Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202116 Háhyrningar eru með háþróað heilabú og auðvelt að þjálfa þá og því vinsæl sýningardýr í sædýragörðum. Rúmlega sextíu háhyr ningar vor u veiddir við Í sland og seldir lifandi í sædýrasöfn á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bakhorn háhyrni nga, hyrnan, eru stór og áberandi. Við kynþroska stækkar horn karldýranna mikið og geta orðið allt að 1,8 metrar á hæð og þeir bera íslenskt nafn sitt af því. Að öllum líkindum er stór bakuggi kyntákn því hann hjálpar þeim ekki við sund. Bægslin eru einnig stór og breið við endana. Sporðurinn er með greinilegri skoru í miðjunni. Eins og alkunna er lafir hornið á sumum háhyrningum út á hlið og var Keiko gott dæmi um það. Lafandi horn eru þekkt bæði í náttúrunni og í sædýrasöfnum en mun algengari meðal dýra í gíslingu. Hefðbundnar nytjar á háhyrn- ingum eru l i tlar. Norðmenn veiddu eitthvað af háhyrningi ásamt hrefnu og andarnefju hér við land um miðja síðustu öld og voru dýrin nýtt á svipaðan hátt. Um tíma var talsvert veitt af lifandi ungdýrum til að nota sem sýningardýr í sjávardýra- og skemmtigörðum. Síldveiðimönnum hefur lengi verið illa við háhyrninga vegna þess hvað þeir sækja mikið í síld. Á sjötta áratug síðustu aldar, þegar síldin var veidd í reknet, var ágangur háhyrninga svo mikill að íslenska ríkisstjórnin fór þess á leit við bandaríska herinn að hann skærist í leikinn. Beiðninni var vel tekið og varpaði varnarliðið djúpsprengjum og beitti vélbyssum úr flugvélum í stórum stíl til að drepa háhyrninga á síldarmiðunum við Reykjanes. Þrátt fyrir að háhyrningar séu lítið nytjaðir í dag voru veiðar á lifandi dýrum mjög hagkvæmar enda menn tilbúnir að greiða ævintýralegar upphæðir fyrir þau. Þær veiðar tengdust yfirleitt sædýragörðum enda háhyrningar vinsæl sýningardýr sem auðvelt er að þjálfa til að leika alls kyns kúnstir. Rúmlega sextíu háhyrningar voru veiddir við Ísland og seldir l ifandi í sædýrasöfn á áttunda og níunda áratugnum. Frægastur þeirra er Keiko sem var veiddur 1979 og geymdur í Sædýrasafninu í Hafnarfirði þar til hann var seldur til Ameríku. Keiko var fluttur til Íslands árið 1998 í þeim tilgangi að sleppa honum aftur út í náttúruna sem var að lokum gert en hann drapst ári síðar. Veiðar á lifandi háhyrningum eru að mestu hættar í dag. Á undanförnum áratugum hefur aukist andstaða við að halda hvölum, og reyndar öðrum dýrum, í dýragörðum og hafa dýraverndarsamtök beitt sér fyrir því að sleppa þeim. Lúðvík Kristjánsson segir í Íslenskum sjávarháttum að veturinn 1918 hafi Húnaflói verið ísilagður og á honum tvær vakir. Í annarri vökinni voru sjö háhyrningar og tveir hnúfubakar. Bátur með ífærum og köðlum var dreginn út á vökina. Ífærunni var komið fyrir í blástursholu eins háhyrningsins og hann síðan dreginn á land með böndum og reyndist hann gæfur. Þegar átti að leggja skepnuna í hjartastað kipptist hún svo harkalega við að ísinn brotnaði undan henni. Að lokum tókst að ná öllum hvölunum upp á ísinn og drepa, að einum háhyrningi undanskildum sem hvarf undir ísinn og kom ekki upp aftur. /VH STEKKUR Það hefur aldrei þótt til fyr ir- myndar að spóla látlaust í sömu hjólförunum. Sjálfur eyðilagði ég tvö dekk undir trukknum mínum fyr ir fáeinum árum vegna þess að ég neitaði að viðurkenna þá staðreynd að ég yrði að hunskast undan stýr i og gr ípa til annarra aðgerða. Það er greinilega talsvert betra efni í hjólbörðunum undir Hafró- trukknum. Hann hefur nú spólað í sama farinu látlaust í 37 ár og ekki annað að heyra á bílstjóranum en að eina vitið sé að halda því áfram. Ég get ekki ímyndað mér að Þorsteini Sigurðssyni, nýskipuð- um forstjóra Hafró, hafi liðið vel að stíga í pontu með þau skilaboð til þjóðarinnar að stofnunin leggi til 13% samdrátt í þorskveiðum frá síðasta ári. Ég á líka erfitt með að ímynda mér að starfsfólk stofnunarinnar velti því ekki fyrir sér hvort það sé ekki eitthvað stórkostlega rangt við þá aðferðafræði og nýtingarstefnu sem rekin hefur verið af fullkominni einurð af hendi stofnunarinnar í hátt í fjóra áratugi. Við sitjum uppi með þá staðreynd að árið 1984 voru leyfð 220 þúsund tonn í þorskveiðum af óslægðum þorski – sem endaðu reyndar í rúmum 281 þúsund tonns veiði það árið. Sú umframkeyrsla hafði lítil ef nokkur áhrif á ráðgjöfina ári síðar. Stofnunin lagði þá til 300 þúsund tonn af óslægðum þorski – í stað þess að leggja til að dregið yrði úr veiðinni sem næmi „umframkeyrslunni“ . Ráðgjöf Hafró fyrir næsta fiskveiðiár (2021/2022) er rúm 222 þúsund tonn af óslægðum þorski. Tölurnar eru á sömu slóðum og fyrir 37 árum, í upphafi kvótakerfisins. Hvernig í ósköpunum stendur á því að frá ráðamönnum þjóðarinnar heyrist hvorki hósti eða stuna? Og samtök stórútgerðarinnar slá sér á brjóst fyrir „stórkostlegan árangur á heimsmælikvarða“ með möntrum sem þau samtök hafa fyrir löngu komið sér upp. Það er nauðsynlegt að rifja upp, eina ferðina enn hvað stofnunin lét frá sér fara fyrir daga kvótakerfisins. Í frægustu skýrslu íslenskrar fiskifræði, „Svörtu skýrslunni“ sem gefin var út árið 1975 var ástandi þorskstofnsins lýst á þann veg að hann væri við dauðans dyr. Það reyndist dauðans vitleysa. Örfáum árum síðar brast á metvertíð á Íslandsmiðum. Á Fiskiþingi árið 1979 las þáver- andi forstjóri Hafrannsóknastofnunar upp áhrifamikinn kafla úr svörtu skýrslunni, svo kröftugan að áhrif- anna gætir enn þann dag í dag: „Undanfarna tvo áratugi hefur árlegur þorskafli á Íslandsmiðum numið að meðaltali um 400 þúsund tonnum. Mestur varð afl inn árið 1954 tæplega 550 þúsund tonn en minnstur árið 1967, 345 þúsund tonn. Árin 1968-1970 jókst afl- inn aftur og náði hámarki árið 1970 (471 þús. tonn). Aukningin umrætt árabil stafaði að verulegu leyti af sterkum þorskgöngum frá Grænlandsmiðum. Síðan árið 1970 hefur afli farið síminnkandi (375 þús. tonn árið 1974) þrátt fyrir þrjá góða árganga frá árun- um 1964-69. Þessum minnkandi afla veldur einkum tvennt: 1. Klak við Grænland árabilið 1964-1969 hefur verið mjög lélegt og því dregið verulega úr göngum þaðan. 2. Með stækkandi f iskiskipastól hefur sóknin í ókynþroska hluta stofnsins farið ört vaxandi, þannig að þeim fiskum sem ná kynþroska og ganga á hrygningarstöðvarnar fer fækkandi. Vegna þessarar miklu sóknar í þorskinn á uppeldisstöðvunum fyrir Norður- og Austurlandi fæst ekki lengur hámarksnýting úr stofninum. Þettaástand hefur ríkt um nokkurra ára skeið og fer versnandi. Talið er að hámarksafrakstur þorskstofnsins sé nær 500 þús. tonn á ári. Til þess að ná þeim afla þarf að fullnægja eftirfarandi skilyrðum: Að minnka núverandi heildar- sóknarþungaí þorskinn um helming. 1. Að koma í veg fyrir veiði smáfisks, þriggja ára og yngri, og draga verulega úr veiðum á fjögurra ára fiski“ . Sem sagt: stofnunin fullyrti að: „Hámarksafrakstur þorskstofnsins sé nær 500 þúsund tonnum“. Sem ég lít yfir sviðið í dag sé ég harla fáa vitna í þessa staðreynd. Fyrir stundu (15. júní) hlustaði ég á formann LÍÚ (skammstafað SFS) mæra „vísindin“ og samkvæmt venju leggja það til að fylgt skuli því sem Hafró segir. Þetta er svo aumkunarvert að ég nenni ekki að elta ólar við það. Staðreyndin er sú, hvort sem mönnum líkar betur eða verr; fjálglegar yfirlýsingar Hafrann- sóknastofnunar í upphafi kvóta- kerfisins hafa reynst kolrangar. Í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd hafa stjórnvöld kosið að setja kíkinn fyrir blinda augað. Það er löngu kominn tími til að þau setji hann fyrir hitt – í þeirri von að það auga sé ekki jafn blint og hitt. Fiskveiðikerfið hefur, í l jósi þessara fullyrðinga Hafró, brugðist. Sagt er að vísindin efl i alla dáð. Í ti lfelli íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfisins ráða ekki vís- indin för. Hafró hefur nú endurtekið sína „vísindarannsókn“ , togararallið, síðan 1985, eða í 37 ár. Það er tími til kominn að óháðir aðilar rannsaki hvers vegna það má vera að vísindastofnun, sem lét frá sér fara á sínum tíma að íslenski þorskstofninn hefði burði til að skila 500 þúsund tonnum á land, er eftir 37 ár að leggja til að veitt skuli innan við helming þess afla. Arthur Bogason Formaður Landssambands smábátaeigenda NYTJAR HAFSINS Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda. Á miðunum. / Mynd Alfons Finnsson Örn Pálsson, framkvæmdastjór i L andssambands smábáta- eigenda, segir að ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar sé mikil vonbr igði og í framhaldinu verði að hækka verð á þorski. „Stofnunin leggur til að aflamagn í þorski sé lækkað annað árið í röð og það eru mikil vonbrigði,“ segir Örn, og skerðingin samanlagt 50 þúsund tonn, eða 18,4% á þessum tveimur árum.“ Örn segir að skerðing af þessu tagi sé eitthvað sem ekki nokkur maður sem sækir sjóinn á miðunum við Ísland gæti ímyndað sér að mundi gerast. „Það er búið að fara eftir aflareglu stjórnvalda í langan tíma og ekki örlað á því að það væri verið að veiða umfram ráðgjöf. Menn hafa því treyst á að veiðarnar væru í lagi.“ Spár um horfur í dag sem gefnar voru í skýrslu Hafró 2020 eru ígildi þess að um stökbreytingu hafi verið að ræða. Hrygningarstofninn er nú mældur 361 þúsund tonn sem spáð var í fyrra að yrði um hálf milljón tonna. Veiðistofn átti að vera 1.211 þúsund tonn í ár en er nú mældur 941 þúsund tonn. Ósamsæmi við það sem áður hefur komið fram „Sjálfur lít ég svo á að niðurstaða mælinganna í ár og skýringar Hafrannsóknastofnunar kall i á viðamikla skoðun á málinu því skerðingin samræmist ekki því sem komið hefur fram áður. Ég hef reyndar heyrt það hjá okkar félagsmönnum að veiðar á þorski hafi verið aðeins tregari og á sumum svæðum erfiðara að ná skammtinum á strandveiðum jafnframt að það hafi minnkað aðeins á línuveiðum. En þó engan veginn eins mikið og ætla mætti samkvæmt niðurstöðu Hafró.“ Verðum að hækka verðið „Möguleg leið til að bregðast við svo mikilli skerðingu er að hafa aflaregluna sveigjanlega en ekki fasta. Þar á ég við sem dæmi að í staðinn fyrir að hún sé föst 20% þá gæti hún verið á bilinu 18 til 22% og þannig svigrúm til að draga úr og auka veiðarnar eftir því hvernig árar. Ég tel þó fyrst og fremst að við eigum að sækja fram, mæta skerðingunni núna með því að tilkynna kaupendum verðhækkun á þorski á þeim forsendum að við séum að fara eftir strangri vísindalegri ráðgjöf til verndunar þorskstofnsins og af þeim sökum sé nauðsynlegt að hækka verðið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, að lokum. /VH Landssamband smábátaeigenda: Mikil vonbrigði með ráðgjöf Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Úlfar hafsins II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.