Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 33 MASSEY FERGUSON 8S | 205-265 HP Austurvegur 69 - 800 Selfoss Sími 480 0080 buvelar.isis a global brand of AGCO Corporation. Markaðsstofa Suðurlands, Árborgar og Ölfuss: Búið að opna Vitaleiðina þar sem gengið er framhjá þremur vitum „ Vitaleiðin“ svonefnda var formlega opnuð laugardaginn 12. júní með borðaklippingu en um er að ræða verkefni á vegum Markaðsstofu Suður lands í sam- star fi við sveitar félögin Árborg og Ölfus. Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita, sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni en það er Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin er tæplega 50 km leið sem liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri. Leiðin býður upp á f jöl- breyttan ferðamáta meðfram strandlínunni, heimsóknir inn í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, auk vitanna þriggja. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á leiðinni eins og sundlaugar, kajakróður, hestaleigur, hesthúsa- heimsóknir, söfn, gallerí, rib-bátar og fjórhjól svo að dæmi séu nefnd. Veitingastaðir eru í öllum þorpun- um. /MHH Vitaleiðin er skemmtileg gönguleið á milli þriggja vita við suðurströndina. Mynd / Markaðsstofa Suðurlands ÍSLAND ER LAND ÞITT Samtök sunnlenskra sveitarfélaga: Landsbyggðin.is verður nýr vefur á vegum samtakanna Landsbyggðin.is er vefur, sem Samtök sunnlenskra sveitar fé- laga (SASS) vinnur nú að að setja upp, en fjórar millj ónir fengust í styrk vegna verkefnisins. „ Landsbyggðin.is hefur það markmið að verða vandað vefsvæði sem kynnir tækifæri og auðlindir á Suðurlandi, veitir frumkvöðlum innblástur og leiðbeinir um vist- kerfi nýsköpunar. Markmiðið er að fjölga nýsköpunarverkefnum og efla klasauppbyggingu á lands- byggðinni með öflugri ímyndar- sköpun og aðgengilegu stuðnings- neti. Ávinning hafa frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, fjárfestar sem og eigendur og umsjónar- menn auðlinda. Unnt er að yfirfæra verkefnið á alla landsbyggðina í framtíðinni, í samstarfi við önnur landshlutasamtök,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS. Þróunarsvið SASS mun sjá um verkefnið og leiða það í samstarfi við samstarfsaðila s.s. þekkingar- setur á Suðurlandi og aðra hagaðila í landshlutanum. /MHH HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun.is Husqvarna Construction Products Þjónustuverkstæði og varahlutir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.