem veit hvenær hann getur
barist og hvenær ekki verður sig-
ursæll. (Höf. Sun Tzu)
Reykjavík – Fossvogsskóli
Mars 2019. Fyrstu fréttir í fjöl-
miðlum um raka og myglu í Foss-
vogsskóla. Gamlir nemendur og
kennarar tala þó um að byggingin
hafi lekið í langan tíma – jafnvel
frá upphafi. Það er þó í hrópandi
mótsögn við stjörnugjöf Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur
(HER) sem hefur ávallt gefið
Fossvogsskóla fimm stjörnur af
fimm mögulegum – fyrir loftgæði.
Reykjavíkurborg hræðist ekki
myglusvepp. Telur meintan and-
stæðing ofmetinn. Honum er
mætt af hörku. Reykjavíkurborg
pissar ekki í sig af hræðslu eins
og nágrannasveitarfélögin. Enda
er hún miklu stærri. Og er auk
þess borg.
Reykjavíkurborg ræðst til at-
lögu gegn myglusveppnum. Fer í
endurbætur. Fimm hundruð
milljónir og málið er dautt. HER
mun stimpla allt í bak og fyrir.
Enda geta þeir ekki verið að
skoða allt. Skólinn er svo stór.
HER er auk þess að glíma við al-
vöruandstæðinga. Eins og Fiski-
kónginn. Hann skal ekki fá að
selja hákarl. Það verður einhver
annar að gæta hagsmuna
barnanna í Fossvogsskóla.
Desember 2020. Minnisblað frá
Verkís. Náttúrufræðistofnun Ís-
lands (NÍ) er búin að greina sýn-
in sem voru tekin nokkrum vikum
fyrr. Helvítis foreldrarnir (og
börnin) í Fossvogsskóla höfðu
rétt fyrir sér. Það er allt vaðandi í
þessum baneitraða eiturefnafram-
leiðanda. Meira að segja kon-
ungur myglusveppanna er mætt-
ur, Aspergillus versicolor, sem
framleiðir meðal annars „ákaflega
krabbameinsvaldandi efni“ svo
notuð séu orð NÍ. Ég held að
hann sé hættulegri en Fiskikóng-
urinn, svei mér þá.
Mars 2021. Fossvogsskóli er
opinn alla virka daga. Myglu-
sveppurinn fær að að njóta vaf-
ans. Með öryggi myglusveppsins
að leiðarljósi er skólanum haldið
opnum. Græna byltingin í al-
gleymingi. Og það er ekki eins og
börnin hafi gleymst. Það er búið
að funda um málið. Og skipa
nefnd. Eða voru það tvær nefnd-
ir?
Eldur, eldur
Í gær fékk ég tölvupóst frá
skólastjórnendum Fossvogsskóla.
Föstudaginn 12. mars verður
brunaæfing í Fossvogsskóla. Ég
mun fylgjast spenntur með. Þeg-
ar eldur kemur upp í skólanum er
mikilvægt að allir haldi ró sinni.
Og harki af sér. Við leyfum
brenndu barni ekki að forðast eld-
inn. Enginn fer út fyrr en vanda-
málið hefur verið greint. Og búið
að funda um málið. Eldur er auð-
vitað ekki sama og eldur. Það
þarf að taka sýni. Hugsanlega
þarf að bæta eldvarnir. Alla vega
óþarfi að að fara í taugum inni í
miðju eldhafinu. Það verður hægt
að hleypa börnunum út í sumar.
Þegar skólinn er búinn. Eftir 88
daga.
Af menntun og myglusveppum
Eftir Magnús Pálma Örnólfsson
»Myglusveppurinn er
vel vopnum búinn.
Hernaðarlistin felst í að
skjóta gró og sveppa-
hlutum út í loftið. Þetta
eru efnavopn.
Magnús Pálmi
Örnólfsson
Höfundur á barn í Fossvogsskóla.