Fréttablaðið - 25.08.2021, Síða 26
Verkefnið sem Berglind Ósk
Einarsdóttir vinnur að og nefnist
Hlutverk MITF í hindrun ónæmis-
svars sortuæxla, hlaut 6,2 millj-
óna króna styrk úr Vísindasjóði
Krabbameinsfélagsins árið 2021.
Árlega greinast tæplega 50 ein-
staklingar á Íslandi með sortuæxli
og að meðaltali látast 11 úr sjúk-
dómnum. Sortuæxli segir Berglind
að eigi sér uppruna í litfrumum
líkamans, sem eru þær frumur sem
meðal annars mynda fæðingar-
bletti. „Litfrumur geta orðið ill-
kynja vegna skemmda í erfðaefni
frumnanna, til dæmis af völdum
útfjólublás ljóss, sem veldur því
að þær mynda sortuæxlisfrumur
sem fjölga sér og mynda sortuæxli.
Sortuæxlisfrumur eru sérstök
undirtegund af krabbameins-
frumum.“
MITF kannski einn þáttur
„Að öllum líkindum myndast
reglulega illkynja frumur, líkt og
sortuæxlisfrumur, í líkamanum
sem ónæmiskerfið okkar ræðst á
og drepur. Að sama skapi er lík-
legt að við smitumst reglulega af
vírusum og bakteríum, en vitum
ekki af því þar sem ónæmiskerfið
eyðir þeim áður en þau ná að hafa
áhrif. Til þess að illkynja frumur,
líkt og vírusar og bakteríur, lifi af í
líkamanum, þá verður umhverfið
að vera þeim hagstætt svo að
þau geti lifað af, vaxið og fjölgað
sér. Eitt af mörgum hlutverkum
ónæmiskerfisins er að þekkja ill-
kynja frumur eða aðskotahluti sem
eiga ekki heima í líkamanum. En í
einhverjum tilfellum bregst þetta
kerfi og við verðum veik eða það
myndast æxli.“
Markmið hópsins er að rannsaka
tengsl ónæmiskerfisins og sortu-
æxlisfrumna, þá sérstaklega með
tilliti til ákveðins próteins sem má
finna í sortuæxlisfrumunum, sem
nefnist MITF. „Við teljum að þetta
prótein gæti haft áhrif á getu sortu-
æxlisfrumna til þess að komast hjá
árás T-drápsfrumna með því að
tjá viðtaka á frumuhimnunni sem
heitir PD-L1, en þetta byggjum við á
bráðabirgðaniðurstöðum okkar.
Það eru örugglega mjög margar
ástæður fyrir því að aðskotahlutir
komist fram hjá þessum vörnum
líkamans, en einn af þáttunum gæti
verið stýrt af þessu tiltekna pró-
teini, MITF, í sortuæxlisfrumum.
Hingað til hefur ekki verið sýnt
fram á það.“
Bylting í
krabbameinsmeðferðum
Til eru nokkrar tegundir ónæmis-
meðferða gegn krabbameinum
og ónæmismeðferðir sem hafa
gjörsamlega umbylt meðferðum
gegn sortuæxli. „Eitt af ónæmis-
lyfjunum byggir á því að koma
í veg fyrir að sortuæxlisfrumur
geti nýtt sér PD-L1 viðtakann til
að afvirkja T-drápsfrumur. Okkar
verkefni er þá að kanna hvort
MITF hafi hlutverk í að stjórna
því hvort PD-L1 sé til staðar eða
ekki, sem að lokum getur stýrt því
hvort T-frumurnar séu afvirkj-
aðar, eða ekki.“
Aðspurð hvort niðurstöður gætu
haft áhrif á aðrar tegundir krabba-
meina segir Berglind: „MITF er til
staðar í litfrumum og hefur sér-
stök áhrif á þær. En það er einnig
til staðar í öðrum frumum en er
minna rannsakað. Mögulega gætu
jákvæðar niðurstöður úr þessari
rannsókn haft áhrif á meðferðir
og greiningu á öðrum tegundum
krabbameina, en það þarf að rann-
saka frekar.“
Púsl þekkingar og framfara
Ónæmismeðferðir við krabba-
meinum eru tiltölulega nýsam-
þykktar og hafa á fáum árum
virkað afar vel fyrir marga sjúkl-
inga. „Eftir að við fórum að skilja
hið mikilvæga samspil á milli
krabbameinsfrumna og ónæmis-
kerfisins, hófu fleiri vísindahópar
að rannsaka það frekar. Undanfar-
in ár hefur skilningur og framför
vísindasamfélagsins aukist gífur-
lega varðandi líffræði sortuæxla og
sterk tengsl þess við ónæmiskerfið.
Við byggjum á þessari þekkingu.
Þetta er fegurðin við vísindin; það
leggja allir til eitt og eitt púsl í hið
stóra samhengi hlutanna.“
Á byrjunarstigi
„Rannsóknin er á byrjunarstigi,“
segir Berglind. „Við þurfum að
kanna betur bráðabirgðaniður-
stöðurnar til að tryggja að þessi
tengsl sem við höfum séð séu til
staðar í f leiri tilraunamódelum
en því sem við höfum nýtt okkur
hingað til. Ef tengslin eru raun-
verulega til staðar, líka í sýnum frá
sjúklingum og öðrum módelum,
þá áætlum við að það taki um það
bil þrjú ár að klára allar tilraunir
og skrifa vísindagrein og birta í rit-
rýndu vísindatímariti.“
Hvert er svo næsta skref eftir
þessa rannsókn?
„Ein vísindaspurning framleiðir
ávallt fjöldann allan af nýjum
rannsóknarspurningum. Þessu
verkefni verður því ekkert endi-
lega lokið eftir þrjú ár. Út frá þessu
mun að öllum líkindum vaxa alls
konar afleggjarar sem við munum
gróðursetja í frjóan jarðveg og
halda áfram að skoða.
Ef við getum sýnt fram á tengsl
á milli hlutverks þessa tiltekna
próteins í samspili sortuæxla og
ónæmiskerfisins, þá munu þær
niðurstöður hafa áhrif á þekk-
ingu okkar á líffræði sortuæxla
sem væri hægt að nýta sem grunn
í rannsóknum, greiningu og með-
ferðum við sortuæxlum.“ n
Samspil ónæmiskerfisins og sortuæxla
Verkefnið sem
Berglind vinnur
að hlaut 6,2
milljóna styrk
frá Vísindasjóði
Krabbameins
félagsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Um Vísindasjóðinn
Vísindasjóðurinn var stofn
aður í lok árs 2015 af Krabba
meinsfélagi Íslands, svæða
félögum og stuðningshópum.
Á fimm árum hefur Vísinda
sjóðurinn veitt 58 styrki, alls
316 milljónir króna. Nú í maí
2021 voru veittar 89 milljónir
úr sjóðnum til 11 rannsóknar
verkefna. Markmið sjóðsins
er að efla íslenskar rannsóknir
á orsökum krabbameina,
forvörnum, meðferð og lífs
gæðum sjúklinga.
Berglind er nýdoktor í hópi
Eiríks Steingrímssonar við
Læknadeild HÍ. Markmið
hópsins er að rannsaka
hvernig sortuæxlisfrumur
komast hjá því að vera
drepnar af ónæmiskerfinu.
C100 - M60 - Y0 - K10
C0 - M0 - Y0 - K15
Við óskum Krabbameinsfélagi Íslands til hamingju með 70 ára afmælið
8 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGURKR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A