Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202150 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 ZETOR VARAHLUTIR SAMFÉLAGSRÝNI BÆKUR& MENNING Sögur Skugga: Gaddavírsátið og aðrar sögur Gaddavírsátið er heiti bókar Jochums Magnúsar Egger ts- sonar sem tók sér l ista- mannsnafnið Skuggi og var áberandi í bæjar- og menn- ingar lífi Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Hann var þekktur fyr ir þrasgirni, skáldskap, f r æðastör f og fr umlegar kenningar um landnám Íslands. Þekktasta smásaga Skugga er Gaddavírsátið, sem höfundur gaf tvívegis út í l i tlum ritlingum. Sagan kom svo sem neðanmálssaga í Bændablaðinu á árunum 1987-1988. Hér segir af lausamanni í Nýja-Jórvíkurhreppi sem leggur sér gaddavírsrúllu til munns. Í bókinni eru að auki sögurnar þrjár af Guðmundi Kristmannssyni, verðlaunasaga Skugga af trýnaveðri fyrir vestan, sagan af stórveldum Stefáns Bjarnasonar, sönn saga úr Skjóðufirði og Reykjavíkursaga af yfirnáttúrulegum marhnúti. Árni Matthíasson rekur æviferil Jochums í inngangi bókarinnar. Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur. Skjóðufjörður er bæði ljótur og leiðinlegur Eftirfarandi brot er úr sögunni Þjóðjarðir, sönn saga úr Skjóðufirði. „Skjóðufjörður er bæði ljótur og leiðinlegur. – (Svei nafninu!) – Þið sem viljið hafa heimildir fyrir öllum sköpuðum hlutum viljið líklega fá að vita hvar fjörð þennan er að finna á kortinu. Þá er best að segja ykkur það: Hann skerst inn á mil l i landsfjórð- unganna. – Skjóðu- fjörður ber nafn með rentu. Það er ótótlegt pláss og andstyggilegt og er sagt að kölski hafi rekið út úr sér tunguna og bölvað er hann fór þar um á síðustu „vísitasíuferð“ sinni. En þetta gerir kölski ekki nema þegar eitthvað gengur fram af honum, en þá má mikið vera, því svo er sagt að sá gamli kalli ekki allt ömmu sína. Skjóðufjörður er því allt annað en björgulegur staður. Og með því nú hefur kvisast að okkar mesti sagnfræðingur eigi nú að fara að skrifa sögu Skjóðufjarðar í 50 bindum og hafa lokið verkinu árið 2000, því þá ætlar sjóður sá sem enn er ekki fæddur en á að heita „ómenningarsjóður“ að gefa út allt heila safnið. Hefur einhver skattstjóri, eða skattasvindlari, sem ekki heitir Steinn, reiknað það út af kunnáttu sinni að þá loksins verði komið svo gott lag á Búnaðarbankann að gera megi úr honum bókhlöðu. – Og með því svo stendur skrifað þann 29. febrúar, sem ber upp á hlaupár, í 1933. bindi í „Framkvæmdaþróunar- sögu bændasamvinnunnar“ , bls. 11932, í 6.–7. línu að ofan, að sagan endurtaki sig, þá þykir oss tími til kominn að leggja örlítil drög að þessu mikla verki sem á að heita „Hin skipulagða ofsóknarstarfsemi íhalds- og eyðslustéttarinnar. Saga Skjóðufjarðar í 50 bindum. Til varnaðar uppvaxandi og óbornum kynslóðum“. Hundtík prestsins Böslubúskapur var í Skjóðufirði um þessar mundir og annar eins músagangur hafði ekki þekkst frá landnámstíð. Tryggvi bóndi hafði orðið að bæta við sig einum ketti. Var það fress eitt mikið, en bleyða var fyrir á búinu. Þrátt f yri r þetta lögðust mýsnar á þessar fáu rollur hans og nöguðu gat á búrkistuna hennar Þjóðbjargar. – Húsdýr Skjóðu- f j ar ðar bænda höfðu gengið illa undan vetrinum, að köttunum undanteknum. Þeir voru beinastæltir og kampagleiðir, hvæstu og breimuðu. Kettirnir voru að heita mátti einu húsdýrin í Lyngási, að undantekinni hundtíkinni hans Tryggva bónda er hann kvaðst vera einráður yfir og Þjóðbjörg sagði að hann mætti víst eiga hana einn fyrir sér, tíkin væri víst ekkert of góð handa honum. – Tryggvi bóndi var talinn einfaldur og grunnhygginn og Þjóðbjörg þóttist hafa tekið niður fyrir sig og vera vangefin. – En hundtíkin var þannig tilkomin að presturinn, sem vandi komur sínar að Lyngási árið áður en hún Tómhildur litla fæddist, hafði skilið tíkina eftir og sagt Tryggva að best væri að hann hefði hana af því hún hefði hænst að honum. – Það þótti annars merkilegt að presturinn skyldi endilega þurfa að gista í Lyngási og það svona oft, jafnlítil og óvistleg húsakynni og þar voru – ekkert nema baðstofukytran – og bóndinn varð að ganga úr rúmi fyrir gestinum. Tryggvi og Polly – svo hét hundtík prestsins – urðu því að liggja annarstaðar og hafa velgjuna hvort af öðru.“ /VH Jochums Magnúsar Eggertsson- ar, sem tók sér listamannsnafnið Skuggi, var þekktur fyrir þrasgirni, skáldskap, fræðastörf og frum- legar kenningar um landnám Ís- lands. Það er ljóst að ef ekki verður brugðist við er hætta á því að mörg heimili lendi í vandræðum með skuldbindingar sínar. Hagsmunasamtök heimilanna hafa þrýst á r íkisstjórnina að ver ja heimilin fyr ir afleiðingum Covid-faraldursins en því miður talað fyr ir daufum eyrum. Kröf- ur samtakanna er hófsamar og sanngjarnar en þær eru að r íkis- stjórnin: • Tryggi að enginn missi heimili sitt vegna afleiðinga heimsfaraldursins. • Setji þak á verðtryggingu húsnæðislána og leigu miðað við upphaf faraldursins í mars 2020. • Setji þak á vexti óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum og sjái til þess að vaxtalækkanir Seðlabankans skili sér að fullu til neytenda. Það er því miður fátt sem vekur bjartsýni um að heimilin verði á nokkurn hátt varin fyrir afleiðingum faraldursins og fæst ekki betur séð en að enn og aftur eigi heimilin að bera skaðann af þeim hamförum sem hafa gengið yfir heiminn. Verðtryggð snjóboltaáhrif Það er ekki gaman að vera með svartsýnisspár og maður verður bara að vona að þær gangi ekki eftir á sama tíma og maður reynir með öllum ráðum að koma í veg fyrir að afleiðingar skelli af fullum þunga á heimilum og fjölskyldum landsins. Það er því miður ljóst að bæði lántakar og leigjendur munu finna fyrir verðbólgunni sem nú virðist vera að fara á flug. Til að setja ástandið í tölulegt samhengi þá nemur hvert prósentustig af dæmigerðu 30 milljóna króna húsnæðisláni 300.000 kr. sem jafngildir hér um bil mánaðarlegum ráðstöfunartekjum einstaklings í láglaunastarfi. Þar sem leiga er verðtryggð mun hún einnig hækka, verði ekkert að gert. Flest heimili munu finna fyrir þessu, en afleiðingarnar verða verstar fyrir þau heimili sem eru með verðtryggð lán því höfuðstóll þeirra mun stækka eins og snjóbolti verði ekkert að gert. Það er staðreynd að allt of margir eru enn fastir í gildru verðtryggðra lána og hafa af ýmsum ástæðum ekki getað endurfjármagnað lánin til að nýta sér vaxtalækkanir undanfarinna mánaða. Þetta eru oft tekjulágir einstaklingar og fjölskyldur sem eiga í nægum erfiðleikum nú þegar og mega ekki við væntanlegum snjóboltaáhrifum. Hvers virði eru stefnuskrár og loforð? Stjórnmálamenn hafa á undan- förnum mánuðum gripið til frasa eins og „við erum öll í þessu saman“ þannig að þegar við hjá Hagsmunasamtökunum, sáum smugu ti l að hjálpa þessum fjölskyldum í samvinnu við Flokk fólksins, þá héldum við að því yrði vel tekið. Undir þinglok lagði Inga Sæland því fram breytingarti l lögu við frumvarp um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda sem hefði hjálpað mörgum heimilum sem eru föst í gildru verðtryggðra lána til að losna úr henni. Þessi hófsama ti l laga Ingu Sæland snerist einfaldlega um að veita neytendum með verðtryggð húsnæðislán rétt til að breyta þeim í óverðtryggð lán, án íþyngjandi kostnaðar. Það hefði átt að vera auðvelt að fá tillöguna samþykkta þar sem hún samræmdist stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og stefnu margra flokka sem hafa sumir haft afnám verðtryggingar á stefnuskrám sínum árum saman. Það voru því mikil vonbrigði að þrátt fyrir stefnuskrár, fögur fyrirheit og loforð í tengslum við lífskjarasamninga um að taka markviss skref í átt til afnáms verðtryggingar, var tillagan felld með 27 atkvæðum gegn 8. Nei og ærandi þögn Atkvæðin féllu alveg eftir flokks- línum og afstaða stjórnmálaflokka til þess að veita neytendum valfrelsi um að afnema verðtryggingu húsnæðislána sinna liggur því fyrir eins skýr og hún getur orðið á þessu stigi. Einungis Flokkur fólksins og Píratar greiddu atkvæði með tillög- unni, á meðan stjórnarflokkarnir allir sögðu nei, þvert á eigin samþykktir og stefnu. Aðrir flokkar, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn, sátu hjá. Þögn þeirra er ærandi og í henni felst afstaða; afstaða með ríkjandi öflum, afstaða gegn breytingum og afstaða gegn hagsmunum heimilanna á erfiðum tímum. Flokkum sem standa ekki með yfirlýstri stefnu sinni og flýja þegar á hólminn er komið um leið og þeir taka jafn afgerandi afstöðu og raun ber vitni, með sérhagsmunum og gegn fólkinu í landinu, er hreinlega ekki treystandi. Ef alþingismenn fella jafn hófsama tillögu sem þessa til að hjálpa venjulegu fólki, fyrir hverja eru þeir þá að vinna? Eru þeir að vinna fyrir þig og þitt heimili eða eru þeir að verja aðra hagsmuni? Það þarf að skila sér inn á Alþingi að almenningur er ekki fóður fyrir bankana! Við látum ekki blekkjast lengur! Fólkið fyrst og svo allt hitt! Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimi lanna og frambjóðandi Flokks fólksins Við látum ekki blekkjast lengur! Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Frelsi til að hafa ólíka sýn Í Bændablaðinu fimmtudaginn 10. júní sl. bir tist grein eftir Eygló Björ k Ólafsdóttur, for mann Ver ndunar og ræktunar – VOR, félags fr amleiðenda í l ífr ænum búskap. Þar fer hún fram á yfir lýsingu frá undir r itaðr i, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, um afstöðu skólans t i l aðsendr a umsagna tveggja sér fræðinga skólans vegna umr æðuskj als um landbúnaðarstefnu, Ræktum Ísland! Líkt og hjá öðrum háskólum hafa sérfræðingar Landbúnaðarháskóla Íslands fullt frelsi ti l að senda inn umsagnir í sínu nafni og gerir skólinn ekki athugasemdir við það. Það er ljóst að sýn sérfræðinga á hinar margvíslegu ræktunaraðferðir er mismunandi og hefur það yfirleitt verið talinn kostur innan skólans að nemendur fái að kynnast þeim og taka síðan upplýsta ákvörðun um það hvert þeir vilja sjálfir stefna. Það er ekkert launungarmál, og hef ég átt um það samtöl við Eygló, að innan skólans eru sérfræðingar sem eru gagnrýnir á þær reglur sem beitt er við lífræna ræktun. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur átt farsælt samstarf við VOR og lífræna bændur. Má þar nefna nýtt verkefni sem stutt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna í sumar um bindingu og losun kolefnis í lífrænni ræktun í samstarfi við Biobú ehf., meistaraverkefni sem stutt er af VOR, og afar vel heppnað málþing VOR í nóvember síðastliðnum undir yfirskriftinni Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Metaðsókn er í starfsmenntanám skólans á Reykjum í lífrænni ræktun matjurta og háskólanemendur hafa notið góðs af heimsóknum á lífræn bú. Þá er boðið upp á sumarnámskeið á vegum skólans sem snúa m.a. að Bokashi, hringrás og nýtingu lífræns úrgangs annars vegar og að matarfrumkvöðlum hins vegar. Landbúnaðarháskólinn bauð VOR að vera með í umsókn ti l Evrópusambandsins í janúar síðastliðnum og ýmis samtöl hafa átt sér stað um hvernig auka megi tilraunir og samanburðarrannsóknir sem snúa að lífrænni ræktun. Landbúnaðarháskóli Íslands leggur í stefnu sinni 2019-2024 áherslu á að efla rannsóknir og alþjóðastarf og samþætta rannsóknir, nýsköpun og kennslu. Lögð er áhersla á að fjölga nemendum og samstarfsverkefnum. Það er afar ánægjulegt að sjá afrakstur af starfseminni, en á tveimur árum hefur fjöldi nemenda tvöfaldast og styrkir til samstarfsverkefna þrefaldast. Þessi þróun styrkir innviði og al la starfsemi skólans. Hér er sóknartækifæri fyrir lífræna bændur og aðra sem stunda hefðbundinn búskap, sem og þá sem koma með nýjar hugmyndir sem hafa ekki áður sést. Samtal um ólíka sýn er af hinu góða, enda er ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni. Byggjum það á vandaðri röksemdafærslu, jákvæðni og virðingu. Framtíð íslensks landbúnaðar er björt og tækifærin eru óþrjótandi. Ragnheiður I . Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Ragnheiður I. Þórarinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.