Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 14

Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 14
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 | Ritstjóri Hörður Ægisson hor- dur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Kaup, sala og samruni fyrirtækja. kontakt@kontakt.is I 414 1200 I www.kontakt.is FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferð • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Forstjóri Fjarskiptastofu vísar því á bug að stofnunin hafi ekki lagt neitt af mörkum til að ljúka ljósleiðaravæðingu þéttbýlissvæða. Samgöngu- ráðherra segir mikilvægt að dvelja ekki um of í baksýnis- speglinum. thorsteinn@frettabladid.is Enn er óljóst hvernig ljúka eigi ljós- leiðaravæðingu þéttbýlissvæða. Síminn segir að eftirlitsstofnanir hafi ekki komið fram með neinar tillögur, forstjóri Fjarskiptastofu segir stjórnvöld ekki hafa stigið til jarðar með það hvort um sé að ræða markaðssvæði eða ekki, og ráðherra fjarskiptamála telur að skortur á samkeppni milli fjarskiptafyrir- tækja geti verið hluti af skýringunni. Staða ljósleiðaravæðingar lands- ins er sú að 13 þúsund staðföng á þéttbýlissvæðum eiga enn ekki kost á ljósleiðaratengingu. Í umsögn sinni um Grænbók um fjarskipti, sem er hluti af stefnumót- unarferli fjarskiptaáætlunar, gagn- rýndi Síminn eftirlitsstofnanir fyrir að hafa ekki komið fram með neinar tillögur um eða lausnir á hvernig mætti hraða eða standa að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á þessum svæðum. „Stjórnvöld og ráðgefandi stofnun geta ekki haldið áfram að skila auðu um hvernig á að fulltengja Ísland,“ sagði í umsögn Símans sem Mark- aðurinn greindi frá. Síminn bendir jafnframt á að í stefnu Alþingis um fjarskiptamál sem var samþykkt árið 2019 hafi komið fram að enn væri óleyst hvernig ljúka ætti ljósleiðara- væðingu þéttbýlisstaða úti á landi og svipað orðalag hafi verið í fjar- skiptaáætlun sem var samþykkt árið 2012. Að mati Símans hefði mátt leggja fram stefnu og sýn á það hvernig á að mæta þörfum þessara heimila fyrir talsvert löngu síðan. „Er það hlut- verk eftirlitsaðila að vera ráðgefandi í þessum efnum. Staðan er hins vegar sú að eftirlitsaðilar hafa ekki komið með neinar tillögur eða lausnir í þessum efnum.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, segir mikinn árang- ur hafa náðst í ljósleiðaravæðingu dreif býlis. „Fyrir nokkrum árum ákváðu stjórnvöld að ljósleiðara- væða strjálbýlið með styrkjum úr ríkissjóði vegna þess að það var markaðsbrestur til staðar. Ljóst var að fjarskiptafélögin myndu aldrei ljósleiðaravæða sveitabæina upp á eigin spýtur,“ segir Hrafnkell. „Það er tímafrekasti og dýrasti þátturinn á hvert heimili í ljósleið- aravæðingunni. Markaðsaðilar hafa ljósleiðaravætt þéttbýlið á Suðvest- urhorninu og Eyjafjarðarsvæðinu. Eftir stendur þéttbýlið úti á landi.“ Hrafnkell bendir á að ríkið geti ekki niðurgreitt uppbyggingu á samkeppnismarkaði í ljósi reglu- verks EES-réttar um ríkisstyrki. „Hvað varðar þéttbýli úti á landi hefur ekki verið tekin afstaða til þess hvort það séu markaðslegar forsendur fyrir uppbyggingu. Það er því óljóst hvort þetta séu mark- aðssvæði eða ekki. Stjórnvöld hafa ekki stigið til jarðar með það,“ segir Hrafnkell. Spurður hvort Fjarskiptastofa hafi ekki, eins og gefið er í skyn í umsögn Símans, beitt sér fyrir ljósleiðara- væðingu á þéttbýlissvæðum svarar Hrafnkell neitandi. „Það er ekki rétt að við höfum ekki beitt okkur. Við höfum reynt að auka áhuga fyrirtækja á uppbyggingu,“ segir Hrafnkell. Annars vegar setti stofnunin það sem skilyrði í síðustu ráðstöfun tíðniheimilda að það yrði byggt upp 5G-net úti á landi á níu af þessum þéttbýlissvæðum til að bæta þjónustuna þar. „Það er því sannarlega búið að gera ráðstafanir til að efla samkeppni á þéttbýlissvæðum á landsbyggðinni Hins vegar hefur stofnunin með virkum hætti hvatt til samstarfs og samnýtingar við uppbyggingu fjar- skiptainnviða þar sem það á við og meðal annars gefið út leiðbeiningar til markaðsaðila þar að lútandi. En ég er engu að síður þeirrar skoðunar að það þurfi að stíga til jarðar af fullum þunga til að ljósleiðaravæða þessi svæði. Spurning er hvernig það verður gert,“ bætir Hrafnkell við. Hver þarf að eiga frumkvæðið til að koma þessu í lag? Fjarskiptafélög, stjórnvöld eða Fjarskiptastofa? „Allir þessir aðilar geta átt aðild að samtalinu. Megininntak fjar- skiptaregluverksins liggur í því að markaðsaðilar byggi upp fjar- skiptainnviði í samkeppni og eigi að því frumkvæði, með samstarfi þar sem við á. Hafi verið sýnt fram á markaðsbrest, það er að markaðsað- ilar vilji og muni ekki byggja upp, þá kann að koma til þess að nýta þurfi opinbert fé til uppbyggingarinnar. Fjarskiptastofa byggir ekki upp inn- viði heldur notar ákvæði regluverks- ins til þess að fá markaðsaðila til að hreyfa sig. Það höfum við sannarlega gert til dæmis hvað varðar farnets- þjónustu úti á landi og því að hvetja til samstarfs,“ segir Hrafnkell. Ljósleiðaravæðing þéttbýlissvæða verður sífellt meira aðkallandi ef marka má umsagnir sveitarstjórna um ofangreinda grænbók. „Flýta þarf því að tengja þéttbýli á landsbyggðinni, sérstaklega ef litið er til markmiða stjórnvalda um jafna búsetu og áherslu á störf án staðsetn- ingar,” segir í umsögn Vesturbyggðar. Aðspurður segist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, hafa orðið var við vaxandi óþolinmæði sveitarstjórna. „Það er mjög skiljanlegt enda endurspegla sveitarstjórnir óskir íbúanna. Koparþráðurinn hefur gengið upp að ákveðnu marki en fólk vill ljósleiðara,“ segir Sigurður Ingi. Í umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga kemur fram að staða háhraðatenginga í þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum sé ekki viðunandi. „Krafan er að stjórnvöld séu á hverjum tíma að þrýsta á fjarskipta- fyrirtæki og eða koma inn með bein- um hætti til að tryggja að markmið fjarskiptaáætlunar gangi eftir s.s. að tryggja að ekki séu tafir á uppbygg- ingu kerfisins,“ segir í umsögn sam- bandsins. Þá sagði Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri Snæfellsnesbæjar, í samtali við Markaðinn í lok síðasta árs að mikill þrýstingur væri á bæjaryfirvöld að fá ljósleiðara, „enda er hraði netteng- inga eitt af þeim málum sem brenna hvað mest á landsbyggðinni.“ Hefur ljósleiðaravæðing þéttbýlis- svæða strandað á stjórnsýslunni? „Fjarskiptafyrirtækin hafa litið svo á að ekki sé hægt að tengja þessi svæði á markaðslegum forsendum. En ég verð að spyrja sjálfan mig að því hvort það geti verið rétt þegar Vestmannaeyjabær með þrjú þús- und íbúa er einn þeirra. Það hefur verið einhver skortur á vilja hjá stóru fjarskiptafyrirtækjunum og hugsan- lega er það vegna skorts á samkeppni milli þeirra,“ segir Sigurður Ingi. n Óljóst hvernig landið verði tengt að fullu Í umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga kemur fram að staða háhraðtenginga í þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum sé ekki viðunandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er því óljóst hvort þetta séu markaðs- svæði eða ekki. Stjórn- völd hafa ekki stigið til jarðar með það. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu. MARKAÐURINN2 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.