Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 42
Læknisstaða á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands SÉRFRÆÐILÆKNIR Í ALMENNUM LYFLÆKNINGUM Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis í almennum lyflækningum við Umdæmissjúkrahús Austurlands/FSN í Neskaupstað. Starfshlutfall er 100% en hlutastarf kemur til greina. Staðan veitist frá 1. október 2021 eða eftir nánara samkomulagi. Helstu verkefni og ábyrgð • Þjónusta við heilsugæslu og göngudeild umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað • Þátttaka í vaktþjónustu • Þátttaka í kennslu læknanema og deildarlækna • Þátttaka í þverfaglegri samvinnu og teymisvinnu HSA • Sérfræðingur í lyflækningum myndar ásamt skurðlækni, svæfingalækni og deildarlækni öflugt teymi lækna við sjúkrahúsið og heilsugæsluna. Sjúkrahúsið er vel búið tækjum, s.s. CT-tæki, ómtæki, speglanatækjum og rannsóknarstofu. Farandsérfræðingar í ýmsum greinum heimsækja sjúkrahúsið og sinna þannig sérfræðiþjónustu í nærumhverfinu. Hæfniskröfur • Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum Lögð er áhersla á faglegan metnað, jákvæðni og sveigjanleika. Lipurð og áreiðanleiki í samskiptum eru skilyrði. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2021 Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/umsoknir/ til HSA, framkvæmdastjóra mannauðs , Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Umsókn fylgi staðfestar upplýsingar um nám, starfsreynslu, kennslu og vísindastörf, ásamt afriti af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. Mat HSA byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Tóbak- snotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. Nánari upplýsingar veita Jón H. H. Sen, forstöðulæknir, s. 840-4144 og 4701450, jon.sen@hsa.is Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3052 og 860-6830, petur.heimisson@hsa.is Guðjón Hauksson, forstjóri, s. 470-3050, gudjon.hauksson@hsa.is Emil Sigurjónsson framkvæmdastjóri mannauðs, s. 470 3053 og 895 2488, netf. emil.sigurjonsson@hsa.is . Fjarðabyggð er ákjósanlegur kostur jafnt í starfi og leik: Samfélagið Í Neskaupstað er sterkt skólasamfélag: leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og verkmenntaskó- li. Næsti menntaskóli er á Egilsstöðum. Vegaleng- dir eru að jafnaði stuttar og fólk því fljótt í förum milli staða, hvort sem um er að ræða t.d. skóla eða þjónustu af ýmsum toga. Íbúarnir eru samheldnir og samfélagið líflegt. Íbúafjöldi er um 1400 manns. Íþróttir Íþróttalífið á svæðinu er fjölbreytt og ýmis- legt í boði, svo sem sjósport, fjallgöngur, fótbolti, blak, sund, hestamennska, skíði, golf og karate. Oddskarð er skíðasvæði í fjöllunum milli Norðfjarðar og Es- kifjarðar. Það er rómað fyrir náttúrufegurð og góðan aðbúnað. Mjög góður 9 holu golfvöllur er í Norðfirði. Samgöngur Ný Norðfjarðargöng hafa gjörbylt samgöngum í Fjarðabyggð. Egilsstaðaflugvöllur er í aðeins tæplega klukkustundar akstursfjarlægð. Náttúrufegurð Náttúra Austurlands er í senn mikilúðleg og fíngerð. Útivistarfólk á auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi frá fjörum til fjalla og náttúruunnendur eru óvíða betur í sveit settir en einmitt í Fjarðabyggð. Hvort sem menn vilja lóna á fjörðum eða sigra fjöll er það allt innan seilingar. Áhugafólk um veiðar hefur fjölbreytta möguleika til sjós og lands og allir eru þeir nærtækari en menn gæti að óreyndu grunað. Umdæmissjúkrahús Austurlands/FSN í Neskaupstað starfrækir blandaða lyf- og handlækningadeild, hjúkrunardeild, fæðingardeild og endurhæfingardeild ásamt stoðdeildum, sem og heilsugæslu fyrir íbúa í Neskaupstað og Mjóafirði. Auk lyflæknis starfa svæfinga- læknir, skurðlæknir og deildarlæknir á FSN. Þjónustusvæði sjúkrahússins nær frá Bakkafirði til Djúpavogs, svæðis sem telur um 11.000 íbúa. Flugvöllur fyrir sjúkraflug er í Neskaupstað. Megin- hlutverk sjúkrahússins er að veita almenna sjúkrahúsþjónustu, samanber lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, og það er hlekkur í þjónustukeðju HSA, sem starfar á þremur fagsviðum: heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Á þjónustusvæði HSA eru auk FSN sjö heilsugæslur, en alls eru starfseiningarnar 11 talsins. HSA byggir þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. HH RÁÐGJÖF www.hhr.is - sími: 561 5900 - hhr@hhr.is HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og að rétti einstaklingurinn finnist fyrir þá aðila sem nýta sér þjónustu okkar vegna ráðninga starfsfólks í allar tegundir starfa. ATVINNUVEFUR /RÁÐNINGARKERFI 50% kynningarafsláttur Nýjasta þjónustuleiðin hjá okkur er glænýr atvinnuvefur þar sem fyrirtæki geta nýtt sér ráðningarkerfi okkar og sett sjálf inn auglýsingar og unnið úr umsóknum í kerfinu eða beint umsóknum á eigin síðu. Í ráðningarþjónustunni veitum við heildaraðstoð við ráðningarferlið. Sérfræðingar okkar sjá um alla úrvinnslu. LEITAR ÞÚ AÐ STARFSMANNI? Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna Fjöldi hæfra umsækjenda Fjöldi umsækjenda á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið Reynsla og þekking Hjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði mannauðsmála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun Ódýrt • Sanngjarnt lágt verð • Einföld verðskrá Skilvirkt • Flokkunarkerfi • Aðstoð við textagerð • Svarpóstar • Viðbótarþjónustur • Fjöldi umsækjenda á skrá Auðvelt í notkun • Þú setur inn atvinnuauglýsingu í ráðningarkerfi • Móttekur umsóknir í ráðningarkerfi • Flokkar og vinnur úr umsóknum í ráðningarkerfi • Svarar umsækjendum í ráðningarkerfi • Ráðgjafar HH Ráðgjafar alltaf tiltaks ef á þarf að halda Kynningarafsláttur gildir til 1. október 2021 RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Atvinnuauglýsingin þín nær til allt að 35.000 einstaklinga sem eru skráðir hjá HH Ráðgjöf í atvinnuleit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.