Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 24.06.2021, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 202118 LANDSJÁ Það er hinn versti misskilningur að markaður eigi að stýra stóru og smáu í lífinu. Markaður inn er fyrst og fremst gagnlegur þar sem aðilar með góða yfirsýn hafa eitthvað til þess að skiptast á og verðleggja í samskiptum. Nokkuð hefur verið um það skrafað að í hinu nýja mælaborði landbúnaðarins sé hægt að fá yfirlit yfir flest það sem bændur framleiði. Satt er og rétt að þar er hægt að fletta upp framleiðslu á ýmsum kjöttegundum og grænmeti. Mjólkina vantar þó inn í. Og það vantar öll önnur verðmæti sem verða ti l hjá bændum. Það vantar yfirlit yfir almannagæðin: Búseta hringinn í kringum landið, slegin tún og bleikir akrar. Rauð þök og hvítir veggir. Skógar og skjólbelti. Uppgræðsla og menning. Hestamaðurinn á fljúgandi skeiði við hringveginn að sumarkvöldi. Allt eru þetta almannagæði og fyrir þetta fá bændur stuðning í formi almannafjár. Sköpun almannagæða Síðustu vikur hefur verið farinn fundahringur um landið, þar sem landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra hefur rætt „Ræktum Ísland“ – við bændur og aðra áhugasama. Með ráðherra í för voru höfundar skýrslunnar. Umræðuskjali þessu er ætlað að mynda grunn fyrir samninga við bændur um næstu búvörusamninga. Talað er um mikilvægi þess að nýta sem mest og best land- kosti á hverjum stað til hvers kyns verðmætasköpunar, án þess að gengið sé á gæði landsins. Þessi stefna – um f jölbreytta verðmætasköpun er nokkuð áhugaverð nálgun. Víða í kringum okkur, í löndum Evrópusambandsins og núna í Bretlandi eftir að þeir gengu úr tollabandalaginu, hefur þróunin verið sú að aftengja stuðning við framleiðslu á vörum en tengja þess í stað styrki til bænda við sköpun ákveðinna almannagæða. Þessi almannagæði eru stundum skilgreind sem byggðalandslag eða líffræðilegur fjölbreytileiki, nú eða þá að draga úr notkun áburðarefna vegna mengunar. Ástæðuna fyrir breytingunni er að leita í smjörfjöllum og vínvötnum níunda áratugarins, þegar off ramleiðsla gerði það óhjákvæmilegt að breyta kerfunum. Kaupa skal meiri bindingu Hvað flokkast sem almannagæði er einfaldlega samkomulag hverju sinni – ákvörðun sem í eðli sínu er pólitísk en byggir á almennum stuðningi. Sú mynd sem dregin er upp af stjórnvöldum í „Ræktum Ísland“ er að það þurfi að kaupa meira af umhverfislegum almannagæðum af bændum. Það helgast einkum af metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Þau gera ráð fyrir að eyjan okkar verði kolefnishlutlaus eftir nítján ár. Það markmið mun ekki nást nema bændur stórauki kolefnisbindingu á sínum vegum. Bændur hafa sjálfir sett sér umhverfisstefnu og ætla ekki að liggja á liði sínu í að ná árangri. Helsti vandinn er að byrja – og þar eiga stjórnvöld hlutverki að gegna með því að gefa rennistart og sjá til þess að hagrænir hvatar séu til staðar. Samlag verði til um kolefni Kolefnisbinding í stórum stíl er fjármagnsfrek og verður ekki framkvæmd með hugsjóninni einni saman. Valkvæði r kolefnismarkaðir hafa rutt sér til rúms í nálægum löndum. Þar er um að ræða leiðir fyrir fyrirtæki, sem vilja draga úr kolefnisfótspori sínu, að greiða fyrir bindingu. Í slíku fyrirkomulagi felast tækifæri fyrir íslenska bændur. Til þess að grípa þau tækifæri þurfa bændur að eignast markaðstorg. Torg sem tengir þá saman sem vilja kaupa bindingu við þá sem geta komið henni í framkvæmd. Þetta er í eðli sínu ekki ólíkt því sem gerðist þegar bændur stofnuðu afurðafélög um sölu á kjöti og mjólk. Framfaramenn á fyrri hluta tuttugustu aldar sáu sem var að saman gætu bændur náð bestum samningum um sölu á sínum afurðum. Það hygg ég að sé einnig framtíðin með bindingu. Með því að koma upp kolefnissamlagi mætti koma verði á þau almannagæði sem binding á kolefni eða samdráttur á losun eru. Fordæmin spretta upp um allar koppagrundir þessi misserin. Í Sviss geta fyrirtæki til dæmis keypt einingar sem felast í því að kúabú gefa gripum efni sem draga úr metanlosun. Svipaða sögu er að segja frá Bandaríkjunum. Hér á landi eru nú þegar til ákveðin markaðstorg, Votlendissjóður og Kolviður. En þau skortir aðföngin sem bændur eiga – það er að segja jarðirnar. Aðkallandi verkefni Ég tel að bændur geti byggt upp öfluga hliðarbúgrein í formi kolefnisbúskapar á næstu árum. Þeir geta boðið upp á mikilvæg gæði til þess að skiptast á við stjórnvöld og fyrirtæki og verðleggja í skynsamlegum samskiptum. Kolefnissamlag bænda og markaðsrammi af hálfu stjórnvalda eru aðkallandi verkefni í þágu almannagæða og sjálfbærni í loftslagsmálum. Kári Gautason sérfræðingur hjá BÍ Almannagæði og kolefnissamlag Kári Gautason. ÍSLAND ER LAND ÞITT Gautavík í Berufirði formlega opnuð ferðamönnum 1. júlí: Áhugafólk um iðnaðarhamp streymir heim að bænum – Fræðslusetur, silungarækt, alls konar dýr, golfvöllur og gönguleiðir Ábúendurnir á bænum Gautavík í Berufirði, þau Pálmi Einarsson, Oddný Anna Björnsdóttir og drengirnir þeir ra þr ír, 15, 13 og 7 ára, hafa ákveðið að opna býlið fyr ir ferðamönnum í sumar. Formleg opnun verður 1. júlí og er planið að hafa opið frá kl. 11-16 alla daga vikunnar fram að skólabyr jun. Hópar geta komið utan þess tíma ef samið er um það fyr ir fram. „Frá því við byrjuðum að rækta iðnaðarhamp sumarið 2019, ári eftir að við fluttum, hefur fjöldi fólks streymt til okkar vegna áhuga á því sem við erum að gera. Við ákváðum því að búa til ákveðinn ramma utan um það sem við höfum upp á að bjóða, hafa fleira í boði en áður og gera þetta svona meira formlegt,“ segir Oddný. Fræðslusetur um iðnaðarhamp og samrækt Hún segir að þeir sem sæki Gautavík heim í sumar fái færi á að skoða fræðslusetur um iðnaðarhamp og samrækt (e: aquaponics) sem þau vilji með tímanum einnig gera að hampsafni. Í sama rými er inni- ræktun á hampi, jarðarberjum og silungi í 900 lítra heimagerðu fiskabúri. „Þar er svokölluð sam- rækt á ferðinni, þar sem skíturinn frá fiskunum nærir plönturnar. Silungunum er svo slátrað til matar þegar þeir hafa náð sláturstærð,“ segir Oddný. Fyrir framan fræðslu- setrið er akur með iðnaðarhampi, en á því svæði er einnig ræktaður hampur í kúluhúsum, kartöflur með sérstakri aðferð, ásamt rófum, gul- rótum og fleiru í gömlum görðum úr fjárhúsunum. Dýrin á bænum Þeir sem hafa áhuga á dýrum geta heilsað upp á dýrin á bænum, en spökustu kindunum og lömbum þeirra var haldið eftir þegar hinar fóru á fjall á afgirtu svæði við hlið útihúsanna. Á því svæði eru einnig hestar, en ekki til útreiða. Á bænum eru einnig grísir, land- námshænur og gæsir sem vappa um svæðið. Þá eru silungar í f iskabúri inni í fræðslusetrinu sem áður sagði. Tveir hundar eru á bænum, annar er afar vinalegur fjárhundur, Týra, sem röltir sall- aróleg í kringum dýrin og þá gesti sem sækja Gautavík heim. Hinn er smáhundur, Lilla Krútt, „ sem er sætust í heimi; voffar að ókunn- ugum en bráðnar um leið og hún er tekin upp,“ segir Oddný. Golf, íþróttasvæði, á og fjara Áhugafólk um golf getur spilað á heimatilbúnum 7-holu par 3 golfvelli en verða að koma sjálf með golfsett. Inni í hlöðunni hafa þau útbúið íþróttasvæði sem gott er að hafa til taks, sérstaklega á veturna þegar algert myrkur ríkir allt að 18 tíma á sólarhring. Þar má meðal annars spila fótbolta, körfu- bolta, borðtennis, fara í pílukast og berja í boxbúða. Úti er eitt stórt fótboltamark, hefðbundnar rólur og trampólín. Inni í skógarrjóðrinu er eldstæði, ungbarna- og trjáróla, en þar getur fólk verið í skjóli og fengið sér snarl. „Á túninu verðum við svo með sumarleikföng, en þar má einnig breiða úr teppi og fá sér gott í gogginn þegar vel viðrar, segir Oddný. „Framhjá bænum rennur falleg á sem börnum er velkomið að leika sér við og í þegar ekki er of mikið í henni, en rétt er að taka fram að börn eru alfarið á ábyrgð forráðamanna þar sem annars staðar á svæðinu.“ Þá geta gestir einnig rölt niður að fjörunni og víkinni sem bær- inn dregur nafn sitt af, en þar er fjölbreytt fuglalíf, litríkir steinar, skeljar og sjávargróður. Þeir sem stunda sjósund geta lagst til sunds í víkinni, en þar eru einnig brattir klettar sem strákunum í Gautavík finnst gaman að stökkva af ofan í sjóinn. Þegar ber eru tekin að vaxa á svæðinu er fólki velkomið að tína upp í sig, en eru ekki hugsuð fyrir berjatínslu til að taka með. Forn verslunarstaður Gautavík er forn verslunarstaður með fornminjum, en um staðinn má lesa m.a. á vef Þjóðminjasafns Íslands og Wikipedia. Gestum er velkomið að ganga um staðinn eftir merktum gönguleiðum og njóta umhverfisins sem er ægifagurt. Hinn 700 metra hái Búlandstindur, sem margir trúa að sé orkustöð og gnæfir yfir eins og fullkominn píramídi, lætur engan ósnortinn. Verslun og verkstæði – íslenskt handverk Pálmi, sem er iðnhönnuður að mennt, hannar og framleiðir gjafavörur, minjagripi og módel- Gautavík við Berufjörð er forn verslunarstaður. Hjónin og frumkvöðlarnir í Gautavík, Oddný Anna Björnsdóttir og Pálmi Einarsson. B�rinn Gautav�� � Berufirði. Myndir / Úr einkasafni Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.