Bændablaðið - 24.06.2021, Page 33

Bændablaðið - 24.06.2021, Page 33
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. júní 2021 33 MASSEY FERGUSON 8S | 205-265 HP Austurvegur 69 - 800 Selfoss Sími 480 0080 buvelar.isis a global brand of AGCO Corporation. Markaðsstofa Suðurlands, Árborgar og Ölfuss: Búið að opna Vitaleiðina þar sem gengið er framhjá þremur vitum „ Vitaleiðin“ svonefnda var formlega opnuð laugardaginn 12. júní með borðaklippingu en um er að ræða verkefni á vegum Markaðsstofu Suður lands í sam- star fi við sveitar félögin Árborg og Ölfus. Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita, sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni en það er Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin er tæplega 50 km leið sem liggur frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri. Leiðin býður upp á f jöl- breyttan ferðamáta meðfram strandlínunni, heimsóknir inn í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, auk vitanna þriggja. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á leiðinni eins og sundlaugar, kajakróður, hestaleigur, hesthúsa- heimsóknir, söfn, gallerí, rib-bátar og fjórhjól svo að dæmi séu nefnd. Veitingastaðir eru í öllum þorpun- um. /MHH Vitaleiðin er skemmtileg gönguleið á milli þriggja vita við suðurströndina. Mynd / Markaðsstofa Suðurlands ÍSLAND ER LAND ÞITT Samtök sunnlenskra sveitarfélaga: Landsbyggðin.is verður nýr vefur á vegum samtakanna Landsbyggðin.is er vefur, sem Samtök sunnlenskra sveitar fé- laga (SASS) vinnur nú að að setja upp, en fjórar millj ónir fengust í styrk vegna verkefnisins. „ Landsbyggðin.is hefur það markmið að verða vandað vefsvæði sem kynnir tækifæri og auðlindir á Suðurlandi, veitir frumkvöðlum innblástur og leiðbeinir um vist- kerfi nýsköpunar. Markmiðið er að fjölga nýsköpunarverkefnum og efla klasauppbyggingu á lands- byggðinni með öflugri ímyndar- sköpun og aðgengilegu stuðnings- neti. Ávinning hafa frumkvöðlar og nýsköpunarfyrirtæki, fjárfestar sem og eigendur og umsjónar- menn auðlinda. Unnt er að yfirfæra verkefnið á alla landsbyggðina í framtíðinni, í samstarfi við önnur landshlutasamtök,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS. Þróunarsvið SASS mun sjá um verkefnið og leiða það í samstarfi við samstarfsaðila s.s. þekkingar- setur á Suðurlandi og aðra hagaðila í landshlutanum. /MHH HÁ verslun ehf tók við umboði Husqvarna byggingavörum á Íslandi þann 11. júní. • Steinsagir • Kjarnaborvélar • Jarðvegsþjöppur • Sagarblöð • Kjarnaborar Víkurhvarfi 4 203 Kópavogur Opið mán. - fös. kl. 8-17. S. 588-0028 haverslun.is Husqvarna Construction Products Þjónustuverkstæði og varahlutir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.