Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 12

Morgunblaðið - 31.03.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is F uglar eiga greinilega sinn sess í þjóðarsálinni, svo margar eru tilnefning- arnar sem við höfum fengið síðustu daga,“ segir Guðrún Lára Pálmadóttir kynningarstjóri Fuglaverndar. Á morgun – 1. apríl – verða kynntar til leiks þær 20 tegundir sem keppa um titilinn Fugl ársins 2021. Tilnefninga var leitað í marsmánuði en nú er kom- ið að kynningu á keppendum um titilinn og kosning hefst 9. apríl. Hún stendur til 18. apríl og er á vefslóðinni fuglavernd.is. Allir geta tekið þátt og jafnframt sótt um að verða fulltrúar eða kosningastjórar einstakra fugla- tegunda, til dæmis með inn- leggjum á sam- félagsmiðlum. „Margar fuglategundir eru í hættu vegna meng- unar, loftslagsbreytinga og eyði- leggingar búsvæða. Sumar teg- undir eru óvinsælar vegna lífshátta sinna og háttalags, og því kom okkur svolítið ánægjulega á óvart að sjá þær tilnefndar. Þarna get ég nefnt bæði máva og hrafn, en sumir sendu okkur skilaboð og sögðu að þessar tegundir yrðu fyrir fordómum og mættu ekki gleymast,“ segir Guðrún Lára í samtali við Morgunblaðið. Alls voru tilnefndar tegundir fugla fyrir þessa kosningu 46 tals- ins. „Ekki kom á óvart að sumir fuglar fái fleiri tilnefningar en aðrir. Lóan er ekki að ástæðu- lausu kölluð vorboðinn ljúfi; fugl- inn sem syngur dirrindí og sást fyrst á þessu vori síðastliðinn sunnudag. Nú eru farfuglarnir einmitt að flykkjast til landsins í stríðum straumum. Vorið liggur í loftinu og það er allt að gerast,“ segir Guðrún Lára enn fremur. Úrslitin í keppninni um fugl ársins verða kynnt á sumardaginn fyrsta, sem að þessu sinni er 22. apríl. Stefnt er að því að kosning á Fugli ársins verði árlegur við- burður á vegum Fuglaverndar. Fuglavernd naut liðsinnis Kon- unglegu bresku fuglavernd- arsamtakanna RSPB og Forest and Bird á Nýja-Sjálandi við und- irbúning verkefnisins. Síðarnefndu samtökin hafa staðið fyrir kosn- ingu á Fugli ársins á Nýja- Sjálandi um árabil. Til gamans má geta að fyrr á tíð var Fugl dagsins liður í dag- skrá Ríkisútvarpsins, það er að fólk átti að þekkja hljóð hans sem var leikið í hádegisútvarpinu. Getspakur fékk þá að velja sér óskalag sem leikið var síðar á deg- inum. – Af sama toga er enn frem- ur að 2002 stóð Landvernd að kosningu á Þjóðarfjalli Íslands og þar skoraði Herðubreið hæst. Árið 2004 var holtasóley svo valin Þjóð- arblóm Íslands. Vorboðinn oft tilnefndur í vali á Fugli ársins Dirrindí! Hver er þjóð- arfuglinn! Fuglavernd efnir til leiks og velja á eftirlætisfugl Íslendinga í ár og framvegis. Margir góðir eru tilnefndir. Morgunblaðið/Ómar Heiðlóan Er komin að kveða burt snjóinn. Guðrún Lára Pálmadóttir Morgunblaðið/Ómar Tjaldur Ungviði kennd undirstöðuatriði í lífsbaráttu. Ljósmynd/Bogi Þór Arason Haförn Flýgur hæst allra í forsal vinda. Eins og orðin er hefð í Seltjarnar- neskirkju, verða allir 50 Pass- íusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir upp þar á föstudaginn langa, nú hinn 2. apríl. Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 18. Hópur Seltirninga annast lesturinn. Vegna veirufarald- ursins verður lestrinum streymt á Fa- cebook-síðu kirkjunnar. Þannig mun öllum gefast kostur á að hlusta á lesturinn heima hjá sér, en einnig getur takmarkaður fjöldi komið í kirkjuna og notið sálmanna þar. Hámarksfjöldi miðað við sótt- varnareglur er 60 manns, sem skipt- ist í tvö aðgreind hólf í kirkjuskipi og á svölum. Tónlist í hléum annast þau Friðrik Vignir Stefánsson organisti og Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari. „Hinn dýrmæti kveðskapur séra Hallgríms og sú fagra tónlist sem flutt er við þetta tækifæri skapa ljúft andrúmsloft í kirkjunni á þessum helga degi – krossfestingardegi Krists – sem í hugum margra er sá allra helgasti á öllu kirkjuárinu. Auk þess að rifja upp sögu krossfesting- arinnar eru í Passíusálmunum dýr- mæt heilræði sem öllum er hollt að hugleiða til eftirbreytni og farsældar í daglegu lífi. Ekkert sem samið hefur verið á íslensku hefur verið gefið út jafnoft og þessi óviðjafnanlegi kveð- skapur sálmaskáldsins. Prentanir Passíusálmanna eru nú orðnar fleiri en hundrað, auk þýðinga á mörg tungumál,“ segir í fréttatilkynningu. Passíusálmarnir í Seltjarnarneskirkju Sálmarnir fimmtíu lesnir af sóknarbörnum og tónlist leikin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Seltjarnarnes Kirkjan á Val- húsahæðinni setur svip á bæinn. framvindu vinnunnar. „Ég tel boð- skapinn í þáttunum mikilvægan enda eru kristin gildi eitthvert besta vega- nesti sem hver og einn getur tekið með sér út á ævibrautina – út í hinn víða heim og aftur heim. Gildi sem við viljum tileinka okkur þar sem náunga- kærleikur, umhverfisvernd, manngildi, og samkennd er sterki þráðurinn sem allt hverfist um. Svo er það líka svo að það er afar mikilvægt fyrir lands- byggðarstofnun, eins og þjóðkirkjan er, að vinna metnaðarfullt tímamóta- verkefni alfarið norðan heiða,“ segir í fréttatilkynningu, haft eftir Pétri G. Markan. Upptökur á glænýrri íslenskri sjón- varpsþáttaröð fyrir börn hófust í síð- ustu viku hjá N4 á Akureyri og er þetta í fyrsta sinn sem vitað er að slíkt sjónvarpsefni sé að fullu unnið utan höfuðborgarsvæðisins. Þættirnir nefnast Himinlifandi og eru gerðir í samstarfi við fræðslusvið þjóðkirkj- unnar sem séra Hildur Björk Hörpu- dóttir stýrir. Þættirnir verða sýndir á N4 í haust á sunnudagsmorgnum og verða auk þess aðgengilegir á samfélagsmiðlum kirkjunnar og N4. Handritshöfundar og aðalleikarar eru hjónin Margrét Sverrisdóttir og séra Oddur Bjarni Þorkelsson á Möðruvöllum í Hörgárdal sem jafnframt semur tónlist ásamt Rósu Ásgeirsdóttur. Allir þeir sem koma að gerð þáttanna starfa hjá N4. María Björk Ingvadóttir fram- kvæmdastjóri N4 segist í tilkynningu þakklát því trausti sem kirkjan sýni með því að leita til N4 um gerð þátt- anna. Með þessu sé stigið nýtt og stórt skref í að vinna slíka þætti með fagfólki á landsbyggðunum. Pétur G. Markan samskiptastjóri þjóðkirkjunnar tekur undir þessi orð og segist hlakka til að fylgjast með Sjónvarpsþáttaröð tekin upp á Akureyri Himinlifandi fyrir börnin í samvinnu við þjóðkirkjuna Ljósmynd/Rakel Hinriksdóttir Leikari Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson sóknarprestur í hlutverki sínu. Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 SUMARLEYFISFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.