Bændablaðið - 24.06.2021, Side 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202112
Nú í vor voru lagðir út 36 sýningar-
reitir á Hvolsvelli á vegum búvöru-
deildar SS. Markmið reitanna er
að geta sýnt gestum og gangandi
áhr if mismunandi ábur ðar-
skammta á korn og hafra.
Reitirnir eru vel merktir og er
gestum og gangandi velkomið að
ganga um svæðið.
Sýrustig reitanna sem sáð var í er
pH 6,15. Mikilvægt er að sýrustigið
sé á bilinu pH 6-6,5 svo að upptaka
næringarefna verði sem best.
Sáð var byggi í 30 reiti en notuð
voru 2 raða yrkin Kría, Anneli og
Filippa og 6 raða yrkin Smyrill og
Aukusti. Einnig var sáð í 6 reiti
af höfrum með yrkinu Niklas.
Allir reitirnir fengu 70 kg/ha af
köfnunarefni en mismunandi magn
af fosfór og kalí. Allur áburður sem
var notaður er frá Yara.
Samstar fssamningur hefur ver ið
undir r itaður milli Pure Nor th
Recycling, Bændasamtakanna og
nokkurra sveitar félaga um inn-
lenda endurvinnslu á heyrúllu-
plasti.
Verkefninu er ætlað að miðla
upplýsingum, þekkingu og reynslu
til að hraða framgangi innlendrar
endurvinnslu en um er að ræða nýjar
lausnir og nálgun í úrgangsstjórnun
sveitarfélaga.
Samstarfið hefur þann tilgang
að auka innlenda endurvinnslu sem
mun leiða af sér innlenda verðmæta-
sköpun, aukna nýsköpun og minni
umhverfisáhrif vegna úrgangsmeð-
höndlunar. Samstarfið er mikilvægt
innlegg í uppbyggingu hringrásarhag-
kerfisins á Íslandi. Samningurinn er
til 5 ára og á þeim tíma verður stefnt
að því að það plast sem falli til í inn-
lendum landbúnaði nýtist í vörufram-
leiðslu fyrir innlendan landbúnað,
úrgangur verður að afurð, aftur og
aftur.
Samstarfsaðilar verkefnisins
leggja mikla áherslu á að ná betri
árangri í úrgangsmálum og mun þetta
samstarf styðja við markmið þeirra
um endurvinnslu og endurnýtingu
úrgangs auk markmiða um minni
losun gróðurhúsalofttegunda.
Samfélagsleg ábyrgð í verki
„Það er fagnaðarefni að sveitar-
félög sýni frumkvæði og axli meiri
ábyrgð á sínum úrgangsmálum,“
segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar-
stjóri í Hveragerði og formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
„Nú þegar höfum við átt gott
samstarf við sveitarfélög, bænd-
ur og fyrirtæki í landinu, sem
hafa sýnt frumkvæði um söfnun
og bætta umgengni á plastefnum.
Hugmyndin með samstarfinu er að
einfalda og auðvelda aðgengi að inn-
lendri endurvinnslu,“ segir Sigurður
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Pure North Recycling. Fyrirtækið
hefur endurunnið plast síðastliðin
sex ár í Hveragerði og stefnir í átt
að uppbyggingu hringrásarhag-
kerfisins með framleiðslu á vörum
úr endurunnu plasti.
„Eitt af þeim markmiðum sem
bændur hafa sett sér og sem fjall-
að er um í Umhverfisstefnu land-
búnaðarins sem samþykkt var á
Búnaðarþingi 2020, er að færa allt
plast sem til fellur í landbúnaði og
þá sérstaklega heyrúlluplastið, til
endurvinnslu.
Losun vegna framleiðslu og
flutnings aðfanga á borð við áburð,
kjarnfóður og rúlluplast er áætl-
uð um 100.000 CO2 ígilda á ári.
Tækifærin eru því mikil fyrir bændur
til að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda og er þetta eitt stórt jákvætt
skref í þá áttina,“ segir Gunnar
Þorgeirsson, formaður Bænda-
samtaka Íslands. /ehg
FRÉTTIR
Aðventugleði í Tríer
sp
ör
e
hf
.
Í þessari glæsilegu ferð um Móseldalinn upplifum við
aðventutöfra og hrífandi áfangastaði. Hin söguríka borg,
Tríer, lætur engan ósnortinn en hún skartar jafnan sínu
fegursta á aðventunni. Farið verður í heillandi dagsferðir,
m.a. til Cochem sem er með fallegri bæjum við ána,
til Koblenz sem státar af einum fallegasta jólamarkaði
Móseldalsins og í töfrandi siglingu á ánni Mósel.
29. nóvember - 6. desember
Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 234.800 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli:
Gestum er boðið að skoða
sýningarreiti SS og Yara
Sýningarreitir SS og Yara á Hvols-
velli. Samstarfssamningur um innlenda endurvinnslu á heyrúlluplasti:
Efla samstarf um úrgangsstjórnun
og ráðstöfun endurvinnsluefna
Rúllubaggaplast á athafnasvæði Pure North í Hveragerði. Tilgangur samstarfsins er að auka innlenda endurvinnslu sem
mun �eiða a� s�r inn�enda verðm�tas���un, au�na n�s���un og minni umhverfisáhri� vegna úrgangsmeðh�nd�unar.
Mynd / HKr.
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North, Áslaug Hulda Jónsdóttir
frá Pure North, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis og formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri
Bændasamtakanna.
Á myndinni, sem tekin var að lokinni undirritun, eru Matthildur María
Guðmundsdóttir, Landsvirkjun, Halldór Halldórsson,Landsneti, Kristján
Halldórsson, Landsvirkjun, Pétur Pétursson, Brunavörnum Árnessýslu,
Þórarinn Bjarnason, Landsneti og Lárus Kristinn Guðmundsson,
Brunavörnum Árnessýslu. Mynd / Landsnet
Brunavarnir Árnessýslu og Landsnet:
Efla bruna- og mengunar-
varnir við Sog og á Þjórsá
Samstar fssamningur á milli Bruna-
varna Árnessýslu og Landsnets var
endurnýjaður á dögunum, en sam-
star fið hefur ver ið farsælt undan-
far in ár. Endurnýjaður samningur
er til fimm ára og var skr ifað undir
við L jósafossstöð.
Markmið samningsins er að
efla bruna- og mengunarvarnir á
rekstrarsvæðum Landsvirkjunar
við Sog og á Þjórsársvæði með
fræðslu- og forvarnarstarfi. Það
fer m.a. fram með námskeiðshaldi
og sameiginlegum brunaæfingum
í tengivirki Landsnets og aflstöðvum
Landsvirkjunar. /MÞÞ
Ný aðveitustöð tekin í gagnið á Sauðárkróki:
Afhendingaröryggi eykst með öflugustu
stöðinni í dreifikerfi RARIK
Ný og stærr i aðveitustöð RARIK
á Sauðárkróki hefur ver ið tekin
í notkun og var spennusett
fr á f lutningsker fi Landsnets
í byr j un j úní. Hún ver ður
jafnframt öflugasta aðveitustöðin
í dreifiker fi RARIK. Um leið
eykst til muna afhendingaröryggi
raforku á svæðinu.
Dreifikerfi RARIK í Skagafirði
tengist flutningskerfi Landsnets
bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki.
Fram til þessa hefur afhendingin
á Sauðárkróki verið um einfalda
línu Landsnets, en fer nú um
tvær tengingar frá tengivirkinu í
Varmahlíð. Aðveitustöð RARIK
tengist dreifikerfinu síðan um þrjá
aðskilda spenna á Sauðárkróki. Um
er að ræða framkvæmdir fyrir um
370 milljónir. Þetta kemur fram á
vefsíðu RARIK.
Stærri og fleiri spennar
Í nýju aðveitustöðinni á Sauðárkróki
eru fleiri og öflugri spennar en fyrir
voru í gömlu aðveitustöðinni. Hægt
verður að reka innanbæjarkerfið á
Sauðárkróki og sveitirnar í kring á
hvorum hinna stóru spenna fyrir sig
og má því segja að komin sé tvöföld
tenging fyrir Sauðárkrók og jafnvel
þreföld tenging fyrir sveitina ef tekin
er með tenging við aðveitustöðina í
Varmahlíð. Þar er nú verið að setja
hluta Glaumbæjarlínu í jörð.
Rafmagnsleysi heyrir sögunni til
Undirbúningur þessa verks hefur
staðið lengi og verið í góðu
samstarfi við Landsnet. Búnaðurinn
var prufukeyrður með góðum
árangi áður en spennu var hleypt
á, bæði Sauðárkrókslínu 2 sem er
nýr jarðstrengur sem tengist nýju
tengivirki Landsnets í Varmahlíð
og í kjölfarið var nýja tengivirkið á
Sauðárkróki spennusett. Samhliða
þessu hefur RARIK endurnýjað
nánast allan búnað sinn í tengivirkinu
í Varmahlíð. Í nýrri Sauðárkrókslínu
2 hefur 66kV jarðstrengur verið
lagður til viðbótar 66kV loftlínu
sem fyrir var og því ættu óveður
ekki lengur að valda rafmagnsleysi
á svæðinu. Spennusetning nýrrar
og stærri aðveitustöðvar RARIK
á Sauðárkróki er síðan þriðji
hlekkurinn í þessari endurbóta-
keðju.
Ánægjulegur áfangi
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri
RARIK, segir á vefsíðu félagsins
að endurbæturnar í Skagafirði séu
ánægjulegur áfangi í auknu afhend-
ingaröryggi raforku á svæðinu.
„ Það hefur verið vaxandi
orkuþörf í takti við aukna
uppbyggingu í Skagafirði og því
mikilvægt að styrkja orkuflutning
og dreifingu á svæðinu, en ekki
síður að auka afhendingaröryggið.
Við vonum að truf lanir á
raforkuafhendingu heyri brátt til
algjörra undantekninga en þær hafa
verið of algengar á síðustu árum. Því
er ástæða til að óskaSkagfirðingum
til hamingju á þessum tímamótum,“
segir Tryggvi Þór. /MÞÞ
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár-
�ró�i og n�ir a�s�ennar te�nir � hús.