Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 40
Rannsóknarstjóri hjá rannsóknar- nefnd samgönguslysa - sjósvið Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) auglýsir laust starf rannsóknarstjóra á sjóslysasviði með starfsstöð í Reykjavík. Hjá nefndinni starfa 7 manns við rannsóknar- og skrifstofustörf. Nefndarmenn ásamt varamönnum og formanni eru 13 talsins . Viðkomandi verður því hluti af öflugu 20 manna teymi Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Teymið vinnur meðal annars að rannsókn og skýrslugerð um samgönguslys. Tilgangur með rannsóknum sjóslysa er að auka og efla öryggi til sjós. Verkefni: Starf rannsóknarstjóra ásamt rannsóknum er að bera ábyrgð á og stýra rannsóknum og skýrslugerð einstakra sjóslysa eða sjóatvika þar með talið vettvangsrannsóknum. Starfsmenn á sjósviði eru tveir og sinnir rannsóknarstjóri einnig bakvöktum. Menntunar og hæfniskröfur: • Hafa lokið námi í skipstjórn og vera handhafi atvinnuskírteinis fyrir ótakmörkuð réttindi. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg. • Gott vald á mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku. • Góða tölvukunnáttu og reynslu af notkun algengustu hug- búnaðarforrita. • Hafa reynslu af sjómennsku á fiskiskipum og flutningaskipum. • Þekkja til reglna og laga sem gilda um öryggi skipa og öryggisbúnaðar þeirra. • Jákvætt viðmót og góða hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að starfa sjálfstætt, sem og í hópi. • Geta stafað við erfiðar aðstæður á slysavettvangi. Frekari upplýsingar um starfið Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum við ríkissjóð. Starfshlutfall er 100%. Umsókn þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. RNSA er stofnun óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraði- lum, ákæruvaldi og dómstólum. Markmið RNSA er að fækka slysum og auka öryggi og skulu rannsóknir eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir slysa og atvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. RNSA starfar samkvæmt ákvæðum laga um rannsókn samgöngus- lysa nr. 18/2013 og reglugerðar nr. 763/2013. Gildi RNSA eru Sjálfstæði – Fagmennska - Öryggi Umsóknarfrestur er til og með: 17. september 2021. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Ágústsson rekstrarstjóri (thorkell.agustsson@rnsa.is). Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2022. Einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið.Umsóknir skal senda til Rannsóknarnefndar samgön- guslysa á netfangið „thorkell.agustsson@rnsa.is „ Starf forstöðumanns Viðskiptafræðistofnunar er laust til umsóknar Laust er til umsóknar fullt starf forstöðumanns við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands. Forstöðumaður stýrir daglegri starfsemi stofnunarinnar og hefur umsjón með MBA námi Viðskiptafræðideildar. Í boði er mjög áhugavert og krefjandi starf fyrir einstakling sem vill leiða stofnunina. Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík +354 525 4000, hi@hi.is, www.hi.is FORSTÖÐUMAÐUR VIÐSKIPTAFRÆÐISTOFNUNAR Erum við að leita að þér? Starfssvið · Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri stofnunarinnar gagnvart stjórn · Framkvæmd ákvarðana stjórnar og þátttaka í stefnumótun · Umsjón með fjármálum og fjárhagsáætlanagerð · Samskipti við nemendur og kennara · Samninga- og áætlanagerð · Samskipti við erlenda samstarfsaðila og vottunaraðila · Ábyrgð á skipulagningu funda og viðburða í samráði við stjórn · Ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum Menntunar- og hæfniskröfur · Meistaragráða á sviði viðskipta eða skyldra greina · Reynsla af stjórnun og stefnumótun · Reynsla af rekstri, áætlanagerð og færni á sviði fjármála · Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur · Reynsla af markaðs- og kynningarmálum er kostur · Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptafærni · Öguð og nákvæm vinnubrögð · Sjálfstæði í starfi, góð skipulagshæfni og frumkvæði · Góð íslensku- og enskukunnátta · Þekking og áhugi á að veita framúrskarandi þjónustu Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2021 Sótt er um á vef Háskóla Íslands eða á starfatorg.is. Nánari upplýsingar veitir: Ásta Dís Óladóttir, stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar á astadis@hi.is og í síma 896 9717. Frekari upplýsingar um starfið Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf skulu fylgja umsókn, en í bréfinu skal koma fram ástæða umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands með stórt og fjölbreytt safn rannsóknarverkefna. Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands er í hópi 300 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education. Viðskiptafræðistofnun heyrir undir Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði. Stofnunin heldur úti öflugu MBA námi ásamt ýmsum fræðslutengdum viðburðum. MBA Fyrirtæki ársins 2021 hagvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.