Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.03.2021, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Gleðilegt páskafrí! Lokað í versluninni laugardaginn 3. apríl* Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is *Vefverslunselena.iser ávallt opin Pítsan Tilbúið pítsudeig, ég notaði súr- deigs 1 krukka döðlusulta frá pesto.is rifinn mozzarellaostur, magn eft- ir smekk, ég notaði þunnt lag af honum 1 stór kúla af ferskum mozza- rellaosti rifinn parmesanostur 1 lítið bréf beikon smá púðursykur 5 stk. smátt skornar döðlur kryddkurl frá pesto.is rauðlaukssæla frá pesto.is rucola – val til að setja ofan á eftir á Hitið ofninn á það allra heit- asta sem hann kemst í á blæstri. Fletjið deigið út og smyrjið á það döðlusultunni eins og þið væruð að nota pítsusósu (ekki nota pítsusósu samt og ekki forbaka deigið). Setjið næst rifna mozz- arellaostinn yfir og skerið ferska ostinn í þunna hringi og setjið ofan á rifna ostinn. Takið næst beikon og klippið í tvennt, krullið það svo með því að snúa endunum sínum í hvora áttina og leggið þannig á pítsuna. Stráið ögn af púðursykri yfir beikonið sjálft. Setjið næst rauðlaukssæl- una á hér og þar á milli beik- onsins og smátt skornu daðl- anna. Sáldrið svo kryddkurlinu yfir allt ásamt parmesanost- inum. Stingið í ofninn en tíminn fer eftir hita á ofninum svo best er að fylgjast bara með pítsunni. Ostabrauðstangir Tilbúið pítsudeig að eigin vali, ég notaði súrdeigs rucolapestóið Fjallkonumær frá pesto.is rifinn mozzarellaostur rifinn parmesanostur Fletjið deigið út í stuttan ferning. Smyrjið pestóinu yfir fern- inginn og stráið rifnum mozzarella yfir. Lokið svo ferningnum eins og bók og penslið ofan á hann þunnu lagi af pestóinu og stráið smá mozzarella og rifn- um parmesan yfir. Bakið með pítsunni í ofn- inum svo þær verði til á sama tíma. Skerið svo eins og gert er við brauðstangir eða í eins og 5 cm lengjur. thora@mbl.is Sælkerapítsa með eðal-ostabrauð- stöngum sem þú verður að prófa Það er fátt skemmtilegra en að uppgötva nýjar vörur, sérstaklega ef um er að ræða ís- lenska framleiðslu sem búið er að leggja mikla vinnu og ást í. Hér notar María Gomez á Paz.is vörur frá pesto.is sem eru ótrúlega spennandi og að sögn Maríu alveg ein- staklega bragðgóðar. Ljósmynd/María Gomez Íslensk framleiðsla Sölustaðir Pesto.is eru Mosfellsbakarí, Matarbúðin Nándin Hafnarfjörður, Passion og frú Lauga í Reykja- vík, GK bakarí og Fesía Selfossi, Vigtin Bakhús Vestmannaeyjar, Hérastubbur bakarí Grindavík, Sveitabúðin UNA Hvolsvelli Óhætt er að fullyrða að danska borð- búnaðarlínan frá Bitz sé sú allra vin- sælasta hér á landi og nú eru komnir nýir diskar í línuna sem auka enn á fjölbreytileika hennar. Við hönnunina á hinni geysi- vinsælu Bitz-borðbúnaðarlínu nýtti hönnuðurinn, Christian Bitz, bak- grunn sinn í heilsu og næringu. Um er að ræða matardisk sem er minni en þeir sem fyrir eru og hent- ar því vel einn og sér eða með stærri diskunum. Diskurinn fellur vel að viðmiðum um ráðlagða næringu, en með notk- un hans er auðveldara fyrir þá sem vilja huga að heilsunni að stjórna skammtastærðinni. Fyrir flesta er jákvætt að borða af minni diski, en sálræn áhrif valda því að fólk borðar minna. Þetta er einfaldlega vegna þess að skammturinn virkar stærri á minni diski. Diskarnir eru 17 cm í þvermál en fyrir eru þeir til í 21 cm og 27 cm stærðum. Nýir diskar frá Bitz Falleg litapalletta Diskarnir frá Bitz eru fáanlegir í níu mis- munandi litum og eru komnir á flesta útsölustaði Bitz, til dæmis Bast, Húsgagnahöllina, Snúruna og Vogue.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.