Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 38
- heimur fágaðra möguleika www.modern.is FAXAFEN 10 · 108 REYKJAVÍK · 534 7777 - ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR AF PÖNTUNUM SVO ÞÚ FÁIR HÚSGÖGNIN ÖRUGGLEGA HEIM FYRIR JÓLIN 7. - 16. SEPTEMBER Drottningin sem kunni allt nema… er bráðfjörug og skemmtileg bók eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring. Rán hefur gert bókarkápur fyrir ýmsar bækur Gunnars en þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna saman að sögu, en auk þess er Rán höfundur myndanna. „Gunna hafði lengi langað til að skrifa myndabók og sendi mér langan texta sem var eins og deig sem ég fékk að hnoða að vild. Ég tók ýmislegt úr textanum og bætti ein­ hverju við, enda óþarfi að tvítaka hluti bæði í orðum og myndum. Við ræddum saman um söguna og samstarf okkar var samkrull af hug­ myndum. Þegar ég var búin að tæta í textann hans Gunna þá runnu samt á mig tvær grímur og ég vissi ekki alveg hvernig Gunni myndi taka því. Svo varð það ekkert mál,“ segir Rán. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir því af því þetta var allt rétt og stýrt af löngun til að gera betur,“ segir Gunnar. Leitin að ástinni Af hverju gera myndasöguævintýri um drottningu? „Ég hugsaði um þetta í mörg ár. Mamma klikk átti til dæmis að vera stutt bók en það hefur reynst mér ofviða að skrifa stuttan texta. Þegar ég sendi hand­ ritið til Ránar fannst mér það vera mjög stutt en Rán stytti það enn meir,“ segir Gunnar. „Drottningin er þarna vegna þess að ég held að foreldrar séu í augum barna sinna kóngur og drottning. Hugmyndin um að mamma og pabbi geti ekki eitthvað er mjög fjarri litlum börn­ um.“ Þau segja að Elísabet II. Eng­ landsdrottning sé fyrirmyndin að Bambalínu drottningu, sem virðist kunna allt. „Ég sá Elísabetu í sjón­ varpinu gera við jeppa og eftir að við byrjuðum að vinna bókina keyrði Filippus drottningarmaður á og það varð til þess að umferðar­ óhapp var látið gerast í bókinni,“ segir Gunnar. Ýmisleg t ger ist í my ndum bókarinnar sem ekki er sagt frá í textanum sjálfum. „Við vorum að reyna að gera fyndna spennusögu með undirliggjandi ástarsögu á 32 blaðsíðum. Það er höfuðverkur að ná því í fáum setningum á fáum blaðsíðum. Það var til dæmis ástar­ saga í textanum en núna er hún sögð í myndunum. Það þarf að leita að henni en hún er þarna,“ segir Gunnar. Englandsdrottning er fyrirmyndin Rán og Gunnar unnu saman að bók um Bamba­ línu drottningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Bókin segir frá hinni ákveðnu og ráðagóðu Bambalínu drottningu sem virðist kunna allt. Það er samt eitt sem hún á eftir að læra. Doktorsgráða Gunna Undir lok bókar kemur í ljós hvað það er sem hin vaska drottning kann ekki – en það er nokkuð sem allir fullorðnir eiga að kunna og börn verða að læra. Er ekki klósett­ húmor þarna á ferð? spyr blaða­ maður og Rán svarar að bragði: „Gunni er með meistara­ og dokt­ orsgráðu í prumpubröndurum og veit hvað börnum finnst fyndið.“ Hún bætir við: „Annars kom Lóa Hlín (Hjálmtýsdóttir) á vinnu­ stofuna mína þegar ég var að vinna í teikningunum. Ég fór að viðra brandarann við hana. Hún sagði þá að sér þætti ferðalag bókarinnar, og bóka almennt, skipta mestu máli. Þessi orð hennar gjörbreyttu því hvernig ég hugsaði um söguna og bókina. Drottningin fer í heilmikið ferðalag þar sem mjög margt gerist.“ Þau segja að bókin hafi upp­ haflega verið hugsuð fyrir börn á aldrinum þriggja til fimm ára en í ljós hafi komið að hún henti einnig eldri hópum. „Ég sagði á Facebook að bókin væri fyrir þriggja til tíu ára og tuttugu og þriggja til hundrað og þriggja ára,“ segir Gunnar. „Ég fékk svar frá einum sem sagði: Mér fannst þetta geðveikt og ég er tutt­ ugu og tveggja!“ ■ Við vorum að reyna að gera fyndna spennu- sögu með undirliggj- andi ástarsögu á 32 blaðsíðum. Gunnar Helgason. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Tónleikaröðin Jazz í hádeginu hefur göngu sína á ný. Að þessu sinni ætla þeir Mikael Máni Ásmundsson og Leifur Gunnarsson að bjóða upp á efnisskrá tileinkaða goðsögninni Miles Davis. Tónleikarnir verða í Borgarbóka­ safninu Grófinni, í dag, fimmtu­ daginn 9. september, kl. 12.15­13.00. Í Borgarbókasafninu Gerðubergi, föstudaginn 10. september kl. 12.15­ 13.00 og Borgarbókasafninu Spöng­ inni, laugardaginn 11. september kl. 13.15­14.00. ■ Miles á 10 strengi Mikael Máni gítarleikari. Tónleikarnir verða í Borgarbókasafninu, Grófinni, í dag. 22 Menning 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 9. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.