Morgunblaðið - 31.03.2021, Page 23
hafði farið til Dalvíkur. Hann sagði
að aðkoman hafi verið hin ömurleg-
asta.
„Af 35 steinhúsum sem þar voru,
er talið að aðeins 4-5 sjeu lítið sem
ekki skemmd, en víst að 7 þeirra
sjeu gereyðilögð. En svo lítið þarf
til þess að þaui hrynji, að hættu-
legt er að hafa þau uppistandandi.
Timburhús eru þarna fleiri en
steinhús. Mörg þeirra eru íbúð-
arhæf, en flest skemd, og það
meira, en sjeð verður utaná þeim í
fljótu bili.“
Fólk sagði jarðskjálftasögur
Ottó Jónsson, faðir Jóns Gunnars
Ottóssonar, fyrrverandi forstjóra
Náttúrufræðistofnunar Íslands, var
drengur þegar jarðskjálftinn reið
yfir Dalvík. Hann sést á myndinni
til hægri við hlið frænda síns
Bjarka Elíassonar, síðar yfirlög-
regluþjóns í Reykjavík.
Langamma Jóns Gunnars, Stef-
anía Jónsdóttir, er einnig á mynd-
inni. Jón Gunnar telur líklegt að
myndin hafi verið tekin fyrir fram-
an Ártún, heimili afa hans og
ömmu Jóns Halldórssonar og Jó-
hönnu Þorleifsdóttur. Stefanía
langamma Jóns Gunnars var tvígift
og var annar eiginmanna hennar
hómópati. Einn sona hennar var
Ingimar Óskarsson grasafræð-
ingur. Jón Gunnar dvaldi talsvert á
Dalvík sem barn. Hann man eftir
því að fólk talaði um skjálftann.
„Það var saga af því að afi hefði
gripið klukkuna en dottið á rassinn
með hana. Svo var sagt að pabbi
hefði farið á milli herbergja í rúm-
inu án þess að vakna. En hvað af
þessu er satt veit ég ekki,“ sagði
Jón Gunnar.
Vigfús Sigurgeirsson, ljósmynd-
arinn sem tók myndirnar, rak lengi
ljósmyndastofu á Akureyri ásamt
Jóni Sigurðssyni frá Dagverð-
areyri, móðurafa Jóns Gunnars
Ottóssonar.
Bjarki Elíasson mundi vel eftir
jarðskjálftanum. Vitnað er í frá-
sögn hans í bók Kristmundar
Bjarnasonar, Saga Dalvíkur 3.
bindi. Bjarki var á leið heim úr
sundi ásamt vinum sínum þegar
jarðskjálftinn reið yfir.
„Þá heyrðust í fjarska miklar
drunur, að mér virtist úr Upsafjall-
inu, og er ég leit þangað, sá ég
moldarmökk og skriður uppi í fjall-
inu og í Brimnesárgilinu. Um leið
kom jörðin eins og í stórum öldum
æðandi að okkur, og við duttum all-
ir. Þetta stóð mjög stutt... Við flýtt-
um nú för okkar heim...“
Þegar Bjarki kom heim í Vík-
urhól var húsið allt sprungið og
hóllinn sem það stóð á. Elías, faðir
Bjarka, var að vinna við smíðar
frammi í Svarfaðardal. Bjarki ætl-
aði til hans á reiðhjóli til að segja
honum tíðindin en komst ekki
lengra en að nýja barnaskólanum.
Þar var þversprunga í veginn sem
hann þorði ekki yfir. Hann stóð þar
grátandi þegar pabbi hans kom
hjólandi innan úr Svarfaðardal.
Þegar þeir komu heim sagði Elías:
„Ljótt er að sjá, ekki verður búið í
þessu húsi meir.“
Mesta eignatjón í jarðskjálfta
Dalvíkurskjálftinn var líklega sá
jarðskjálfti sem olli mestu tjóni á
mannvirkjum hér á landi á 20. öld,
að mati Ragnars Stefánssonar jarð-
skjálftafræðings. „Það má segja að
jarðskjálftinn á Kópaskeri 1976
hafi verið svipaður að stærð (6,2)
og eins hve mikið tjón varð af hans
völdum en en það varð líklega
meira tjón á Dalvík,“ sagði Ragnar.
Hann sagði tjónið á Dalvík skýrast
af því hvað upptök jarðskjálftans
voru nálægt þorpinu.
„Skagafjarðarskjálftinn 1963 var
af stærð 7,0 en upptök hans voru
fyrir mynni Skagafjarðar og um 50
km frá landi. Það munar miklu um
þá fjarlægð. Upptök Dalvík-
urskjálftans 1934 urðu á 4-10 km
dýpi en aðeins um einn kílómetra
frá þorpinu,“ sagði Ragnar. En má
búast við öðrum eins jarðskjálfta á
þessu svæði?
„Miðað við þá skráðu sögu sem
við eigum þá er þetta einstakur
jarðskjálfti á þessum stað. Það er
hvergi getið um svona jarðskjálfta í
annálum á þessu svæði,“ sagði
Ragnar. Hann bjó í Svarfaðardal í
16 ár.
„Það er stundum sagt að fólk
vilji gleyma svona atburðum en
Dalvíkingar hafa ekki gert það.
Þeir hafa minnst jarðskjálftans
1934 reglulega. Þegar 70 ár voru
liðin árið 2004 var afmælisins
minnst og ég var m.a. fenginn til
að halda þar erindi,“ sagði Ragnar.
Hann nefndi að sérstakt herbergi
sé tileinkað Dalvíkurskjálftanum í
byggðasafninu Hvoli á Dalvík. Á
heimasíðu safnsins kemur fram að
húsið var byggt árið 1930. Eftir
jarðskjálftann var það styrkt með
því að setja stálbita utan á húsið og
svo var steypt utan um bitana til
að það hryndi ekki í næsta skjálfta.
Ragnar kvaðst hafa heyrt að
Dalvíkurskjálftinn hafi haft margs
konar áhrif á hönnun húsa. Meðal
annars hafi verið tekið tillit til jarð-
skjálftahættu við hönnun og frá-
gang húsþaka eftir jarðskjálftann.
Byggingarstaðlar sem gerðir voru
með tilliti til jarðskjálftahættu
komu svo síðar.
Ragnar nefndi grein sem jarð-
skjálftanefnd, skipuð Eysteini
Tryggvasyni jarðskjálftafræðingi,
Sigurði Thoroddsen verkfræðingi
og Sigurði Þórarinssyni jarðfræð-
ingi, skrifaði og birtist í Tímariti
Verkfræðingafélags Íslands haustið
1958. Þar fjölluðu þeir um jarð-
skjálftahættu á Íslandi og hvöttu til
þess að tekið yrði tillit til hennar
við útreikninga á burðarþoli mann-
virkja hér á landi.
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Dalvík 1934 Fólk dvaldi úti við, f.v. Anna Arngrímsdóttir með Birnu Kristjánsdóttur, Bergþóra Jónsdóttir, Ottó Jónsson (faðir Jóns Gunnars Ottóssonar), Bjarki Elíasson síðar yfirlögregluþjónn.
Sitjandi f.v.: Hallfríður Sigurjónsdóttir, María Júlíusdóttir, Anna Ágústsdóttir, Ingunn og Hrönn Kristjánsdætur, Lovísa, Karla og Svanbjörg Jónsdætur, Stefanía Jónsdóttir (langamma Jóns
Gunnars Ottóssonar og amma bræðrasonanna Ottós og Bjarka), Anna Jóhannsdóttir og Dagbjört Óskarsdóttir. Fólkið er nafngreint í Sögu Dalvíkur, 3. bindi, eftir Kristmund Bjarnason.
Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari.
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021
hjolhysi.com
Toppgæði
Verð frá 169.000,-
Allar upplýsingar sendist á: kriben@simnet.is • Sími 863 4449 • www.hjolhysi.com
Powrtouch
Movers
Tilbúnir til afhendinga
TRIGANO
Fortjöld fyrir hjólhýsi og húsbíla
Eftirfarandi aukahlutir fylgja með fortjöl-
dunum:
Dúkur, hælar, stangir, pumpa, svuntur,
loftklæðning og taska.
BALI XL
145.000LIMA frá
155.000
r
Upplásnu fortjöldin
frá TRIGANO
væntanleg í maí byrjun
Tökum á móti pöntunum