Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 22
vera að breytast. „Fyrir um tveimur árum síðan gerðist svolítið merki- legt. Yngra fólk og fjölskyldufólk, á fertugs-, fimmtugs- og sextugs- aldri, fór að f lytja á staðinn sem mér finnst mjög jákvætt,“ segir hann. „Þau spyrja okkur mikið um skólana og allt sem tengist atvinnu- lífinu. Sumt yngra fólkið starfar eða rekur eigið fyrirtæki á Spáni en annað vinnur á Íslandi í gegnum net og síma.“ Aðspurður af hverju Íslendinga- samfélagið á þessum stað hafi vaxið svo hratt umfram aðra á Spáni segir Manuel að líklega hafi munnmæli mest um það að segja. Þjónustan á svæðinu sé góð og verðlag hagstætt og þeir Íslend- ingar sem búi þar séu sáttir. Þetta fréttist heim og vindur upp á sig. Til að mynda hafi margir keypt eignir í bænum Torrevieja, sunnan við Alicanteborg. „Á Alicante er löng hefð og mikil þekking í ferðamennsku. Fyrstu ferðamennirnir komu frá Svíþjóð á sjöunda áratugnum og síðan komu Bretarnir í kjölfarið. Í dag er stað- urinn meðal þriggja mestu ferða- mannastaða Spánar,“ segir Manuel. Hvaða staðir séu vinsælastir hefur breyst með árunum, áður fyrr heimsóttu Íslendingar mikið til Mallorca og Kanaríeyjar en í dag séu Tenerife og Alicante vinsælli. „Íslendingum líður vel á svæðinu og finnst þeir vera velkomnir.“ Fjölbreytt hlutverk Ræðismenn, eða konsúlar, höfðu einkum það hlutverk hér á árum áður að ef la viðskiptasambönd milli landa. Seinna meir fór það hlutverk að mestu leyti til sendi- herranna en ræðismenn fengu f rekar það hlut verk að veita íbúum á ákveðnu svæði þjónustu. Til dæmis hvað varðar opinbera þjónustu gagnvart heimalandinu, neyðarþjónustu og aðstoð ef fólk lendir upp á kant við lögin. „Stór hluti af því sem við gerum er að útvega svokölluð lífsvottorð. Vottorð sem Tryggingastofnun þarf til þess að greiða út bætur fyrir fólk búsett erlendis,“ segir Manuel. „Annað sem við gerum er að sjá um kosningar og það er nóg að gera í því núna.“ Alþingiskosningarnar fara fram 25. september næstkomandi og Íslendingar á Spáni eru duglegir að kjósa utan kjörfundar. Manuel segir hins vegar að það sé neyðarþjónustan sem veiti honum hvað mest. Hún sé kannski ekki sú þjónusta sem er mest áberandi en skipti hins vegar mestu máli. „Neyðarþjónustan er ástæðan fyrir því að mörg af okkur störfum við þetta,“ segir Manuel. „Við- brögðin sem við fáum eru engu lík. En málin sem koma inn á okkar borð eru það ekki heldur.“ Mig langar oft til þess að taka upp tólið og athuga hvernig þeim gengur og hvernig þeim líður. Manuel segir að Íslendingum finnist þeir velkomnir í Alicante. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Árið 2017 var ákveðið að stofna ræðismanns-skrifstofu á Alicante- og Murcia-svæðinu þar sem Íslendingum var farið að fjölga mjög mikið. Í dag er þetta stærsta „Íslendinganýlendan“ þó að fjöldinn sé ekki vitaður með vissu. Spænski hagfræðingurinn Manuel Zerón Sánchez var ráðinn til starfans og hefur einn starfs- mann, Svavar Sigurðarson, sér til halds og trausts á skrifstofunni. „Ég f lutti á svæðið nokkru áður til að stunda viðskipti og kynnt- ist íslenska samfélaginu í gegnum viðskiptafélaga. Samband mitt við Íslendinga jókst og jókst og þess vegna var stungið upp á mér í þetta starf,“ segir Manuel. „Síðan þá hef ég eignast fjölmarga íslenska vini og kunningja til viðbótar og tengsl- in aukist enn frekar. Fólkið hérna á svæðinu þekkir mig.“ Íslendingar velkomnir Alicante og Murcia eru á austur- strönd Spánar, sunnan við Val- encia og Benidorm en norðan við Malaga og Almería. Manuel telur að á meðan hann hafi starfað á skrifstofunni hafi Íslendingar með fasta búsetu verið einhvers staðar á bilinu 1.500 til 4.000 en hefur ekki nákvæmar tölur um fjölda á hverjum tíma. Þar fyrir utan er fólk sem býr þar aðeins hluta árs- ins og ferðamenn. Hann getur þó séð að Íslendingum fjölgar enn því að sífellt eykst ásóknin í þjónustu skrifstofunnar, til dæmis útgáfu bráðabirgðavegabréfa. Flestir Íslendingar sem hafa fasta búsetu eru á eftirlaunaaldri. Manuel segir f lóruna hins vegar Lærði að takast á við glæpamenn Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is Glæpamenn Í bæ nokkrum í umdæmi Manuels búa meðal annars Íslendingar sem hann lýsir sem „ekki hljóðlátum“. Stöðu sinnar vegna vill hann ekki segja hvaða bæ um ræðir. „Þarna hef ég komist í kynni við og þurft að hafa afskipti af glæpa- mönnum í nokkur skipti,“ segir Manuel alvarlegur í bragði. „Ég varð virkilega hræddur. Ég er hagfræð- ingur, ekki lögreglumaður, og þegar ég byrjaði í starfinu vissi ég ekkert hvernig ég ætti að verja mig.“ Segist Manuel ekki hafa verið undirbúinn f y r ir þess konar reynslu þegar hann hóf störf fyrir ræðismannsskrifstofuna. Þetta fékk mikið á hann til að byrja með, ekki síst þar sem hann er fjölskyldumaður. Hafa ber í huga að skipulögð glæpastarfsemi er útbreidd á svæðinu og stór hluti af þeim fíkniefnum sem f lutt eru til Íslands koma frá Alicante. „Þegar maður lendir í svona erf- iðum aðstæðum hugsar maður ekki um neitt annað en fjölskylduna. Einu sinni var ég á leiðinni heim á laugardagskvöldi eftir að hafa haft afskipti af þessum mönnum. Ég lagði bílnum á miðri leið, sat í bílnum og hugsaði með mér hvers vegna ég væri að gera þetta,“ segir Manuel. „Á þessum tímapunkti var ég virkilega að hugsa um að hætta í þessu starfi. Að lokum ákvað ég að gefast ekki upp og það reyndist ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. En hún var ekki auðveld.“ Síðan þá hefur Manuel fengið aðstoð og kennslu við að fást við glæpamenn. Það er hvernig eigi að tala við þá og hegða sér í kringum þá. Sjálfstraustið hefur einnig auk- ist til muna. „Mér finnst aðstæðurnar yfirleitt ekki jafn hættulegar og mér fannst áður. Það veitir mér meiri öryggis- tilfinningu þó að mér líði kannski ekki beinlínis vel,“ segir Manuel. „Ég bregst öðruvísi við en áður því ég veit núna hvað ég á að gera og hvað ég á alls ekki að gera. Þetta snýst allt um skynsemi en ekki vald. Ég hef lært svo rosalega mikið Í vikunni hlaut Manuel Zerón Sánchez, ræðismaður Íslands í Alicante og Murcia, fálkaorð- una fyrir þjónustu við Íslend- ingasamfélagið. Manuel hefur þurft að hafa afskipti af glæpa- mönnum og hjálpa börnum úr erfiðum aðstæðum. Hann segir endurgjöf erfiðu stund- anna mest gefandi. 22 Helgin 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.