Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202144
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
HAUGHRÆRUR
Svalir og sólpallar fyl last
einstökum ævintýr al j óma
þegar búið er að koma þar fyr ir
smekklegum og sumar legum
blómaker j um og pottum,
stútfullum af glóðvolgum og
glænýjum sumarblómum.
Fjöldinn allur af sumarblóma-
tegundum þrífst vel við íslenskar
aðstæður og hægt að finna
blóm fyrir hvers manns ker, alla
mögulega og ómögulega liti, stór
eða lítil blóm, hávaxin og lágvaxin,
hangandi, upprétt, breið- eða
grannvaxin og þannig mætti lengi
telja.
Mikilvægt að hafa
göt í botni íláta
Við val á kerjum og pottum til
ræktunar er nauðsynlegt að
hafa göt á botni ílátanna til að
tryggja að vatn sitji ekki á rótum
plantnanna. Þegar kemur að
gróðursetningunni er gott að setja
bút af jarðvegsdúk eða gamalli
tusku yfir götin, áður en jarðvegur
er settur í ílátin, er það gert til að
tryggja að fína efnið úr moldinni
skolist ekki út úr pottinum og valdi
óþrifum í grennd. Ef um er að
ræða stóra potta eða ker er ágætt
að setja góðan slurk af vikri eða
grófri möl neðst í pottinn og fylla
svo upp með góðri pottamold.
Plönturnar eru svo teknar úr
pottunum og þeim raðað í pottinn
í þeirri uppsetningu sem þykir
falleg, oft er heldur
minna bil á milli
plantna í pottum
en í beðum. Fyllt er
upp í bilið á milli
plantnanna með
gróðurmoldinni
og passað upp á að
moldaryfirborðið
sé 2-3 cm fyrir
neðan pottbrúnina,
þá er auðvel t
að vökva ofan í
pottinn án þess að
mold og vatn sullist
yfir brúnina.
Uppáhaldspottarnir með í fríið
Eftir gróðursetningu er vökvað
yfir pottinn og hann settur á sinn
stað. Plöntur í pottum og kerjum
þarf að vökva eftir þörfum allt
sumarið og ágætt að gefa þeim
venjulegan pottablómaáburð
með vökvunarvatninu 1-2
sinnum í viku allt sumarið. Þó
er óþarfi að gefa áburð fyrstu
tvær til þrjár vikurnar eftir
gróðursetningu því pottamoldin
inniheldur að jafnaði áburð sem
dugar í þann tíma. Yfir sumarið
er ágætt að fjarlægja visin
blóm eftir þörfum til að halda
kerinu fallegu og endurnýja
plöntur ef þær verða fyrir
skakkaföllum. Þegar farið er í
frí er alveg tilvalið að taka með
sér uppáhaldspottana og stilla
þeim upp við hjólhýsið eða
tjaldvagninn, það sýnir að fólki
er full alvara í ræktuninni. /gh
Glæný sumarblóm í ker
ÞINN GARÐUR þín kolefnisbinding SAMFÉLAGSRÝNI
Samningur Noregs og Bretlands um
viðskipti með landbúnaðarvörur
Nú í byr jun júní voru undir-
r itaðir samningar um viðskipti
milli Bretlands annars vegar og
Noregs, Íslands og L ichtenstein
hins vegar. Samningur inn
við Ísland hefur víða ver ið til
umræðu en fróðlegt er að taka
samninginn við Noreg líka til
skoðunar.
Í fréttatilkynningu frá norskum
stjórnvöldum þann 4. júní sl.
eru helstu atriði samningsins
reifuð. Í henni er greint frá því
að samningurinn feli ekki í sér
neina nýja tollkvóta fyrir ost,
nautakjöt og kindakjöt. Þar er
m.a. haft eftir Olaug V. Bollestad,
landbúnaðar- og matvælaráðherra
Noregs, að í þessum mikilvæga
fríverslunarsamningi hafi tekist að
gæta hagsmuna landbúnaðar sem
stundaður er á landsbyggðinni og
sem byggir á grasnytjum.
Enn fremur er haft eftir
Bollestad að þrátt fyrir móðgandi
(offensive) kröfur frá bresku
samninganefndinni hafi engir
nýir kvótar verið veittir fyrir
innf lutningi á viðkvæmum
afurðum eins og nautakjöti,
kindakjöti og mjólkurafurðum.
Þetta sé sú framleiðsla sem
skiptir sköpum til að ná markmiði
stjórnvalda um að landbúnaður sé
stundaður um allt land.
https: //www.regjer ingen.no/no/
aktuel t/ny-fr ihandelsavtale-med-
storbr i tannia-gi r-avklar ing-om-
handel-med-landbruksprodukter /
id2857118/
Þetta er framleiðsla sem veitir
ekki aðeins mikilvæg störf í
landbúnaði, heldur stuðlar einnig
að atvinnu í matvælaiðnaði og
öðrum fyrirtækjum sem háð eru
greininni, segir ráðherrann enn
fremur.
Gert var ítarlegt mat á áhrifum
veittra innflutningskvóta á land-
búnað og matvælaiðnað segir
Bollestad. Útgangspunkturinn
var að veita innflutningskvóta
fyrir vörur þar sem Noregur
hefur þegar innflutningsþörf eða
þar sem kvótinn er á tímabilum
utan þess sem norsk framleiðsla
annar eftirspurninni. Bretland
fékk aðeins kvóta sem ESB hefur
nú þegar. Sumir kvótanna sem
Bretum eru veittir eru kvótar
sem ESB nýtir nú að litlu leyti
vegna takmarkaðs áhuga á norska
markaðnum.
Verður að gefa eitthvað
til að fá samning
Svo er það í öllum viðræðum að við
verðum að gefa eitthvað til að ná
samkomulagi, segir ráðherrann síðan.
Kvótar voru veittir fyrir 100 tonn af
svínakjöti og 100 tonn af skinku.
(Hér má skjóta inn að Norðmenn eru
15x fleiri en Íslendingar.) Að auki
voru veitt 50 tonn af svínarifjum fyrir
desembermánuð þegar venjulega
er um innflutning að ræða. Einnig
120 tonn af pylsum og 158 tonn af
alifuglum. Alls nemur þessi kvóti
innan við tveimur prómillum af
norskri kjötframleiðslu.
Við gerð bráðabirgðasamn-
ingsins við Noreg fengu Bretar 299
tonna ostakvóta gegn samsvarandi
samdrætti í ostakvóta ESB. Þessum
kvóta verður haldið áfram í fasta
samningnum. Samningurinn við
Bretland þýðir einnig að fjórir
breskir ostar með landfræðilega
upprunamerkingu bætast á listann
yfir fasta osta með krónutollum. Á
móti fá Norðmenn tollfrjálsa kvóta
fyrir fjórar afurðir, þar á meðal 513
tonn af osti.
Erna Bjarnadóttir
verkefnisstjór i og
hagfræðingur hjá MS
Erna Bjarnadóttir.
Ef fólk þar f að taka á sig óhóf-
legar byrðar í baráttunni við
loftslagsbreytingar og sumir
meir i en aðr ir, mun það leiða
til andstöðu við nauðsynlegar
aðgerðir. Og það verður til þess að
við náum ekki árangr i í að vinna
gegn þeir r i ógn sem loftslagsvá af
mannavöldum er.
Í haust lagði Samfylkingin til
aðgerðaráætlun til þess að fjölga
störfum, örva eftirspurn og styðja
við loftslagsvæna verðmætasköpun
á Íslandi. Tillagan var lögð fram
með till iti ti l alþjóðlegra lofts-
lagsskuldbindinga Íslands á
tímum hamfarahlýnunar og í
ljósi efnahagssamdráttar, sögu-
legs fjöldaatvinnuleysis og fram-
leiðsluslaka vegna kórónuveiru-
faraldursins. Tillögunni var vísað til
ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu
með samþykkt Alþingis við þinglok
12. maí.
Með grænu atvinnubyltingunni
lögðum við meðal annars til að
stofnaður verði grænn fjárfest-
ingasjóður með fimm milljarða í
stofnfé, sem styðji við loftslags-
væna atvinnuuppbyggingu og
grænan hátækniiðnað. Orku-
skiptum verði hraðað, ráðist verði í
kraftmikið skógræktarátak, stuðning
við grænmetisframleiðslu, skipu-
lega uppbyggingu iðngarða og
stóreflingu almenningssamgangna
um allt land. Með þessu er hægt að
slá tvær flugur í einu höggi – örva
eftirspurn og atvinnu en um leið
skapa grænna samfélag á Íslandi og
auðvelda okkur að ná metnaðarfyllri
loftslagsmarkmiðum á næstu árum.
Samvinna innanlands
og yfir landamæri
Líffræðilegur fjölbreytileiki hafsins
skiptir okkur hér á Íslandi miklu
máli og verði þróunin þar ekki
stöðvuð mun hún hafa slæm áhrif
á fiskimiðin okkar og stórkostleg
neikvæð efnahagsleg áhrif um leið.
Réttlát umskipti í átt að
kolefnishlutlausri framtíð er eitt
brýnasta umhverfis-, samfélags- og
efnahagsmál samtímans. En það
kallar á samvinnu þvert á flokka og á
milli landa. Samræma þarf aðgerðir í
baráttunni gegn loftslagsbreytingum
og tryggja mannsæmandi störf og
lífskjör.
Við jafnaðarmenn vi l jum
leggja okkar af mörkum þannig að
grænu umskiptin verði sanngjörn
og að allir fái að vera með. Á
endanum verða allir að leggja
sitt af mörkum í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum. Við verðum
að tryggja að kostnaðurinn lendi
ekki þyngst á þeim sem minnst hafa
milli handanna. Raunar gætu grænu
umskiptin leitt af sér sanngjarnari
skiptingu gæða en við þekkjum í
dag.
Jöfnuður og hagsæld
Við í Samfylkingunni ætlum að taka
forystu og leiða grænu umskiptin
í samvinnu við atvinnurekendur,
vinnandi fólk og samfélagið allt.
Tæknibyltingin opnar á fjöl-
mörg tækifæri. Sama gildir um
tæknibyltinguna og græn umskipti
að það þarf að koma í veg fyrir að
þróunin auki ójöfnuð. Hún þarf
þvert á móti að auka jöfnuð. Við
jafnaðarmenn óttumst ekki nýja
tækni. En við óttumst hins vegar að
hið gamla og úrelta fái að ráða.
Græn umbylting á vinnu-
markaðnum er hafin en spurningin er
hvernig við látum þessa umbyltingu
gerast á réttlátan hátt. Hvernig
forðumst við atvinnuleysi og að þau
sem hafa minnst á milli handanna nú
þegar verði illa úti?
Markaðurinn einn mun aldrei
leysa þetta stóra vandamál
sem við stöndum frammi fyrir
vegna hlýnunar jarðar. Það þarf
pólitíska forystu og sameiginlegt
átak verkalýðshreyfinganna og
stjórnvalda til að tryggja réttlát græn
umskipti.
Oddný G. Harðardóttir,
oddvi ti Samfylkingar innar í
Suðurkjördæmi
Réttlát græn umskipti
Oddný G. Harðardóttir.