Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 26
Berglind Rán Ólafsdóttir hefur mestar áhyggjur af því langtíma atvinnuleysi sem er fyrirséð næstu misseri. Hún vill að passað sé upp á fólkið, því gert kleift að stunda nám og þar sé lögð áhersla á græna nýsköpun. „Þannig getum við nýtt sérstöðu okkar sem land endurnýjan- legrar orku,“ segir Berglind, sem er ánægð með breytingar á funda- menningu og segir sjálfsagt að fólk starfi heima í meira mæli til framtíðar. „Ég tel að úr því sem komið er sé mikilvægt að atvinnulífið reyni að nýta það jákvæða sem hefur komið út úr faraldrinum. Áfallið er risavaxið og atvinnulífið hefur tekið bylmingsþungt högg, en þeir sem geta verða að líta á þetta sem tækifæri til að gera breytingar hjá sér til framtíðar og leggja sín lóð á vogarskálarnar við að tækla loftslagsvána. Þar eru heilmikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna, til dæmis. Það er ekki heillavænlegt að mínu viti að fara aftur í sama farið. Heimurinn hefur ákveðið í sameiningu að við þurfum að verða kolefnishlutlaus árið 2050 og það er líka stórt verkefni. Mögulega, í einhverjum tilvikum, getur þessi faraldur orðið stökk- pallur til þess að þróunin verði hraðari í þá átt,“ segir Berglind Rán, sem er framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Hún segir að rekstur ON hafi ekki farið jafn illa út úr Covid og margra annarra fyrirtækja, vegna eðlis rekstursins. „Við erum í því að framleiða rafmagn og heitt vatn sem hefur þetta samfélagslega mikilvægi. Það byggir meira og minna allt annað á því að þessar grunnþarfir séu til staðar,“ segir Berglind. Vitaskuld hafi þó verið talsverð röskun á starfseminni. Sjálfsagt að vinna heima – til frambúðar „Ég held að mörg fyrirtæki eigi það sameiginlegt með okkur að við áttuðum okkur mjög fljótt á hversu vel fjarfundir virka og forrit á borð við Teams hjálpa okkur í fjarvinnunni. Við höfðum til dæmis nýhafið stefnumótun hjá fyrirtækinu í aðdraganda Covid og ákváðum að halda dampi í því. Við tókum vinnufundi með yfir hundrað manns, stefnumótandi fundi, á Teams, og það gekk betur en maður þorði að vona. Ég er sannfærð um að þetta námskeið í tækni, sem var í rauninni þröngv- að upp á alla landsmenn í faraldr- inum, muni skilja eitthvað eftir sig. Ég vona að fundamenningin breytist til frambúðar og öll vinnu- staðamenning. Þetta þýðir líka að ef þú sinnir þannig starfi og ert með börn eða aðstæður eru þannig að þú vilt frekar vinna heima, þá sé það vel hægt,“ segir Berglind. Hún nefnir einnig ferðalög milli staða, að þau hafi snarminnkað í faraldrinum. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að níu milljónum klukkustunda hefði verið sóað í umferðartafir innan höfuð- borgarinnar í fyrra. „Þetta er líka jákvætt. Við eigum ekki að ferðast að óþörfu. Það sama á við um fundi og ráðstefnur úti í heimi. Nú er boðið upp á allt rafrænt og það mun spara tíma og peninga og um leið hafa minni áhrif á umhverfið ef við hættum að fljúga á stutta fundi og ráðstefnur um allan heim.“ Vill áherslu á græna nýsköpun Mestar áhyggjurnar hefur Berglind af langtímaatvinnuleysi í samfélaginu eftir faraldurinn. „Atvinnuleysi getur haft hræðileg félagsleg og samfélagsleg áhrif. Við þurfum að passa upp á fólkið okkar, gera því kleift að stunda nám – í allri þeirri vinnu er tækifæri til þess að setja fókus á greinar þar sem er hægt að stuðla að minni losun til fram- tíðar. Við þurfum að stuðla að því að hagkerfið fari hratt í átt að hringrásar hagkerfi. Leggja þunga áherslu á nýsköpun og þá sérstaklega græna nýsköpun Þar sem okkar stærstu tækifæri liggja og þar getum við nýtt sérstöðu okkar sem land endurnýjanlegrar orku. Mikilvægast er ekki að setja allt púður í að gera allt eins og það var áður. Frekar að hugsa hvað við getum gert betur og öðruvísi og breyta áherslunum í þá átt.“ ■ Förum ekki í sama gamla farið Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir fjarvinnu komna til að vera. MYND/BIG Ég vona að funda- menning og öll vinnustaðamenning breytist til frambúðar. Það þýðir að ef þú sinnir þannig starfi, ert með börn eða aðstæður eru þannig að ef þú vilt frekar vinna heima, þá sé það vel hægt. Pétur Hafsteinn Pálsson er framkvæmdastjóri Vísis, framsækins sjávarútvegs­ fyrirtækis með höfuð­ stöðvar í Grindavík. Vísir hefur verið meðal þeirra fyrirtækja sem dregið hafa vagn- inn í nýtingu hátækni í fiskvinnslu hér á landi og leggja mikla áherslu á fullnýtingu afurða og ábyrgar veiðar. Hjá Vísi starfa um þrjú hundruð manns. Pétur segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að líta til þeirra tækifæra sem leynast víða, þegar um auðugt land af nátt- úruauðlindum líkt og Ísland er að ræða. Sérstaklega nú þegar skóinn kreppir. Matarframleiðsla sé framtíðin og geti skapað fjölda fjölbreyttra starfa. Sjávarútvegurinn hefur borið sig vel í kjölfar heimsfaraldursins miðað við margar aðrar greinar, þó að veiran hafi leitt til óhagræðis fyrir starfsemi sjávarútvegsfyrir- tækja eins og annarra. „Við höfum haldið okkar starfsemi gangandi, með röskun þó, og skattgreiðslum inn í ríkissjóð sem er mjög mikil- vægt. Það sem ríður á er að halda tekjuflæðinu gangandi svo það verði eitthvað til skiptanna. Nú tekur sjávarútvegurinn að sér það hlutverk að vera mikilvægasta mjólkurkýrin og verður að fá að ganga og halda áfram að greiða skatta, búa til störf og það sem þarf til að halda samfélagi gangandi,“ segir Pétur og segir ljóst að til þess að ná upp fyrri hagsæld í samfélag- inu þurfi að líta til þeirra tækifæra sem hér eru. „Það liggja heilmikil vannýtt tækifæri í framleiðslu matvæla hér á landi og þar hefur sjávarút- vegur vissulega lagt sitt af mörkum. Þróunarstarf er á fullu í þessum fiskvinnslum, sem aftur kallar á mikla vinnu hjá iðnfyrirtækjum og þar fram eftir götunum. Hvað okkur varðar í sjávarútveginum liggja tækifærin í því að gera betur og komast nær endamarkaðnum, þangað sem afurðin er seld. Þannig er hægt að spara allar milliumbúðir og kostnað við milliliði, ef sem mest yrði gert hér heima – frá veiði til vinnslu til endanlegrar söluvöru – svokölluð fullvinnsla.“ Umdeild starfsemi en vel þess virði Pétur segir að ef litið er til heims- framleiðslu á fiski hafi undan- farna áratugi orðið lítil breyting á því sem veiðist af villtum fiski. Vöxturinn sé í eldi. Vissulega sé deilt um sjóeldi sem atvinnugrein. „En það er ekki hægt að líta fram hjá því að við höfum þessa auðlind sem er heita vatnið. Það er risavaxið verkefni að efla fiskeldi og ef ekki í sjó, þá allavega á landi. Ísland er fljótandi eldisstöð sem er vannýtt og ónýtt í heimi þar sem eftirspurn eftir matvælum verður sífellt meiri. Það sem við eigum að gera núna er að kort- leggja þessi risatækifæri sem eru fyrir augunum á okkur: matar- framleiðslu og tækjaframleiðslu til matarframleiðslu. Við erum rík af flottum iðnfyrirtækjum sem gætu gert ótrúlegustu hluti í þessum efnum,“ segir Pétur og undirstrikar að einnig eigi að leggja áherslu á sjóeldi, að uppfylltum ströngum kröfum um umhverfisvernd. „Greinin hefur staðið sig vel í því að minnka olíuneyslu, en umhverfisspor umbúðanna er enn of mikið. Með tækninni sjáum við fram á að geta pakkað vörunni hér heima í endanlegar umbúðir sem svo rata á endamarkaðinn, þar sem varan verður svo keypt, í stað þess að eiga millilendingu annars staðar til þess eins að pakka henni inn upp á nýtt og flytja á enn annan stað. Það sem við eigum eftir að gera er að finna nægilega ódýra leið til að gera landeldi hagkvæmt. Heita vatnið sem hægt er að nota er affall úr húsum landsmanna sem er um 30 til 40 gráður. Við þurfum að finna leið til að hefja uppbygg- ingu sem fyrst. Þá eru okkur engin takmörk sett með nær óendan- legu magni af heitu vatni og fullt af landi. Þetta yrði gríðarlega atvinnuskapandi því afleidd starf- semi í rafmagni, orku og fleiri sér- fræðistörfum myndi óhjákvæmi- lega fylgja. Þarna er okkar sérstaða og þekking. Þangað eigum við að líta, beina menntuninni og aflinu öllu í að byggja þetta upp.“ Massaferðamennskan sé liðin undir lok Svo er það hitt, segir Pétur. „Hvernig ferðamennirnir koma aftur. Ég held að það verði ferða- mennska en ekki massaferða- mennska eins og hér áður. Ég hef fulla trú á því að þessir atburðir muni breyta ferðavenjum fólks. Þessi ferðalög voru orðin alveg súrrealísk, þú gast stokkið til Jap- ans eða Kína eftir mörgum leiðum með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þetta held ég að muni breytast – og talandi um umhverf- ismálin, þá er ljóst það munu allir þurfa að endurskoða hversu mikið f lug er notað almennt til ferða- laga og f lutninga. Það er og verður Íslendingum mjög mikilvægt að almenn sátt sé um umhverfisspor f lugsins.“ Verstu afleiðingu veirunnar fyrir íslenskt samfélag segir Pétur hins vegar án efa vera atvinnuleysið. „Á því þarf að taka. Fyrir utan tekjumissinn getur maður ekki hugsað sér að fá ekki að vakna til einhvers á morgnana. Það er nokkuð sem við eigum aldrei að sætta okkur við að hér festist í sessi eitthvert atvinnuleysisstig að nokkru ráði. Það er versta bölið. Þessu verðum við að ráða bót á.“ ■ Ísland er fljótandi og vannýtt eldisstöð Pétur Hafsteinn Pálsson er fram- kvæmdastjóri Vísis í Grindavík. MYND/BIG 6 9. september 2021 FIMMTUDAGURSAMTÖK ATVINNULÍFSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.