Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldgosið Mjög hefur dregið úr
skjálftavirkni eftir að gosið hófst.
Skjálfti af stærð 2,9 varð 6,4 kíló-
metra norðnorðaustur af Krýsuvík
klukkan 19.12 í gærkvöldi og
fannst hann á Reykjanesi og í Hafn-
arfirði samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofunni. Þá varð skjálftans
einnig ágætlega vart í Vesturbæ
Reykjavíkur.
Þó nokkrir skjálftar af svipaðri
stærð hafa orðið á Reykjanesskag-
anum undanfarna daga og misjafnt
er hve mjög þeirra verður vart.
Þeir sem drifið hafa yfir stærð 3 frá
því gosið hófst eru teljandi á fingr-
um annarrar handar.
Náttúruvársérfræðingur sagði í
samtali við mbl.is í gærkvöldi að
þessir skjálftar tengdust að ein-
hverju leyti eldvirkninni í Fagra-
dalsfjalli og væru þannig ekki til
marks um breytingar á eldgosinu.
Langt er síðan skjálfti af stærð
yfir 4 mældist á svæðinu. Það var
15. mars, fjórum dögum áður en
gosið hófst. snorrim@mbl.is
Jarðskjálfti fannst
á ný í Reykjavík
- Sjaldgæfir eftir að byrjaði að gjósa
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
segja það mikla búbót að fá annan
bíl á heimilið. Þau eiga þrjú börn og
eitt þeirra var að fermast í fyrra, það
er því heldur snemmt að segja að
unglingarnir á heimilinu muni ein-
oka bílinn — mamma og pabbi fá að
eiga hann í friði um sinn.
Elín og Júlíus hafa átt Toyotu áð-
ur, og það tvær. Eitt sinn áttu þau
Toyota Corolla en þar áður Toyota
Yaris og eru því öllum hnútum kunn-
ug. Spurð hvort þau séu ekki ánægð
með nýja bílinn svara þau játandi í
kór. „Hver vinnur eiginlega nýjan
bíl? Þetta er alveg ótrúlegt. Gerist
áskrifendur að Morgunblaðinu!“
segir Elín og hlær. Þar með sannast
hið fornkveðna: Frúin hlær í betri
bíl.
„Þetta kom mjög á óvart,“ segir
Elín við Morgunblaðið, á meðan hún
mátar bílstjórasætið á nýju Toyot-
unni.
„Bróðir minn sagði mér að það
hefði einhver Elín úr Reykjanesbæ
unnið og við héldum fyrst að ég hefði
unnið bíl til afnota en ekki til eign-
ar.“ Heldur betur ekki, því Elín fékk
að keyra burt úr umboði Toyota í
Kauptúni sem eigandi nýs bíls.
Fá að eiga bílinn í friði
Spurð hvort þau ætli að leggja
land undir fót á nýja bílnum segjast
Elín og Júlíus ætla að hlýða Víði og
vera heima um páskana. Frekar
verði tilefni til langferða í sumar
þegar aðstæður leyfa. Elín og Júlíus
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Elín Hreggviðsdóttir og Júlíus Sig-
urðsson frá Reykjanesbæ brostu
hringinn í gær þegar þau fengu af-
hentan vinning úr happdrætti Morg-
unblaðsins og Toyota á Íslandi. Elín
og Júlíus fengu splunkunýjan
Toyota Yaris í verðlaun, perluhvítan
með svörtu áklæði.
Þau hafa verið áskrifendur Morg-
unblaðsins í 30 ár, frá því þau byrj-
uðu að búa, og segjast lesa blaðið á
hverjum morgni. Raunar eru þau
svo dyggir lesendur að þau fengu
Morgunblaðið sent til sín hverja
helgi þegar þau bjuggu í Þýskalandi
fyrir nokkrum árum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Happdrætti Júlíus og Elín tóku við lyklunum úr hendi Haraldar Johannessen ritstjóra í Toyota-umboðinu í gær.
Heppnir áskrifendur
unnu Toyota Yaris
- Aukabíll á heimilið mikil búbót, að sögn vinningshafanna
Nýj
ar b
æku
r í h
verr
i vik
u
Einu
ngis
1.49
0 kr
. á m
ánu
ði
Ragnhildur Þrastardóttir
Guðrún Hálfdánardóttir
Greint var frá því í gær að tíu kór-
ónuveirusmit hefðu greinst hér inn-
anlands sólarhringinn þar á undan.
Þar af var eitt smitið utan sóttkvíar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagði í samtali við mbl.is að uppruni
þess smits væri enn óljós, sem og
uppruni tveggja annarra tilfella sem
greindust nýlega utan sóttkvíar.
Hins vegar væri nú ljóst að nokk-
ur þeirra kórónuveirusmita sem
greinst hafa utan sóttkvíar undan-
farið tengdust einstaklingum sem
hefðu komið smitaðir til landsins og
ekki haldið sóttkví í þá fimm daga
sem líða eiga á milli skimana.
Eiga von á dágóðum fjölda
Hertar aðgerðir eiga að taka gildi
á morgun, fimmtudag, en þá verða
þeir sem hingað koma frá miklum
áhættusvæðum skyldaðir til þess að
dvelja í sóttvarnahúsi. Var greint frá
því í gær að Fosshótel Reykjavík við
Þórunnartún verði frá og með þeim
degi nýtt sem svokallað sóttkvíar-
hótel fyrir þá sem koma til landsins
frá áhættusvæðum.
Þar verði þeir að dvelja í fimm
daga á milli skimana. Fosshótel Lind
verður áfram rekið sem farsóttarhús
fyrir þá sem eru sýktir af Covid-19.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónar-
maður farsóttarhúsa, sagði í samtali
við mbl.is í gær að önnur sóttkvíar-
hótel verði opnuð fljótlega eftir
páska.
Sex flugferðir eru áætlaðar til
landsins á fimmtudag, sama dag og
fólk frá áhættusvæðum verður
skikkað í sóttvarnahús við komuna
til landsins, samkvæmt vef Isavia, og
eru þrjár þeirra hið minnsta frá
löndum sem nú eru skilgreind sem
áhættusvæði.
Þórólfur sagði að miðað við þær
forsendur sem reglugerð heilbrigð-
isráðherra kvæði á um gæti það orð-
ið dágóður fjöldi fólks sem muni
þurfa að fara í sóttvarnahúsin. „Það
er mjög stór hluti Evrópu sem er
undir,“ segir Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir.
Haldi ekki sóttkví
- Hertar aðgerðir á landamærum taka gildi á morgun
- Má eiga von á „dágóðum fjölda“ ferðalanga í sóttvarnahúsin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sóttvarnahús Fosshótel Reykjavík verður nýtt sem sóttvarnahús.
Lögreglan á Suðurnesjum greindi í
gærkvöldi frá því að ákveðið hefði
verið að loka tímabundið fyrir að-
gang almennings að eldgosinu í
Geldingadölum, en gríðarmikil að-
sókn var að því í gær vegna veðurs.
Öll bílastæði höfðu fyllst og hafði
myndast nokkurra kílómetra löng
bílaröð þegar ákvörðunin var tekin.
Ármann Höskuldsson, eldfjalla-
fræðingur og rannsóknaprófessor
við Háskóla Íslands sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að gosið
héldi áfram á svipuðu róli. „Nú eru
að verða tvær vikur síðan gosið hófst
og það hægir ekkert á þessu. Það
streyma upp 5-7 rúmmetrar af kviku
á sekúndu,“ sagði Ármann. Hann
sagði útlit fyrir að eldgosið haldi
áfram þar til gosrásin lokast vegna
utanaðkomandi krafta, t.d. sterks
jarðskjálfta.
„Holan er niður í gegnum skorp-
una og þar hefur kvika safnast upp í
800 ár. Það er nóg til.“ Miðað við
sama kvikustreymi er talið að hraun-
ið geti mögulega leitað út úr Geld-
ingadölum á bilinu 8.-15. apríl. Mest-
ar líkur eru á að það renni fyrst í
Meradali. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir
Geldingadalir Eldgosið heldur áfram á svipuðu róli og í byrjun.
Lokuðu að gosinu
vegna ásóknar