Fréttablaðið - 25.08.2021, Qupperneq 2
Tók viðtal við afmælisbarnið
Hjónin Valerie Viel og
Francois Dupuis ætla að búa
í skútunni sinni Cybelle 17
í Hafnarfjarðarhöfn í vetur.
Þau hafa ferðast um Norður-
löndin síðustu níu ár og eru
aftur lögð af stað í ferðalag
eftir faraldurinn.
benediktboas@frettabladid.is
FERÐALÖG „Okkur finnst skemmti-
legt að upplifa nýja hluti. Ég er
hættur að vinna og við erum frjáls,“
segir Francois Dupuis sem ætlar að
hafa vetursetu í höfninni í Hafnar-
firði ásamt konu sinni Valerie Viel.
Francois og Valerie hafa ferðast
um Norðurlöndin síðustu níu ár
á skútu sinni Cybelle 17. Þau seldu
allt sitt hafurtask heima í Frakk-
landi, keyptu sér bát og hófu ævin-
týraferð sem engan endi ætlar að
taka. Reyndar stöðvaði Covid-far-
aldurinn ævintýraför þeirra en þau
lögðu aftur af stað í nýtt ævintýri
um miðjan júlí og komu hingað frá
Írlandi.
Þau voru þrjú ár að ferðast um
Svíþjóð, Noreg, Finnland, Svalbarða
og Eistland meðal annars og höfðu
vetursetu eitt árið í Bodö í Noregi.
„Fólkið á norðurslóðum er frábært.
Ef við erum inn í bæ með kort þá
stoppar fólk okkur og spyr hvort
við séum villt. Þannig er það ekki í
Frakklandi. Það tala líka allir ensku
þannig það er ekkert vandamál.
Við tölum reyndar ekki íslensku en
ætlum að læra einhver orð,“ segir
Valerie.
Hún segir að báturinn sé frábær
til að ferðast í og jafnvel enn betri
til að búa í. Þau eiga stóra fjölskyldu
og segja að með internetinu sé
heimurinn lítill og það sé ekkert
mál að hitta börn og barnabörn
þegar þau vilja.
„Það merkilega við Ísland er
að þau vilja öll koma til landsins.
Tvö barna okkar komu til Stokk-
hólms en annars hafa þau ekkert
verið mjög spennt að koma og hitta
okkur.
Það er hrós til ykkar Íslendinga að
þegar við tilkynntum að við ætluð-
um að hafa vetursetu hér voru allir
mjög spenntir og vildu öll börnin
koma.“
Valerie segir að hún framkalli
myndir fyrir börn og barnabörn
og sendi þeim reglulega. Hún hefur
tekið gríðarlega mikið af myndum
nú þegar og býst við að senda hverju
barni um þúsund myndir. Þá fá þau
einnig senda minjagripi.
„Þau fara með það í skólann og
sýna og eru stolt af því hvað afi og
amma eru að gera,“ segir Francois.
„Það eru ekki mörg frönsk börn
sem vita meira en þau um Noreg og
Finnland. Og nú fá þau að vita allt
um Ísland,“ bætir Valerie við og hlær.
Þau sigldu hingað til lands frá
Írlandi og stoppuðu í Vestmanna-
eyjum og Hvalfirði áður en þau
komu til Hafnarfjarðar þar sem þau
ætla að dvelja í vetur. Nema þeim
detti í hug að sigla eitthvert. Þá gera
þau það.
„Við höfum verið einn vetur í
Bodö og það var ekkert mál. Þetta
snýst um að klæða veðrið einfald-
lega af sér og svo fer vel um okkur
í bátnum,“ segir Valerie og stendur
upp til að kveðja. Hún er nefnilega
að fara í heita pottinn í sundlaug
Hafnarfjarðar. n
Frönsk hjón með vetursetu
í skútu í Hafnarfjarðarhöfn
Valerie Viel og Francois Dupuis lögðu af stað í ævintýraferð sína um miðjan
júlí. Þau seldu allt sitt fyrir níu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
benediktboas@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Í ársskýrslu Ríkisend-
urskoðunar sem birtist í vikunni
kemur fram að 52 virkir sjóðir eða
stofnanir hafa aldrei staðið skil á
ársreikningi til Ríkisendurskoðunar
þrátt fyrir árlegar ítrekanir. Kemur
fram í skýrslunni að árlega vantar
skil frá um 30-40 prósentum sjóða
og stofnana á skrá.
Hefur Ríkisendurskoðun margoft
bent stjórnvöldum á að virkari laga-
úrræði þurfi til að knýja fram skil
á ársreikningum þessara aðila án
þess að brugðist hafi verið við þeim
ábendingum, segir í skýrslunni.
Í skýrslu fyrir skil ársreikn-
inga 2019 kemur fram að í árs-
lok 2020 voru 696 virkar sjálfs-
eignarstofnanir og sjóðir sem falla
undir sérstök lög um sjóði og stofn-
anir. Alls bar þó 705 stofnunum og
sjóðum að standa skil á ársreikningi
og skýrslu til Ríkisendurskoðunar
en á árinu 2020 voru staðfestar sjö
nýjar skipulagsskrár og 16 stofnanir
eða sjóðir voru lagðir niður.
Af þessum 705 aðilum skiluðu þó
aðeins 473 ársreikningi og skýrslu
til Ríkisendurskoðunar vegna
rekstrarársins 2019. n
Sjóðir og stofnanir sleppa því að skila
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendur-
skoðandi er orðinn þreyttur á að-
gerðaleysi stjórnvalda.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Það er hrós til ykkar
Íslendinga að þegar
við tilkynntum að við
ætluðum að hafa vetur-
setu hér voru allir mjög
spenntir og vildu öll
börnin koma.
Valerie Viel.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brá á leik eftir ríkisstjórnarfund í gær og tók drottningarviðtal við Svandí si Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem átti
afmæli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
lovisa@frettabladid.is
KJARAMÁL Boðað verkfall f lug-
umferðarstjóra frá klukkan fimm
til tíu á þriðjudagsmorgun gæti haft
mikil áhrif á starfsemi Icelandair.
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að treyst sé
á að aðilar nái saman í tæka tíð svo
það komi ekki til verkfalls. „Rask-
anir á flugi á þessum tíma geta haft
mikil áhrif á starfsemi Icelandair,
þar sem leiðakerfi okkar byggir
á því að f lugvélar okkar koma
snemma morguns frá Bandaríkj-
unum og fljúga stuttu síðar áfram
til Evrópu,“ segir Ásdís.
„Þennan tiltekna morgun eru sjö
komur frá Bandaríkjunum á áætlun
og 14 brottfarir til Evrópu. Við erum
að skoða hvernig við gætum brugð-
ist við ef til þess kæmi og myndum í
því tilfelli að sjálfsögðu leggja mikla
áherslu á að upplýsa farþega okkar
með eins góðum fyrirvara og mögu-
legt verði einhverjar breytingar á
flugáætlun.“ n
Treysta á að
aðilar nái saman
Flugumferðarstjórar hafa boðað til
verkfalls á þriðjudag.
2 Fréttir 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ