Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 37

Fréttablaðið - 04.09.2021, Page 37
S TA R F S S T Ö Ð : R E Y K J AV Í K U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A U M S Ó K N A R F R E S T U R : 12 . S E P T E M B E R Isavia ANS óska eftir að ráða áhugasama og fróðleiksfúsa nema í flugfjarskipti. Námið hefst um miðjan október n.k. og eru áætluð námslok í apríl 2022. Nemendur eru á launum á námstímanum. Námið er tvíþætt: Bóklegur hluti í 10 vikur og fer fram á venjulegum dagvinnutíma. Seinni hlutinn er starfsþjálfun í 16 til 20 vikur í flugfjarskiptadeild í Gufunesi. Sú þjálfun fer fram í vaktavinnu. Þeim sem standast lokapróf verður boðið starf flugfjarskiptamanns. Um vaktavinnu er að ræða. Nánari upplýsingar um námið veitir Guðmundur Sigurðsson þjálfunarstjóri; gudmundur.sigurds@isavia.is eða í síma 897 0654. Hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun. • Tölvukunnátta og góður skrifhraði á tölvu. • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli. • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Nemar þurfa að vera tilbúnir til að gangast undir heyrnarpróf, vélritunarpróf og lesblindupróf. Lesa má nánar um flugsamgöngur á vefsíðu Isavia: isavia.is/fyrirtaekid/flugleidsaga/ flugfjarskipti N E M A R Í F L U G F J A R S K I P T U M Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli fyrirtækisins og íslenska flugstjórnarsvæðið. V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Yfirmaður þjónustusviðs/þjónustuliði Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða yfirmann þjónustusviðs/þjónustuliða. Starfið felur í sér verkstjórn og skipulag vegna almennra þrifa á rýmum skólans, verknáms- húsi og skólalóð. Hér er um dagleg þrif að ræða og umhirðu skólans. Viðkomandi aðstoðar einnig í matsal nemenda sem og á skrifstofu og/eða á bókasafni í forföllum. Yfirmaður þjónustuliða er tengiliður við stjórnendur. Hann er í samskiptum við nemendur og starfsfólk og leiðbeinir nemendum varðandi umgengni. Áríðandi er að viðkomandi búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, hafi ríka þjónustulund og jákvæða framkomu. Viðkomandi þarf að búa yfir drifkrafti og frumkvæði til að leysa þau verkefni sem undir starfið falla. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur. Menntaskólinn í Kópavogi er frábær vinnustaður, þar er starfsandi góður og aðstaða til fyrirmyndar. Laun eru skv. sérstökum samningi Eflingar og fjármála- ráðuneytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 594 4000. Sótt er um starfið á starfatorg.is eða með því að senda ferilskrá og umsókn á netfangið mk@mk.is. Umsóknar- frestur er til og með 13. ágúst. Skólameistari BYGG býður þér til starfa Uppsláttarsmiðir Óskað er eftir vönum uppsláttarsmiðum í uppmælingu, næg verkefni framundan. Upplýsingar veitir Gunnar S: 693-7310 – gunnar@bygg.is BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði. ATVINNUBLAÐIÐ 9LAUGARDAGUR 4. september 2021

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.