Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 15
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson var á miklum villigötum í Fréttablaðinu í vikunni þegar hann hélt því fram að baráttan gegn opnu sjókvíaeldi á laxi snúist um að vell- auðugir stangveiðimenn óttist að eldið skaði sportið þeirra. Góð grundvallarregla í blaða- mennsku, sem við Gunnar Smári höfum báðir langa reynslu af, er að setja ekki eitthvað á prent sem maður telur að sé rétt, heldur það sem maður veit að er rétt. Og þá er nauðsynlegt að þekkja söguna og kunna skil á staðreyndum um umfjöllunarefnið, frekar en að láta eigin sýn ráða ferðinni. Og staðreyndin er sú að tekjur af stangveiði eru ein meginstoð land- búnaðar á Íslandi. Þegar landið er tekið í heild eru tekjur af stangveiði 28 prósent af hagnaði og launa- kostnaði í landbúnaði. Veiðihlunn- indi eru sem sagt ein af grunn- stoðum tilveru bændafjölskyldna um land allt. Án þessara tekna þyrfti fjöldi bænda að bregða búi. Á Vesturlandi eru tekjur af stangveiði 69% af hagnaði og launakostnaði í landbúnaði og á Austurlandi er hlutfallið 34 prósent. Þessar tölur koma úr skýrslu sem Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands gerið 2018. „Vellauðugu stangveiðimenn- irnir“ hans Gunnars Smára, eru sem sagt eins og bestu mjólkurkýrnar í f jósinu. Bændafjölskyldurnar mjólka stangveiðifólkið rétt eins og kýrnar. Og arðurinn af ám með veiði- hlunnindi dreifist með óvenju lýð- ræðislegum hætti, vegna framsýnna laga sem voru sett fyrir um 90 árum. Lögum samkvæmt skulu eigendur bújarða hafa samvinnufélög um skipulag veiða til að tryggja vöxt og viðgang villtra stofna og sjálf bæra nýtingu þeirra á viðkomandi veiði- svæði. Þessi samvinnufélög dreifa svo tekjunum til bænda. Jarðeigendur mega ekki selja veiðirétt frá jörð. Hann er bundinn henni svo lengi sem áin rennur þar um og færir eigendum sínum verð- mæti á meðan villtir laxastofnar þrífast þar. Heimili á Íslandi sem fá tekjur af villtum laxa- og silungsstofnum eru um 3.400 talsins. Þau eiga ekki skilið þessar köldu kveðjur Gunnars Smára, né heldur lífríki og umhverfi landsins sem sjókvíaeldið skaðar. n Að þekkja söguna Jón Kaldal félagi í Íslenska náttúruverndar- sjóðnum. Þessi fleygu orð J. Welsh komu upp í huga minn þegar ég frétti að Dagur B. Eggertsson og hans fólk stæði í málaferlum við dreng með Downs heilkenni vegna þess að hann leitaði réttar síns og vann mál gegn borg- inni í héraðsdómi. Málið tengdist búsetumálum fatlaðra og drengn- um voru dæmdar miskabætur. Í stað þess að lúta dómnum og nýta hann til góðra verka, áfrýjaði borgin til Landsréttar! Það er freistandi að velta því fyrir sér hvað fólki gengur til þegar það bregst svona við. Það er að vísu stór- varasamt að velta sér upp úr því hvað gengur á í hausnum á fólki, en ég ætla að láta það eftir mér í þetta sinn. 1. Veit borgin ekki hve illa hún hefur farið að ráði sínu gagnvart fötluðu fólki? Finnst henni að með þess- um dómi sé ómaklega að henni vegið? 2. Er þetta kannski heimska eins og: „af því bara … af því ég hef rétt á því“? 3. Er ef til vill hefð fyrir því að áfrýja öllum dómum sem eru borginni í óhag – umhugsunarlaust? 4. Getur verið að þetta séu viðbrögð unglingsins sem er staðinn að verki og hefur ekki lært að axla ábyrgð á gjörðum sínum og stekkur þess vegna í vörn? 5. Er möguleiki að þetta sé hrein mannvonska og fordómar í garð fatlaðra? Er hugsanlegt að borg- inni þykir bara allt í lagi að draga fatlað fólk á asnaeyrunum og bjóða því upp á óbærilega óvissu árum og áratugum saman? 6. Getur verið að borgin sé hrædd við hugsanlega uppreisn fatlaðra? Heldur borgin að ef hún grípi ekki til varna, muni her fatlaðra rísa upp og krefjast réttar síns? 7. Snýst þetta um peninga? Óttast borgin að þurfa að greiða fleirum miskabætur? 8. Er borgin kannski að vinna sér inn tíma? Tíma til að hnoða saman reglum sem gætu haft áhrif á niðurstöðu Landsréttar? 9. Er þetta sært stolt? Er borgin spæld yfir að hafa tapað málinu? 10. Getur verið að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafi bara enga sómakennd? Hvernig sem á það er litið eru viðbrögð borgarinnar til skammar. Við sem þekkjum til þessara mála vitum og höfum lengi vitað, að búsetumál fatlaðra eru í klessu og verklagið við úthlutun ömurlegt. Við höfum líka lengi vitað leyndarmálið sem nú hefur verið afhjúpað, eða það að „biðlistar“ eftir búsetu er kjaftæði. Það eru engir biðlistar, bara biðhít. Það er ágætt heilræðið sem segir að sé maður kominn ofan í holu þá sé rétt að hætta að grafa. Það á vel við hér. Borgin er í djúpri holu og heldur áfram að grafa. Með því að áfrýja dómi héraðsdóms hefur hún grafið sig enn dýpra og hugsanlega sína eigin gröf. n Hefur þú enga sómakennd? Ásta Kristrún Ólafsdóttir foreldri, sálfræðingur og kennari. Hvernig sem á það er litið eru viðbrögð borgarinnar til skammar. FIMMTUDAGUR 9. september 2021 Skoðun 15

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.