Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í loftslags- málum stendur Ísland sig illa. Engin kerfi eru ósnertan- leg og það á líka við um dóms- kerfið. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Allt frá því að Rauðsokkahreyfingin smyglaði sér inn í 1. maí gönguna með slagorðið „Manneskja ekki markaðsvara!“ fyrir rúmri hálfri öld, hefur sókn kvenna til frelsis hér á landi verið óstöðvandi. Kvennaframboðið og Kvennalistinn breyttu leik- reglum stjórnmálanna á níunda áratugnum og færðu umræðuna inn í nútímann. Það var tími til kominn. Nauðganir, sifjaspell og heimilisofbeldi höfðu ekki verið nefnd upphátt á Alþingi fyrir þann tíma. Nýjar hugmyndir um náttúruvernd, stofnun umhverfis- ráðuneytis, sjálfbærni og gildi ósnortinna víðerna voru settar á dagskrá stjórnmálanna af Kvennalista- konum. Baráttan fyrir réttindum hinsegin fólks var borin uppi af konum úr Kvennalistanum, sem síðar gengu til liðs við Samfylkinguna. Ómetanleg barátta Samtakanna '78 hefur fært okkur betra samfélag þar sem hinseginleikanum er fagnað. En baráttunni er ekki lokið þótt margt hafi áunnist. Okkur ber til að mynda að styðja kynsegin fólk sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar og það gerir Samfylkingin sannarlega. Hvers vegna rifja ég þetta upp hér? Vegna þess að allt sem hér er upptalið er hluti af arfleifð Samfylking- arinnar. Arfleifð og baráttumál sem ég er stoltari af en flestu öðru í stefnu míns góða flokks. Það er sem betur fer langt síðan að jafnréttisbaráttan færðist af jaðri stjórnmálanna og mér þætti gaman að heyra frá þeim frambjóðenda sem segðist ekki styðja fullt jafnrétti kynjanna í samfélaginu. Misréttið í samfélaginu tekur á sig margar myndir. Kynferðisofbeldi er ein sú ljótasta og sú sem hefur mestar langtímaafleiðingar. Það er ólíðandi að þol- endur kynferðisofbeldis skuli þurfa að fara til Mann- réttindadómstóls Evrópu til að leita réttlætis sem ekki fékkst fyrir íslenskum dómstólum. Engin kerfi eru ósnertanleg og það á líka við um dómskerfið. Þar er umbóta þörf og stóraukins stuðnings við þolendur ofbeldisbrota. Samfylkingin strengir þess heit að vera áfram sem hingað til í fararbroddi í mannréttinda- og jafnréttis- baráttunni hér heima og á alþjóðavettvangi. Þannig gerum við lífið betra. n Jafnréttið af jaðrinum Þórunn Svein- bjarnardóttir leiðir lista Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Það er umhugsunarefni fyrir Vinstri græn, sem leitt hafa ríkisstjórn á kjörtímabilinu sem senn er á enda, að enn er Ísland sú þjóð innan Evrópska efnahagssvæðisins sem mengar mest. Raunar er þetta áhyggjuefni fyrir umhverfis- sinna í hvaða flokki sem er, en kemur þó kannski verst við kaunin á fyrrgreindum flokki sakir stöðu hans í landsmálum. Heildarlosunin á gróðurhúsalofttegundum á Íslandi á kjörtímabilinu hefur verið fimm sinnum meiri en meðallosunin í ríkjum Evrópu- sambandsins og rösklega tvöfalt meiri en í Lúxemborg, þar sem losunin er næstmest miðað við höfðatölu. Veldur hér mestu vaxandi flugrekstur og skipaflutningar á undanliðnum áratug, en heima fyrir standa landsmenn sig líka verr í þessum efnum en gengur og gerist í löndunum í kring. Losun á hvern einstakling frá íslenskum heimilum hefur verið meiri en hjá hinum Norðurlöndunum, en skýringarinnar er einkum að leita í vinsældum einkabílsins hér á landi. Allt ber hér að sama brunni. Í loftslagsmálum stendur Ísland sig illa. Og hvað hefur einmitt verið gert í þessum málaflokki á kjörtímabilinu? Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hafi uppfært loftslagsmarkmið sín og boði nú 55 prósenta samdrátt í losuninni fyrir árið 2030. En annað er að heyra úr hljóðneman- um. Jafnt forsætisráðherra og umhverfisráðherra hafa sagt í viðtölum við fjölmiðla að samdráttur- inn á þessum tíma verði nær 40 prósentum. Á sama tíma hafa einstök Evrópuríki sett sér mun metnaðarfyllri markmið en íslensk stjórn- völd. Noregur stefnir á 55 prósenta minni losun fyrir 2030, Svíþjóð stefnir á 63 prósenta minni losun fyrir þann tíma og Danmörk 70 prósenta. Svo virðist sem á Íslandi eigi að athuga málið. n Mengum mest Karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefur staðið í stórræðum á síðustu dögum og vikum – í tvenn- um skilningi, jafnt úti á leikvellinum þar sem leikreglur eru skýrar, en einnig utan vallar þar sem vegið hefur verið að liðsmönnum í haturs- fullri orðræðu á víðavangi. Hér verður að staldra við. Það þarf nefnilega að virða bæði mörkin. Þau verða að vera jafn skýr. Í kynferðisbrotamálum skilum við skömminni til gerandans og tölum út um vandann, en höfnum þögguninni. En við skulum ekki alhæfa um alla landsliðsmenn okkar af því að það kann að henta umræðunni nú um stundir. Þar verðum við líka að virða mörkin. n Bæði mörkin ser@frettabladid.is Falin pólitík Stjórnmálabaráttan fer þessa dagana fram á fésbók. Það er varla að frambjóðendurnir hitti mann og annan. Fundunum er ýmist streymt, ellegar að þeir eru súmaðir og tímaðir eins og það heitir á seinni tíma íslensku. Fyrir vikið fer lítið fyrir has- arnum á opnum fundum þar sem Íslendingar með þingmanninn í maganum safnast saman og fara háðuglegum orðum hver um annan, milli þess sem troðnar eru illsakir við furðufuglana úti í sal. Núna hittast menn ekki nema inni á fámennustu kosningaskrif- stofum sem sögur fara af í stjórn- málasögunni, einmitt til að skrifa eitthvað um sig á fésbók, eitthvað fallegt og vinsamlegt, í þeirri einu von að einhverjum líki við það … Næsta stjórn Miðað við skoðanakannanir síðustu vikna virðast þrír mögu- leikar vera á næstu ríkisstjórn, Katrín Jakobsdóttir haldi áfram með sína stjórn, að miðjustjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taki við í samstarfi við Pírata, Samfó og Viðreisn, ellegar að hreinræktuð vinstristjórn haldi um stjórnartaumana á næstu árum með aðkomu Sósíalista, Vinstri grænna, Pírata, Samfó og Flokks fólksins. Og svo það sé bara sagt, þá væri það óskastaða fréttamanna að maður að nafni Gunnar Smári leiddi þá stjórn, en gúrkuleysið yrði þá algert … n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.