Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 12
Þetta er fimmta viður-
eign liðanna og hefur
Ísland til þessa unnið
einn leik af fjórum.
12 Íþróttir 4. september 2021 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 4. september 2021 LAUGARDAGUR
Ljóst er að það verður kosin
ný stjórn í KSÍ á næstu vikum,
eftir að fráfarandi stjórn sagði
af sér í vikunni. Fréttablaðið
fékk tvo aðila innan knatt-
spyrnuhreyfingarinnar til að
nefna breytingar sem mætti
skoða hjá næstu stjórn.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Stjórn KSÍ brást við ákalli
samfélagsins um að segja af sér og
boða til ársþings á dögunum, til
þess að hægt væri að kjósa nýja
stjórn. Tilkynnt var í gær að þingið
yrði þann 2. október næstkomandi
og þá yrði fundin tímabundin
stjórn fram að næsta ársþingi sem
er í febrúar.
UEFA staðfesti í gær við vefmiðil-
inn Vísi að fráfarandi stjórn myndi
starfa áfram fram að þinginu í októ-
ber. Í tilkynningunni sem stjórn
KSÍ sendi frá sér í vikunni var tekið
fram mikilvægi þess að vinna fag-
hóps um endurskoðun viðbragða
við kynferðisbrotum og of beldi
innan hreyfingarinnar og hvernig
staðið var og verður að stuðningi
við þolendur verður áfram í for-
gangi.
Degi eftir að Guðni Bergsson,
fyrrverandi formaður KSÍ, hafði
orð á því að sambandinu hefðu
ekki borist ábendingar um of beldi
af hálfu landsliðsmanna fóru þol-
endur að stíga fram og greina frá
sögum sínum. Guðni sagði af sér og
fylgdi stjórnin degi síðar en Klara
Bjartmarz, framkvæmdarstjóri
sambandsins, er komin í tíma-
bundið leyfi frá störfum.
Fréttablaðið hafði samband við
einstaklinga sem hafa verið innan
knattspyrnuhreyfingarinnar und-
anfarin ár og spurði hvað þeir vildu
sjá í næstu stjórn. n
Þarf að þora að viðurkenna vandann
Mótmæli voru fyrir utan húsnæði KSÍ fyrir leik Íslands og Rúmeníu þar sem þess var krafist að Klara Bjartmarz myndi segja upp störfum.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Harpa Þorsteinsdóttir
fyrrverandi landsliðskona
„Það eru tveir punktar sem ég horfi til. Annars vegar mikilvægi þess
að fólk einblíni ekki um of á KSÍ heldur líka á knattspyrnuhreyfing-
una í heild. Það þarf að vera samstaða hjá öllum um stefnuna til
framtíðar. Um leið má huga að kynjahallanum, en það er búin að
vera þróun í gangi til að jafna kynjahlutfallið. Þessi breyting hefur
verið að eiga sér stað, það má ekki gleymast, þó að það megi alltaf
gera betur,“ segir Harpa, aðspurð út í kynjahallann, en fyrr á þessu
ári var tilkynnt að ákveðnu markmiði sambandsins hefði tekist, að
konur væru í 30 prósenta hlutfalli í nefndum á vegum KSÍ.
„Það mikilvægasta er að hafa hæft fólk í þessum stöðum.“
Sævar Pétursson
framkvæmdastjóri KA
„Að mínu mati þarf að fara ofan í saumana á þessum málum öllum
og það er nauðsynlegt að þora að viðurkenna vandamálið sem
virðist hafa verið til staðar í hreyfingunni. Það þarf að setja af stað
eitthvert ferli til að breyta þessum kúltúr. Það hlýtur að vera á sama
tíma krafa að hlutfall kvenna í íþróttahreyfingunni, ekki bara innan
KSÍ, muni aukast. Það er ekkert ákveðið hlutfall en það ætti að
vera krafa um að fá fleiri konur inn í stjórnir og ráð innan íþrótta-
hreyfingarinnar,“ segir Sævar, sem telur einnig mikilvægt að skerpa
á verkferlum þegar kemur að ofbeldismálum.
„Það hlýtur að vera krafa um að skerpa á verkferlunum, hvernig
á að höndla mál eins og komu upp núna og að þeir verði notaðir.
Að þau séu ekki að takast á við sakamál á sinn hátt heldur notast
við verkferla ÍSÍ, í staðinn fyrir að tækla þetta með einhvers konar
þöggun.“
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Þegar undankeppni HM
2022 er að verða hálfnuð er staða
Strákanna okkar í J-riðli ekki
góð, í aðdraganda leiks Íslands og
Norður-Makedóníu. Allt annað en
sigur á sunnudaginn þýðir að vonir
Íslands um að komast á lokakeppni
HM aðra keppnina í röð eru litlar
sem engar fyrir heimsókn Þýska-
lands. Um leið getur Ísland blásið
lífi í veika von um annað sætið, með
sigri og hagstæðum úrslitum annars
staðar.
Það er ekki mikill tími sem gefst
til endurhæfingar frá leiknum gegn
Rúmeníu, en leikurinn á sunnudag
er tæplega sjötíu klukkutímum eftir
að leik Íslands og Rúmeníu lauk á
fimmtudaginn. Það gæti hins vegar
reynst Íslandi vel að andstæðing-
arnir fengu sama tíma milli leikja,
en þurftu þar að auki að ferðast frá
Skopje eftir leik gegn Armeníu á
fimmtudaginn.
Þetta gæti orðið ákveðinn tíma-
mótaleikur hjá tveimur aðilum
íslenska landsliðsins. Nafnarnir
Birkir Bjarnason og Birkir Már
Sævarsson gætu leikið 100. leik sinn
fyrir karlalandsliðið á sunnudaginn
en aðeins Rúnar Kristinsson hefur
náð hundrað leikjum eða meira
fyrir karlalandsliðið. n
Eitt tækifæri til að blása lífi í vonir Íslands í undankeppninni
Birkir, hér fyrir
miðju, leikur lík-
legast 100. leik
sinn fyrir Ísland
á sunnudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Frá mótmælunum fyrir utan Laugar-
dalsvöll á fimmtudaginn.
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnu-
sambandið, FIFA, staðfesti í gær að
sambandið væri með til skoðunar
kynþáttaníðið sem leikmenn urðu
fyrir meðan á leik Englands og Ung-
verjalands stóð í Búdapest í vikunni.
Enska knattspyrnusambandið
óskaði eftir því að Evrópska knatt-
spyrnusambandið, UEFA, gripi til
aðgerða eftir að Raheem Sterling
og Jude Bellingham urðu fyrir kyn-
þáttafordómum á fimmtudaginn.
Stutt er síðan UEFA úrskurðaði að
Ungverjar skyldu leika tvo leiki
fyrir luktum dyrum vegna óláta
stuðningsmanna en það nær ekki
til leikja í undankeppni HM sem er
undir FIFA.
Forsætisráðherra Bretlands, Boris
Johnson, var einn þeirra sem kölluðu
eftir því að Ungverjum yrði refsað
eftir að stuðningsmenn Ungverja-
lands voru með kynþáttaníð í garð
Sterlings og Bellinghams í gær en
utanríkisráðherra Ungverjalands,
Peter Szijjarto, svaraði um hæl að
Bretar hefðu sýnt óvirðingu þegar
þeir bauluðu á þjóðsöng Ítala á
úrslitaleik Evrópumótsins í sumar. n
Kynþáttaníðið
inn á borð FIFA
Sterling svaraði rasistunum með
marki í Búdapest. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Félögin í ensku úrvals-
deildinni í fótbolta karla eyddu
meira en einum milljarði punda í
félagaskiptaglugganum í sumar en
annað árið í röð var minna eytt en
árið áður.
Þetta er í fyrsta sinn síðan árin
2008 til 2010 sem að félögin eyða
minna tvö sumur í röð. Þá er þetta
lægsta upphæð sem ensku úrvals-
deildarfélögin hafa varið í leikmenn
í sumarglugga í sex ár.
Félögin borguðu 150 milljónir
punda á lokadegi félagaskiptaglugg-
ans en þar á meðal voru kaup Man-
chester United á Cristiano Ronaldo
fyrir rúmlega 20 milljónir punda.
Heildarupphæð fyrir leikmenn
í þessum glugga var 1,1 milljarður
punda en hún var 1,3 milljarðar
punda síðasta sumar. n
Minni eyðsla
annað árið í röð