Fréttablaðið - 25.08.2021, Qupperneq 20
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 56543
Framtíðarspár benda til að
krabbameinum fjölgi um 28
prósent á næstu fimmtán
árum. Framfarir eru tölu-
verðar og lífshorfur fólks
með krabbamein hafa tvö-
faldast á síðustu 70 árum.
Áætlanir gera ráð fyrir að lif-
endur verði 20.000 árið 2027.
Krabbamein varða okkur öll. Þriðji
hver landsmaður getur vænst þess
að fá krabbamein á lífsleiðinni
og langflest okkar eru í hlutverki
náins aðstandanda einhvern tíma
á ævinni, jafnvel oft. Krabbamein
eru fyrst og fremst sjúkdómar
eldra fólks en á hverju ári deyja
samt foreldrar úr krabbameinum
frá 60 börnum. Krabbamein eru
líka orsök flestra ótímabærra
dauðsfalla fólks yngri en 74 ára,
um 300 á ári.
Markmið Krabbameinsfélagsins
eru metnaðarfull. Að fækka þeim
sem veikjast af krabbameinum, að
fjölga þeim sem lifa sjúkdómana
af og að bæta lífsgæði þeirra sem
veikjast og aðstandenda þeirra.
Markmiðin endurspeglast í
fjölbreyttri starfsemi félagsins. Í
blaðinu er stiklað á stóru í starf-
seminni og horft til baka í 70 ára
sögu félagsins þar sem sjást berlega
þau stóru framfaraskref sem félag-
ið hefur markað. Þau skref hefur
almenningur og fyrirtæki gert
möguleg, með öflugum stuðningi
við félagið.
Rannsóknir sýna að hægt er að
koma í veg fyrir fjögur af hverjum
tíu krabbameinum, fyrst og fremst
með heilsusamlegum lífsstíl. Hag-
nýting rannsóknanna er flóknara
mál. Að beina réttum aðgerðum
til ólíkra hópa á réttum tíma er
áskorun og krefst náins samstarfs
Krabbameinsfélagsins, stjórnvalda
og hagsmunaaðila. Frábær árangur
hér á landi í reykingaforvörnum,
sem sést í lækkuðu nýgengi og
dánartíðni af völdum lungna-
krabbameins, er mikil hvatning.
Árangurinn verður ekki til af sjálfu
sér. Hann krefst samstillts átaks og
úthalds.
Alþjóðastofnanir mæla með
skimun fyrir þremur krabba-
meinum. Hér á landi hefur lengi
verið skimað með mjög góðum
árangri fyrir krabbameini í leg-
hálsi og brjóstum. Áætlað er að
leghálsskimun hafi bjargað lífi að
minnsta kosti 430 kvenna. Ísland
er hins vegar, ásamt Færeyjum,
enn eftirbátur hinna Norður-
landanna varðandi skimun fyrir
krabbameini í ristli og endaþarmi
því enn býðst ekki skimun með
skipulögðum hætti. Slík skimun
getur bjargað 5 til 10 mannslífum
á hverju ári og að auki létt meðferð
margra. Eftir hverju er beðið?
Greiningu krabbameins og
krabbameinsmeðferð fylgir oft
mjög mikið álag, bæði á þá sem
veikjast og aðstandendur, sem
spila stærra og stærra hlutverk.
Lífinu er oft snúið algerlega á hvolf.
Fólk leggur mikið á sig og sama
gildir um heilbrigðisstarfsfólkið
sem sinnir mjög krefjandi vinnu.
Tryggja verður að öll þessi vinna
skili sem mestum árangri en til
þess verður aðstaða á heilbrigðis-
stofnunum að vera fyrsta flokks.
Því fer því miður fjarri í dag.
Samfélagið verður sífellt fjöl-
breyttara. Því fylgja margvíslegar
áskoranir, meðal annars þær að
tryggja jafnt aðgengi að heil-
brigðisþjónustu, svo allir sitji
við sama borð. Jafnt aðgengi að
heilbrigðisþjónustu er stórt hugtak
sem snýst um kostnað sjúklinga,
búsetu, heilsulæsi, trygga verkferla
og fleira. Hér á landi er umræðan
komin skammt á veg. Hana þarf að
auka og bregðast við.
Krabbameinsáætlun
er leiðin fram á við
Krabbamein eru vaxandi áskorun
hér á landi í mjög mörgu tilliti. Ef
viðhalda á góðum árangri og bæta
enn frekar er nauðsynlegt að vera
stórhuga og vinna mjög skipulega.
Krabbameinsfélagið, ásamt fjölda
annarra, lagði mikið til íslenskrar
krabbameinsáætlunar, sem heil-
brigðisráðherra samþykkti árið
2019. Áætlunin, með tímasettum
og fjármögnuðum markmiðum
er lykilatriði í áframhaldandi
árangri, líkt og sést í nágranna-
löndunum. Krabbameinsfélagið
hlakkar til að sjá áætlunina sem
eitt af leiðarljósunum í skipulagi og
þróun heilbrigðismála hjá næstu
ríkisstjórn.
Á 70 ára aldursári er Krabba-
meinsfélagið óþreytt og mun
áfram vinna af metnaði að sínum
markmiðum í góðu samstarfi við
þjóðina. ■
Krabbameinsfélagið horfir til framtíðar
Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Á vordögum vakti mikla athygli
þegar tilkynnt var að á aðalfundi
Krabbameinsfélagsins hefði verið
samþykkt að félagið legði allt að
450 milljónum króna til bygg-
ingar nýrrar dagdeildar blóð- og
krabbameinslækninga á Land-
spítala. Núverandi aðstaða er
fyrir löngu sprungin og þörfin
er nú þegar orðin mjög aðkall-
andi. Landspítalinn hefur lagt
fram hugmynd að framtíðar-
lausn sem er tiltölulega einföld í
framkvæmd. Talið er að heildar-
kostnaður við hana nemi um
1.260 milljónum króna og myndi
framlag Krabbameinsfélagsins því
vera rúmlega þriðjungur heildar-
kostnaðar. Framlag félagsins er
háð því að stjórnvöld taki undir
með félaginu og setji byggingu
dagdeildarinnar á dagskrá þannig
að hægt sé að taka hana í notkun
eftir þrjú ár.
„Krabbameinsfélaginu hefur
mjög lengi verið aðstöðuleysi
dagdeildar blóð- og krabbameins-
lækninga mjög hugleikið. Við
vitum að krabbameinsmeðferð
getur verið einstaklega krefjandi,
bæði fyrir sjúklinga og fyrir
aðstandendur, og það skiptir því
höfuðmáli að aðstaða dagdeildar
sé eins góð og hún getur mögulega
verið,“ segir Halla Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Krabbameinsfé-
lagins. „Með því að bæta aðstöðuna
auðveldum við fólki að takast á við
þennan erfiða tíma sem lyfjameð-
ferð við krabbameinum er. En ekki
aðeins það, við erum líka í stöðugri
samkeppni um sérhæft starfsfólk í
heilbrigðiskerfinu og til að halda í
okkar besta fólk verðum við að geta
boðið upp á toppaðstöðu. Þannig
náum við toppárangri sem hlýtur
að vera sameiginlegt markmið
okkar allra.“
450 milljónir til nýrrar dagdeildar á Landspítala
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Íslands.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Á hverju ári deyja
foreldrar úr
krabbameinum frá
sextíu börnum.
Græni liturinn sýnir hvar viðbygging við K-byggingu, á bak við aðalbyggingu LSH, myndi rísa.
Nýja dag-
deildin verður
í nálægð við
geislameðferð
krabbameins-
lækninga á
Landspítal-
anum við
Hringbraut.
Nokkrir punktar:
■ K-bygging er bakvið aðalbygg-
ingu Landspítala og hefur
staðið hálfkláruð um áratuga-
skeið.
■ Niðurstaða frumathugunar,
byggð á fyrirliggjandi gögnum,
er að brýnt sé að ráðast í bygg-
ingu viðbyggingar við K-bygg-
ingu um 1.112 m², til að rúma
dagdeild blóð- og krabba-
meinslækninga á einni hæð, um
970 m².
■ Deildin yrði þar í nálægð við
geislameðferð krabbameins-
lækninga á 10K og legudeildir
blóð- og krabbameinslækninga
á E og G.
■ Ekki er gert ráð fyrir að dag-
deildin fari í nýjan meðferðar-
kjarna og staðsetningin því
hugsuð til lengri tíma.
■ Kostnaðaráætlun framkvæmda
byggð á frumáætlun er um
1.260 m.kr. með kostnaði við
nauðsynlegar breytingar og til-
færslur innanhúss.
■ Deiliskipulag liggur fyrir. Fram-
kvæmdin er tiltölulega einföld
þannig að þegar ákvörðun
hefur verið tekin er hægt að
taka nýja deild í notkun eftir
þrjú ár. ■
25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR2 KR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A