Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 45
Nýlega kom út umræðuskjal um
landbúnaðarstefnu fyr ir Ísland og
var almenningi gefinn kostur á að
leggja inn skr iflegar athugasemdir.
Mér finnst margt ágætt í þessu
skjali en sá þó ástæðu til að koma
með athugasemdir vegna kaflans
um lífrænan landbúnað.
Þessar athugasemdir og athuga-
semdir starfsfélaga míns um sama
efni urðu tilefni greinaskrifa í
síðasta Bændablaði. Þar sem
lesendur Bændablaðsins hafa ekki
séð ábendingar mínar óska ég eftir
því að þær verði birtar í texta hér
á eftir til hliðsjónar við skrifin
í Bændablaðinu. Ég hef, ásamt
fleirum, áður fjallað um þessi mál
í blaðagreinum og fræðigreinum
og er tilbúinn til að gera ítarlegri
grein fyrir athugasemdum mínum
ef þess verður óskað. Það verður að
vera svigrúm til að ræða þessi mál
frá ólíkum sjónarhornum. Talsmenn
lífræns landbúnaðar gagnrýna t.d.
gjarnan hefðbundinn landbúnað.
Landbúnaðar- og umhverfismál
framtíðarinnar eru svo mikil áskorun
að við þurfum á allri vísindalegri
tækni og þekkingu að halda til að
leysa þau.
Athugasemdirnar voru þessar:
Ég vil byrja á að þakka fyrir
áhugaverða og aðgengilega skýrslu.
Ég get tekið undir margt sem þar
stendur. Mér finnst þó rétt að gera
athugasemd við 7. kafla þar sem
fjallað er um lífrænan landbúnað.
Þetta er viðfangsefni sem ég hef
kynnt mér töluvert, bæði uppruna
þessarar hugmyndafræði og
framkvæmd nú á dögum. Margir
halda að þessi hugmyndafræði sé
niðurstaða vísindasamfélagsins á því
hvernig beri að stunda landbúnað
á umhverfisvænan hátt og hvernig
beri að framleiða holl matvæli, en
svo er ekki.
Það eru um 100 ár síðan Rudolf
Steiner og fleiri kynntu hugmyndir
sínar um lífrænan landbúnað sem
andsvar við tækniþróun í upphafi
20. aldarinnar. Þær byggðust ekki á
vísindalegum niðurstöðum heldur
áttu sér heimspekilegar og andlegar
rætur. Ýmislegt í regluverki lífræns
landbúnaðar stenst ekki vísindalega
skoðun okkar tíma en samt er því
enn haldið inni í hugmyndafræðinni.
Þetta gerir það að verkum að ýmsar
góðar lausnir eru bannaðar án
þess að það sé stutt vísindalegum
rökum. Sem dæmi um þetta má
nefna tilbúinn áburð og tilbúin
varnarefni gegn illgresi, sjúkdómum
og meindýrum. Einnig má í þessu
sambandi nefna lyf fyrir búfé.
Þegar uppskera er fjarlægð af
túnum eða ökrum fara næringarefni
úr jarðveginum með uppskerunni.
Vegna þessarar tilfærslu næringar-
efna frá túnum og ökrum verður að
bæta næringarefnum í jarðveginn
í staðinn til að ekki gangi mikið
á forða jarðvegsins. Tilbúinn
áburður inniheldur næringarefni á
aðgengilegu formi fyrir plöntur og
oft í miklum styrkleika þannig að
kostnaður við flutning og dreifingu
verður í lágmarki. Hann er því mjög
hentugur áburðargjafi en mikilvægt
að miða skammtastærð við aðstæður
á hverjum stað. Hann er mikilvæg
viðbót við belgjurtir, búfjáráburð
og annan úrgang sem verður til á
hverjum stað.
Illgresi, sjúkdómar og meindýr
valda miklu tjóni á uppskeru um
allan heim. Það er sjálfsagt að standa
þannig að ræktun að tjón af völdum
þessa verði sem minnst. Stundum
er ræktunartæknin ein og sér ekki
næg og þá getur þurft að grípa til
varnarefna. Hvort er þá betra að
nota tilbúin varnarefni með sérhæfða
virkni eða nota lífrænt vottuð
náttúruleg efni þar sem virknin
er ekki aðlöguð viðfangsefninu?
Hið sama má segja um dýralyf.
Er það veikum dýrum fyrir bestu
að gefa þeim annað hvort engin
lyf eða lífrænt vottuð efni sem
ekki eru þróuð sérstaklega gegn
viðkomandi sjúkdómi? Myndum
við vilja hafa þetta þannig í okkar
heilbrigðiskerfi?
Það er vandasamt að setja
fram ábendingar og gagnrýni um
lífrænan landbúnað eins og svo
margt annað sem fólki er hugleikið
og kært. Ég hef litið svo á að það sé
skylda fræðimanna að benda á það
ef verið er að markaðssetja vörur
eða hugmyndafræði sem stangast á
við þekkingu okkar á viðkomandi
sviði. Þetta gildir ekki bara um
landbúnaðinn. Læknisfræðin,
lyfjafræðin, matvælafræðin og fleiri
fræðasvið þurfa stöðugt að upplýsa
fólk um það sem boðið er upp á en
á sér ekki faglegan grundvöll. Að
þessu sögðu, þurfum við líka að
hafa auðmýkt gagnvart því hvað
þekking okkar er takmörkuð og
það sem við teljum rétt í dag getur
verið talið rangt á morgun. Þekking
okkar á hverjum tíma þarf þó að vera
útgangspunkturinn en við þurfum að
hafa hana í stöðugri endurskoðun.
Við þurfum jafnframt að sýna fólki
og skoðunum þeirra virðingu.
Þó að ég telji það skyldu fræði-
manna að upplýsa samfélagið hafa
þeir ekki rétt til að taka fram fyrir
hendurnar á fólki. Ég virði rétt
fólks til að velja sinn lífsstíl og
vörur. Þegar kemur að því að móta
stefnu samfélags á einhverju sviði,
t.d. landbúnaði, tel ég að vísindaleg
þekking þurfi að ráða för. Ég skil
það sjónarmið að vilja uppfylla óskir
neytenda og þá einnig óskir um
lífræna vöru. Ég held hins vegar að
margir neytendur séu ekki endilega
að biðja um lífrænar vörur heldur
hollar vörur og umhverfisvænar
en hvorugt er tryggt með lífrænni
vottun. Slík vottun tryggir ákveðnar
framleiðsluaðferðir sem alls ekki
þurfa að skila betri niðurstöðum
í þessum atriðum. Lífrænar vörur
eru hins vegar jafnan kynntar sem
betri vörur.
Það er hægt að blekkja neytendur
um tíma en fyrr eða síðar átta þeir
sig á því ef vörurnar standa ekki
undir því sem sagt er. Þess vegna
er svo mikilvægt fyrir bændur að
byggja framleiðsluaðferðir sínar á
bestu þekkingu á hverjum tíma og
landbúnaðarstefna þjóðarinnar þarf
einnig að gera það.
Guðni Þorvaldsson
Gróffóðurkeppni Yara 2021
Kynning á keppendum
Sláturfélag Suðurlands svf. | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575-6000 | yara@yara.is | www.yara.is
Knowledge grows
1. Vesturlandi, Kolbeinsstaðarhrepp hinum forna.
2. Rúmir 1600 ha.
3. Nýlegt fjós með Delaval róbót, nautauppeldi,
sauðfé, hestar, geitur og ferðamenn.
4. Sigra að sjálfsögðu en úrvals fóður fyrir veturinn
er loka takmarkið alltaf.
5. Veðurfar. Það er alltaf það sem hefur stærsta
breytileikann ár frá ári, dag frá degi jafnvel.
6. Aftur er það veðrið. Akkúrat núna verður engin
uppskera nema það rigni.
7. Heyfengur, grasfræ blanda frá fóðurblöndunni.
8. Reyna allt til að heyja meira af ö�ugra og
lystugra fóðri ár frá ári fyrir kýrnar og nautin.
Því fylgir jarðvinnsla og góð umhirða túna ár
frá ári. Ásamt því þurfum við að auka breyti-
leika í fóðrinu. Við höfum alltaf heyjað allt hey
eins kröftugt og við höfum getað. Það hefur
bitið okkur í rassinn með of stórum kálfum og
lömbum. Við þurfum að skipuleggja heyö�un
þannig að hægt sé að fóðra öll dýr á þann hátt
sem þau þurfa hverju sinni hvort sem það er
á lok meðgöngu, toppnum á mjaltarskeiðinu
eða síðasta hjallanum í nautaeldinu.
9. Það jafnast fátt á við að renna í gegnum huppu,
fjarvis og jord.is. Eina sem kemst nálægt er að
spila og horfa á körfubolta. Hjá foreldrum mínum
er það söngur hjá báðum og útivist hjá mömmu.
1. Breiðdal á austfjörðum.
2. 1300 ha.
3. Kúabú.
4. Vera með og gera sitt besta.
5. Að a�a góðra heyja með háu efnainnihaldi.
6. Ná góðu heyji á réttum tíma miðað við sprettu.
7. Vallarfoxgras Tukka 50%, Tenho 20% og
vallarsveifgras Baron 30%.
8. Rækta meira, kalka og auka fjölbreyttni í
grænfóðri.
9. Ferðast um landið okkar.
Branddís Margrét Hauksdóttir, Kristján Ágúst
Magnússon og Magnús Kristjánsson
Snorrastaðir
Gunnlaugur Ingólfsson og Þóra M. Aradóttir
Innri-Kleif
Spurningalistinn
1. Hvar er bærinn?
2. Stærð jarðar?
3. Gerð bús?
4. Hvaða markmið hefur þú sett þér í keppninni?
5. Hvað telur þú vera stærsta áskorunin í keppninni?
6. Hvaða þáttur er mikilvægast að heppnist?
7. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar?
8. Hvaða framtíðar áform hefur þú varðandi
gróffóðurö�un á þínu búi?
9. Áhugamál
SAMFÉLAGSRÝNI
Er lífrænn landbúnaður framtíðin?