Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 20212 FRÉTTIR www.kofaroghus.is - Sími 553 1545 TIL Á LAGER Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 697.500 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 369.750 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 449.400 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? Afar einfalt er að reisa húsin okkar. Uppsetning tekur aðeins einn dag TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Nám í garðyrkju sem fram hefur farið á Reykjum í Ölfusi: Núverandi nemendur munu klára námið við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri Samningar vegna yfirfærslu náms í garðyrkju frá Landbúnaðar- háskóla Íslands til Fjölbrautaskóla Suðurlands standa yfir en miðar hægt. Nemendur sem stunda nám við Garðyrkjuskólann í dag munu klára sitt nám við Landbúnaðarháskólann. Fyrr á þessu ári ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra að hefja skuli undirbúning að tilfærslu starfsmenntanáms í garðyrkju og skyldum greinum við Landbúnaðar- háskóla á Reykjum í Ölfusi undir yfirstjórn og ábyrgð Fjölbrautaskóla Suðurlands. Nemendur sem stunda nám við Garðyrkjuskólann í dag munu klára sitt nám við Landbúnaðarháskólann. Í bréfi sem ráðherra sendi rektor Landbúnaðarháskóla Íslands þann 23. desember síðastliðinn segir að til að vinna að þessum áformum sé stefnt að því að gera sérstakan þríhliða samning um yfirfærslu námsins á milli LbhÍ, FSU og mennta- og menningarmálaráðuneytis. Málið í ferli en hefur dregist of lengi Olga Lísa Garðarsdóttir, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- lands, sagði í samtali við Bænda- blaðið að sem stæði væri verið að vinna að samningi um yfirfærsluna og að málið sé í ferli en hafi dregist óþarflega lengi að ganga frá þeim samningi. „Ég geri fastlega ráð fyrir að FSU taki við skólanum á þarnæsta ári eða þegar nemendur verða teknir inn í skóla næst. Nemendur sem stunda nám við Garðyrkjuskólann í dag munu því klára sitt nám við Landbúnaðarháskólann eins og þeir hafa rétt á. Við göngum því út frá því að kennsla verði ekki á okkar ábyrgð fyrr en eftir ár.“ Nemendur í 4 ára fjarnámi „Hvað nemendur varða sem eru í fjarnámi og taka skólann á fjórum árum get ég því miður ekki svarað því öðruvísi en að það verða allir hvattir til að reyna að ljúka sem mestu af fjarnáminu á næsta skólaári. Við eigum alveg eftir að stilla náminu upp og við munum finna lausn á því eins og öðru sem við tökum að okkur.“ Garðyrkjunámið áfram að Reykjum Olga segir að FSU hafi sett það sem skilyrði vegna yfirtökunnar að Ríkiseignir ábyrgist húsnæði sem verður notað í tengslum við námið. „Við höfum líka sagt skýrt að við viljum ekki taka ábyrgð á lélegu eða ónýtu húsnæði á Reykjum. Garðyrkjunámið kemur til með að vera áfram að Reykjum en hins vegar er vel hugsanlegt að einhverjir áfangar í bóknámi verði samkeyrðir með öðrum braut við FSU.“ Byggt á fyrri námskrá „Nám í garðyrkju er sértækt fagnám og ég tel líklegt að það verði byggt áfram á núverandi námskrá. Hugsanlega getur uppsetningin breyst og það þarf líklega aðlaga námið að fyrirkomulaginu á framhaldsskólastigi en ég á ekki von á neinni kúvendingu. Gangi samningarnir eftir munum við svo vinna að yfirfærslunni og aðlögun- inni næsta vetur,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Suðurlandi. /VH Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameist- ari Fjölbrautaskólans á Suðurlandi. Háskólinn á Bifröst: Nemendur hafa nú aðgang að „gervigreindum” einkakennara Háskólinn á Bifröst hefur samið við íslenska sprotafyrirtækið Atlas Primer ehf. um að bjóða nemendum aðgang að „gervi- greindum“ einkakennara sem skilur talað mál og getur rætt við nemendur um námsefnið. Þó það kunni að hljóma ótrúlega þá getur Atlas Primer flutt fyrirlestra, svarað spurningum frá nemendum og prófað þá í kennsluefninu. Hann skilur líka talað mál og fylgir nemendum hvert sem þeir fara og getur breytt hvaða texta sem er í tal og aukið aðgengi að námsefni fyrir nemendur með lesblindu. Þá geta nemendur rætt við Atlas Primer um námsefnið, bæði á íslensku og ensku. „Með þessu er stigið stórt skref í nútímavæðingu menntakerfis- ins sem gefur nemendum meira frelsi og endurspeglar markmið Háskólans á Bifröst að vera í fararbroddi í fjarnámi. Kennarar og nemendur hafa brugðist vel við þessari nýju lausn og telja að hér sé um að ræða spennandi nýjung í námi sem leyfir nemendum að læra hvar sem er, án þess að sitja fyrir framan skjáinn öllum stund- um. Prófanir á lausninni eru nú þegar hafnar og verður hún gerð aðgengileg nemendum í völdum áföngum í haust,“ segir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst. /MHH Frá undirritun samningsins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri á Bifröst, og Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer. Hjá Atlas Primer starfa níu manns, þar af fjórir á Íslandi. Mynd / Aðsend Góð aðsókn að Landbúnaðar- háskóla Íslands í haust Tölur um aðsókn í nám hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í haust lofa góðu samkvæmt upplýsingum frá Rósu Björk Jónsdóttur, markaðs- og kynn- ingarstjóra. Skólinn útskrifaði 39 nemendur fyrr í mánuðinum, eins og sjá má í umfjöllun á bls. 10 í blaðinu í dag. Alls hafa um 140 sótt um í háskólanámið og 65 í búfræðina, en ekki eru teknir inn nemendur í garðyrkju í ár. Flestir eru að sækja um í búfræðina, 44 í staðarnám og 21 í fjarnám að þessu sinni. Í BS í búvísindum eru 38 umsækjendur og 6 í BS í hestafræðina. 25 sóttu um í BS í landslagsarkitektúr. Þá hafa 3 sótt um í BS í nátt- úru- og umhverfisfræði og 8 í BS í skógfræði. Í meistara- og doktorsnám eru alls 21 auk 18 í alþjóðlega meist- aranámið í umhverfisbreytingum á norðurslóðum. „Í haust munu einnig yfir 10 skiptinemar koma í nám til okkar svo það verður afar gaman að taka við nýjum hópi í haust,“ segir Rósa Björk. /HKr. Hvanneyri. Mynd / HKr. Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi samkvæmt nýrri könnun sem Dýralæknafélag Íslands gerði meðal félagsmanna sinna. Stóraukið gæludýrahald á landsvísu, óvægin umræða á sam- félagsmiðlum, óraunhæfar kröfur viðskiptavina, einmanaleiki, sam- úðarþreyta og mannekla eru meðal helstu orsakavalda. Könnunin var gerð í samstarfi við fyrirtækið Outcome dagana 7. til 14. júní og var svarhlutfall 60%. Álag hefur aukist til muna Helmingur svarenda taldi álag í starfi vera við þolmörk (8–10) en minnihluti taldi álagið lítið eða í meðallagi (29%). Álag í starfi virðist hafa aukist síðustu misseri en 68% sögðu álagið hafa aukist, þar af 59% mikið eða mjög mikið. Einn af hverjum fimm (21%) sögðust hafa skipt um starf vegna álags á lífsleiðinni. Allnokkrir hættu störfum alfarið. Helstu ástæður aukins álags eru sagðar vera aukin gæludýraeign landsmanna og auknar og óraunhæfar væntingar og kröfur viðskiptavina. Framfarir í faginu hafa jafnframt aukið þjónustuframboð dýralækna til muna og krafan um aukna tæknivæðingu og endurmenntun verður sífellt háværari. Nokkur mannekla virðist vera í faginu og þá sérstaklega á landsbyggðinni, en hafa ber í huga að nýlega var umdæmum héraðsdýralækna Matvælastofnunar fækkað úr fimm í fjögur. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur rannsakað starfsumhverfi og heilsutengda þætti meðal dýralækna um árabil. Benda niðurstöðurnar til þess að bandarískir dýralæknar séu mun líklegri til að upplifa andlegan heilsubrest en aðrar stéttir. Einn af hverjum sex sögðust hafa íhugað sjálfsvíg einhvern tímann um ævina. Niðurstöður breskra og norskra kannana benda til hins sama en samkvæmt breskri rannsókn eru dýralæknar þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að falla fyrir eigin hendi en meðalmanneskjan og norskir dýralæknar um tvöfalt líklegri. Ekki liggur fyrir hvort staðan á Íslandi sé jafn slæm og í öðrum löndum en í könnun Dýralækna- félagsins sögðust 75% svarenda finna fyrir streitueinkennum vegna mikils álags í starfi, þar af 45% bæði fyrir líkamlegum og andlegum einkennum. Eftirlitsdýralæknar hafa orðið fyrir því að vegið sé að sálrænu og líkamlegu öryggi þeirra í eftirlitsferðum í sveitum landsins þegar kannað er hvort settum lögum og reglum, til dæmis um dýravelferð og aðra þætti, sé framfylgt. /VH Líðan dýralækna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.