Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 76
kolbrunb@frettabladid.is Það vakti athygli á síðasta ári þegar Félag íslenskra bókaútgefenda aug- lýsti eftir einstaklingum til að velja athyglisverðustu bækur ársins í dómnefnd Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Fjölmargir urðu til að svara kallinu. Nú endurtekur félagið leikinn og auglýsir eftir einstaklingum á ólíkum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og mennt- un, í dómnefndir verðlaunanna. Vinnan er vitanlega launuð en auk þess fá nefndarmeðlimir allar framlagðar bækur í sínum f lokki til eignar. Starfstímabilið er frá 20. september til 30. nóvember. Þrjár dómnefndir starfa fyrir verðlaunin, hver skipuð þremur nefndarmönnum. Hægt er sækja um eina eða f leiri nefnd. Dóm- nefndir skiptast eins og verðlaunin í barna- og ungmennabækur, skáld- verk og fræðirit og bækur almenns efnis. Tekið er á móti skráningum til og með 8. september. Hægt er að skrá sig á fibut.is. n Eitt sterkasta augna- blik ævi minnar var að sitja þarna á rúmi móður minnar, með bræður mína tvo við hlið mér, og lesa þessi skilaboð hennar. Hægt er sækja um eina eða fleiri nefnd. Viltu vera í dómnefnd? Frá afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrra. Eftirlifendurnir, skáldsaga eftir sænska rithöfundinn Alex Schulman, hefur slegið í gegn víða um heim. Skáld- sagan er komin út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar. Þrír bræður heimsækja yfirgefið kot til að uppfylla hinstu ósk móður sinnar og rifja upp sársaukafullan atburð úr fortíðinni. Alex Schulman segist alltaf hafa skrifað. „Sem barn skrifaði ég heil- an helling af sögum með hryllings- ívafi. Þar dó fólk á hroðalegan hátt. Ég var ellefu ára þegar ég ákvað að verða rithöfundur. Ég vann hörðum höndum að því, en því miður varð ég ekki rithöfundur fyrr en tuttugu árum síðar.“ Hann vann um tíma sem kvik- myndagagnrýnandi og segir kvik- myndir hafa haft mikil áhrif á skrif sín. „Í öllum bókum mínum, og alveg sérstaklega í Eftirlifendum, skrifa ég kaf lana nánast eins og kvikmyndaatriði. Þeir eru á vissan hátt grafískir. Ég sé fyrir mér mynd, reyni að lýsa henni og vinn út frá henni. Ég legg líka mikla vinnu í samtöl, vil að þau séu eins eðlileg og mögulegt er.“ Sterkt augnablik Schulman hefur sent frá sér sjálfs- ævisögulegar bækur sem fjalla um föður hans, móður og eiginkonu. Spurður hvort það sé eitthvað sjálfsævisögulegt í þessari bók segir hann: „Stundum spyr ég mig hvað sé ekki sjálfævisögulegt í henni. Þessi saga er mjög persónuleg. Móðir mín lést fyrir fimm árum. Daginn fyrir jarðarförina hitti ég bræður mína tvo í íbúð móður okkar til að kanna hvort þar væru hlutir sem við gætum átt til minn- ingar um hana. Í skúffu fundum við umslag sem á stóð: Til sona minna, ef ég dey. Eitt sterkasta augnablik ævi minnar var að sitja þarna á rúmi móður minnar, með bræður mína tvo við hlið mér, og lesa þessi skilaboð hennar. Nokkrum árum síðar hugsaði ég að þarna væri góður rammi fyrir sögu. Þannig að sagan hverfist um þetta augnablik úr raunveruleikanum.“ Eftirlifendurnir fjallar um erf- iða æsku og f lókið samband milli Til sona minna, ef ég dey Þarna rættist æskudraumur, segir sænski rithöfundurinn Alex Schulman. MYND/AÐSEND Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is bræðra. „Fyrir mér er samband mitt og bræðra minna ráðgáta. Ég og bræður mínir tveir vorum mjög nánir í æsku. Við deildum öllu. Hvernig gat það gerst að við erum núna nánast eins og ókunnugir? Hvað kom fyrir okkur? Ég hugsa mikið um þetta. Í hádegismat með bræðrum mínum spurði ég þann eldri: „Hvernig gengur sambandið við kærustuna?“ Hann svaraði: „Við hættum saman.“ Ég komst í uppnám, fannst þetta svo dapur- legt hans vegna og spurði hvernig honum liði. Hann saup á bjórnum og sagði: „Það er í góðu lagi með mig. Við hættum saman fyrir sex mánuðum.“ Þegar ég yfirgaf veit- ingastaðinn fann ég fyrir depurð – mér fannst ég nánast ekkert vita um bróður minn. Það var sársauka- fullt. Og þegar ég skrifa vil ég finna fyrir einhverju. Svo ég byrjaði að skrifa um þrjá bræður sem fjarlægj- ast hver annan eftir áfall í æsku.“ Það skýrir sig síðan sjálft að Schulman skuli tileinka bræðrum sínum bókina. „Á vissan hátt er ég að segja sögu okkar,“ segir hann. Æskudraumur rættist Bókin hefur verið seld til rúmlega þrjátíu landa og höfundurinn segir velgengni hennar skipta sig miklu máli. „Þarna rættist æskudraum- ur. Það er sturlað að þetta skuli hafa gerst. Hér er ég að ræða við íslenskan blaðamann um bókina. Það er nokkuð sem ég hefði ekki getað ímyndað mér. En líf mitt er enn hið sama. Ég varð ekki forríkur. Ég ferðast ekki um heiminn og gisti á lúxushótelum og skrif mín hafa ekkert breyst. Allt er við hið sama, ég reyni bara að finna tíma til að skrifa milli þess sem ég sinni börn- unum mínum.“ Hann viðurkennir að það verði ekki auðvelt að fylgja þessari met- sölubók eftir. „Það er stór áskorun en ég get ekki verið að velta mér upp úr því. Ég verð að einbeita mér að því sem ég vil skrifa, ekki því sem ég held að aðrir vilji lesa. Ég hef séð vini og félaga reyna það – það mistekst alltaf.“ Hann er hálfnaður með nýja bók sem er fjölskyldusaga. „Hún er bæði minni saga og meiri saga en Eftirlif- endurnir. Minni í þeim skilningi að hún gerist um borð í lest og stærri því þar segir frá nokkrum kyn- slóðum í sömu fjölskyldu. Von- andi kemur hún út í Svíþjóð innan árs og vonandi verður hún þýdd á íslensku.“ n 36 Menning 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 4. september 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.