Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 34

Fréttablaðið - 25.08.2021, Page 34
Þegar við heyrum stjórnmálamenn tala um að mikilvægt sé að auka útgjöld til Land- spítalans þá vitum við hvað þarf að gerast til að það sé hægt. Það eru allir sammála um að við viljum búa við gott heilbrigðiskerfi. Það eru líka allir sammála um að það þarf að vera bæði vel fjármagn- að og að nýtingin á því fjármagni verði að vera skilvirk. Síðustu vikur hafa ýmsir talað á þann veg að fjár- mögnun heilbrigðiskerfisins hljóti, eigi og verði að vera höfuðmálefni komandi Alþingiskosninga. Sú umræða leiðir beint af því að kór- ónufaraldurinn virðist munu sitja á öxlinni á okkur enn um sinn. Fyrir um mánuði síðan benti ég á að það þyrfti að sérstaklega að varast að staða faraldursins og viðbrögð við honum yrðu að miklu kosningamáli. Kosningar til Alþingis eiga að – verða að – snúast um það hvernig flokkarnir ætla að tækla efnahagsmál og samfélagsmál á næsta kjörtímabili. Þar er bæting heilbrigðiskerfisins augljóslega eitt af umræðuefnunum. En það getur hvorki verið eina né aðal kosninga- málið. Hvaðan eiga peningarnir að koma? Fyrir þessar kosningar er lykil- spurningin ekki: „Hve miklum peningum ætla stjórnmálaf lokk- arnir að verja til að hækka framlög til Landspítalans og heilbrigðiskerf- isins?“ Lykilspurningin er: „Hvaðan eiga peningarnir að koma?“ Uppsafnaður halli ríkissjóðs verður um 600 milljarðar króna þegar næsta ríkisstjórn tekur við. Þegar kallað er eftir því að auka rík- isútgjöld – til dæmis með auknum framlögum til heilbrigðiskerfisins – eru fjórar leiðir í boði til að finna þá peninga. Ríkið getur tekið peninga úr öðrum málaflokkum með niður- skurði, ríkið getur fengið peninga að láni með tilheyrandi vaxtakostnaði inn í framtíðina, ríkið getur hækkað skatta á almenning og fyrirtæki, eða ríkið getur örvað atvinnulíf til að auka verðmætasköpun í samfélag- inu sem skilar auknum tekjum í ríkissjóð. Það er augljósasta verkefni næstu ríkisstjórnar að blanda þessum leiðum saman til að fylla í farald- ursgatið í ríkiskassanum. Það er því jafn augljóst að þeir sem krefjast þess að kosningar snúist um aukin ríkisútgjöld þurfi að leggja fram skýrar tillögur um það. Á að taka peningana úr menntakerfinu eða félagslega kerfinu? Á að taka fleiri erlend lán eða hækka skatta? Eða á að fara skynsamlegu leiðina og örva verðmætasköpun með því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, tryggja að tólf þúsund atvinnulausir komist sem fyrst aftur í vinnu og bæta samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs þannig að til verði fleiri krónur sem skila sér í ríkiskassann? Hver er fljótvirkasta leiðin til að búa til ný verðmæti? Greiningaraðilar og áhrifastofn- anir um efnahagsmál tala einum rómi um það. Seðlabankinn, fjár- málaráðuneytið, greiningardeildir bankanna, Hagstofan, lánsmatshæf- isfyrirtæki – allir þessir aðilar hafa bent á það sama: Hröð viðspyrna ferðaþjónustu er mikilvægasta leiðin í dag til að hraða verðmæta- sköpun, minnka atvinnuleysi og styrkja efnahagslífið hraðar. Hvers vegna? Vegna þess að hröð v iðspy r na ferðaþjónustunnar kemur fólki fyrr aftur í vinnu og greiðir þeim laun, hún sogar gjald- eyri inn í landið og býr til ný verð- mæti fyrir samfélagið. Þeim mun fyrr sem tekst að ná þessari kviku atvinnugrein aftur í eðlilega virkni og verðmætasköpun, þeim mun fyrr mun hún aftur skila tugmilljörðum í tekjur til ríkisins. Og þannig verða til fleiri krónur í ríkiskassanum sem má nota til að fjármagna Landspít- alann og önnur kerfi samfélagsins. Orð eins og verðmætasköpun og viðspyrna hljóma kannski óljós, en hér er einfalt dæmi: Árið 2019 voru beinar (nettó) skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til reksturs Landspítalans það ár. Skatttekjur af ferðaþjónustu voru jafn miklar og þurfti til að reka Landspítalann árið 2019. Og árið áður. Og árið þar áður. Og þannig þarf það að verða aftur, eins hratt og hægt er. Þannig að þegar við heyrum stjórnmálamenn tala um það á næstu vikum að mikilvægt sé að auka útgjöld til Landspítalans, þá vitum við einfaldlega hvað þarf að gerast til að það sé hægt. Auðvitað snýst aukin verðmætasköpun ekki bara um ferðaþjónustu heldur um atvinnulífið allt, en á þessum tíma- punkti skiptir mestu máli að koma ferðaþjónustu aftur á fæturna til að efnahagslífið fari aftur að ganga á öllum stimplum. Og það styður líka við aðrar atvinnugreinar. Hvað þarf til að tryggja hraða viðspyrnu? Stjórnvöld geta gripið til fjölda aðgerða til að efla þessa hröðu við- spyrnu. Í maí gáfu SAF út Vegvísi um viðspyrnu ferðaþjónustu til 2025, þar sem lagðar eru fram til- lögur um aðgerðir í 11 köflum (sjá http://vidspyrnan.is). Þar er m.a. fjallað um leiðir til að bæta rekstr- arumhverfi fyrirtækja, fjárfestingar í árangursríkri markaðssetningu og uppbyggingu áfangastaða og inn- viða, skilvirkara eftirlit með ólög- legri starfsemi og eflingu atvinnu- tækifæra á landsbyggðinni. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að allar tillögur í slíku skjali komi hratt til framkvæmda, en það er hægt að búast við því að stjórn- málaf lokkar nýti hluta af tillög- unum til að styðja við aukna verð- mætasköpun á næsta kjörtímabili og styrkja þannig efnahagslíf og samfélag hraðar upp úr faraldr- inum. Því að þannig verða til aukin verðmæti sem ríkið getur nýtt til að byggja upp heilbrigðiskerfið og önnur lykilkerfi samfélagsins. Það er málið sem kosningarnar hljóta að snúast um. Stjórnmála- f lokkar og frambjóðendur þurfa að setja fram raunhæfa sýn á fram- tíðina, á endurreisn efnahagslífs, atvinnulífs og samfélags upp úr kreppuástandi. Hvernig hyggjast þeir takmarka samfélagslegan kostnað eftir kreppuna, tryggja lífs- kjör til framtíðar og leiða þjóðina í átt að meiri almennri velsæld? Sama hvert sú umræða leiðir á næstu vikum er aukin verðmætasköpun í ferðaþjónustu alltaf lykilhluti af svarinu. Líka varðandi það hvernig megi bæta heilbrigðiskerfið. n Aukin framlög til Landspítalans ekki aðalkosningamálið Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. STANDUR FYRIR SKAMMTARA Svartur eða hvítur DROPABAKKI RAFKNÚINN SKAMMTARI 1200 ml silfur eða hvítur 1 x KC sótthreinsifroða 1200 ml Inniheldur Aloe Vera og húðmýkjandi efni ERU SÓTTVARNIRNAR Á HREINU Í FYRIRTÆKINU? Fæst í verslunum Rekstrarlands og útibúum Olís um land allt. Pantanir í síma 515 1100 eða pontun@olis.is. KIMBERLY CLARK TILBOÐ 1 Tilboðsverð: 19.995 kr. m/vsk. KIMBERLY CLARK TILBOÐ 2 Tilboðsverð: 11.780 kr. m/vsk. SÓTTHREINSISTANDAR Í ÚRVALI, SÓTTHREINSIFROÐA FYLGIR KC RAFKNÚINN SKAMMTARI 1200 ml hvítur eða silfur 4 x KC SÓTTHREINSIFROÐA 1200 ml Inniheldur Aloe Vera og húðmýkjandi efni MARKAÐURINN6 25. ágúst 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.