Fréttablaðið - 25.08.2021, Qupperneq 23
Krabbameinsforvarnir
hafa skilað miklum árangri
á Íslandi. Meðal annars
hafa þær dregið verulega
úr tóbaksnotkun og skim-
anir hafa bjargað mörgum
mannslífum.
Með stuðningi yfirvalda er samt
hægt að gera enn betur auk þess
sem þörf er á að auka þekkingu
almennings á áhættuþáttum sem
og hvernig hægt er að draga úr
líkum á krabbameinum.
„Með því að huga að heilsunni
og temja sér hollar venjur er hægt
að minnka hættuna á krabba-
meinum verulega. Lífsstíll sem
felst meðal annars í að neyta ekki
tóbaks, stunda reglulega hreyfingu,
borða hollan mat í hæfilegu magni,
sporna gegn ofþyngd, sleppa eða
takmarka áfengisneyslu, nýta skim-
anir fyrir krabbameinum og varast
útfjólubláa geisla sólar og ljósa-
bekkja dregur úr líkunum,“ segir
Sigrún Elva Einarsdóttir, teymis-
stjóri og sérfræðingur í fræðslu og
forvörnum hjá Krabbameinsfélag-
inu. En almenning skortir ennþá
betri þekkingu á hvað hægt er að
gera til að draga úr líkunum.
Hafa haft mikil og afgerandi áhrif
„Vitað er að með forvörnum
mætti koma í veg fyrir allt að
helming krabbameinstilfella.
Tóbaks-, áfengis- og sólarvarnir
skipta miklu máli, sem og regluleg
hreyfing, hollt og fjölbreytt
mataræði í hæfilegu magni og
ýmislegt fleira sem sjá má á heima-
síðunni okkar krabb.is/forvarnir,“
segir Sigrún. „Þá er mikilvægt að
minna á einkenni sem geta bent til
krabbameina til að fólk láti kíkja á
sig ef eitthvað er grunsamlegt. Við
komum fræðslu og hvatningu um
heilbrigða lífshætti til skila á sem
fjölbreyttastan hátt.
Tóbaksvarnir sem hófust af
krafti á seinni hluta 20. aldar hafa
skilað því að nú sjáum við fækkun í
greiningum lungnakrabbameins,“
segir Sigrún. „Átak gegn notkun
ljósabekkja og aukin meðvitund
um mikilvægi sólarvarna hafa líka
haft mikið að segja. Þá er áætlað
að með skimun hafi yfir 450
íslenskum konum verið forðað frá
dauða vegna leghálskrabbameins á
árunum 1972-2020.
Ef horft er á íslenskt samfélag
í heild þá myndi krabbameins-
tilfellum fækka og um leið myndi
draga úr öðrum sjúkdómum og
almennt heilsufar batna ef fleiri
huguðu betur að mataræði sínu
og skammtastærðum og borðuðu
meira af grænmeti, ávöxtum og
heilkorna vörum og forðuðust
mikið unnar vörur og óholla
skyndibita, ásamt því að stunda
reglulega hreyfingu,“ útskýrir
Sigrún. „Á heimsvísu er það hins
vegar tóbaksnotkun sem er helsti
orsakavaldur krabbameina sem
væri hægt að fyrirbyggja.“
Ná lengra með stjórnvöldum
„Það væri sannarlega hægt að
bæta forvarnir með auknu sam-
starfi við stjórnvöld. Til að hafa
afgerandi áhrif á samfélagið skila
samhæfðar, fjölbreyttar aðgerðir
Forvarnir skila raunverulegum árangri
Sigrún Elva Einarsdóttir, teymisstjóri og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum
hjá Krabbameinsfélaginu, segir að krabbameinsforvarnir hafi skilað miklum
árangri á Íslandi, en að það sé hægt að gera enn betur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
mestum árangri, það sýndu þær
feikilega árangursríku aðgerðir
sem ráðist var í til að stemma stigu
við reykingum hérlendis,“ segir
Sigrún. „Ráðist var í fjölbreyttar
aðgerðir eins og að setja viðvar-
anir á tóbaksvörur, banna að þær
væru sýnilegar á sölustöðum og
sett voru víðtæk reykingabönn á
ýmsum vettvangi á sama tíma og
Krabbameinsfélagið skilaði öflugri
fræðslu til almennings. Áhrifin af
þessu voru afgerandi fyrir heilsu-
far þjóðarinnar til langs tíma litið,
kannski meiri en margir gera sér
grein fyrir.
Það er líka ekki nóg að fræða
fólk um hvað það eigi helst að gera
ef umhverfi þeirra styður ekki þá
þætti og vinnur jafnvel gegn þeim,“
segir Sigrún. „Hugsanlegar aðgerð-
ir yfirvalda geta snúið að verðlagi á
mismunandi matvöru, hversu auð-
velt aðgengi er að áfengi, hvernig
umhverfi auðveldar hreyfingu og
útivist og fjölmargt fleira.“
Stóra myndin skiptir mestu
„Það getur enginn gert „allt rétt“
þegar kemur að krabbameinsfor-
vörnum en öll skref í rétta átt eru
góð. Það er til dæmis alltaf betra að
drekka minna af áfengi og sjaldnar,
jafnvel þó að maður sjái ekki fram
á að hætta því alveg. Eins er alltaf
betra að hreyfa sig eitthvað en
ekki neitt og það sama gildir um
mataræðið og fleira,“ segir Sigrún.
„Fólk þarf að vera meðvitað um að
það er stóra mynstrið í lífsstílnum
sem hefur mest áhrif, litlu hlutirnir
sem við gerum nær alla daga og
hættum að taka eftir. Fólk ætti því
meðvitað að reyna að venja sig á
að taka heilsusamlegar ákvarðanir
í mataræði og hreyfingu og auð-
vitað er best ef fólk nær að venja
sig svo á heilsusamlegan lífsstíl að
góðar ákvarðanir verða hluti af
daglega taktinum.
Það vita alls ekki allir að
mataræði og ástundun hreyfingar
hefur áhrif á krabbameinslíkur
og það sama má segja um tengsl
áfengisneyslu við auknar líkur á
krabbameini,“ segir Sigrún. „Þetta
sáum við í nýlegri könnun sem við
gerðum, en nær helmingur fólks
heldur að þessir þættir hafi ekki
áhrif eða segist ekki vita hvort þeir
hafi áhrif.“
Mikilvægt að fylgjast
með einkennum
„Fyrir utan forvarnirnar leggjum
við einnig mikla áherslu á að
hvetja fólk til að leita til læknis
ef vart verður einkenna sem
gætu bent til krabbameins. Þó
að vissulega geti verið um mein-
lausari kvilla að ræða skiptir máli
að bregðast við, því almennt eru
betri líkur á sem bestum árangri
af krabbameinsmeðferð því fyrr
sem gripið er inn í,“ segir Sigrún.
„Einkennin geta verið af ýmsu tagi
en almennt séð, ef eitthvað við
líkamsstarfsemi okkar er öðruvísi
en venjulega, án skýrra orsaka og
stendur yfir í langan tíma, þá ætti
að leita til læknis.“ ■
Hægt er að fá nánari upplýsingar
um krabbameinsvalda og finna
fjölbreytt fræðsluefni um þá og
heilbrigðan lífsstíl á vef Krabba-
meinsfélagsins, krabb.is/forvarnir.
Til að hafa afger-
andi áhrif á sam-
félagið skila samhæfðar,
fjölbreyttar aðgerðir
mestum árangri, það
sýndu þær feikilega
árangursríku aðgerðir
sem ráðist var í til að
stemma stigu við reyk-
ingum hérlendis.
Sigrún Elva Einarsdóttir.
Það getur enginn
gert „allt rétt“ þegar
kemur að krabbameins-
forvörnum en öll skref í
rétta átt eru góð. Það er
til dæmis alltaf betra að
drekka minna af áfengi
og sjaldnar, jafnvel þó að
maður sjái ekki fram á að
hætta því alveg.
Sigrún Elva Einarsdóttir.
Sl
70 ára afmælisráðstefna
Krabbameinsfélags Íslands:
Krabbamein
á Íslandi árið 2021
- horft til framtíðar
1951
2021
Brautryðjendastarf í 70 ár
70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram
fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 - 18:45 í Háskólanum í Reykjavík.
Á ráðstefnunni verður fjallað um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi, með hliðsjón af
markmiðum Krabba meinsfélagsins um að fækka þeim sem fá krabba mein, fjölga þeim sem
lifa og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda. Húsið opnar kl. 16:30, dagskrá hefst kl. 16:45
og áætluð ráðstefnulok eru kl. 18:45.
Þátttaka er ókeypis. Léttar veitingar í boði að lokinni dagskrá. Skráning með
tölvupósti á netfangið krabb@krabb.is.
Dagskrá:
Kl. 16:30 – Húsið opnar
Setning – Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélagsins Íslands
Ávarp forseta Íslands - Hr. Guðni Th. Jóhannesson
Faraldsfræði krabbameina á Íslandi – Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og
skráningarseturs Krabbameinsfélagsins
Helmingi færri – vilji er ekki allt sem þarf
- Birna Þórisdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabba meinsfélaginu
Að greinast með krabbamein, staðan í dag og horft til framtíðar
- Agnes Smáradóttir, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala
Framfarir í krabbameinsmeðferð og for vörnum - sníðum stakk eftir vexti
- Sigurdís Haraldsdóttir, dósent í krabba meinslækningum við HÍ og yfirlæknir í krabbameins-
lækningum á Landspítala
Líkamleg einkenni og tilfinning fyrir að eitthvað sé að hefur mikið vægi í aðdraganda grein-
ingar - niðurstöður úr stórri íslenskri rannsókn - Jóhanna Eyrún Torfadóttir, sérfræð ingur
hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins
Áskoranir 70 ára afmælisbarns?
– Valgerður Sigurðardóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands
Ávarp landlæknis
– Alma Dagbjört Möller, landlæknir
Kl. 18:45 – Ráðstefnuslit
Slóð á streymi: livestream.com/krabb/radstefna26082021
MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 5KR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A