Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 44

Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Ófarir gámaflutningaskipsins Ever Given, sem stóð fast og næstum þversum í Súezskurði í tæpa viku, vekja grundvallarspurningar um ör- yggi og áreiðanleika þeirrar skipa- flutningaleiðar sem liggur um skurð- inn. Það er með ólíkindum að 400 metra langt flutningaskip skuli á augabragði geta raskað alþjóða- skipaflutningum og valdið mjög dýr- um töfum. Skipaflutningaleiðir um heims- höfin eru sjálft æðakerfið í hagkerfi heimsins. Bæði Súezskurður og Panamaskurður eru viðkvæmir flöskuhálsar í skipaflutningum. Hverjar yrðu afleiðingarnar ef styrj- öld eða hryðjuverk myndu stöðva flutninga til langframa um annan eða báða skurðina? Þessi spurning er kannski mest aðkallandi varðandi Sú- ezskurð sem er í Mið-Austurlöndum þar sem veður hafa lengi verið válynd í stjórnmálum allt fram á þennan dag. Skurðurinn varð iðulega bitbein þjóða í hernaðarátökum á 20. öld. Uppákoman með Ever Given end- urvekur umræðu um valkosti í við- skiptaflutningum milli Evrópu og As- íu. Þar hljóta norðurslóðir að koma til greina. Norðausturleiðin svokallaða liggur milli hafna í Vestur-Evrópu og Austur-Asíu og fer um Íshafið norð- ur af Rússlandi. Hin leiðin er norð- vesturleiðin sem er um erfiðari svæði norður af Norður-Ameríku. Báðar þessar leiðir tengja saman Kyrrahaf og Norður-Atlants- haf. Með minnkandi hafís hefur norðaust- urleiðin komist í sviðsljósið sem mögu- leg skipaflutningaleið. Minna má á að þessi siglingaleið var notuð með góðum árangri fyrir nokkrum árum til að flytja hvalkjöt frá Íslandi til Japans. Þó að sannað sé að hún er fær, nema þá kannski yfir hávet- urinn, hefur þessi leið þó ekki náð neinu flugi enn sem komið er að minnsta kosti. Árlega sigla langt undir hundrað skip þessa leið. Um- ferðin um norðausturleiðina er nán- ast engin samanborið við Súezskurð en tæplega 19 þúsund skip fóru um hann 2020. Þetta þýðir þó ekki að afskrifa beri norðausturleiðina. Þróunin er hröð á alþjóðavísu, bæði í tækni og upp- byggingu innviða. Yfirráð á flutn- ingaleiðum fela í sér mikla tekju- möguleika auk valda og áhrifa. Enda hafa milliríkjadeilur og styrjaldir í aldanna rás oftast snúist um þetta og svo aðgengi að auðlindum. Fari svo að siglingar og flutningar með skipum aukist um Norður- Íshafið mun það fela í sér áskoranir, bæði flutningatæknilega séð, í um- hverfismálum og á stjórnmálasviðinu í samskiptum ríkja á milli. Talandi um norðaustursiglingaleiðina þá liggur hún öll með norðurströndum Rússlands. Rússar hafa styrkt mögu- leika sína til Íshafssigl- inga með með smíði nýrra og mjög öflugra ísbrjóta til að halda siglingaleiðum opnum. Kínverjar hafa svo samhliða unnið að sínum hagsmunum með því að bæta innviði og sam- göngur við umheiminn til og frá Kína með því sem þeir hafa kallað „belti og brú“. Síðan má heldur ekki gleyma norðvest- urleiðinni svokölluðu norðan við Kanada. Augljóst er að verði þróunin þann- ig að vægi Íshafssiglingaleiða til skipaflutninga aukist í náinni fram- tíð, þá mun slíkt auka þýðingu norð- urslóða í alþjóðasamskiptum. Svo notuð sé ljót íslenska má segja að hrókeringar geti orðið á hinu geó- pólitíska taflborði. Ísland er við farleiðirnar milli Norður-Íshafs og Vesturlanda beggja vegna Norður-Atlantshafs. Við þurfum að fylgjast mjög grannt með þróun siglinga um Íshafið. Vera í stakk búin að standa vörð um okkar hagsmuni, taka þátt í og freista þess að hafa áhrif á gang mála þyki okkur stefna í óefni. Jafnhliða eigum við að grípa þau tækifæri sem teljast fýsi- leg eða ásættanleg. Ekki bara með tilliti til efnahagslegra þátta, heldur einnig hvað viðkemur umhverfinu, því hafa skal í huga að vistkerfi norð- urslóða er viðkvæmt. Eftir Magnús Þór Hafsteinsson » Ísland er við farleið- irnar milli Norður- Íshafs og Vesturlanda beggja vegna Norður- Atlantshafs. Magnús Þór Hafsteinsson Höfundur er fv. alþingismaður og rit- ari þingflokks Flokks fólksins. Strand í skurði og norðurslóðir Halló. Menn hafa verið að velta fyrir sér nafni á nýja aðalgíginn á Reykjanesi. Nú hef ég fundið nafnið, en auðvitað verður það ekki allra frekar en margt annað sem við Íslendingar erum svo mikið sammála um að vera ósammála um. Nafnið er Gutti. Í svona daglegu tali er það nafn á strák sem er óttalegur gutti, stríðinn prakkari, óútreiknanlegur fjörkálfur sem erfitt er að henda reiður á. Og svo getur Gutti líka látið gott af sér leiða. Einn þekkti ég í gamla daga sem var alltaf með pening í vasanum, það var annað en við hinir pjakkarnir; vorum alltaf með tóma vasa. Og hvað skyldi nú Gutti hafa gert til að verðskulda þessa aura í vasa sínum? Jú, eitt dæmi um snilli Gutta var nefnilega það að kaupmaðurinn á horninu hjá okkur keypti flöskur af fólki fyrir smá pening. Þar sá hann skyndilega tækifærið. Á kvöldin skreið hann undir girð- inguna baka til hjá kaupmanni og stal flöskum til að læðast með heim eða fela annars staðar. Daginn eftir kom hann með glerið í búðina til kaup- manns, sem svo keypti sínar eigin flöskur og borgaði Gutta yfir af- greiðsluborðið í beinhörðum pen- ingum og hann keypti svo sælgæti handa okkur strákunum fyrir aurinn! Auðvitað er þetta útúrdúr frá nafn- giftinni, en ég verð þó að segja aðra snilldarfjáröflunarsögu af honum vini mínum. Einn daginn bauð Gutti okkur strákunum upp á veislu hjá kaup- manni. Var hann í þetta sinn með fulla vasa af peningum, ekki neitt smá klink, heldur alvöruseðla. Splæsti hann á okkur Coca Cola, prins póló, Lindubuffi og bara hverju sem okkur langaði í, hann var aldrei nískupúki hann Gutti. Þegar við spurðum hann um þessa peninga gerði hann lítið úr því, fór að tala um allt annað, um leið og hann dró nýjan fótbolta upp úr poka sínum, veisla í búðinni og nú á Ármannsvell- inum, sem var auðvitað bannað að spila á, en gerðum það samt. Það var fyrir tilviljun þremur dög- um síðar þegar ég var að flækjast uppi á Hlemmi að ég komst að fjáröflun Gutta. Þetta var um ell- efuleytið fyrir hádegi og ég sé allt í einu Gutta standa með blaðabunka í hendinni á miðjum Hlemmi hrópandi: Vísir! Vísir! Fólk dreif að úr öllum áttum og fyrr en varði voru öll blöðin seld. Geng ég til Gutta og spyr hann hvernig standi á því að hann sé kominn með Vísi svona snemma, blaðið komi ekki út fyrr en klukkan eitt en nú sé hún bara ellefu. Ja, svaraði hann; ef þú segir eng- um skal ég segja þér. Þar sem hann var búinn að selja allt og orðinn blaðalaus sagði hann mér að elta sig. Stutt frá var stór lóð í órækt um- kringd húsum en í einu horni lóð- arinnar var heilmikill innpakkaður blaðabunki í plasti, þurr og fínn eins og nýkominn úr prentsmiðjunni. Sjáðu þetta, gamlir „Vísirar, viltu ekki bunka? En nóg af þessum í bili. Aftur að Gutta gíg. Það veit enginn hvenær hann hættir, né hvað mikið af kviku hann á eftir að gefa frá sér, al- veg óútreiknanlegur. Þó vitum við að Gutti er alger gullnáma fyrir land og þjóð. Eldgosið er í sjálfu sér lítið, sem betur fer, en stórmerkilegt nátt- úrufyrirbæri og nú þegar orðið víð- frægt og mikil landkynning fyrir Ís- land. Gutti gat ekki heldur valið sér betri stað á Reykjanesinu til að gjósa, og á eftir að draga tugi þúsunda ferða- manna til landsins, með mikilli gjald- eyrisöflun í kjölfarið. Gat ekki komið á betri tíma fyrir pyngju þjóðarinnar. Þökkum Gutta. Kveðja og gleðilega páska. Eftir Jóhann L. Helgason Jóhann L. Helgason » Í svona daglegu tali er það nafn á strák sem er óttalegur gutti, stríðinn prakkari, óút- reiknanlegur fjörkálfur sem erfitt er að henda reiður á. Höfundur er eldri borgari. Gutti gígur HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum vinnuföt fást einnig í er stærsti fjölmiðill landsins en 71.4% landsmanna nota mbl.is daglega* * G a llu p M ed ia m ix – d a g le g d ek ku n 2 0 2 0 Vissir þú að mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.