Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 2

Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 2
Íslendingar eru ennþá ekki búnir að læra á þetta. Þeir vilja túrista- dollarann en geta ekki unnið fyrir honum. Ingólfur Blöndal, stofnandi NATO Ltd. Boltinn rúllar í skugga kórónaveirufaraldurs ALMERÍA 27. JÚLÍ - 06. ÁGÚST FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 79.500 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN. FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA. FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ: 39.900 KR. * WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Ferðaþjónustan NATO gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að sjá ferðamönnum ekki fyrir hópskimunum. Stofnandi fyrirtækisins segir Íslendinga hafa átt að fara að fordæmi Mexíkóa. thorgrimur@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Nokkur óánægja ríkir innan ferðaþjónustunnar með framkvæmd skimunar á ferðamönn­ um hérlendis. Ingólfur Blöndal, stofnandi ferða­ þjónustunnar NATO (North Amer­ ican Tour Organization), er sár­ óánægður með það að möguleiki á hópskimunum ferðahópa sé ekki fyrir hendi. „Ég er búinn að vera með þessar ferðir til Íslands í fleiri ár og er með hóp þar núna,“ segir Ingólfur. Að því er Ingólfur segir er um að ræða ferðamenn sem bókuðu ferðina í árslok 2019 en urðu síðan að fresta henni út af Covid í heilt ár. „Nú er þetta fólk loksins komið til Íslands og er mjög ánægt, allt í besta gangi. Allt nema þessi helvítis skimun, sem ég kalla nú Rabbit Test,“ segir Ingólfur óánægður. „Ég hélt að þetta væri ekkert mál, að maður gæti hringt niður í ein­ hverja stofnun og fengi pláss,“ heldur Ingólfur áfram. „Ég bjóst við að geta bara pantað tíma fyrir hópinn til að koma í sínum rútubíl og það myndi kannski taka hálftíma, klukkutíma að ganga frá þessu. En nú er ég búinn að vera í sambandi við öll yfirvöld á Íslandi og öll segja mér að það sé ekki hægt að gera þetta fyrir hóp. Hver einstakl­ ingur verður að sækja um fyrir sig.“ Að sögn Ingólfs er verið að vinna í nýrri vefsíðu fyrir skimanir en enn hvorki búið að setja hana upp né sé vitað hvenær hún verður sett í gang. „Það þýðir að mitt fólk verður að sjá um þetta sjálft. Það er búið að sitja á Hótel Vestmannaeyjum í tvö kvöld að berjast fyrir þessu. Íslend­ ingar eru ennþá ekki búnir að læra á þetta. Þeir vilja túristadollarann en geta ekki unnið fyrir honum.“ Ingólfur bendir á að í Mexíkó og öðrum löndum í kringum Banda­ ríkin geti ferðamenn fengið skimun fyrir Covid­19 á hóteli. „Ég auðvitað skil að það er ekki hægt að gera það í Vestmannaeyjum, Hornafirði eða Skaftafelli, en að það sé ekki hægt í Reykjavík er bara ekki nógu gott!“ undirstrikar Ingólfur hneykslaður. „Nú eru Bandaríkjamenn stærsti ferðamannahópurinn á Íslandi. Þeir eru meginstoðin við túrismann eins og er og yfirvöld á Íslandi hefðu átt, nákvæmlega eins og Mexíkóar, að sjá um þetta,“ segir Ingólfur Blöndal. n Íslendingar verði að vinna fyrir túristadollurunum Ferðamenn streyma nú að nýju um Keflavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI arib@frettabladid.is STJÓRNMÁL Niðurstaða úr oddvita­ kjöri Miðflokksins í Reykjavíkur­ kjördæmi suður liggur fyrir í kvöld. Kosið er á milli Þorsteins Sæmunds­ sonar þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokksins. Flokksmenn felldu tillögu uppstillingarnefndar þar sem Fjóla var í oddvitasæti. Þor­ steinn var ekki á listanum. Boðað var til oddvitakjörsins á sunnudaginn, kjörskrá lokaðist á miðvikudag. Nanna Margrét Gunn­ laugsdóttir, framkvæmdastjóri f lokksins, segir að vel hafi gengið að skipuleggja kjörið þrátt fyrir lítinn fyrirvara. Hún vildi ekki gefa upp hversu margir hefðu bæst við á kjörskrána í millitíðinni „Það bætist alltaf eitthvað við,“ segir hún. „Svo þarf að vera búið að borga félags­ gjöld líka.“ n Oddviti kynntur í kvöld Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður. Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri. Knattspyrnumótið ReyCup stendur yfir á fullu þessa dagana og er ekkert gefið eftir innan vallar. Kórónaveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn til þessa en tvö lið hafa þegar þurft að draga sig úr keppni vegna smits. Mótinu lýkur um helgina með úrslitaleikjum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR adalheidur@frettabladid.is SAMGÖNGUR Samkomulag hefur náðst um vegalagningu um Gufu­ dalssveit en lengi hefur verið deilt um áhrif vegalagningarinnar á Teigsskóg. Vegagerðin náði samn­ ingum við landeigendur Grafar í Þorskafirði, en þeir voru einu land­ eigendurnir sem ekki höfðu náðst samningar við. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi frá því að samningaviðræð­ ur hefðu einkum lotið að umhverf­ isáhrifum framkvæmdarinnar en að samningar hefðu náðst í gær. „Langþráður áfangi er í höfn,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu­ og sveitarstjórnarráð­ herra, um málið á Facebook í gær en færslan birtist meðan lands­ menn biðu fregna af ríkisstjórnar­ fundi sem þá stóð yfir, um hertar takmarkanir innanlands. n Samþykktu nýjan veg um Teigsskóg Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 Fréttir 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.