Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 30
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Hollenskt sprotafyrir- tæki hefur þróað aðferð til að rækta ekta dýrafeld úr frumum á rannsóknarstofu. Aðferðin gerir það mögulegt að búa til föt úr loðfeldum án þess að slátra dýrum og er umhverfisvænni en hefð- bundin framleiðsla. Um þessar mundir er mikil áhersla lögð á umhverfismál og dýra- vernd í tískuiðnaðinum og mörg fyrirtæki eru að reyna að nýta ný og umhverfisvænni hráefni til að framleiða vörur sínar. Það hefur hins vegar reynst erfitt að finna staðgengil fyrir loðfeldi sem býður upp á sömu gæði og ekta feldur, en hollenska sprotafyrirtækið Geneus Biotech er að reyna að breyta þessu með frumuræktun. Hugmyndin er að rækta ekta feld á rannsóknar- stofu án þess að dýr komi nokkuð nálægt framleiðsluferlinu og aðferðir fyrirtækisins hafa vakið athygli í fjölmiðlum víða um heim. Geneus Biotech kynnti nýlega nýtt efni sem það kallar Furoid, en vonast er til að það eða annað sam- bærilegt efni geti umbylt loðfelda- framleiðslu heimsins. Fyrirtækið hefur verið í samstarfi við vísinda- menn við Háskólann í Amsterdam síðan á síðasta ári og framleiðir efnið, sem hefur sömu sameinda- uppbyggingu og ekta feldur. Umhverfisvænna og siðlegra Furoid er búið til með sömu aðferðum og er beitt við kjötrækt. Frumum er blandað saman við lífvirk efni og efni sem örva frumu- vöxt og og til verða vefir sem hafa að öllu leyti sömu eiginleika og dýrafeldur. Fyrirtækið þrívíddarprentar svo þessa ræktuðu vefi í lífefni sem er eins og ekta feldur og er jafn hlýtt og endingargott. Allt er þetta gert án þess að slátra einu einasta dýri og þar að auki er þessi framleiðslu- aðferð mun umhverfisvænni en að rækta dýr til að framleiða loðfeldi. Hefðbundin framleiðsla á loð- feldum hefur gríðarlega mikil og neikvæð áhrif á umhverfið, svo ekki sé minnst á siðferðisleg álitamál sem að henni snúa. Það er áætlað að framleiðsla á einu kílói af minkafeldi skapi um 110 kíló af koltvíoxíði og á hverju ári er næstum 100 milljónum dýra slátrað fyrir feld þeirra. Sniðið að þörfum neytenda Geneus Biotech segir að þetta sé ekki bara umhverfisvænna og laust við grimmd, heldur hafi feldur þeirra líka þann kost að vera Rækta dýrafeld úr frumum Geneus Biotech þrívíddar- prentar ræktaða vefi í lífefni, sem er eins og ekta loðfeldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Á þessari mynd má sjá fyrstu frum- gerðina að Furoid þar sem hársekkir festust við jafngildi húðar. MYND/FUROID.COM Það er áætlað að framleiðsla á einu kílói af minkafeldi skapi um 110 kíló af koltvíox- íði og á hverju ári er næstum 100 milljónum dýra slátrað fyrir feld þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY ekki ofnæmisvaldur. Í gegnum frumuræktun er nefnilega hægt að sníða vöruna algjörlega að kröfum hvers og eins og sleppa þannig við ýmsar neikvæðar hliðar. Fyrirtækið segir að Furoid svipi til nýlegra tilrauna fyrirtækja sem stunda frumuræktun til að búa til mat eins og kavíar, foie gras og wagyu-nautakjöt án þess að skaða dýr, svo að fólk þurfi ekki að hafa samviskubit þegar það smakkar eða notar það allra besta. Vilja líka gera ull Geneus Biotech er líka að fram- leiða ull með sömu tækni og feldinn og hefur sótt um einka- leyfi á ferli sínu. Þó að loðfeldir séu meira notaðir í hátískufatnaði er eftirspurnin eftir ull gríðarmikil á heimsvísu og hún er til dæmis notuð í fatnað, teppi, einangrun og bólstrun. Gert er ráð fyrir að verð- mæti heimsmarkaðarins með ull fari yfir 48 milljarða dollara fyrir lok þessa áratugar. Það kunna að vera vaxtartæki- færi í markaðssetningu staðgengils fyrir ull, því afar fá fyrirtæki eru að reyna að framleiða slíka vöru og sérfræðingar segja að þeir sem vilja hasla sér völl á markaðnum fyrir staðgengla vinsælla efna ættu að snúa sér að silki, ull, dún, feldum og fágætum skinnum. Stefna Geneus Biotech rímar við þetta og fyrirtækið leitar nú að frekari fjármögnun til að geta hafið sölu á Furoid. ■ Frumum er blandað saman við lífvirk efni og efni sem örva frumuvöxt og til verða vefir sem hafa að öllu leyti sömu eiginleika og dýrafeldur. borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 Hlátur, grátur og gæsahúð Í þessum fimm stjörnu stórsöngleik leggja leikarar, dansarar og tónlistarmenn allt í sölurnar við leitina að Bubbanum í okkur öllum. Tryggðu þér miða á ógleymanlega upplifun — yfir 18.000 miðar seldir! 6 kynningarblað A L LT 9. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.