Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 8
ÞAÐ ER L ANDSBANKI NÝRR A TÍMA Fyrirtækið þitt getur stofnað til viðskipta á örfáum mínútum í Landsbankaappinu. Þannig færðu strax betri yfirsýn yfir fjár- mál fyrirtækisins og reksturinn, hvar sem þú ert. Það tekur örfáar mínútur að koma í viðskipti í appinu L ANDSBANKINN. IS Hafsteinn og Karitas Eigendur HAF Studio Eftir hnökra á framboðs- hliðinni í byrjun sumars hefur bílaleigubílum farið ört fjölgandi. thorsteinn@frettabladid.is Eftir að hafa fækkað um 38 prósent frá því þegar mest var í júlí 2018 þar til í maí á þessu ári, hefur bíla- leigubílum fjölgað um 16 prósent frá maí til ágúst. Þetta kemur fram í gögnum sem Samgöngustofa útbjó fyrir Markaðinn. „Það er ánægjulegt að greinin hafi vaknað til lífsins fyrr en menn þorðu að vona í vor,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. Fjöldi bílaleigubíla náði hámarki í júlí 2018 en þá voru þeir 27 þúsund talsins. Í kjölfarið fækkaði þeim jafnt og þétt og í byrjun árs 2020 voru þeir um 23 þúsund talsins. Eftir að kórónuveiran kom til sög- unnar og lamaði ferðaþjónustuna seldu bílaleigur töluverðan hluta af flota sínum. Bílaleigubílum fækkaði úr 22 þúsundum í tæplega 17 þúsund á tímabilinu maí 2020 til maí 2021. Eftir fjölgun í sumar eru þeir nú orðnir 19.500 talsins. Þegar ferðamenn tóku að streyma til landsins af miklum þunga í sumar áttu bílaleigur erfitt með að anna eftirspurninni, sem var meiri en reiknað var með. Einnig voru tafir á afhendingu og framleiðslu á nýjum bílum. Bílaleigubílum hefði mögulega fjölgað hraðar ef ekki hefði verið fyrir tafir í framleiðslu og afhend- ingu vegna Covid-19. „Greinin fór aftur í gang seinni- partinn í júní. Eftirspurnin jókst með stuttum fyrirvara og mun meira en menn höfðu gert ráð fyrir,“ segir Steingrímur. „Það var allt fullbókað í sumar en nú eiga menn lausa bíla.“ Á síðustu mánuðum hafa bíla- leigur bætt töluvert við bílaflotann. Frá því að fjöldi bíla náði lágpunkti í maí – sem fyrr segir voru þeir tæp- lega 17 þúsund talsins – hefur þeim fjölgað um 2.700. Í tilkynningu frá Bílgreinasam- bandinu í gær kom fram að 8.612 nýir fólksbílar hefðu selst það sem af er ári, samanborið við 6.254 á sama tímabili í fyrra. Bílaleigur hafa keypt 3.710 bíla á fyrstu átta mán- uðum ársins samanborið við 1.646 á sama tíma í fyrra – það samsvarar aukningu upp á 125 prósent milli ára – og hafa því keypt um 43 prósent af öllum seldum fólksbílum á árinu. Þá hefur leyfishöfum fyrir bíla- leigurekstur farið fjölgandi það sem af er ári. Þeir eru nú um 100 talsins en voru 86 í lok árs 2020. Steingrímur segist bjartsýnn fyrir veturinn miðað við bókunar- stöðuna, sem hann telur ásættan- lega. „En fyrirvarinn er stuttur, bók- anir berast með einnar til sex vikna fyrirvara, sem veldur því að erfitt er að skipuleggja fram í tímann,“ segir Steingrímur. Sundurliðun á fjölda bílaleigubíla eftir bílaleigum sýnir að Höldur, leyfishafi Europcar á Ísland, er lang- stærsta bílaleigan með rétt tæplega 5 þúsund bíla á sínum snærum. Næst kemur ALP, leyfishafi Avis og Budget, með tæplega 3 þúsund bíla og þriðja stærsta bílaleigan er Bílaleiga Flug- leiða, leyfishafi Hertz, með tæplega 2 þúsund bíla. Samdráttur í komu ferðamanna á síðasta ári kom skýrt fram í ársupp- gjöri stærstu bílaleiganna. Tekjur Hölds, stærstu bílaleigu landsins, drógust saman um 25 pró- sent á milli ára og námu 5,3 millj- örðum króna árið 2020. Bílaleigan tapaði 300 milljónum í fyrra saman- borið við 238 milljóna króna hagnað árið 2019. Tekjur ALP drógust saman um 59 prósent á milli ára og námu 1,8 milljörðum króna árið 2020. ALP tapaði 804 milljónum króna árið 2020, samanborið við 39 milljóna tap árið áður. ■ Bílaleigubílum fjölgar til muna Eftirspurnin jókst með stuttum fyrirvara og mun meira en menn höfðu gert ráð fyrir. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds. Bílaleiga Fjöldi ökutækja í ökutækjaleigu Höldur ehf. 4.997 ALP hf. 2.953 Bílaleiga Flugleiða ehf. 1.942 BLUE Car Rental ehf. 1.518 Bílaleigan Berg ehf. 661 Rent Nordic ehf. 633 Bílaleiga Reykjavíkur ehf. 554 Bílaleigan Geysir ehf. 539 Bílaleiga Kynnisferða ehf. 530 Brimborg ehf. 530 Stærstu bílaleigurnarFjöldi bílaleigubíla 8 Fréttir 9. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 9. september 2021 FIMMTUDAGUR helgivifill@frettabladid.is Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnaráðherra, fundaði með kollega sínum á Írlandi um fyrirhugaðan nýjan fjarskipta- sæstreng og mikilvægi þess að leyf- ismál og annað slíkt gangi vel fyrir sig á Írlandi. „Umræðan á fundinum gaf ekki tilefni til annars en bjart- sýni,“ segir hann. Sigurður Ingi segir að á fund- inum hafi meðal annars komið fram í samtali ráðherranna að Írar og Íslendingar séu að fást við hvort tveggja sambærilegar og ólíkar áskoranir í fjarskiptum, gagnavera- iðnaði og loftslagsmálum sem þeim tengjast. „Fyrir það fyrsta þá búa hlutfalls- lega fleiri í dreifbýli á Írlandi en hér á landi, sem gerir þeirra „Ísland ljóstengt“-verkefni hlutfallslega umfangsmeira en hér á landi. Mik- ill fjöldi stórra gagnavera er þegar á Írlandi og fleiri eru þar á teikniborð- inu. Uppbygging gagnavera hefur farið hægar af stað hér á landi. Þá kom einnig fram að raforkufram- leiðsla fyrir gagnaver á Írlandi er ekki eins græn og hér á landi.“ ■ Liðkar fyrir nýjum sæstreng Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórna- ráðherra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.