Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 84
Listahátíð sem snýst um plöntur Listahátíðin Plöntutíð fer fram um helgina. Á henni fjallar listafólk um plöntur og náttúruna í verkum sínum. Andrea Vilhjálmsdóttir er stjórnandi hátíðarinnar. Skyrframleiðsla með Hollywood-stjörnum Unnar Helgi Beck hefur lengi verið viðloðandi veitinga geirann. Eftir að heimsfaraldurinn skall á ákvað hann að hugsa í lausnum og fram leiðir nú skyr fyrir Bandaríkja­ markað. Plastlaus september Ásdís Ólafsdóttir er einn forsvars­ manna Plastlauss september. Plastvandinn er mikill og það er mikilvægt að hann verði tekinn föstum tökum. Fallegur hljóðheimur Árlega er klassísk tónlistarveisla sýnd á RÚV sem heitir einfald­ lega Klassíkin okkar. Þar spilar Sinfóníuhljómsveit Íslands stórt hlutverk og fær til sín góða gesti. Þemað í ár er leikhústónlist. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is n Lífið í vikunni 29.08.21 04.09.21 Ég hef ekkert á móti þessu en ég held að þetta bæti engu við það sem þau eru nú þegar. Styður við bakið á þér! Sealy er annar stærsti dýnuframleiðandi í heimi og hefur verið starfandi í 140 ár. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Amerískir dagar Sealy WASHINGTON heilsurúm með classic botni Virkilega vönduð dýna og hentar fólki á öllum aldri. Washington heilsudýnan er með einstaklega vönduðu tvöföldu pokagormakerfi, kantstyrkingum og vandaðri og þægilegri yfir- dýnu Gormakerfinu er skipt upp eftir svæðum þannig að það er með meiri stuðning þar sem við erum þyngri eins og öxlum og mjöðmum. Lítil sem engin hreyfing finnst milli rekkjunauta. Yfirdýnan (topperinn) er samsett úr fjórum lögum og þar á meðal er gel lag (gel infused memory foam) sem lagast algjör- lega að líkamanum og heldur honum í réttri stellingu alla nóttina. Áklæðið utan um dýnuna er silki og bómullarblanda sem andar einstaklega vel sem og gefur extra mýkt. Millistíf dýna. Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á Classic botni. 20% AFSLÁTTUR Amerískir DAGAR Sealy Washington fæst í eftirtöldum stæðum: 160/180/200 x 200 og 192 x 203 cm Verðdæmi 160 x 200 cm m/Classic botni og löppum Fullt verð: 269.900 kr. AD tilboð: 215.920 kr. Dr. Gunni hélt ró sinni þegar hann fylgdist með sænsku hljómsveitinni ABBA boða undur mikil og stórmerki á fimmtudaginn, enda telur hann ólíklegt að ný tónlist, eftir 40 ára hlé, muni bæta einhverju við það sem ABBA er nú þegar. toti@frettabladid.is Gunnar Lárus Hjálmarsson, sjálfur Dr. Gunni, svamlaði á fimmtudag­ inn meðal boðsgesta í Sky Lagoon, þegar ABBA rauf fjörutíu ára þögn með kynningu á nýrri breiðskífu, Voyager, og tveimur nýjum lögum. Voulez-Vous Nígeríubréf? „Ég hef nú alltaf verið alveg á móti öllum „comebökkum“ og þetta kom mér dálítið mikið á óvart. Ég fékk eitthvert boðskort í síðustu viku og hélt að þetta væri eitthvert Nígeríu­ svindl bara,“ segir Dr. Gunni, sem þáði boðið í það sem reynd­ ist síðan vera raunveru­ leg opinberun ABBA, uppákoma sem var sýnd með viðhöfn samtímis á sex stöðum í heiminum. „Þarna voru gestir í Sky Lagoon og þetta var aga­ lega fínt. Maður fór þarna í dýru klefana og fékk handklæði. ABBA­handklæði. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær ABBA­ handklæði,“ segir Gunni og hlær. Engin gullkorn Nýju lögin, I Still Have Faith In You og Don't Shut Me Down, voru frum­ flutt á meðan Gunni og aðrir gestir voru í lóninu. „Það var nú svona frek­ ar leiðinlegt og ekki að mínu skapi,“ segir Gunni um fyrra lagið, enda sé hann ekki mikið fyrir ballöður. Hann er hins vegar öllu jákvæðari í garð Don't Shut Me Down. „Það er skemmtilegt lag að mínu mati. Samt bara eitthvað svona á B­hlið. Ég held að við séum ekkert að fara að fá ein­ hver gullkorn, sko. Eða ég hef enga trú á því. Ég held að þetta sé dálítið bara búið, sko,“ segir doktorinn og hlær. Gott popp Gunni kann hins vegar vel að meta gömlu ABBA­gull­ kornin og nefnir í því sambandi fyrst og fremst Mamma Mia og Lay All Your Love On Me og segist einfaldlega dæma tónlist eftir því hvernig honum líður þegar hann heyrir hana. „Og ef það er gott ABBA­lag þá bara fyllist ég lífsgleði og góðum anda. Þetta er bara rosalega gott popp og vel fram sett af gríðarlegum fag­ mönnum. En ég veit ekki alveg hvað maður á að segja um þetta. Ég hef ekkert á móti þessu en ég held að þetta bæti engu við það sem þau eru nú þegar, en þetta er náttúrlega gott fyrir ein­ hverja sem eru enn þá meiri ABBA­ aðdáendur en ég. Ég er ekkert að fara til London að sjá eitthvert vídeó,“ segir Gunni, með vísan til þess hvernig Agnetha, Björn, Benny og Anni­Frid ætla sér að fylgja Voyager eftir. Dansinn hvín Dansinn hvín nefnilega fyrir alvöru í London á næsta ári, þegar stafræn­ ar heilmyndir stórstjarnanna troða upp á stafrænum tónleikum í raun­ heimum, ásamt tíu manna hljóm­ sveit í sérhannaðri tónleikahöll. Sviðshrey f ingar ABBA hafa undan farið verið fangaðar með hreyfirakningartækni, motion capt­ ure, og andlitum þeirra, eins og þau voru 1979, verður skeytt á síhressa tölvutjúttandi eldri borgarana, sem þannig munu lifna við á sviðinu fyrir svipaða galdra og Gollum í The Lord of the Rings. Gunni segist lítið hafa skilið í útskýringum á þessari tækni og f innur þessu helst hliðstæðu í nýlegri tölvuteiknimynd um Tinna og Kolbein kaftein. ABBA-skíturinn „Þetta eru ekki kjötheimar og er dálítið gervilegt. Þetta er eitthvað skrýtið og ég bara sé ekki að ég muni nenna að fara á heila tónleika með þessu. Ég mundi glaður fara að sjá gamla fólkið, en það er nú kannski ekki hægt að leggja það á einhverja fólksfælna milljarðamæringa að fara að standa í því.“ Gunni á það til að lýsa ABBA sem „þriðja besta bandi í heimi“ á eftir Bítlunum og XTC. „Bítlarnir eru náttúrlega besta hljómsveit í heimi. Það er bara jaðarskoðun að halda einhverju öðru fram og ABBA eru náttúrlega bara við fótskör meistar­ anna. Ég hef nú sagt þetta áður og ég fæ alltaf sama skítinn yfir mig,“ segir Gunni og hlær. „Það er bara gaman. Það er ekkert hægt að rífast um þetta. Þetta er bara smekkur og skoðun.“n ABBA ekki í Nígeríusvindli Dr. Gunni fær alltaf sama skít- inn yfir sig þegar hann hrósar ABBA í hástert og þá er nú ekki ónýtt að eiga svona líka for- láta handklæði eins og honum áskotnaðist í Sky Lagoon. MYND/AÐSEND Stafræn endur- koma Agnethu. 44 Lífið 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.