Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 24
Frægir í framboði Helga Möller Sjálfstæðisflokkurinn, 21. sæti Suðvestur „Ég er Sjálfstæðiskona og hef alla tíð verið,“ segir söngkonan og flugfreyjan Helga Möller. Þetta eru ekki fyrstu kosningarnar sem hennar nafn er á lista, þó hún sé ekki starfandi í grasrót flokksins. „Ég hef alltaf verið pólitísk og fer ekkert leynt með mínar skoðanir,“ segir hún. „Mál aldraðra eru mér hugleikin sem og mál tónlistar og listafólks. Ekki síst í Mosfellsbænum þar sem ég bý. Þá skipta umhverfismálin mig einnig miklu máli.“ Í komandi kosningum segir Helga að menntamálin og heilbrigðismálin verði í öndvegi, í þeim málaflokkum þurfi að spýta í lófana. „Það er gott fólk í öllum flokkum en mér finnst þetta ríkisstjórnarsamstarf hafa tekist mjög vel. Að það geti haldist sátt og samlyndi í svona ólíkum flokkum er mikið þroska- merki,“ segir Helga. „Ég vil sjá þessa stjórn sitja áfram.“ Aðspurð um hvort hún hafi aldrei verið beðin um að semja framboðslag flissar Helga. „Ég sé ekki ástæðu til þess að gera framboðslag.“ Tinna Gunnlaugsdóttir Viðreisn, 7. sæti Reykjavík suður „Ég hef til þessa verið óflokksbundin, en ég er alin upp í anda jafnaðarmennsku,“ segir Tinna Gunn- laugsdóttir, leikkona og fyrrverandi þjóðleikhús- stjóri. „Ég vona að Viðreisn eflist og dafni, en ég geri mér grein fyrir að það er á brattann að sækja.“ Aðspurð segir Tinna menningarpólitík hafa skipt sig miklu, hún hafi í gegnum tíðina beitt sér í þágu lista og skapandi hugsunar og muni áfram gera það. „Íslenskt samfélag hefur allt of lengi verið plagað af sérhyggju og hagsmunavörslu, eða ein- hvers konar innilokunaráráttu, þar sem reynt er að púkka upp á það sjónarmið að við séum í raun best í öllu. Við eigum að opna samfélagið betur, taka á móti hugmyndum og fólki, læra af öðrum og fækka um leið þeim stjórntækjum sem notuð eru til að taka af okkur ráðin. Við sem höfum starfað lengi innan listanna vitum að þar sem mismunandi hug- myndir og reynsla og sýn mætast – verður alltaf til brennipunktur.“ Aldís Schram Sósíalistaflokkurinn, 4. sæti Norðvestur „Í byrjun júlí var ég að velta því fyrir mér hvaða flokk ég ætti að kjósa. Ég las stefnu Sósíalista og varð svo hrifin að ég skráði mig. Síðan fékk ég upphringingu frá slembivalinni kjörnefnd og var spurð hvort ég vildi bjóða mig fram. Ég játti því og örlögin voru ráðin,“ segir lögfræðingurinn Aldís Schram, sem kom þjóð- inni fyrst fyrir sjónir þegar hún sakaði föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, um kynferðisbrot gagnvart börnum. Það eru einmitt þessi mál sem standa Aldísi nærri. „Réttar- bætur fyrir þolendur kynferðis- ofbeldis skipta mig miklu,“ segir Aldís, en það geri stjórnarskrár- málin einnig. „Mér finnst líka mikilvægt að uppræta fátækt og það getum við meðal annars gert með því að gera auðlindir landsins að ævarandi eign þjóðarinnar.“ Aldís segir kosningarnar snúast um val milli óbreytts ástands eða dauða kapítalismans. „Síðan ég var unglingur hef ég velt því fyrir mér hvers vegna þjóðfélagið sé ekki réttlátt. Með samstöðu getum við breytt Íslandi í paradís,“ segir hún. Friðrik Þór Friðriksson Framsóknarflokkurinn, 16. sæti Reykjavík norður „Framsóknarflokkurinn hefur staðið sig vel í stuðningi við kvik- myndagerð. Bjuggu til Kvikmyndasjóð og komu endurgreiðslunni á,“ segir leikstjórinn Friðrik Þór, sem er ekki flokksbundinn en hefur áður setið á lista hjá f lokknum. „Kvikmyndaskólinn er nú að verða að háskóla.“ Áður fyrr var Friðrik lengra til vinstri og var til dæmis mikill her- stöðvaandstæðingur. Aðspurður um kosningarnar í haust segir Friðrik þær aðallega snúast um heilbrigðiskerfið og stjórnarskrána. „Ég hugsa hins vegar fyrst og fremst um kvikmyndagerðina. Að nemendur mínir í Kvikmyndaskólanum fái tækifæri til að gera kvik- myndir,“ segir hann. Elín Björk Jónasdóttir Vinstri græn, 8. sæti Suðvestur Veðurfræðingurinn Elín Björk hefur lengi verið í Vinstri grænum. Hún segist ekki alltaf hafa verið mjög pólitísk en hefur sterkar skoðanir á ákveðn- um málum, einkum mannréttindamálum og umhverfismálum. Í störfum sínum sér hún glöggt áhrif loftslagsbreytinganna. „Ég kann fræðin og hef fylgst með þessu gerast í 22 ár,“ segir Elín. „Ég fagna því að umhverfismálin séu orðin meginstraumsumræðuefni. Einu sinni var litið á þau sem eitthvað róttækt eða jafnvel óþarfa.“ Elín segir stefnuna setta á að Vinstri græn leiði næstu stjórn. Sjálf útilokar hún meiri þátttöku í stjórnmálum, en hún var nýlega kjörin í stjórn flokksins. „Ég er að koma inn af hliðarlínunni.“ Ragnheiður Eiríksdóttir Píratar, 18. sæti Suðvestur Ragga, sem þekktust er fyrir skrif sín um kynlíf, segist lengi hafa kosið Pírata. Með árunum hafi áhuginn á pólitík vaxið og útilokar hún ekki að sækjast eftir hærri metorðum. „Ég hef ekki fundið fyrir vilja hjá öðrum flokk- um til þess að breyta kerfinu,“ segir Ragga, sem starfar sem geðhjúkrunarfræðingur og segir þörf á breytingum. „Það gleymist oft að kerfið er búið til af okkur og við erum þess megnug að breyta því.“ Auk heilbrigðismálanna skipta jafnréttismálin og mál flóttafólks og hælisleitenda Röggu mestu. „Mér finnst kosningar alltaf snúast um að koma íhaldinu sem lengst frá völdum. Í haust þurfum við að stokka pólitíska landslagið upp. Við höfum séð Vinstri græn tapa öllu því sem var vinstri og grænt í þessari stjórn.“ Á framboðslistum stjórnmálaflokkanna má finna fjölbreytta flóru fólks. Þar á meðal fólk sem hefur orðið þekkt fyrir allt annað en stjórnmál. Fréttablaðið tók hús á nokkrum þekktum frambjóðendum, sem eiga kannski ekki von á þingsæti. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is Birgir Þórarinsson (Biggi Veira) Samfylkingin, 5. sæti Reykjavík suður „Ég hef verið virkur í grasrótinni frá því f ljótlega eftir stofnun flokksins,“ segir Biggi, sem Íslending- ar þekkja best úr hljómsveitinni GusGus. „Ég hef verið settur á lista við og við, en núna er ég aðeins ofar en venjulega.“ Hann segir áhugann á pólitík hafa vaxið með aldri, þroska, börnum og húsnæði. „Þegar maður þroskast finnur maður sífellt betur fyrir því að samfélagið er heild sem þarf að vinna saman. Við erum hópdýr og fáum okkar lífsfyllingu með því að gefa af okkur og tilheyra samfélagi,“ segir Biggi, sem er tölvunarfræðingur með viðbótargráðu í hagfræði. „Það hefur angrað mig mikið hvernig nýfrjálshyggjan hefur eitrað huga fólks gagnvart samvinnu og samkennd.“ Í kosningunum er að mati Bigga tækifæri til þess að skipta um kúrs og móta annað samfélag en það sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi keyrt í gegn undan- farna áratugi. „Samfylkingin hefur styrkt sig mikið með nýju fólki og er nútíma hagstjórnarflokkur sem getur haldið utan um stjórnarsamstarf,“ segir hann. „Við viljum ná allavega fjórum inn í Reykjavík, við þurfum Rósu og Jóhann inn á þing.“ Detti Biggi inn sem varaþingmaður á kjörtímabilinu segist hann heldur betur tilbúinn í það. 24 Helgin 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.