Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 49
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 49 Prjónaðar tátiljur með gatamynstr i fyr ir börn úr Drops Flora. DROPS Design: Mynstur fl-004-by Stærðir: (fyrirburar) 0/1 (1/3) 6/9 (12/18) mánaða 2 (3/4) ára Lengd fótar: (8) 9 (10) 11 (12) 14 (16) cm Garn: Drops Flora (fæst hjá Handverkskúnst) - (50) 50 (50) 50 (50) 50 (50) g litur á mynd nr 20, ferskjubleikur Prjónar: hringprjónar nr 2,5 eða sú stærð sem þarf til að fá 26 lykkjur x 34 umferðir í sléttu prjóni = 10x10 cm. Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. TÁTILJA: Tátiljan er prjónuð fram og til baka frá miðju að aftan. Fitjið upp (44) 44 (48) 52 (52) 56 (56) lykkjur á hringprjón nr 2,5 með Flora. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, prjónið síðan stroff frá réttu þannig: *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, endurtakið frá *-*út umferð. Haldið svona áfram með stroff í (3) 3 (3) 4 (4) 5 (6) cm. Í næstu umferð frá réttu er gerð ein gataumferð þannig: *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, endurtakið frá *-* út umferð. Haldið áfram með stroff eins og áður þar til stykkið mælist alls (5) 5 (5) 6 (6) 7 (8) cm. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, JAFNFRAMT er fækkað um (9) 9 (11) 13 (13) 13 (13) lykkjur jafnt yfir = (35) 35 (37) 39 (39) 43 (43) lykkjur. Klippið þráðinn frá. Setjið nú ystu (11) 11 (12) 13 (13) 15 (15) lykkjurnar á þráð í hvorri hlið = 13 lykkjur eftir á prjóni í öllum stærðum. Prjónið A.1 yfir 13 lykkjurnar, byrjið frá réttu. Haldið svona áfram með mynstur í (3) 3½ (4) 4½ (5½) 6½ (8) cm, prjónið síðustu umferð brugðið frá röngu, JAFNFRAMT er fækkað um (5) 5 (3) 1 (1) 1 (1) lykkjur yfir 13 lykkjurnar = (8) 8 (10) 12 (12) 12 (12) lykkjur, klippið þráðinn frá. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið lykkjurnar af þræði í annarri hlið, prjónið upp (7) 9 (10) 11 (13) 16 (21) lykkjur meðfram hlið á miðjustykki, prjónið (8) 8 (10) 12 (12) 12 (12) lykkjur á prjóni (= framan), prjónið upp (7) 9 (10) 11 (13) 16 (21) lykkjur meðfram hinni hliðinni á miðjustykki og prjónið lykkjurnar af seinni þræði = (44) 48 (54) 60 (64) 74 (84) lykkjur í umferð. Prjónið (2½) 3 (3) 4 (5) 5 (5) cm GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT eftir (1) 1½ (1½) 2 (3) 3 (3) cm fækkið lykkjum í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) að réttu máli þannig: Fækkið um 1 lykkju í byrjun og í lok umferðar með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju. Að auki eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við 2 miðju lykkjurnar í umferð (= 4 lykkjur færri í annarri hverri umferð) = ca (32) 36 (42) 48 (52) 62 (72) lykkjur eftir í umferð. Fellið af og saumið sauminn undir fæti og upp meðfram miðju að aftan í ystu lykkjubogana svo að saumur- inn verði ekki þykkur. Prjónið hina tátiljuna alveg eins. SNÚRA: Klippið 3 þræði ca 1 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút í hvorn enda. Þræðið snúruna í gegnum gataumferðina á tátiljunni (byrjið og endið mitt að framan). Endurtakið á hinni tátiljunni. Sokkaskór á börnin HANNYRÐAHORNIÐ Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 8 3 5 4 9 1 4 2 3 8 5 9 1 6 1 8 7 5 2 8 2 6 5 1 4 2 3 1 8 7 8 3 7 2 9 6 4 8 3 5 7 4 2 6 Þyngst 8 7 4 5 2 6 1 9 5 1 2 9 5 1 2 3 6 8 4 7 7 3 8 2 1 9 3 4 2 5 7 3 3 8 5 6 8 9 7 4 9 5 6 2 5 3 5 3 5 2 6 1 1 4 1 4 6 9 5 1 8 8 5 9 5 2 6 7 1 9 8 6 4 5 3 8 4 6 7 9 4 2 9 7 8 1 3 4 3 8 Lambafile með bernaise FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Egill Rúnar býr á Sauðárkróki með foreldrum sínum og tveimur systrum sem heita Elsa Rún og María Guðrún. Hann hefur gaman af hjólreiðum, vinum sínum, jeppaferðum og buggybílaferðum með pabba sínum. „Ég fer eins oft og ég get í sveitina til ömmu og afa. Þau búa á Kúskerpi í Blönduhlíð og eru með stórt mjólkurbú og fleira. Ég hef mikinn áhuga á vélum og tækjum og öllu í kringum það,“ segir Egill. Nafn: Egill Rúnar. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Krabbi. Búseta: Sauðárkróki. Skóli: Árskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fjölíð (smíða og baka og brasa ýmislegt með höndunum). Hvert er uppáhaldsdýr ið þitt? Kýr. Uppáhaldsmatur: Lambafile með bernaise. Uppáhaldshljómsveit: Dimma. Uppáhaldskvikmynd: Fast and furious. Fyrsta minning þín? Datt úr rólu og meiddi mig. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfær i? Er ekki mikið í boltaíþróttum en hjóla mikið á fjallahjóli. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sjúkraflutningamaður eða bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur ger t? Fjögurra daga hálendisferð á buggybíl um Fjallabak á Suðurlandi í fyrra og fékk að fara rúnt í sérútbúnum rallýbíl hjá Gumma Snorra, vini pabba. Það var rosalegt. Ger ir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fer í sveitina og kemst heyskap, í útilegu með fjölskyldunni og í hálendisferðir með pabba á jeppa eða buggýbíl og auðvitað leika við vini mína. Næst » Ég skora næst á Dagrúnu Dröfn Gunnarsdóttur. Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Landbúnaðarleikföng Árnanes (Höfn 6km) Vönduð gisting í fallegu umhver�, �ölbreytt afþreying. Leitið tilboða. www.arnanes.is / arnanes@arnanes.is / S. 478-1550 & 896-6412
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.