Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
Snorri Másson stýrir hlaðvarpinu
Skoðanabræður ásamt bróður sín-
um Bergþóri Mássyni. Sjálfur
hlustar Snorri reglulega á hlaðvörp
og fékk K100 hann til þess að gefa
lesendum álit á því sem hann hlust-
ar á.
Hlaðvörp hafa verið gífurlega
vinsæl undanfarið og erfitt getur
verið að finna hlaðvarp sem hentar
áhugasviði hvers og eins enda um
svakalegt úrval að ræða. Við hér á
K100 erum mikið áhugafólk um
hlaðvörp og ákváðum að ræða við
það fólk sem heldur úti hlaðvarpi
hér á Íslandi og fá það til þess að
gefa okkur upp hvaða hlaðvarpsþætti, fyrir utan
sína eigin, það hlustar á í frítíma sínum. Það ætti
að geta gefið fólki góðar hugmyndir um áhuga-
verð hlaðvörp sem henta þess áhugasviði.
Snorri Másson úr hlaðvarpinu
Skoðanabræður
„Skoðanabræður byrjaði bara sem einhver til-
raun mín og Bergþórs Mássonar bróður míns í
hljóðveri á Hverfisgötu hjá Útvarpi 101. Við feng-
um síðan nokkur hundruð hlustanir á fyrstu þætt-
ina og okkur fannst það svo svakalega mikið að við
ákváðum að halda áfram. Síðan hefur þetta bara
stækkað og stækkað og nú framleiðum við tvo
þætti í viku og fjármögnum okkur með tæpum 400
áskrifendum. Hvað tölum við um? Því er ógern-
ingur að lýsa í stuttu máli en þá er bót í máli að
hlaðvarpsformið gerir hvort eð er engar kröfur
um stutt mál. Við kveikjum bara á hljóðnemunum
og skrúfum frá gasinu. Skoðanabræður leita bara
sannleikans um íslenskt samfélag
nákvæmlega eins og það er í dag.
Við höfum tekið viðtöl við allt frá
röppurum til ráðherra og skemmti-
legast finnst okkur í raun og veru
bara að ræða við vini okkar. Það
skemmir síðan ekki fyrir þegar
þeir eru líka frægir, þannig að það
hlusta allir,“ segir Snorri að-
spurður út í hlaðvarpið Skoð-
anabræður.
Sjálfur segist Snorri hlusta mikið
á þýskt útvarp og jafnvel spænskt.
„Ég hlusta sjálfur eiginlega alls
ekki á efni líkt því vonda efni sem
ég framleiði sjálfur. Ég hlusta mik-
ið á þýskt útvarp og jafnvel spænskt, þannig að
mér verður að fyrirgefast að mæla með því hér í
íslenskum miðli,“ segir hann.
Hlaðvarpslisti Snorra:
„Fyrst skal þó nefnt þrennt íslenskt og gott,“
segir hann.
Halldór Laxness á hlaðvarpsveitum í boði RÚV
„Hér má finna skáldsögur eins og Kristnihald
undir Jökli og þýðingar eins og Birtíng. Það er al-
veg frábært að geta smellt skáldinu í eyrun og
hlýtt á hans yndislega tilgerðarlega málróm eins
og hann stæði fyrir framan mann. Það er lofsvert
hjá RÚV að setja þetta efni inn.“
Úti á túni „Þessi viðtalsþáttur Bændablaðsins er
til marks um það mikla líf sem býr í þeim ágæta
miðli. Ég er með krónískt samviskubit yfir
tengslaleysi mínu við landsbyggðina og þessi þátt-
ur brúar bilið. Ég hlustaði til dæmis á langt viðtal
þar um daginn við Gísla Guðjónsson ritstjóra Eið-
faxa um lífið sem kynbótadómari hesta. Hver
hefði haldið!“
Frjálsar hendur „Illugi Jökulsson finnst mér að
fari með mjög ábyrgum hætti með það frelsi sem
RÚV veitir honum með því að gefa honum frjálsar
hendur. Ég vil helst að útvarp felist bara í lestri
upp úr gömlum bókum og blöðum.“
Presseschau hjá Deutschlandfunk „Mér skilst að
einhvern tímann hafi það verið stundað hér á Ís-
landi að lesa upp úr forystugreinum dagblaðanna í
útvarpinu, en ekki búum við við slíkan munað í
dag. Þjóðverjar gera það þó enn þá – jafnt úr inn-
lendum dagblöðum sem erlendum. Niðurstaðan
er frábær yfirsýn yfir heimsmálin frá ólíkum sjón-
armiðum og þetta getur maður fundið á hlað-
varpsveitum.“
XRey „Ég var gáttaður á gæðunum í þessu
spænska verðlaunahlaðvarpi í boði Spotify. Nafn-
ið er gaumgæfilega tvírætt: Um er að ræða svo
nákvæma rannsókn á hinum margspillta fyrrver-
andi Spánarkonungi (ex-rey á spænsku) að engu
er líkara en hann hafi á endanum verið lagður
undir röntgengeisla (x-ray á ensku).“
Áhugaverð hlaðvörp:
Snorri Másson gefur álit
Ljósmynd/Aðsend
Snorri og Bergþór Mássynir Stjórna hlaðvarp-
inu Skoðanabræður og framleiða tvo þætti á viku.Snorri Másson Ég hlusta
sjálfur eiginlega alls ekki
á efni líkt því vonda efni
sem ég framleiði sjálfur."
Fjölskyldubingó mbl.is verður á
sínum stað á fimmtudagskvöldið
þar sem þau Siggi Gunnars og Eva
Ruza sjá til þess að færa fjöl-
skyldum landsins bingótölurnar
beint heim í stofu.
Í síðustu viku mætti dúettinn
Sycamore Tree sem þau Ágústa
Eva og Gunnar Hilmarsson skipa
og tóku lagið fyrir þátttakendur.
Á fimmtudaginn mætir engin
annar en poppstjarna okkar Íslend-
inga, Páll Óskar Hjálmtýsson, og
tekur lagið fyrir þátttakendur fjöl-
skyldubingósins.
Ásamt þeim Sigga og Evu verður
furðu-DJ-inn í setti, tóm gleði og
fullt af stórglæsilegum vinningum.
Allar upplýsingar um þátttöku
og útsendingu má finna með því að
fara inn á heimasíðu bingósins á
www.mbl.is/bingo. Allar fyr-
irspurnir vegna bingósins er hægt
að senda á bingo@mbl.is.
Páll Óskar
tekur lagið
Morgunblaðið/Eggert
Fjölskyldubingó Páll Óskar ætlar
að taka lagið fyrir bingógesti.