Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 22
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Öflugur jarðskjálfti skók Norður-
land um kl. 12.43 laugardaginn 2.
júní 1934. Skjálftinn mældist af
stærð 6,2 MS og fannst allt frá
Búðardal í vestri og austur á
Vopnafjörð, samkvæmt bókinni
Náttúruvá á Íslandi.
Upptök skjálftans voru á Dalvík-
urmisgenginu um það bil einn kíló-
metra austur af Dalvík. Fyrsti
jarðskjálftakippurinn var langharð-
astur og lengstur og var sagt að
hann hefði staðið í hálfa aðra mín-
útu (90 sekúndur). Sjómenn fundu
mikið högg kom á báta sína og ná-
lægt mynni Eyjafjarðar sást
óvenjuleg hafsbylgja. Það þótti
benda til þess að jarðskjálftinn
hefði orðið undir hafsbotni. Miklar
jarðsprungur mynduðust og skrið-
ur féllu í fjöllum.
Dalvík í rústum að mestu
Jarðskjálftinn varð snarpastur á
Dalvík og þar urðu mestu skemmd-
irnar. Daginn eftir, þann 3. júní,
sagði Morgunblaðið frá jarðskjálft-
anum undir fyrirsögninni „Dalvík
að mestu í rústum“. Sagt var að
um 200 manns hefðu verið húsnæð-
islaus eftir jarðskjálftann. Því nær
öll hús á Dalvík skemmdust, þó
mismikið. Víðar urðu skemmdir á
húsum við Eyjafjörð, einkum í
Hrísey. Fréttaritari Morgunblaðs-
ins á Dalvík sagði þannig frá, með
stafsetningu þess tíma:
„Það má heita að Dalvík sje öll í
rústum. Fullvíst er að 22 íbúðarhús
eru alveg eyðilögð. Eru það allt
steinhús. Hafa hús þessi skemst
svo mikið, að þau aðeins hanga
uppi á járnunum, sem í steypunni
eru. - Þökin hanga uppi á þeim
ennþá. En veggir eru allir
sprungnir og hafa gengið úr skorð-
um, svo að þeir geta hrunið niður
við hverja hræringu. Virðingarverð
þessara húsa, sem eyðilögðust eru
um 200 þús. krónur.
Auk þeirra hafa önnur steinhús
skemst allmikið, svo sem sláturhús
og íshús o.fl.
Timburhúsin í þorpinu eru meira
og minna skekt og skæld. en hanga
saman. En grunnar þeirra og kjall-
arar eru sprungnir mjög og lask-
aðir. Rúður flestar brotnuðu í timb-
urhúsunum, en færri í
steinhúsunum.
Meiðsl urðu engin á fólki hjer á
Dalvík og gegnir það furðu í öllu
því hruni og þeim felmtri, er sló á
fólk, nema hvað stúlka ein, Rósa að
nafni, frá Svalbarði, handleggs-
brotnaði.“
Sveinbjörn Jónsson, bygging-
armeistari á Akureyri sem síðar
var kenndur við Ofnasmiðjuna, tók
saman lýsingu á skemmdunum fyr-
ir útvarpið. Þar kom m.a. fram að
17 torfbæir hefðu skemmst og
„húsvilltir menn af þessum bæjum
taldir 55“ eins og Náttúruvá á Ís-
landi greinir frá. Þá segir hann að
33 steinhús hafi skemmst og hús-
villtir á þeim stöðum 169 manns.
Alls skemmdust 27 timburhús og
24 úr þeim heimilislausir. Alls
skemmdust á Dalvík og nágrenni
65 íbúðarhús en 12 eyðilögðust. Af
548 íbúum á svæðinu voru 247
heimilislausir vegna hússkemmda.
Þá skemmdust einnig frystihús,
sláturhús, samkomuhúsið á Dalvík
og Dalvíkurkirkja.
Ömurleg aðkoma á Dalvík
Áfram voru sagðar fréttir af
jarðskjálftunum í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 5. júní. Þar kom fram
að jarðskjálftar hafi haldið áfram
bæði á sunnudag og mánudag. Þá
var orðið ljóst að upptökin voru ná-
lægt Dalvík og fleiri skemmdir á
húsum höfðu komið í ljós. Lögð var
áhersla á að þörf væri á skjótri
hjálp fyrir Dalvíkinga og aðra sem
áttu um sárt að binda.
Morgunblaðið ræddi við Gunnar
Schram, símstjóra á Akureyri, sem
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Dalvíkurskjálftinn Nær helmingur íbúa á Dalvík og nágrenni varð fyrir því að íbúðarhús þeirra skemmdust. Tjöld voru reist og einnig útbúin tjöld úr trégrindum og segldúkum. Einnig voru út-
búnar íbúðir t.d. í fiskhúsi og skólahúsinu. Gjafir bárust víða að, peningar, matvæli og fleira til styrktar bágstöddum Dalvíkingum. Strax var hafist handa við endurreisn.
Dalvíkurskjálftinn olli miklu tjóni
- Jarðskjálftinn sterki 1934 er enn í minnum hafður - Upptökin voru mjög nálægt þorpinu
Jón Gunnar
Ottósson
Ragnar
Stefánsson
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
GEFÐU STARFSFÓLKINU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is