Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.09.2021, Blaðsíða 20
Þó þær stöllur geri óspart grín af upplifunum sínum segja þær djúpar og sárar tilfinningar oft liggja að baki. Selma: Það litaði líka æfingatíma- bilið. Við erum að deila persónuleg- um reynslum og við notum okkar eigin nöfn og það veldur auðvitað ákveðnum kvíða. Þá fer maður að draga sig niður og efast um sjálfan sig. Tilurðin á þessu leikriti er í raun búin að vera marínerandi kvíðakeis. Björk: Já, þó ég segist vera með ríðukvíða í verkinu þá er það bara vegna þess það var fyndnasti kvíð- inn en ekkert endilega dagsannur. Þó að verkið sé byggt á okkur erum við óhræddar við að ýkja og ljúga helling. Kvíðinn er margþættari og hefur aukist með aldrinum hjá mér sem ég held að sé algengt. Nú skil ég til að mynda hvers vegna gamlar konur segja alltaf: „Guð minn almáttugur, farðu varlega!“ Þetta er bara þessi lífskvíði. Selma: Lífskvíði, dauðakvíði og hamfarakvíði. Svo hefur Covid gert það að verkum að maður hefur feng- ið sjúkdómakvíða og afkomukvíða. Við erum búnar að missa vinnurnar endalaust og aftur og aftur og aftur. Það hefur bara bætt á mann kvíða. Ég byrjaði til að mynda á að bæta á mig sex kílóum og missti þau svo aftur. Þetta er allt kvíðatengt, fyrst borða ég tilfinningar mínar og missi svo matarlystina. Þó svo við séum að gera grín að þessu er þetta dauðans alvara. Björk: Það er svo mikilvægt að tala um þetta enda pípir Instagram stöðugt á mann til að segja manni hvað allir eru hamingjusamir. Þarf maður að sjá fólk með kokteilglas í Bláa lóninu á mánudagsmorgni? Er það akkúrat það sem maður þarf á þeirri stundu? Salka sem fulltrúi ungu kynslóðar- innar og mæðra með ung börn hlýtur að finna fyrir pressu þar sem mæður eru duglegar við að birta vel klædd börn og stíliseruð barnaherbergi á miðlinum. Salka: Ég held að ég sé nógu klár til að láta þetta ekki ná til mín. Selma: Pressan getur líka orðið til þess að mæðrum finnist þær ekki vera að standa sig. Maður er alveg nógu óöruggur með fyrsta barn. Salka: Ég skil alveg að þetta geti náð til ungra mæðra. Björk: Þó við notum okkar eigin nöfn í verkinu þá er Salka fulltrúi ungu kynslóðarinnar og margt það sem hún er látin ganga í gegnum er eitthvað sem ég fór í gegnum sem ung móðir eins og hræðslan við upp- eldissérfræðingana. Stefnumótamarkaðurinn Selma: Svo erum við líka að tala um hvernig það er að vera á stefnu- mótamarkaðnum eftir fertugt, eftir skilnað. Baráttuna við það að vera þarna úti og verða fyrir stöðugum vonbrigðum því það eru nú ekki margir góðir kostir á lausu. Ég fer til dæmis út í það hverjir eru á lausu en það eru fráskildir virkir alkar, fráskildir óvirkir alkar, spilafíklar, flassarar, skápahommar, nískupúkar, hallelújahopparar, tukthúslimir, gamalmenni og skyld- menni. Og þegar maður er búinn að sigta þá frá eru sirka fimm eftir. Svo þegar maður fer að rýna í þessa fimm kemst maður að því að þeir eru búnir að deita, halda fram hjá, eða vera giftir frænku þinni, systur þinni, nágrannakonu þinni, koll- ega þínum eða ömmu þinni. Þetta er veruleiki manns á stefnumóta- markaðnum. Svo er það þessi innri barátta, að vilja bara vera ein en vera samt alltaf að vonast eftir því að finna lífsförunaut. Salka: Við erum allar með ólíkar reynslur sem er frekar geggjað. Svo við erum jafn mikið að segja frá og að hlusta. Breytingaskeiðið afsökun Breytingaskeiðið er eitt umræðuefn- anna en það er ekki mikið talað um það í daglegu tali milli kvenna, alla vega ekki yngri kvenna. Björk: Ég er mjög opinská með þetta. Ég segi bara: „Fyrirgefðu að ég viti ekki hvað mamma þín heitir, ég er á breytingaskeiðinu.“ Þetta er frábær afsökun fyrir öllu. Ég kannski fer í viðtal og man ekki hvað forseti Íslands heitir en það er allt í lagi því ég er á breytingaskeiðinu og því með heilaþoku. Ég tala aðeins um þetta og það þegar börnin fara að heiman og maður þarf að fara að vera æðis- lega rómantískur aftur og fara allt í einu einn með kallinum í ferðalög. Hver nennir því? Og vera róman- tískur á miðju breytingaskeiði þegar maður svitnar eins og maður sé í sána og með skapbreytingar eins og flóðhestur í geðrofi. Þetta er náttúr- lega ekkert auðvelt. Og svo stundum þegar kallinn opnar munninn lang- ar mann bara til að skjóta hann! Selma: En það er eitt sem er aldr- ei rætt – kynlíf eftir sextugt! Mig langar að vita hvernig það er – það er bara aldrei rætt. Björk: Ég á nú bara fimm ár eftir í sextugt! Selma: Nákvæmlega! Ég ætla að hringja í þig eftir fimm ár og heyra hvernig gengur! Björk: Heldurðu að það breytist æðislega mikið á fimm árum? Selma: Nei, en líka bara þegar fólk er orðið 67 og sjötugt. Mig langar að vita þetta. Þetta er líka svona ef maður skilur. Þá fær maður að heyra; „Þetta er kannski í góðu núna en bíddu bara, hann á eftir að yngja upp.“ Selma. Nærtæk- asta dæmið mitt er tækni- frjóvgan- irnar sem ég þurfti að undirgang- ast þegar ég átti dóttur mína og nú aftur. Salka. 20 Helgin 4. september 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.