Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 42
98% Á Rotten Tomatoes þykir Shang-Chi brak- andi fersk með 98% og toppar jafnvel hápunkt Batman þríleiks Christophers Nolan, The Dark Knight, sem komst í 94%. Kúng-fú kempan Shang-Chi hefur hingað til ekki talist til þekktustu ofurhetja Marvel myndasögurisans, en staða hans mun líklega breytast varanlega í kjölfar gríðarlegra vinsælda Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings, sem bæði áhorfendur og gagn- rýnendur hafa tekið opnum örmum. toti@frettabladid.is Myndasögurisinn Marvel byggði stórsókn sína inn á kvikmynda- markaðinn á minna þekktum eða hálfgleymdum ofurhetjum úr per- sónugalleríi sínu, með mögnuðum árangri. Iron Man hafði þannig ekki þótt líklegur til stórræðanna þangað til Marvel veðjaði á hann með sam- nefndri mynd 2008 þegar ballið byrjaði. Þrettán árum síðar er Mar- vel enn að tefla fram persónum úr B-flokki með undraverðum árangri. Þannig hefur bardagalistamaður- inn Shang-Chi hingað til ekki verið meðal nafntoguðustu hasarhetj- anna á síðum Marvel-blaðanna, en hefur gert stormandi lukku og sleg- ið met í allar áttir frá frumsýningu í Bandaríkjunum á föstudaginn. Járnið hamrað Marvel-hraðlestin hefur verið á óslitinni sigurgöngu síðan kvik- myndarmur myndasögurisans teygði sig á hvíta tjaldið með Iron Man og í kjölfarið röðuðust ryk- fallin hugarfóstur hasarblaðahug- myndafræðingsins Stan Lee í bíó. Ýmist í eigin myndum: Captain America, The Hulk, Thor, The Black Panther, Ant-Man, Doctor Strange, eða sameinuð undir merkjum Guardians of the Galaxy og síðast en alls ekki síst The Avengers, sem unnu sig beint upp í úrvalsdeild þar sem liðið lauk keppni 2019 með Avengers: Endgame. Þá var allt klárt fyrir fjórða fasa heimsyfirráða Marvel og þegar Covid-þokunni slotaði aðeins fyrr í sumar reið Scarlett Johansson á vaðið, þegar hún endurtók rullu sína sem Black Widow enn eina ferðina, þegar persónan fékk loks að njóta sín í sinni eigin mynd. Hvítu karlarnir á bekknum Með Black Widow braut vopnfimi leigumorðinginn og Hefnandinn Natasha Romanoff hnausþykkt glerþak hjá Marvel, þar sem myndin var sú fyrsta sem hverfðist um og hvíldi á herðum kvenhetju. Og nú kemur Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings lóðbeint í kjölfarið og markar þau tímamót að með henni er asísk ofurhetja í forgrunni í fyrsta skipti. En tæpast það síðasta þar sem sláandi vinsældir Shang-Chi eru líklegar til þess að opna augu Disney fyrir því að f leiri en hvítir karlar dugi til þess að halda fok- dýrum hasarmyndum gangandi. Jafnvel þótt þessi bransi þjáist enn af þröngsýni er engin hætta á öðru en að Marvel og Disney fagni fjöl- breytninni og kjósi jafnrétti með buddunni. Bjargvættur bíóanna Marvel er einn angi Disney-veldis- ins sem í sóttkvíðakasti ákvað að frumsýna Black Widow samtímis í kvikmyndahúsum og í streymi á Disney+ gegn tæplega 4.000 króna, eða 30 dollara, aðgangseyri. Ákvörðun sem ætlar að draga ýmsa dilka á eftir sér. Ekki síst í harðvít- ugri kjaradeilu við aðalstjörnuna, Scarlett Johansson. Þá hafa kvikmyndahúsaeigendur lýst megnri óánægju með tilraunir framleiðanda með frumsýningar samtímis í bíó og streymi, enda framtíð kvikmyndahúsa í upp- námi eftir faraldurinn, þannig að þau mega ekki við frekari búsifjum. Shang-Chi er enn sem komið er aðeins sýnd í kvikmyndahúsum og þaðan er horft til myndarinnar von- araugum eftir að hún fór langt fram úr væntingum og rakaði saman 83,5 milljónum dollara á fjögurra daga frumsýningarhelginni. Innkoma Shang-Chi fyrstu þrjá bíódagana kom henni í þriðja sæti tekjuhæstu bíómynda faraldursins, þar sem hún er rétt á hæla Black Widow sem vitaskuld fékk net- aðsóknina í forgjöf. Slagkrafturinn í Shang-Chi er þannig talinn geta orðið til þess að Disney láti streymistilraunum sínum lokið með Black Widow og næsta Marvel-myndin, The Etern- als, muni feta einstefnubraut Shang- Chi í bíó. Fjandskapast við Fu Manchu Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings segir frá ævintýrum og hremmingum uppgjafa leigumorð- ingjans Shang-Chi, sem neyðist til þess að gera upp við arf leið sína, illan föður og umfangsmikil glæpa- samtök hans. Persónan er hugarfóstur mynda- söguhöfundarins Steve Englehart og teiknarans Jim Starlin og birtist fyrst í myndasögublaðinu Marvel Special Edition #15 í desember 1973. Shang-Chi skaut upp kollinum af og til í Marvel-blöðum í framhald- inu og endaði með að fá sína eigin myndasöguseríu, þar sem hann sýndi lygilega færni sína í alls kyns asískum bardagalistum þar sem hann djöflaðist ýmist tómhentur eða vopnaður í hasarblöðum sem kennd voru við Master of Kung Fu. Ættbogi Shang-Chi er goðsagna- kenndur, en hann var í upphafi óþekktur sonur meistarakrimmans Dr. Fu Manchu og saga hans spunn- in út frá bókum rithöfundarins Sax Rohmer um doktorinn illa. Seinna meir tónaði Marvel þessi ættar- tengsl niður, eftir að fyrirtækið missti útgáfuréttinn á myndasög- unum um Dr. Fu Manchu, þannig að faðir Sang-Chi varð að lokum Zheng Zu. Föðurómyndinni Zheng Zu hefur síðan verið skipt út fyrir Xu Wenwu, sjálfan Mandaríninn, í bíómynd- inni þar sem þessi sígildi Marvel- skúrkur og fjandvinur Iron Man, velgir Sang-Chi undir uggum. Brakandi fersk Kínversk-kanadíski leikarinn Simu Liu leikur Shang-Chi og Tony Leung túlkar Xu Wenwu. Þá láta Awkwa- fina, Ben Kingsley og Michelle Yeoh einnig að sér kveða í myndinni sem Destin Daniel Cretton leikstýrir, en hann er þekktastur fyrir Just Mercy með Michael B. Jordan og Jamie Foxx í aðalhlutverkum. Þessi vaski hópur má vel við una því eins og staðan er viku eftir frum- sýningu er Shang-Chi and the Leg- end of the Ten Rings besta mynda- sögubíómynd allra tíma, samkvæmt dómasafni vefsins Rotten Tomatoes. com. Þar þykir Shang-Chi brakandi fersk með 98% og toppar jafnvel hápunkt Batman þríleiks Christop- hers Nolan, The Dark Knight, sem komst í 94%. Áhorfenda einkunn Shang-Chi er örlítið lægri þar sem hún stendur í 92% á meðan til dæmis Black Panther rokkar í 96% og fyrsta Iron Man myndin nær 94%. Þessum tölum er vitaskuld slengt fram með þeim fyrirvara að þær geta breyst eftir því sem dómum um myndina fjölgar og fleiri áhorf- endur láta álit sitt í ljós. Það breytir því ekki að Shang-Chi fer af stað með látum og svo miklum glæsibrag að ný rís sól í austri yfir kvikmynda- húsum víða um lönd. n Marvel í ferskum kúng fú fæting Bardagakappinn Shang-Chi hefur hingað til ekki komist í fremstu röð ofurhetja Marvel og helst verið þekktur meðal innvígðra og innmúraðra myndasögunörda. Það er heldur betur að breytast með bombunni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings. MYND/DISNEY Marvel stökk á bardagalistaæðið sem gaus upp í Bandaríkjunum upp úr 1970 með Sang-Chi og skyldleiki persónunnar við leikarann og karate- goðsögnina Bruce Lee dylst fáum. MYND/MARVEL FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is FYRIRTÆKJAGJAFIR Veglegt sérblað um jólagjafir til starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækja kemur út 8. október n.k. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í mes lesna dagbl ði landsins. 26 Lífið 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.