Fréttablaðið - 25.08.2021, Síða 27

Fréttablaðið - 25.08.2021, Síða 27
Hlín Reykdal skartgripa- hönnuður hannar Bleiku slaufuna í ár. Átakið hófst árið 2000 og hafa landsmenn tekið því afar vel frá fyrsta degi. „Fyrsta árvekniátakið undir nafni Bleiku slaufunnar hér á landi fór fram í október árið 2000. Þá var það á vegum Krabbameinsfé­ lagsins í samvinnu við Samhjálp kvenna en að frumkvæði heild­ verslunarinnar Artica, umboðs­ aðila Estée Lauder,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins. „Fyrstu árin var bleikri tauslaufu dreift og tekið við framlögum til stuðnings baráttunni. Síðan árið 2007 hafa verið seldar sérhannaðar slaufur til styrktar átakinu. Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn brjóstakrabba­ meins en frá árinu 2010 hefur athyglin beinst að öllum krabba­ meinum hjá konum hér á landi.“ Mikilvæg skilaboð Á hverju ári er Krabbameinsfé­ lagið með mismunandi skilaboð í átakinu og þá þau sem félagið telur skipta mestu máli hverju sinni að sögn Kolbrúnar. „Oft hefur áherslan verið á að hvetja konur til að fara í skimun. Á 10 ára afmæli Ráð­ gjafarþjónustu félagsins lögðum við áherslu á hvatningu um að leita sér stuðnings hvort sem þú tekst sjálf á við krabbamein eða ert aðstand­ andi því krabbameinum fylgja ótal spurningar og við bjóðum ókeypis ráðgjöf hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga til að svara þeim með fólki. Í fyrra beindum við kastljós­ inu að krabbameinsrannsóknum sem eru forsenda framfara. Félagið hefur stundað rannsóknir af krafti í áratugi en það starf hefur svolítið verið í skugganum af skimuninni sem allir hafa vitað af.“ Átakinu tekið afar vel Hún segir landsmenn hafa tekið átakið í faðminn frá fyrsta degi og nú er varla til sá maður eða kona á landinu sem ekki veit af Bleiku slaufunni. „Skólar, leikskólar, fyrirtæki og stofnanir um allt land halda Bleika daginn hátíð­ legan og hvetja fólk sitt til að mæta í bleikum fötum, kaupa Bleiku slaufuna og gera sér dagamun. Ég myndi segja að átakið væri einfald­ lega orðið fastur liður í dagatalinu. Prjónahópar, zumba­hópar, starfsmannafélög, nemendafélög, hlaupahópar og fleiri og fleiri láta ávallt til sín taka.“ Hlín Reykdal hannar slaufuna í ár Það er engin önnur en Hlín Reykdal skartgripahönnuður sem hannar slaufuna í ár og segir Kolbrún að starfsfólk Krabbameinsfélagsins hlakki svo sannarlega til að sýna fallegu slaufuna hennar þegar líður að október. „Hún bætist í hóp þeirra sem hafa hannað Bleiku slaufuna fyrir okkur í gegnum árin í sjálfboðavinnu og eiga þau miklar þakkir skilið. Slaufan fæst svo alltaf hjá okkur í Skógarhlíð og í vefversl­ un okkar og mun fást í vefverslun Hlínar og Kiosk á Granda. Lang­ stærstur hluti sölu fer þó fram hjá á þriðja hundrað sölustaða um allt land sem selja slaufuna án endur­ gjalds þannig að allt söluvirðið rennur óskert til söfnunarinnar. Það er ómetanlegur stuðningur. Þá hefur TVG­Zimsen flutt slaufurnar án kostnaðar í næstum tíu ár og Margt smátt framleitt þær næstum allar.“ Einnig megi benda á að félagið hefur fengið að njóta krafta margra helstu listamanna og skemmti­ krafta landsins án nokkurs endur­ gjalds í fjölmörgum verkefnum. „Við eigum þeim mikið að þakka og öllum þeim sem hafa komið að gerð kynningarefnis við framleiðslu og hugmyndavinnu. Án þeirra hefði sannarlega ekki verið hægt að standa svona glæsilega að átakinu.“ Mikilvæg verkefni styrkt Í fyrra rann allt söfnunarfé til krabbameinsrannsókna sem Krabbameinsfélagið sinnir á Rann­ sóknarsetri Krabbameinsfélagsins auk þess sem Vísindasjóðurinn félagsins úthlutaði stærstu úthlutun til þessa sem nam 89 milljónum króna til 11 rannsóknarverkefna. „Í ár söfnum við fyrir rannsóknum, stuðningi og ráðgjöf við sjúklinga og aðstandendur og forvörnum til að minnka líkur á krabbameinum. Allt verkefni sem hafa mikla þýðingu fyrir komandi kynslóðir og eru ómetanleg fyrir þær konur sem þurfa að takast á við þennan sjúkdóm í dag sem sjúklingar eða aðstandendur.“ ■ Nánari upplýsingar má finna á bleikaslaufan.is. Bleika slaufan er fastur liður í dagatali landsmanna „Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn brjóstakrabbameins en frá árinu 2010 hefur athyglin beinst að öllum krabbamein­ um hjá konum hér á landi,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Átakið Mottumars er haldið árlega í marsmánuði. Þar er kastljósinu beint að and- legri heilsu karla og krabba- meinum í ristli og eistum. „Átaksverkefnið Mottumars, sem flestir landsmenn þekkja, á sér fyrirmynd í alþjóðlega verkefninu „Movember“ þar sem kastljósinu er beint að andlegri heilsu karla og krabbameinum í ristli og eistum,“ segir Guðmundur Pálsson, vef­ stjóri Krabbameinsfélagsins, en félagið hefur keyrt þetta verkefni hérlendis frá árinu 2010 og gert að árlegu átaki í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. „Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundar­ vakningu um krabbamein hjá körlum og öflum um leið fjár fyrir mikilvægum stuðningi við karla og fjölskyldur þeirra. Undanfarin ár höfum við selt skemmtilega sokka í fjáröflunarskyni og er þeim fjármunum sem safnast varið í fjölmörg mikilvæg verkefni. Má þar nefna rannsóknir á krabba­ meinum sem greinast hjá körlum, endurgjaldslausa ráðgjöf fagfólks og stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra auk fræðslu og forvarna til að koma í veg fyrir krabbamein og fyrirbyggja erfiða fylgikvilla.“ Málin sett á dagskrá Hann segir Mottumars hafa verið frábærlega vel tekið frá upphafi og sé átakið fyrir löng búið að festa sig í sessi. „Margir karlar safna skeggi á þessum tíma til að minna sjálfa sig og aðra á átakið og þjóðin hefur svo sannarlega staðið með okkur og styrkt starfsemina til dæmis með kaupum á Mottumars­sokkunum sem seldir hafa verið síðustu árin.“ Að sögn Guðmundar er helsti ávinningur átaksins sá að okkur sem samfélagi hefur tekist að setja þessi mál á dagskrá og aukið þann­ ig þekkingu og vitund fólks um til dæmis áhrif lífsstíls á sjúkdóma á borð við krabbamein. „Fjárhags­ legi ávinningurinn er félaginu líka dýrmætur því hann er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti haldið áfram að vinna að enn betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabba­ meina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.“ Átak í stöðugri þróun Mottumars er og verður í stöðugri þróun og fræðslan tekur áherslu­ breytingum eftir því sem áskoranir breytast, segir Guðmundur. „Það eru þrotlausar rannsóknir í gangi um allan heim og Krabbameinsfé­ lagið hefur lagt sitt af mörkum til þeirra hér á landi. Má sem dæmi nefna að Vísindasjóður félagsins hefur stutt 37 rannsóknir á síðustu fimm árum og lagt til 316 milljónir króna. Starf félagsins og fræðsla tekur svo auðvitað mið af þeim niðurstöðum og vísbendingum sem rannsóknirnar leiða í ljós hverju sinni.“ Sérsniðinn fræðsluvefur Ein nýjungin sem Krabbameins­ félagið setti í loftið í tengslum við Mottumars er sérsniðinn fræðslu­ vefur fyrir karlmenn sem nefnist karlaklefinn.is. „Rannsóknir sýna að karlmenn yfir fimmtugt nýta sér síður en konur stuðning í veikindum. Framsetning á efni skiptir því miklu máli. Í Karla­ klefanum er að finna fjölbreytt efni, margvíslegt fræðsluefni og upplýsingar um einkenni krabba­ meina svo dæmi séu tekin. Þar er líka að finna gagnvirkt fræðslu­ efni sem getur aðstoðað karla við ákvarðanatöku um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Einnig er þar að finna margvíslegt efni tengt heilbrigðum lífsstíl, svo sem upplýsingar um hreyfingu, hollt mataræði og fleira.“ Nánari upplýsingar má finna á mottumars.is. Mottumars er löngu búinn að festa sig í sessi Guðmundur Pálsson, vef­ stjóri Krabba­ meinsfélagsins, segir Mottu­ mars hafa verið frábærlega vel tekið frá upp­ hafi og sé átakið fyrir löng búið að festa sig í sessi. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Karlaklefinn. is er sérsniðinn fræðsluvefur fyrir karlmenn. Þar má meðal annars finna margvíslegt fræðsluefni og upplýsingar um einkenni krabbameina. Í Mottukeppn­ inni er skorað á karla að safna bæði mottu og áheitum og sýna þannig samstöðu sína í verki. 9MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 2021 KR ABBAMEINSFÉLAGIÐ 70 ÁR A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.