Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202112 Nú í vor voru lagðir út 36 sýningar- reitir á Hvolsvelli á vegum búvöru- deildar SS. Markmið reitanna er að geta sýnt gestum og gangandi áhr if mismunandi ábur ðar- skammta á korn og hafra. Reitirnir eru vel merktir og er gestum og gangandi velkomið að ganga um svæðið. Sýrustig reitanna sem sáð var í er pH 6,15. Mikilvægt er að sýrustigið sé á bilinu pH 6-6,5 svo að upptaka næringarefna verði sem best. Sáð var byggi í 30 reiti en notuð voru 2 raða yrkin Kría, Anneli og Filippa og 6 raða yrkin Smyrill og Aukusti. Einnig var sáð í 6 reiti af höfrum með yrkinu Niklas. Allir reitirnir fengu 70 kg/ha af köfnunarefni en mismunandi magn af fosfór og kalí. Allur áburður sem var notaður er frá Yara. Samstar fssamningur hefur ver ið undir r itaður milli Pure Nor th Recycling, Bændasamtakanna og nokkurra sveitar félaga um inn- lenda endurvinnslu á heyrúllu- plasti. Verkefninu er ætlað að miðla upplýsingum, þekkingu og reynslu til að hraða framgangi innlendrar endurvinnslu en um er að ræða nýjar lausnir og nálgun í úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Samstarfið hefur þann tilgang að auka innlenda endurvinnslu sem mun leiða af sér innlenda verðmæta- sköpun, aukna nýsköpun og minni umhverfisáhrif vegna úrgangsmeð- höndlunar. Samstarfið er mikilvægt innlegg í uppbyggingu hringrásarhag- kerfisins á Íslandi. Samningurinn er til 5 ára og á þeim tíma verður stefnt að því að það plast sem falli til í inn- lendum landbúnaði nýtist í vörufram- leiðslu fyrir innlendan landbúnað, úrgangur verður að afurð, aftur og aftur. Samstarfsaðilar verkefnisins leggja mikla áherslu á að ná betri árangri í úrgangsmálum og mun þetta samstarf styðja við markmið þeirra um endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs auk markmiða um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Samfélagsleg ábyrgð í verki „Það er fagnaðarefni að sveitar- félög sýni frumkvæði og axli meiri ábyrgð á sínum úrgangsmálum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Nú þegar höfum við átt gott samstarf við sveitarfélög, bænd- ur og fyrirtæki í landinu, sem hafa sýnt frumkvæði um söfnun og bætta umgengni á plastefnum. Hugmyndin með samstarfinu er að einfalda og auðvelda aðgengi að inn- lendri endurvinnslu,“ segir Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling. Fyrirtækið hefur endurunnið plast síðastliðin sex ár í Hveragerði og stefnir í átt að uppbyggingu hringrásarhag- kerfisins með framleiðslu á vörum úr endurunnu plasti. „Eitt af þeim markmiðum sem bændur hafa sett sér og sem fjall- að er um í Umhverfisstefnu land- búnaðarins sem samþykkt var á Búnaðarþingi 2020, er að færa allt plast sem til fellur í landbúnaði og þá sérstaklega heyrúlluplastið, til endurvinnslu. Losun vegna framleiðslu og flutnings aðfanga á borð við áburð, kjarnfóður og rúlluplast er áætl- uð um 100.000 CO2 ígilda á ári. Tækifærin eru því mikil fyrir bændur til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og er þetta eitt stórt jákvætt skref í þá áttina,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bænda- samtaka Íslands. /ehg FRÉTTIR Aðventugleði í Tríer sp ör e hf . Í þessari glæsilegu ferð um Móseldalinn upplifum við aðventutöfra og hrífandi áfangastaði. Hin söguríka borg, Tríer, lætur engan ósnortinn en hún skartar jafnan sínu fegursta á aðventunni. Farið verður í heillandi dagsferðir, m.a. til Cochem sem er með fallegri bæjum við ána, til Koblenz sem státar af einum fallegasta jólamarkaði Móseldalsins og í töfrandi siglingu á ánni Mósel. 29. nóvember - 6. desember Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 234.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli: Gestum er boðið að skoða sýningarreiti SS og Yara Sýningarreitir SS og Yara á Hvols- velli. Samstarfssamningur um innlenda endurvinnslu á heyrúlluplasti: Efla samstarf um úrgangsstjórnun og ráðstöfun endurvinnsluefna Rúllubaggaplast á athafnasvæði Pure North í Hveragerði. Tilgangur samstarfsins er að auka innlenda endurvinnslu sem mun �eiða a� s�r inn�enda verðm�tas���un, au�na n�s���un og minni umhverfisáhri� vegna úrgangsmeðh�nd�unar. Mynd / HKr. Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, Áslaug Hulda Jónsdóttir frá Pure North, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Á myndinni, sem tekin var að lokinni undirritun, eru Matthildur María Guðmundsdóttir, Landsvirkjun, Halldór Halldórsson,Landsneti, Kristján Halldórsson, Landsvirkjun, Pétur Pétursson, Brunavörnum Árnessýslu, Þórarinn Bjarnason, Landsneti og Lárus Kristinn Guðmundsson, Brunavörnum Árnessýslu. Mynd / Landsnet Brunavarnir Árnessýslu og Landsnet: Efla bruna- og mengunar- varnir við Sog og á Þjórsá Samstar fssamningur á milli Bruna- varna Árnessýslu og Landsnets var endurnýjaður á dögunum, en sam- star fið hefur ver ið farsælt undan- far in ár. Endurnýjaður samningur er til fimm ára og var skr ifað undir við L jósafossstöð. Markmið samningsins er að efla bruna- og mengunarvarnir á rekstrarsvæðum Landsvirkjunar við Sog og á Þjórsársvæði með fræðslu- og forvarnarstarfi. Það fer m.a. fram með námskeiðshaldi og sameiginlegum brunaæfingum í tengivirki Landsnets og aflstöðvum Landsvirkjunar. /MÞÞ Ný aðveitustöð tekin í gagnið á Sauðárkróki: Afhendingaröryggi eykst með öflugustu stöðinni í dreifikerfi RARIK Ný og stærr i aðveitustöð RARIK á Sauðárkróki hefur ver ið tekin í notkun og var spennusett fr á f lutningsker fi Landsnets í byr j un j úní. Hún ver ður jafnframt öflugasta aðveitustöðin í dreifiker fi RARIK. Um leið eykst til muna afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Dreifikerfi RARIK í Skagafirði tengist flutningskerfi Landsnets bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Fram til þessa hefur afhendingin á Sauðárkróki verið um einfalda línu Landsnets, en fer nú um tvær tengingar frá tengivirkinu í Varmahlíð. Aðveitustöð RARIK tengist dreifikerfinu síðan um þrjá aðskilda spenna á Sauðárkróki. Um er að ræða framkvæmdir fyrir um 370 milljónir. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK. Stærri og fleiri spennar Í nýju aðveitustöðinni á Sauðárkróki eru fleiri og öflugri spennar en fyrir voru í gömlu aðveitustöðinni. Hægt verður að reka innanbæjarkerfið á Sauðárkróki og sveitirnar í kring á hvorum hinna stóru spenna fyrir sig og má því segja að komin sé tvöföld tenging fyrir Sauðárkrók og jafnvel þreföld tenging fyrir sveitina ef tekin er með tenging við aðveitustöðina í Varmahlíð. Þar er nú verið að setja hluta Glaumbæjarlínu í jörð. Rafmagnsleysi heyrir sögunni til Undirbúningur þessa verks hefur staðið lengi og verið í góðu samstarfi við Landsnet. Búnaðurinn var prufukeyrður með góðum árangi áður en spennu var hleypt á, bæði Sauðárkrókslínu 2 sem er nýr jarðstrengur sem tengist nýju tengivirki Landsnets í Varmahlíð og í kjölfarið var nýja tengivirkið á Sauðárkróki spennusett. Samhliða þessu hefur RARIK endurnýjað nánast allan búnað sinn í tengivirkinu í Varmahlíð. Í nýrri Sauðárkrókslínu 2 hefur 66kV jarðstrengur verið lagður til viðbótar 66kV loftlínu sem fyrir var og því ættu óveður ekki lengur að valda rafmagnsleysi á svæðinu. Spennusetning nýrrar og stærri aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki er síðan þriðji hlekkurinn í þessari endurbóta- keðju. Ánægjulegur áfangi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir á vefsíðu félagsins að endurbæturnar í Skagafirði séu ánægjulegur áfangi í auknu afhend- ingaröryggi raforku á svæðinu. „ Það hefur verið vaxandi orkuþörf í takti við aukna uppbyggingu í Skagafirði og því mikilvægt að styrkja orkuflutning og dreifingu á svæðinu, en ekki síður að auka afhendingaröryggið. Við vonum að truf lanir á raforkuafhendingu heyri brátt til algjörra undantekninga en þær hafa verið of algengar á síðustu árum. Því er ástæða til að óskaSkagfirðingum til hamingju á þessum tímamótum,“ segir Tryggvi Þór. /MÞÞ Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár- �ró�i og n�ir a�s�ennar te�nir � hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.