Fréttablaðið - 24.07.2021, Page 2
Íslendingar eru ennþá
ekki búnir að læra á
þetta. Þeir vilja túrista-
dollarann en geta ekki
unnið fyrir honum.
Ingólfur Blöndal,
stofnandi NATO Ltd.
Boltinn rúllar í skugga kórónaveirufaraldurs
ALMERÍA
27. JÚLÍ - 06. ÁGÚST
FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ:
79.500 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 1 BARN.
FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA.
FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR
FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ:
39.900 KR. *
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
Ferðaþjónustan NATO
gagnrýnir íslensk stjórnvöld
fyrir að sjá ferðamönnum
ekki fyrir hópskimunum.
Stofnandi fyrirtækisins segir
Íslendinga hafa átt að fara að
fordæmi Mexíkóa.
thorgrimur@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Nokkur óánægja
ríkir innan ferðaþjónustunnar með
framkvæmd skimunar á ferðamönn
um hérlendis.
Ingólfur Blöndal, stofnandi ferða
þjónustunnar NATO (North Amer
ican Tour Organization), er sár
óánægður með það að möguleiki á
hópskimunum ferðahópa sé ekki
fyrir hendi.
„Ég er búinn að vera með þessar
ferðir til Íslands í fleiri ár og er með
hóp þar núna,“ segir Ingólfur.
Að því er Ingólfur segir er um að
ræða ferðamenn sem bókuðu ferðina
í árslok 2019 en urðu síðan að fresta
henni út af Covid í heilt ár.
„Nú er þetta fólk loksins komið
til Íslands og er mjög ánægt, allt í
besta gangi. Allt nema þessi helvítis
skimun, sem ég kalla nú Rabbit Test,“
segir Ingólfur óánægður.
„Ég hélt að þetta væri ekkert mál,
að maður gæti hringt niður í ein
hverja stofnun og fengi pláss,“ heldur
Ingólfur áfram.
„Ég bjóst við að geta bara pantað
tíma fyrir hópinn til að koma í sínum
rútubíl og það myndi kannski taka
hálftíma, klukkutíma að ganga frá
þessu. En nú er ég búinn að vera í
sambandi við öll yfirvöld á Íslandi og
öll segja mér að það sé ekki hægt að
gera þetta fyrir hóp. Hver einstakl
ingur verður að sækja um fyrir sig.“
Að sögn Ingólfs er verið að vinna
í nýrri vefsíðu fyrir skimanir en enn
hvorki búið að setja hana upp né sé
vitað hvenær hún verður sett í gang.
„Það þýðir að mitt fólk verður að
sjá um þetta sjálft. Það er búið að
sitja á Hótel Vestmannaeyjum í tvö
kvöld að berjast fyrir þessu. Íslend
ingar eru ennþá ekki búnir að læra á
þetta. Þeir vilja túristadollarann en
geta ekki unnið fyrir honum.“
Ingólfur bendir á að í Mexíkó og
öðrum löndum í kringum Banda
ríkin geti ferðamenn fengið skimun
fyrir Covid19 á hóteli.
„Ég auðvitað skil að það er ekki
hægt að gera það í Vestmannaeyjum,
Hornafirði eða Skaftafelli, en að það
sé ekki hægt í Reykjavík er bara ekki
nógu gott!“ undirstrikar Ingólfur
hneykslaður.
„Nú eru Bandaríkjamenn stærsti
ferðamannahópurinn á Íslandi. Þeir
eru meginstoðin við túrismann eins
og er og yfirvöld á Íslandi hefðu átt,
nákvæmlega eins og Mexíkóar, að sjá
um þetta,“ segir Ingólfur Blöndal. n
Íslendingar verði að vinna
fyrir túristadollurunum
Ferðamenn streyma nú að nýju um Keflavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
arib@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Niðurstaða úr oddvita
kjöri Miðflokksins í Reykjavíkur
kjördæmi suður liggur fyrir í kvöld.
Kosið er á milli Þorsteins Sæmunds
sonar þingmanns og Fjólu Hrundar
Björnsdóttur, framkvæmdastjóra
þingflokksins. Flokksmenn felldu
tillögu uppstillingarnefndar þar
sem Fjóla var í oddvitasæti. Þor
steinn var ekki á listanum.
Boðað var til oddvitakjörsins á
sunnudaginn, kjörskrá lokaðist á
miðvikudag. Nanna Margrét Gunn
laugsdóttir, framkvæmdastjóri
f lokksins, segir að vel hafi gengið
að skipuleggja kjörið þrátt fyrir
lítinn fyrirvara. Hún vildi ekki gefa
upp hversu margir hefðu bæst við á
kjörskrána í millitíðinni „Það bætist
alltaf eitthvað við,“ segir hún. „Svo
þarf að vera búið að borga félags
gjöld líka.“ n
Oddviti kynntur í kvöld
Þorsteinn
Sæmundsson,
þingmaður.
Fjóla Hrund
Björnsdóttir,
framkvæmda-
stjóri.
Knattspyrnumótið ReyCup stendur yfir á fullu þessa dagana og er ekkert gefið eftir innan vallar. Kórónaveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn til þessa
en tvö lið hafa þegar þurft að draga sig úr keppni vegna smits. Mótinu lýkur um helgina með úrslitaleikjum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
adalheidur@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Samkomulag hefur
náðst um vegalagningu um Gufu
dalssveit en lengi hefur verið deilt
um áhrif vegalagningarinnar á
Teigsskóg. Vegagerðin náði samn
ingum við landeigendur Grafar í
Þorskafirði, en þeir voru einu land
eigendurnir sem ekki höfðu náðst
samningar við.
Héraðsmiðillinn Bæjarins besta
greindi frá því að samningaviðræð
ur hefðu einkum lotið að umhverf
isáhrifum framkvæmdarinnar en
að samningar hefðu náðst í gær.
„Langþráður áfangi er í höfn,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu og sveitarstjórnarráð
herra, um málið á Facebook í gær
en færslan birtist meðan lands
menn biðu fregna af ríkisstjórnar
fundi sem þá stóð yfir, um hertar
takmarkanir innanlands. n
Samþykktu nýjan
veg um Teigsskóg
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu-
ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
2 Fréttir 24. júlí 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ