Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 10
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun Af sjálfu leiðir að samkeppn- in hefur aldrei verið meiri á vinstri hlið íslenskra stjórnmála. Þær eru úti um allt, konurnar sem ganga nú á vegg. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is Mesta fjörið er að finna vinstra megin í pólitíkinni í ár. Þaðan berast skrautlegar yfirlýsingar sem hafa ekki heyrst lengi í íslenskri þjóðmálaumræðu, svo róttækar sem þær eru í eðli sínu. Blessunarlega hefur þetta hrist upp í íslensk- um stjórnmálum. Og þau máttu alveg við því að senuþjófarnir færu á stjá og kæmu þeim sem fyrir voru í uppnám. Síðast gerðist þetta með tilkomu Pírata. Þeir komu eins og óboðnir gestir inn í samkvæmi óaðfinnanlega klæddrar stjórnmálastéttar og hneyksluðu þá sem þar voru fyrir með orðavali og atgervi, hentu pólitíkinni svo að segja í gólfið eftir að hún hafði hangið uppi á vegg um árabil, vandlega römmuð inn með skrautlistum. Og einmitt núna þegar landsmenn hafa vanist þessu nýja yfirbragði Alþingis reisa Sósíalistar fána sinn við hún – og bjóða fram róttæklinga af öllu tagi, ekki síst roskið fólk, rétt eins og Flokkur fólksins á nálægum slóðum stjórnmálanna sem ætlar að bylta efnahag aldraðra. Tilsýndar standa svo Vinstri grænir og Sam- fylkingin og finnst sem að þeim sé vegið úr villta vinstrinu og láta þennan hamagang fara svolítið í taugarnar á sér, enda svo til heima- skítsmát. Af sjálfu leiðir að samkeppnin hefur aldrei verið meiri á vinstri hlið íslenskra stjórnmála. Og vinstrið er að verða meira vinstri þó ekki væri fyrir annað en að miðjusæknasti vinstri- flokkurinn, Samfylkingin, hefur flutt lögheim- ili sitt í sömu götu og Vinstri grænir – og er líka orðinn svo vinstri grænn að hann hefur ekki bara ímugust á íhaldinu heldur útilokar það. Í samanburði við villta vinstrið er værðarlegt um að litast hægra megin á pólitíska sviðinu. Þaðan er annars vegar boðið upp á hófsaman og heimaríkan hægriflokk sem er í rauninni varfærnislega kratískur í eðli sínu og hins vegar þjóðernissinnaðan og kristilegan íhaldsflokk sem líður best í eigin landi. Miðjumegin við þessa flokka er svo frjálslynda Viðreisn sem lætur blika á hnífinn gagnvart kerfislægu hags- munaapparati, en er að öðru leyti með hugann við útlönd. Hægrið vantar það sem vinstrið hefur nú um stundir. Hasar. Í rauninni hefur aldrei verið starfræktur harðlínuflokkur á þeim enda íslenskra stjórnmála, flokkur sem vill raunveru- lega skera ríkisbáknið niður og einkavæða allt heila gillimojið með tilþrifum. Harða hægrið er ekki til á Íslandi. Það þrífst ekki á Íslandi. Og hasarinn er fyrir vikið vinstra megin. n Villta vinstrið Þau eru misjöfn innlegg stjórnmálafólksins í kosningaumræðuna. Bjarni Benediktsson virtist fara bæði álfu- og aldavillt á stefnu- mótunarfundi Sjálfstæðisflokksins er hann boðaði kjósendum „land tækifæranna“. Sigmundur Davíð daðraði einnig við forna frægð, sína eigin, og klæddi í nýjan búning gömul loforð um ókeypis peninga handa öllum, konum og köllum. Mitt í skýjaborg kosningabaráttunnar vakti hins vegar einn frambjóðandi athygli á veruleikanum. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, kunni blaðamanninum vafalaust litlar þakkir sem spurði hana í vikunni út í leyfi hennar frá störfum af heilsufarsástæðum nýverið. Engu að síður svaraði hún af hreinskilni. „Ég var undir talsverðu álagi,“ sagði Lilja um veikindin. „Ég ákvað að það væri skynsamlegt að taka mér hvíld.“ Í einni svipan svipti Lilja hulunni af einu stærsta samfélagsmeini samtímans, málefni sem þó er ekki minnst á einu orði í þeim loforðaflaumi sem stefnuyfirlýsingar stjórnmálaflokkanna eru. Áhrif kóvid á vinnustaði Frá árinu 1939 hefur verslanakeðjan Marks & Spencer verið ein vinsælasta verslun breskra karlmanna í leit að nýjum jakkafötum. Skrifstofufólk, sem margt vann heiman frá sér í kórónaveirufaraldrinum, hefur hins vegar tekið ástfóstri við joggingbuxur. For- svarsmenn M&S telja breytingu á klæðnaði karlmannsins varanlega. Verslunin tilkynnti nýverið að jakkaföt fengjust nú aðeins í 110 af 254 verslunum M&S en áhersla yrði lögð á stakar buxur og kósí peysur. Þægilegri karlmannsklæðnaður er ekki eina breytingin sem kóvid olli og notið hefur vinsælda. Ný skýrsla frá Englandsbanka, Seðlabanka Bretlands, sýnir að einn hópur naut góðs umfram aðra af aukinni fjarvinnu í heimsfar- aldrinum: Konur með börn. Brottfall kvenna af vinnumarkaði vegna umönnunarskyldna snarminnkaði. „Líklegt verður að teljast að ástæðan sé sveigjanleiki fjarvinnu,“ segir í skýrslunni. En þótt karlmönnum leyfist nú að mæta á skrifstofuna með stroff í strengnum virðist sú vinnustaðabreyting sem er konum til hægðarauka ekki ætla að hljóta sömu náð fyrir augum stjórnenda. Fjármálaráðherra Bretlands berst nú fyrir því að fólk fari aftur inn á skrifstofurnar upp á gamla mátann frá níu til fimm. Fyrirtækið Google hótar því að skerða laun þeirra sem vinna heima. En hvers vegna er sveigjanleiki konum sér- staklega mikilvægur? Ofan á hefðbundna vinnu sjá konur að mestu um ólaunaða vinnu, heimilisstörf og umönnun barna. Í íslenskri rann sókn sem gerð var fyrir faraldurinn sögðust tæp 39% kvenna en aðeins 4% karla sjá að mestu leyti um heimilisstörfin. Samkvæmt rannsókn UN Women vörðu konur fyrir faraldurinn sex fleiri klukkustundum við barnaumönnun á viku en karlmenn. Munurinn er nú tæpar átta klukkustundir á viku. Samkvæmt árlegri vísitölu kvenna á vinnumarkaði sem PricewaterhouseCoopers stendur að hefur Covid-19 valdið „kvennakreppu“. Vegna aukinnar ólaunaðrar vinnu inni á heimilum hefur atvinnuþátttaka kvenna minnkað og er því spáð að í lok árs 2021 verði hún sú sama og árið 2017. Aðspurð játaði Lilja Alfreðsdóttir að segja mætti að hún hefði gengið á vegg. Lilja er ekki ein. Þær eru úti um allt, konurnar sem ganga nú á vegg. En hvar eru kosningaloforðin handa aðframkomnum konum? Hvar eru hugmyndirnar að kvenvænu samfélagi? Hvar er sveigjanleikinn sem myndi létta undir með þeim? Í síðustu viku samþykkti skóla- og frí- stundaráð Reykjavíkurborgar að skerða enn frekar sveigjanleika í lífi kvenna. Til stendur að opnunartími leikskóla borgarinnar verði styttur varanlega og munu skólarnir loka 16.30 í stað 17.00 eins og áður var. Sveigjanleiki er sjálfsagður þegar kemur að vömb karla en ekki lífi kvenna. n Vömb karla, líf kvenna SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. september 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.